Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 30

Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 30
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu þriðju ríkisstjórnina í röð vorið 2003, birtu þeir nýja stefnuyfir- lýsingu. Það tíðkast. Yfirlýsingin bar þreytulegan svip og vakti ekki mikla athygli. Nú nálgast örlaga- stundin: ríkisstjórninni er vart hugað líf til hausts, þótt hún kunni að sitja til vors. Við skulum horfa um öxl og rifja upp nokkur atriði úr yfirlýsingunni frá 2003. Þar vottaði að sönnu fyrir vilja til góðra verka á ýmsum sviðum, en þar var einnig ýmislegt athuga- vert. Stjórnarflokkarnir hældust um af því að hafa leitt af sér „lengsta samfellda skeið vaxandi kaup- máttar og hagsældar í Íslandssög- unni“. Þeir hefðu mátt bæta því við, að þjóðin hafði á sama tíma safnað meiri skuldum í útlöndum en nokkru sinni fyrr − bæði heim- ilin og fyrirtækin. Hagvöxtur síð- ustu ára hefur að miklu leyti verið knúinn áfram með erlendu lánsfé, sem þjóðin á eftir að standa skil á. Þyngd skyldabyrðarinnar og gengi krónunnar og efnahagslífsins fer á endanum eftir því, hversu vel menn hafa farið með allt þetta erlenda lánsfé. Gengisfallið að undanförnu hefur aukið við skuld- irnar: erlendar skuldir þjóðarbús- ins í lok marz 2006 námu 323 pró- sentum af landsframleiðslu á móti 291 í árslok 2005 og 120 í árslok 2002. „Haldið verður áfram uppbygg- ingu í menntakerfinu með það að markmiði að Íslendingar skipi sér enn sem fyrr á bekk meðal fremstu þjóða heims.“ Þessi fullyrðing lýsir ekki næmum skilningi á þeirri einföldu staðreynd, að næst- um 40 prósent Íslendinga á aldrin- um 25-34 ára hafa samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar engrar menntunar aflað sér umfram grunnskóla og gagnfræðapróf eða samsvarandi, en svo er ástatt um aðeins 7 til 14 prósent af mannafl- anum annars staðar um Norður- lönd. Ríkisstjórnin hefur vanrækt menntamál og menningu, eins og þráfelldur fjárskortur í þessum málaflokkum vitnar um. „Áherzla verður lögð á sam- heldni þjóðarinnar...“ Þessi ásetn- ingur er dásamlegur í ljósi þess, sem á undan var gengið (kvóta- málið, Kárahnjúkar o.fl.) og sem í vændum var. Þáverandi forsætis- ráðherra jós fáheyrðum svívirð- ingum yfir menn, svigurmæli hans um þekktan kaupsýslumann voru dæmd dauð og ómerk í Hér- aðsdómi Reykjavíkur 2004, hann sakaði fyrrum formann einkavæð- ingarnefndar ríkisstjórnarinnar til tíu ára um að hafa reynt að múta sér, reyndi að loka Frétta- blaðinu, Stöð 2 og fleiri fjölmiðl- um með lögum, sem forseti Íslands synjaði undirskriftar, og klykkti síðan út með því að hafa að engu ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um fjöl- miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar sumarið 2004. Nokkru eftir að atlagan mistókst, fékk ráðherrann sér hvíldarinnlögn í Seðlabankan- um. Síðan hann lagðist þangað inn, hefur gengi krónunnar fallið um röskan fjórðung og verðbólgan rokið upp, og hún er nú enn á ný mest í allri Evrópu að Tyrklandi einu undanskildu. Launþegi, sem gat fengið 4.000 evrur fyrir mán- aðarlaunin sín í janúar, fær nú í júní innan við 3.000 evrur fyrir sömu laun. „Ákvæði um að auðlindir sjáv- ar séu sameign íslensku þjóðar- innar verði bundið í stjórnarskrá.“ Takið eftir tímasetningunni. Fyrst afhenda þeir útvegsmönnum fiski- miðin á silfurfati og þverneita þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir að gera grein fyrir fjárreiðum sínum, og þegar allt er klappað og klárt, finnst þeim tímabært að binda í stjórnarskrána − því hana geta þeir brotið eftir vild án þess að þurfa að svara til saka eins og dæmin sanna − lagaákvæðið um, að fiskmiðin séu sameign þjóðar- innar. „Varnarsamstarfið við Banda- ríkin verði þungamiðja öryggis- stefnu þjóðarinnar hér eftir sem hingað til, ...“ Þeir vissu það þá eins og aðrir, að Kaninn væri á förum frá Keflavík, og þeir hrærðu hvorki legg né lið til að tryggja varnir landsins á annan hátt. Þeir lofuðu að „tryggja að jafnvægi og stöðugleiki ríki í efna- hagsmálum þjóðarinnar.“ Stöðug- leikinn er nú rokinn út í veður og vind. Þeir lofuðu, að „Ísland haldi stöðu sinni sem forystuþjóð í umhverfismálum“. Þetta loforð er út í bláinn líkt og gamla loforðið um vímulaust Ísland: það er ekk- ert á bak við það. Búfé og hross ganga laus um landið og spilla því eins og endranær, og Kárahnjúka- virkjun veldur gríðarlegum og óafturkræfum náttúruspjöllum öndvert t.d. ýmsum fossavirkjun- um Norðmanna. Er ekki komið nóg? Þreyttir þurfa hvíld Í DAG STEFNUYFIRLÝS- ING RÍKISSTJÓRN- ARINNAR FRÁ 2003 ÞORVALDUR GYLFASON Stjórnarflokkarnir hældust um af því að hafa leitt af sér „lengsta samfellda skeið vax- andi kaupmáttar og hagsældar í Íslandssögunni“. Þeir hefðu mátt bæta því við, að þjóðin hafði á sama tíma safnað meiri skuldum í útlöndum en nokkru sinni fyrr... Nýr lögreglustjóri Lögregluumdæmum á Íslandi fækkar eftir að frumvarp Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra var samþykkt á Alþingi 2. júní síðastliðinn. Verða þau aðeins fimmt- án talsins á landinu öllu. Nýtt embætti, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, mun fara með lögreglustjórn á svæði sem nær yfir Reykjavíkurborg, Sel- tjarnarneskaupstað, Mosfells- bæ, Kjósarhrepp, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Bessastaðahrepp. Líklegt þykir að lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason, láti af störfum og nýr maður, sem ekki gegnir stöðu innan lögreglunnar nú, verði skipaður í embættið. Þykir Stefán Eiríksson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, hafa alla burði til að gegna því. Víða tekist á Ekki er enn ljóst hvernig ráðherraemb- ættin munu skiptast milli ríkisstjórnar- flokkanna eftir að Halldór Ásgrímsson lætur af störfum í ríkisstjórn. En það er ekki bara tekist á um embætti á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Fulltrúar sömu flokka í borgar- stjórn hafa verið að takast á um skiptingu málefnanefnda í Reykja- víkurborg. Samkvæmt fréttum á Framsóknarflokkurinn að stjórna þremur nefndum af sjö ásamt borgarráði. Þykir mörgum sjálfstæð- ismönnum Framsókn fá of mikið vægi við stjórn borgarinnar og gætir nokkurs titrings vegna þessa. Þó á að lenda málinu í sátt fyrir borgarstjórnarfund næsta þriðjudag. Léleg samningatækni „Hvernig stendur á þessari samninga- tækni? Þetta er sérstaklega furðulegt í ljósi þess að Framsókn mun ekki geta mannað þessar stöður almennilega og málaflokkarnir þeirra munu líða fyrir og þar með meirihlutinn. Þarna munu aðalmenn í borgarstjórn með verulegan atkvæðafjölda á bak við sig þurfa að una því að sitja með hendur í skauti og á meðan að varamaður Framsóknar með örfá atkvæði að baki sér hefur gríðarleg áhrif,” skrifar Friðjón R. Friðjónsson, fyrrverandi varaformaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, á vefsíðunni ihald.is. bjorgvin@frettabladid.is Tollkvótar vegna innflutnings á blómum. Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 2. júní 2006, er hér með auglýst eftir um- sóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum, fyrir tímabilið 1. júlí 2006 til 31. desember 2006. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00 – 16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 9. júní n.k. Landbúnaðarráðuneytinu, 2. júní 2006. Hið fullkomna uppnám sem brostið er á um stjórn landsins gæti tæplega komið á verri tíma.Um alllanga hríð hefur dökkt útlit í efnahagslífinu kallað eftir styrkri og samhentri ríkisstjórn sem væri tilbúin að taka frumkvæði og ganga til verka af festu og einurð. Sú stjórn sem nú er við völd virðist hreint ekki búa yfir slíkri staðfestu. Má reyndar færa rök fyrir því að henni hafi verið þrotinn kraft- ur áður en kom að því uppgjöri sem nú er hafið innan Framsókn- arflokksins og ekki sér fyrir endann á. Ljóst er að það uppgjör mun að minnsta kosti standa fram yfir boðað flokksþing í haust. Þarf ekki að fara mörgum orðum um að slík innanflokksátök veikja brothætt samstarf ríkisstjórnar- flokkannna enn frekar, sem flækist aftur verulega fyrir því að ríkisstjórnin sinni því starfi sínu að stjórna landinu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa nú farið saman með stjórn landsins í tæp þrjú kjörtímabil og þreytu- merkin á samstarfinu eru öllum sýnileg sem vilja sjá. Á næstu dögum er stefnt að því að Geir H. Haarde taki for- sæti í ríkisstjórn og mun hann þá verða þriðji forsætisráðherr- ann á jafnmörgum árum. Ástandið innan ríkisstjórnarinnar undanfarin ár minnir um margt á dauðateygjur Reykjavíkurlist- ans, sem var kominn langt fram yfir síðasta söludag þegar hann ákvað loks að leggja sjálfan sig niður. Þar var sama forystu- kreppan en R-listinn leiddi einmitt til valda þrjá borgarstjóra á einu kjörtímabili. Það var punktur sem sjálfstæðismenn þreytt- ust með réttu ekki á að benda á fyrir kosningarnar í vor, og hafði sitt að segja um að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sest senn í sæti borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur. Brýn úrlausnarmál bíða um stjórn efnahagsmála. Aðrir aðilar íslensks efnahagslífs en ríkisstjórnin hafa þegar sett af stað umræður og vinnu til að freista þess að sæmilega mjúk lending náist í íslensku efnahagslífi. Samtök atvinnulífsins og Alþýðu- sambandið ræða sín á milli ákveðnar lausnir og hafa jafnframt biðlað eftir aðkomu ríkisstjórnarinnar. Stóra spurningin er hversu vel hún er í stakk búin til að svara slíku kalli. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja afsögn ríkis- stjórnarinnar og að boðað verði til þingkosninga sem fyrst. Ef hlutirnir breytast ekki þeim mun meira á allra næstu dögum er ekki hægt að segja annað en að sú krafa sé sanngjörn og skyn- samleg. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Þreytumerkin á ríkisstjórnarsamstarfinu eru öllum sýnileg sem vilja sjá: Skaðlegt óvissuástand Ástandið innan ríkisstjórnarinnar minnir um margt á dauðateygjur Reykjavíkur-listans, sem var kominn langt fram yfir síðasta söludag þegar hann ákvað loks að leggja sjálfan sig niður. Þar var sama forystukreppan en R-listinn leiddi einmitt til valda þrjá borgarstjóra á einu kjörtímabili.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.