Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 32
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR32 Aflið sem þig vantar Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Norsku Steady bátarnir hafa slegið í gegn hjá okkur. Verð frá aðeins 114.000 kr. Johnson-Evinrude utanborðsmótorar. Nýja 3-D leiktækið sem er í raun þrjár sæþotur í einni, RXP 215 hö ofurtækið og GTX Limited sem er lúxus-sæþota fyrir þrjá, allt mögnuð tæki! Sea-doo sæþotur. Frá 2,5 - 250 hestöfl. Mótorar fyrir allar gerðir báta. Verð frá 74.900 kr. Umboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2 Bombardier fjórhjól. Öflugustu fjórhjólin á markaðnum eru BRP Outlander 800 4x4. Eins eða tveggja manna með spili og öllu sem prýtt getur yfirburða fjórhjól. Mér brá í brún þegar ég fletti sunnudagsmogganum mínum síð- degis á laugardag. Í ljós kom að mogginn hafði brugðið sér í gervi Jóhannesar skírara þegar hann boðaði komu endurlausnarans, nema hvað mogginn boðaði endur- komu Finns í pólitíkina með heil- opnu viðtali. Þar af breiddi nær- mynd af Finni sig yfir fjóra dálka. Það átti ekki að fara framhjá nein- um að lausnarinn var mættur til leiks. Það rifjaðist reyndar upp fyrir mér að þegar þann 7. mars höfðu Staksteinar sent út ákall til Finns að snúa heim í pólitíkina á ný: „Framsóknarmenn standa frammi fyrir alvarlegri forystu- kreppu. Þeir ættu að íhuga vand- lega, hvort Finnur Ingólfsson er ekki maðurinn til að leysa þann vanda.“ Og skjótar en mann grunaði hafði Finnur velt af sér VÍS-reið- ingnum yfir á breið bök Bakka- bræðra og Exista og var nú tilbú- inn í slaginn. Ég fletti áfram. Nokkrum blað- síðum aftar breiddi Reykjavíkur- bréf sig að venju yfir miðopnuna. Og viti menn helgað Finni Ingólfs- syni og niðurstigningu hans af krossi viðskiptalífsins til að end- urheimta fyrri sess sinn meðal lærisveinanna. Mogginn tók það að sér, að eigin sögn, að leka upp- lýsingum, sem þá voru aðeins á vitorði örfárra manna í innsta hring ríkisstjórnarinnar og kunn- gera afsögn Halldórs Ásgrímsson- ar bæði sem formanns Framsókn- arflokksins og forsætisráðherra og „að líklega muni Guðni Ágústs- son einnig draga sig í hlé sem varaformaður flokksins.“ Og bætti við: „Rökin fyrir því að Finnur Ingólfsson yrði kallaður aftur til starfa fyrir Framsóknarflokkinn hafa alltaf verið sterk.“ Og Mogg- inn tók ekki bara að sér að skipta um forystu fyrir „samstarfs“flokk- inn. Hann myndaði nýja ríkis- stjórn í beinni útsendingu þessa Reykjavíkurbréfs: „fyrirhuguð breyting þýði að Geir H. Haarde tekur við embætti forsætisráð- herra.“ Og hver verður fjármálaráð- herra í þessari nýju ríkisstjórn Moggans: „Hvert fer Árni Mathie- sen ef Finnur tekur við embætti fjármálaráðherra?“ Hann svarar þeirri spurningu sinni reyndar ekki en heldur áfram að skipa fyrir um forystustörf samstarfs- flokksins: „Hugmyndir um að fá Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráð- herra til starfa sem varaformann Framsóknarflokksins eru til marks um að flokkurinn vilji sýna alveg nýtt andlit. Siv .... hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í stjórn- málabaráttunni“, sem má til sanns vegar færa um það afrek að gera embætti umhverfisráðherra að handhægu tóli landspjallamanna í Landsvirkjun og iðnaðarráðu- neyti. Hví skyldu Framsóknarmenn vera að kalla saman fundi og teygja lopann allt til hausts varð- andi forystustörfin í flokknum, þegar mogginn er búinn að skipa í allar þessar stöður fyrir þá? Stak- steinar mogga í fyrradag hunds- kamma líka Framsóknarmenn fyrir að klúðra plani Reykjavíkur- bréfsins með eftirminnilegum hætti. Það hafi líklega verið lykil- mistök að „kalla saman miðstjórn- arfund í stað þess að boða einfald- lega til flokksþings nú í júnímánuði þannig að nýr formaður og vara- formaður yrðu kjörnir á flokks- þingi í stað þess að að kosning færi fram á miðstjórnarfundi“. Mogginn vill greinilega athafna- stjórnmál og ekkert kjaftæði og fundavesen. „Það gengur ekki að hika,“ segir moggi. Með þessari nýju ríkisstjórn moggans átti ákveðinn hringur að lokast. Sú vegferð hófst í janúar 2000 þegar Finnur skipaði sig í embætti seðlabankastjóra án aug- lýsingar. Í Seðlabankanum sinnti hann sérverkefnum sem voru fólgin í því að koma eignum fyrr- um SÍS og kaupfélaganna í hendur sona kaupfélagsstjóra og SÍS-for- stjóra (samvinnufélög erfast ekki í kvenlegg). Fjórar viðskipta- blokkir með rætur í samvinnu- hreyfingunni börðust um hnossin með kjafti og klóm og Valgerður og Halldór höfðu varla vinnufrið í látunum. Viðkvæði þeirra var jafnan: Talið við Finn. Og Finnur miðlaði málum, kom S-hópnum á laggirnar, sem komst yfir Búnað- arbankann við einkavæðinguna og sameinaðist samstundis Kaup- þingi, og endurheimti VÍS úr klóm Landsbankans og Kjartans Gunn- arssonar og settist svo sjálfur í forstjórastól VÍS haustið 2002. Ugglaust hefur upphaflega verið meiningin, að þessi öfluga við- skiptablokk yrði Framsóknar- flokknum sams konar fjárhags- legur bakhjarl og SÍS hafði áður verið og voru þó þegar á þeim árum uppi raddir um að flokkur- inn væri til fyrir SÍS en ekki öfugt. Nú átti greinilega að loka hringn- um með því að S-hópurinn gleypti Framsóknarflokkinn. Davíð Oddsson sagði í kveðju- ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins að Samfylkingin væri orðin „dótturfélag auðhrings“, án þess að færa fyrir því frekari rök. Ég hef að undanförnu leitt rök að því að Framsóknarflokkurinn væri að ummyndast í slíkt dóttur- félag. Með þessu hef ég bakað mér nokkra óvild meðal forystumanna flokksins. Ég hyggst þó halda áfram ábendingum mínum um það sem ég kalla „auðvæðingu stjórn- málanna“. Framsóknarflokkurinn átti fyrir nokkrum áratugum undir högg að sækja vegna svonefndra geirfinnsmála. Hann hóf sig þó upp úr þeim öldudal undir lipurri forystu Steingríms Hermannsson- ar. Sagt er að sagan endurtaki sig og þá í síðara skiptið sem farsi. Það má mikið vera ef hin nýja GeirFinnsstjórn moggans hefur ekki nú þegar verið hlegin út af borðinu sem ömurlegur farsi. Þjóðin á betra skilið en guðdóm- lega gleðileiki af þessari gerð. Endurkoma GeirFinns UMRÆÐAN MOGGINN MYND- AR RÍKISSTJÓRN ÓLAFUR HANNIBALSSON Framsóknarflokkurinn lætur eins og flokkurinn hafi unnið sigur með því að fá 6,3% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík og 1 borgarfulltrúa kjörinn! Staðreyndin er hins vegar sú, að þetta eru verstu kosningaúrslit Framsóknar í Reykjavík í langan tíma. Fengu helming fyrri atkvæða Í þingkosningunum 2003 fékk Framsókn 11,3% í Reykjavík suður en 11,6% í Reykjavík norð- ur. Útkoman nú er því rétt rúm- lega helmingur þess atkvæða- magns, sem Framsókn fékk í þingkosningunum 2003. Árið 1990 í síðustu borgarstjórnarkosning- um áður en R-listinn var myndað- ur fékk Framsókn 8,3%, árið 1986 fékk flokkurinn 7%, árið 1982 fékk flokkurinn 9,5%, 1978 fékk Framsókn 9,4% og á árunum 1966-1974 var Framsókn með 16,4-17,7% í borgarstjórnarkosn- ingum í Reykjavík. Fylgi Fram- sóknar nú í Reykjavík er því í sögulegu lágmarki. Flokkurinn hefur ekki fengið svo lítið fylgi í hálfa öld. Ef litið er á fylgi Framsóknar yfir allt landið kemur í ljós, að Framsókn hefur tapað helmingi þess fylgis, er flokkurinn hafði í sveitarstjórnarkosningunum fyrir 4 árum en þá fékk flokkur- inn 22,9%. Nú fékk flokkurinn aðeins 11,8% yfir allt landið. Framsókn brást Í R-listanum hafði Framsókn 2 borgarfulltrúa en verður nú að láta sér nægja einn. Ef Framsókn hefði haldið sama fylgi og áður þá hefðu R-lista flokkarnir fengið samanlagt svip- að fylgi og áður eða yfir 50% og haldið meirihluta í Reykjavík.R- lista flokkarnir fengu 47,2 %. Það vantaði aðeins 2,81 % upp á hrein- an meirihluta þessara flokka í Reykjavík. Samstarf við íhaldið ákveðið áður Það tók Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn 1-2 tíma að mynda meirihluta í borginni. Þetta var allt ákveðið áður. Viðræður Sjálf- stæðisflokksins og Frjálslyndra voru aðeins til málamynda að því, er Ólafur Magnússon oddviti þeirra segir. Hann segir að við- ræðurnar hafi verið sviðsettar til þess að tefja fyrir myndun vinstri meirihluta. Ljóst er að það hefur alltaf verið ætlun íhalds og Framsóknar að mynda meirihluta í Reykjavík og senni- lega hefur það verið ákveðið af forustumönnum flokkanna.Ekki er búið að semja um nein mál- efni. Þau eru aukaatriði! Framsókn hækja íhaldsins í borg- arstjórn Hið eina, sem búið er að semja um er hver verði borgarstjóri og hver formaður borgarráðs. Íhald- ið fær borgarstjórann en Björn Ingi fær að stýra fundum borg- arráðs. Hann verður fundarstjóri borgarráðs á sama hátt og Hall- dór er fundarstjóri í ríkisstjórn- inni. Fundarstjóri eða formaður borgarráðs ræður engu, þegar pólitískur borgarstjóri situr við hlið hans og tekur allar ákvarð- anir. Eðlilegt hefði verið í tveggja flokka samstarfi, að annar flokk- urinn fengi borgarstjórann en hinn flokkurinn forseta borgar- stjórnar. Þetta eru tvö helstu embættin. En svo verður grein- lega ekki. Einhverjum nefndum verður sjálfsagt fleygt í Fram- sókn en íhaldið mun fara með öll völd í hinu nýja samstarfi. Framsókn verður aðeins valdalaus hækja í þessum nýja meirihlutai, ein hækjan í viðbót undir íhaldinu sem ræður nú öllu bæði í landsstjórn og borgar- stjórn. Verstu kosningaúrslit Framsóknar í Reykjavík UMRÆÐAN GENGI FRAM- SÓKNARFLOKKS- INS BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Eðlilegt hefði verið í tveggja flokka samstarfi, að annar flokkurinn fengi borgarstjór- ann en hinn flokkurinn forseta borgarstjórnar. Þetta eru tvö helstu embættin. En svo verður greinlega ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.