Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 68

Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 68
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR36 timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1504 er talið að stytta Michalangelos, Davíð, hafi verið sett upp í Flórens. Michalangelo hafði þá unnið að styttunni frá árinu 1501 en endurnýtti reyndar stein sem hafði verið byrjað að höggva fjöru- tíu árum áður. Davíð er talinn eitt af mikilfenglegustu listaverkum endur- reisnarinnar á Ítalíu. Skúlptúrinn er rúmir fimm metrar á hæð og úr marm- ara. Hann sýnir konunginn Davíð á þeirri stundu sem hann ákveður að halda í bardaga við risann Golíat eins og segir Biblíunni. Margir listamenn höfðu áður túlkað þessa stund en Michalangelo fór eigin leiðir. Upprunalega styttan er nú geymdi í Accademia-safninu í Flórens og sækja þangað margir ferðamenn til að berja hana augum. Eftirgerð af henni hefur staðið á Piazza della Signoria torginu síðan árið 1910. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðbrandur K. Sörensson Fífumóa 1b, Njarðvík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudag- inn 1. júní verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 10. júní kl. 13.00. Sigurður Guðbrandsson Elín Pálsdóttir Jón Guðbrandsson Helena Alfreðsdóttir Vigdís Guðbrandsdóttir Benedikt Hreinsson barnabörn og barnabarnabörn. Útför okkar elskaða Páls Jónssonar Hóli, Hvítársíðu, fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. júní kl 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Borgarfjarðar. Edda Magnúsdóttir Jón Magnús Pálsson Hrafnhildur Hróarsdóttir Finnbogi Pálsson Hrönn Vigfúsdóttir Páll Bjarki Pálsson Eyrún Anna Sigurðardóttir Erlendur Pálsson Guðrún Harpa Bjarnadóttir Þorbjörg Pálsdóttir Ragnar Páll Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Unnur Agnarsdóttir Sóltúni 5, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 3. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju, Reykjavík, föstu- daginn 9. júní kl. 15.00. Óskar H. Gunnarsson Gunnhildur Óskarsdóttir Arnór Þ. Sigfússon Agnar Óskarsson Margrét Ásgeirsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín , móðir okkar, tengdamóðir og amma, Margrét Einarsdóttir Maddý, Barðastöðum 7, sem lést fimmtudaginn 31. maí , verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, minning í síma 543-1159. Jón Árnason Ásta Gunnarsdóttir Oddur Halldórsson Jóna Gunnarsdóttir Valdís Gunnarsdóttir Eyrún Gunnarsdóttir Trausti Kristjánsson Therese Grahn og ömmustrákarnir. Innilegar þakkir sendum við öllum, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar Stefáns Karlssonar handritafræðings. Stuðningur ykkar hefur verið fjölskyldunni ómetanlegur. Steinunn Stefánsdóttir og fjölskylda. Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Einars Ögmundssonar fyrrverandi formanns Landssambands vörubifreiðastjóra, Grímshaga 3, Reykjavík, sem andaðist á Landspítala við Hringbraut föstudaginn 2. júní fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 13. júní kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktar- og minningarsjóð Félags nýrnasjúkra s.: 568 1865. Ögmundur Einarsson Magdalena Jónsdóttir Ingibjörg Einarsdóttir Júlíus Sigurbjörnsson Ingveldur Einarsdóttir Trausti Sveinbjörnsson Þórunn Einarsdóttir Frank Jenssen afa- og langafabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI DAVÍÐSSTYTTA MICHALANGELO ÞETTA GERÐIST: 8. JÚNÍ 1504 Davíð rís í FlórensGEORGE SAND (1804-1876), LÉST ÞENNAN DAG. „Köllun listamannsins er að senda ljós inn í mannsins hjarta.“ Raunverulegt nafn franska rithöfundundarins George Sand var Amantine-Lucile-Aurore Dupin en hún var ein fárra kvenna á hennar tímum sem reyktu pípu. Í gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði gefur að líta skemmtilega sýningu. Þar sýnir myndlistarkonan Brynja Árna- dóttir eigin verk í bland við myndir sem gamlir nemendur í Lækjarskóla hafa gefið henni í gegn um árin. „Ég er nýhætt að kenna í Lækjar- skóla þar sem ég var að vinna í tuttugu ár. Þar sá ég um svanga maga, hugg- aði, snýtti, setti plástra og stillti til friðar,“ segir Brynja. Börnin í skólan- um sáu hana teikna myndir og gáfu henni oft myndir sem þau teiknuðu sjálf. Brynja hefur geymt myndirnar og leyfir sýningargestum að sjá afrask- turinn. Þær eru rúmlega 350 talsins, af öllum stærðum og gerðum og eftir unga listamenn allt niður í sex ára gamla. „Hugmyndin að sýningunni vaknaði þegar ég flutti í minna húsnæði fyrir um tveimur árum. Þá þurfti ég að losa mig við alls konar drasl sem hafði fylgt mér. Í vetur var ég að taka aðeins betur til og fannst ég einhvern veginn þurfa að gera eitthvað við allar þessar mynd- ir.“ Brynja fór þá með hugmyndina að sýningunni til forsvarsmanna Bjartra daga í Hafnarfirði sem tóku umsvifa- laust vel í hana. „Mér er mikil ánægja að fá fólk til að koma og skoða myndir barnanna. Ég er líka dálítið stolt yfir því að hafa geymt svo margar af þeim, pressað þær og sett í karton. Fólkið sem kemur talar líka um hvað það sé merkilegt að ég hafi geymt allar þess- ar myndir.“ Margir hafa skoðað sig um á sýn- ingunni og nokkrir gestanna hafa meira að segja fundið myndir eftir sjálfa sig á veggjunum. „Ungar konur sem voru í Lækjarskóla öll árin sem ég var þar hafa komið hingað á sýninguna með börnin sín. Börnin sem koma hing- að eru líka yfir sig hamingjusöm og vilja oft fá að vera með. Ein lítil sem var hérna um síðustu helgi hljóp bara heim og kom með eina mynd. Ég tók við myndinni, setti kennaratyggjó á hana og fann pláss á veggnum.“ Brynja segir að fólk sem kemur á sýninguna og finnur myndir eftir sig eða börnin sín megi gjarnan taka þær með sér heim. „Ég hef ekki pláss til að hengja allar myndirnar upp heima hjá mér. Nú eru þær allar orðnar fínar og komn- ar á karton. Mér finnst líka sjálfri svo skemmtilegt þegar ég kem á heimili og sé myndir eftir krakkana hanga upp á vegg með öllum hinum listaverkunum því krakkar gera oft svo fallegar og smellnar myndir.“ Brynja sýnir líka eigin verk með barnamyndunum en hún hefur verið virk í sýningarhaldi alla tíð, og er þetta sautjánda sýningin hennar. „Við röðuð- um þessu upp þannig að barnamynd- irnar eru í anddyrinu og upp alla stig- ana en ég er með myndirnar mínar í miðhæðinni.“ Hver fer að verða síðast- ur að leggja leið sína í gamla Lækjar- skólann því síðasti sýningardagur er á sunnudaginn, 11. júní. BRYNJA ÁRNADÓTTIR: SÝNIR Í GAMLA LÆKJARSKÓLA Börnin gera smellnar myndir BRYNJA ÁRNADÓTTIR LISTAKONA Verk Brynju eru til sýnis í gamla Lækjarskólanum í Hafnarfirði en þar á veggjum hangir einnig safn barnamynda sem margar hverjar eru tileinkaðar Brynju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JARÐARFARIR 13.00 Steingrímur Sigvaldason vélstjóri verður jarðsunginn frá Neskirkju. 13.30 Hafþór Sigurgeirsson, til heimilis á Holtateigi 2, Akureyri, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Gróa Eyjólfsdóttir, Víkur- braut 26, Hornafirði, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju. 15.00 Hörður Þorgeirsson húsa- smíðameistari, Stigahlíð 88, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju. ANDLÁT Fanney Sigurðardóttir, áður til heimilis í Írabakka 4, lést á Land- spítalanum Fossvogi fimmtudag- inn 1. júní. Guðmundur M. Jóhannesson læknir, Jórsölum 3, varð bráð- kvaddur á heimili sínu mánudag- inn 5. júní. Michael Ross, Miami, Florida USA, lést á heimili sínu laugardag- inn 3. júní. Útför hefur farið fram. Tómas Hreggviðsson frá Hlíð, Vestmanneyjum, andaðist á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánudaginn 5. júní. Sigurður Narfi Jakobsson, Reykjadal 2, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 4. júní. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Bára Steindórsdóttir lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 6.júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 10. júní kl. 13.30. Jón Hallgrímsson Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir Magnús Baldur Bergsson Steindór Sverrisson Hjördís Ásgeirsdóttir Ríkharður Sverrisson Valgerður Hansdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.