Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 43

Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 43
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 11 Á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi safnast hópur hlaupara saman við Glitni á Kirkjusandi. Þarna er á ferð undirbúningshópur fyrir Reykjavíkurmaraþon. Hópurinn er ætlaður þeim sem vilja hlaupa lengri vegalengdirnar í Reykjavíkurmaraþoninu, 10, 21 eða 42 kílómetra. Hópurinn er mis- stór frá degi til dags. Um sjötíu manns mæta þegar best lætur en þegar nær dregur sjálfu maraþon- inu má búast við allt að tvö hundruð manns eins og gerðist á síðasta ári. Þjálfarar hópsins eru þrír, þeir Stefán Ingi Stefánsson, Þórsteinn Ágústsson og Andrés Ramón. Stef- án fer fyrir þeim sem ætla sér í 10 km hlaup. „Það getur í hugum sumra verið svolítið átak að hlaupa 10 km, ég tala nú ekki um 21 eða 42 km,“ segir Stefán. „Þess vegna var þessi hópur settur upp.“ 10 km hópnum er skipt upp enn frekar í byrjendahóp og hóp fyrir lengra komna. Byrjendahópurinn er fyrir þá sem eru á leið í sitt fyrsta eða annað 10 km hlaup og er fyrst og fremst um þolþjálfun að ræða. Þeir lengra komnu læra meiri tækni sem miðar að því að bæta tíma þeirra. Skráning í hlaupahópinn fer fram á marathon@glitnir.is. Þegar maður er kominn á blað fær maður senda æfingaáætlun og vikulegan tölvupóst með góðum ábendingum og sögum. „Þó að við hittumst tvisv- ar í viku er hlaupið 3-4 sinnum í viku samkvæmt plani. Fólk hleypur þá sjálft í hin skiptin,“ segir Stefán. „Planið er auðvitað mismunandi eftir því hversu langt fólk ætlar að hlaupa en það er hægt að sjá það á netinu á glitnir.is.“ Sjálfur hefur Stefán hlaupið maraþon fjórum sinnum. „Ég trúi því að hlaup séu góð íþrótt fyrir flest alla ef ekki alla,“ segir Stefán. „Það er líka gaman að setja sér markmið og ná þeim, það er mín upplifun. Fólk á að setja sér eigin markmið og keppa við sjálft sig. Hlaupahópurinn er hugsaður meðal annars sem stuðningur við þetta fólk.“ Hópurinn er öllum opinn og hægt er að byrja hvenær sem er. Það þarf einungis að skrá sig á póst- listann og mæta með hlaupaskóna á Kirkjusand. tryggvi@frettabladid.is Að keppa við sjálfan sig Meðlimir hlaupahópsins láta vel af félagsskapnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum. Spar Þín Verslun Kópavogi, Fjarðarkaup Hafnarfirði og Lipurtá. NÝTT Fáðu fæturnar mjúkar og fínar á aðeins 2 vikum með nýja

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.