Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 51

Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 51
7■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { Stangaveiði } ■■■■ Benedikt Ragnarsson, verslunarstjóri hjá Útivist og veiði og leiðsögu- maður segir það afar mikilvægt við val á flugulínu að hafa í huga við hvaða aðstæður eigi að nota hana. „Aðstæðurnar skipta miklu máli, og hvaða veiði á að stunda, hvort sem það er vatnaveiði eða straumveiði. Einnig þarf að hugsa fyrir því hvort þurfi að sökkva línunni og þá hversu djúpt og hversu hratt.“ Hann segir að gæta þurfi jafnræð- is milli stangar og línu og einnig milli rennslislínu belgsins og taums flugulínunnar. „Við gefum okkur það að belgur línunnar sé fyrir framan stöngina og það sé búið að draga rennslislínuna út af hjólinu sem ákvarðar lengd kastsins og hún liggur á jörðinni. Þá segir eðlisfræðin að þyngd rennsl- islínunnar, sem kasta á út, þurfi að vera sem jöfnust þyngd taumsins og flugunnar sem er framan á flugulín- unni. Ef það gengur saman þá þarf ekki að falskasta línunni, það er hægt að kasta línunni hægar, hún gengur betur í vindinn þar sem línu- bugur er minni og línan leggst betur á vatnið,“ segir Bendikt. Hann segir Göran Andersson, aðal línuhönnuð Loop, hafa komið fram með þessi fræði og hafi í kjöl- farið búið til línur sem geri þetta kleyft. „Þetta er skotlínan sem mikið er talað um, þar sem running-línan er grönn og belgurinn er sniðinn að þörfum hvers og eins.“ Göran segir að menn eigi að nota kóníska tilbúna tauma til þess að ná þessum jafnvægi og lengja síðan tauminn ef menn vilja ná lengri köstum. „Lámarkslengd á kónískum taum- um fyrir silung er 2,7 metrar, fyrir lax 3,95 metrar og tvíhendutaumar 4,5 metrar.“ Hvað þá með sökkenda sem eru settir framan á flugulínuna ? „Þeir hafa gert fluguköstin erfið, flugan flækist í línunni, og menn eru að fá línuna í bakið og missa fluguna í jörðina á bak við sig. Þetta er vegna þess að jöfnuð- urinn er kominn úr takt við eðlis- mismuninn sem ég minntist á fyrr, taumurinn er orðin of þungur miðað við running-línuna,“ segir Benedikt. Hann segir að hægt sé að laga köst- in með því að hafa styttri sökkenda, sem eru 5-7 fet á einhendu og setja stuttan taum framan á. Þá eru menn komnir með sömu þyngd og ef þeir væru að nota kónískan taum. „Útivist og veiði hefur um árabil sérhæft sig í að skera skothausa fyrir veiðimenn á mismunandi stangir með mjög góðum árangri, það er alveg sama hvaða stöng er komið með, alltaf er reynt að skera línuna þannig að fullkominn jöfnuður sé á milli línu og stangar og með því móti geta menn kastað lengra og aukið þannig möguleika á að ná í fleiri fiska,“ segir Bendikt að lokum. Eðlisfræðin á bakvið flugusköstin Jafnvægi á milli stangar á línu skiptir miklu máli ef ná á góðu kasti. Benedikt segir að við val á flugulínu sé mikilvægt að hafa í huga við hvaða aðstæður eigi að nota hana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslensk útrás hefur mikið verið í umræðunni síðastliðin ár og svo virðist sem Íslendingar séu að gera það nokkuð gott í erlendu við- skiptalífi. Sigurður Þór Þórsson, annar eigenda Nielsen Group, hefur nú bæst í þeirra hóp, þar sem hann stendur á bak við hönnun Nielsen- veiðistanga sem fengið hafa góða dóma erlendis. Spurður af hverju hann hafi farið út í þetta ævintýri, segir hann áhug- ann hafa rekið sig út í að að þróa og hanna veiðivörur fyrir þremur árum. „Síðan kom Birgir Nielsen, bróðir minn, inn í fyrirtækið og höfum við einblínt á uppbyggingu vörumerkisins,“ segir hann. „Stang- irnar eru framleiddar af traustu fyr- irtæki í Kína með fimmtán ára sögu að baki. Í ár munu síðan ýmsar nýjungar líta dagsins ljós, svo sem fatnaður, kast- og fluguhjól.“ Að sögn Sigurður hafa viðtök- urnar hérlendis verið alveg frábær- ar. „Stangirnar hafa staðið undir væntingum, enda eru þær sérhann- aðar fyrir íslenskar aðstæður. Þær ráða til dæmis betur við sterkan vind. Framparturinn er síðan hafður frekar stífur til að ná öflugra kasti. Því stífari sem stöngin er því betur gengur að ráða við línuna og hlaða hana,“ bætir Sigurður við. Nielsen-stangirnar hafa jafn- framt hlotið góða athygli erlendis. „Um þessar mundir erum við að herja á breskan markað og mark- aðssetja vörumerkið þar,“ útskýrir Sigurður. „Við erum til að mynda að selja stangirnar okkar í Glasgow Angling Center í Glasgow, sem er stærsta veiðivöruverslun Evrópu. Viðtökurnar létu ekki standa á sér og við fengum viðurkenningu í febrúarhefti Fly Fishing & Fly Tying, mjög virtu veiðitímariti. Í því var mælt með Nielsen Power Flex 9-stönginni okkar vegna gæða og góðs verðs, ásamt stöng- um frá Scott og Guideline sem eru hvor um sig heimsþekktir veiði- vöruframleiðendur,“ segir hann að lokum. Í fremsta flokki Nielsen-veiðistangir vekja athygli á erlendum vettvangi. Hér sést Sigurður með ýmsar gerðir Nielsen Power Flex-veiðistanga sem slegið hafa í gegn. Sem dæmi um verð, má nefna að Nielsen Power Flex 9 ft-LW 6 kostar 21.900 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN HJÖRTUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.