Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 24
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.717 - 0,38% Fjöldi viðskipta: 296 Velta: 2.175 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,20 +0,00% ... Alfesca 3,95 +0,00%... Atorka 5,85 -0,85% ... Bakkavör 48,60 -0,41% ... Dagsbrún 6,05 -0,49% ... FL Group 19,50 -2,01% ... Flaga 4,10 +0,99% ... Glitnir 18,20 +0,00% ... KB banki 776,00 -0,13% ... Landsbankinn 22,00 +0,00% ... Marel 69,90 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,00 -1,84% ... Straumur-Burðarás 17,90 +0,00% ... Össur 113,00 +0,89% MESTA HÆKKUN Flaga 0,99% Össur 0,89% MESTA LÆKKUN FL Group 2,01% Mosaic 1,84% Avion 1,11% Imperial 42 cl rauðvínsglös 1.924 kr. 12 stk. Smart og létt á fæti – heilsteypt glös á tilboðsverði Þórunn Kristjánsdóttir Sölumaður hjá RV Maldive 36 cl bjórglös Imperial 31 cl rauðvínsglös Imperial 23 cl hvítvínsglös Imperial 19 cl hvítvínsglös 1.757 kr. 12 stk. 1.579 kr. 12 stk. 1.341 kr. 12 stk. 854 kr. 6 stk. R V 62 07 A Rauð vínsg lös, h vítvín sglös og b jórgl ös á tilbo ðsve rði í jún í 200 6 HM-æði Heimsmeistarakeppnin er að skella á og er það nokkuð ljóst að hún mun hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag. Auglýsendur hugsa sér gott til glóðar- innar eins og sést ágætlega á þremur tímaritum og dreifiblöðum, sem gefin hafa verið út í tengslum við keppnina; samtals 236 blað- síður. Í gær dreifðu Frétta- blaðið og Morgunblaðið sínu HM-blaðinu hvort en auk þess kemur út HM- tímaritið sem Olís dreifir. Þá mokar Sýn, sem hefur sýningarétt á HM, inn auglýsingum og heyrist að sjónvarpsstöðin hafi nánast þurrausið auglýsingamark- aðinn. Ætla má að auglýsinga- veltan í kringum HM fari langt yfir eitt hundrað milljónir króna. Rússarnir koma Rússnesk fyrirtæki eru áhugasöm um samstarf við Íslendinga á sviði jarðhita og í áliðnaði. Rússneska fréttastofan RBC hafði í gær eftir heimildar- manni úr fylgdarliði Mikhaíls Fradkovs, forsætisráðherra Rússlands sem er hér á leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins, að álfélagið RUSAL hefði áhuga á því að taka þátt í mögulegri uppbygg- ingu álvera á Norðurlandi auk þess sem orkufyrirtækið RAO UES vildi læra af reynslu okkar á sviði raforkuframleiðslu með jarðvarmavirkjunum. Þá mun einnig til skoðunar sala á rúss- neskum þyrlum til björgunarstarfa hér og samvinna í sjávarútvegsgeira. Peningaskápurinn ... Viðskiptahallinn nam 66,3 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi árs og er það meiri halli en áður hefur sést hér á landi. Tvöföld- un hefur orðið frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. Fram kemur á vef greiningardeildar Glitnis að rætur þessarar miklu aukningar sé að finna í öllum helstu undirliðum viðskiptajöfnuðar. Halli af vöruskiptum hafi til að mynda verið 32 milljarðar króna auk þess sem þjónustujöfnuður hafi verið óhagstæður um rúma fimmtán milljarða króna. Hreinar skuldir þjóðarbúsins námu 995 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins og er það aukning um 191 milljarð króna frá árs- lokum 2005. Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir því að viðskiptahalli verði tölvuvert minni á seinni hluta árs. Komi þar helst til gengis- lækkun krónu, en í kjölfarið megi búast við minni inn- flutningi auk þess sem lægra gengi krónu bæti samkeppnis- stöðu útflutningsgreina. - jsk Hallinn aldrei meiri Skuldir þjóðarinnar nema 995 milljörðum króna. Vextir af yfirdráttarlánum til ein- staklinga eru í mörgum tilfellum hærri en dráttarvextir sem ákvarð- aðir eru af Seðlabanka Íslands. Eftir miklar vaxtahækkanir bankanna undanfarna mánuði bera yfirdráttarlán nú 21,5 til 21,95 pró- senta vexti hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum. Dráttarvextir hafa á sama tíma staðið óbreyttir í 21,5 prósentum á þessu ári. Þetta þýðir í raun að hagstæðara er að standa í vanskilum en að taka yfirdrátt. Seðlabankinn ákvarðar drátt- arvexti á sex mánaða fresti og er næsti ákvörðunardagur 1. júlí næstkomandi. Dráttarvextir eru ákvarðaðir eftir 1. mgr. 6. laga um vexti og verðtryggingu frá árinu 2001. Samkvæmt lögunum er Seðlabankanum heimilt að bæta sjö til fimmtán hundraðshlutum ofan á stýrivextina hverju sinni eftir því sem þurfa þykir. Stýri- vextir eru nú 12,25 prósent. Sigurður Kristjánsson, for- stöðumaður á viðskiptabankasviði KB banka, telur umhugsunarefni hvort Seðlabankinn þurfi ekki að ákvarða dráttarvexti tíðar en nú er gert. „Þetta kennir mönnum það að settar reglur eru ekki alltaf í takt við raunveruleikann. Mér þætti eðlilegt að dráttarvextir væru ákvarðaðir á að minnsta kosti þriggja mánaða fresti. Ástandið eins og það er núna hvet- ur ekki beinlínis til skilvísi.“ Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka Íslands, telur það ekki sérstakt áhyggju- efni þótt yfirdráttarvextir séu hærri en dráttarvextir. „Dráttar- vextir eru alltaf mjög óhagstæðir. Hins vegar er alltaf álitamál hversu háir þeir eiga að verða og það geta hlaðist upp vandamál séu þeir of óhagstæðir.“ Dráttarvextir hafa haldist á bil- inu sautján til tuttugu og fjögur prósent á þessum áratug en fóru hæst í 56,4 prósent í ágúst árið 1988. jsk@frettabladid.is Á LAUGAVEGINUM Misræmi milli yfirdráttarvaxta bankanna og dráttarvaxta Seðlabankans veldur því að hagstæðara er að standa í vanskilum en að taka yfirdrátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Betra að skulda en eyða Yfirdráttarvextir bankanna eru hærri en dráttarvextir Seðlabankans. Sérfræð- ingar vilja tíðari vaxtaákvarðanir. Dráttarvextir ákvarðast á hálfs árs fresti. Alvarleg truflun varð í viðskipta- kerfi Kauphallar Íslands klukkan 14:48 í gær og voru öll viðskipti stöðvuð í kjölfarið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað olli trufluninni sem varð í sam- norrænu viðskiptakerfi kauphall- arinnar. Kauphallir á Norðurlönd- unum nota sama kerfi, en tveggja klukkustunda munur er hér og á Norðurlöndum og var búið að loka mörgum kauphöllum á Norður- löndum þegar truflunarinnar varð vart í viðskiptakerfinu í Svíþjóð. Opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni á nýjan leik klukkan 15:45 með opnunaruppboði en samfelld viðskipti hófust tveimur mínútum síðar. - jab KAUPHÖLL ÍSLANDS Viðskipti voru stöðvuð í tæpa klukkustund í Kauphöllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Viðskipti stöðvuð MARKAÐSPUNKTAR... Ákveðið hefur verið að sameina hugbúnaðarfyrirtækin Hug hf. og Ax hugbúnaðarhús hf. undir nafninu HugurAx. HugurAx verður eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins með um 125 starfsmenn. Þrettán framkvæmdastjórar úr bresku viðskiptalífi, meðal annars frá Shell, Tesco og Vodafone, eiga fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Hvetja þeir til aukinna aðgerða gegn loftslags- breytingum og vilja að auknar hömlur verði settar á losun koltvísýrings út í andrúmslotftið. Karl Pétur Jónsson var um síðustu helgi ráðinn í starf fulltrúa Gunnars Smára Egilssonar, forstjóra Dagsbrúnar, og kemur til með að sinna verkefnum í rekstri fyrirtækisins í samstarfi við hann. Karl Pétur var áður framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Inntaks. Flugfélag Vestmannaeyja (FV) hefur ekki enn tekið við rekstri innanlandsstarfsemi Landsflugs eins og tilkynnt hafði verið að yrði hinn 1. júní. Stefnt er að því að kaupum FV á Landsflugi verði lokið föstudag- inn 9. júní næstkomandi. FV ætlar að kaupa tvær Dornier 228, eina Piper Chieftain, varahluti og þrjá- tíu prósenta eignarhlut í Skýli 1, sem er viðhaldsfélag. Heimildir Fréttablaðsins herma að kurr sé í starfsmönnum Lands- flugs, en ellefu flugmönnum var sagt upp fyrir mánaðamót, og það hafi meðal annars valdið þeim töfum sem hafi orðið á frágangi viðskiptanna. Landsflug flýgur til Vest- mannaeyja auk Bíldudals, Gjög- urs, Sauðárkróks og Hafnar í Hornafirði. - eþa DORNIER-VÉL Flugfélag Vestmannaeyja hefur ekki tekið við rekstri Landsflugs. Kaup á Landsflugi frestast um viku Ellefu flugmönnum var sagt upp fyrir mánaðamót. 1. MGR 6. GR LAGA UM VEXTI OG VERÐTRYGGINGU Dráttarvextir skulu vera samtala gildandi vaxta algengustu skammtímalána Seðla- banka Íslands til lánastofnana (grunnur dráttarvaxta) auk ellefu hundraðshluta álags (vanefndaálag), nema um annað sé samið skv. 2. mgr. þessarar greinar. Seðla- bankanum er þó heimilt að ákveða annað vanefndaálag að lágmarki sjö hundraðshlut- ar og að hámarki fimmtán hundraðshlutar. Seðlabankinn skal birta dráttarvexti sam- kvæmt þessari málsgrein eigi skemur en viku fyrir gildistökudaga dráttarvaxta sem eru 1. janúar og 1. júlí ár hvert. SEÐLABANKI ÍSLANDS Greiningardeild Merrill Lynch segir napra vinda næða um íslensku bankana í skýrslu sem gefin var út í byrjun vikunnar og býst við að vaxtaálag á skuldabréf á eftirmarkaði aukist um 3 til 5 punkta. Greiningardeildin nefnir afsögn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra sem áhrifavald og veltir vöngum yfir því hvort þar spili einnig inn í efnahags- stjórnin með slakri útkomu Fram- sóknarflokksins í sveitarstjórnar- kosningum. Þá er bent á að Standard & Poor’s hafi breytt horf- um ríkissjóðs í neikvæðar og segir auknar líkur á harðri lendingu hagkerfisins hér. Þá furðar bank- inn sig sem fyrr á fyrirætlunum um skattalækkanir og telur kom- andi alþingiskosningar þvælast fyrir nauðsynlegum efnahags- aðgerðum stjórnvalda. - óká Napur vindur næðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.