Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 71
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 39 ������������������� ��������������������� ������������������������� ����������������������������������� ������������������������������������������� ������������������������������������������ �������������������������������� ������������������������������������� �������������������������������������������������������������������� ����� �������������������������������� ��������������������� ������������������������������������������� �������������������������������� ������������� ���������������� ������������������ ������������� �� ������������� ��� ��������� �������� ������������������ ���������������������������������� ������������������������������������� ������������������������������������������ [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Hin nýafstaðna Reykjavík Trópík tónleikahátíð var með eindæmum skemmtileg og virkilega góð ára yfir hátíðinni. Hálf fasískir til- burðir lögreglunnar í Reykjavík til þess að bæla hana niður voru hins vegar skammarlegir, tilllits- lausir og hrokafullir. Nemar í Háskóla Íslands voru búnir að vinna frábært starf til þess að gera þessa hátíð sem veglegasta og allt hafði farið vel fram. Ég held því að fáir skilji þá ákvörðun lögreglunnar að veita hátíðinni ekki skemmtanaleyfi fyrir þriðja deginum á þeim forsendum að hún vildi ekkert sukk. Reyndar varð þessi ákvörðun lögreglunnar til þess að einn eftirminnilegasti tónlistarviðburður seinni ára átti sér stað á sunnudagskvöldið á Nasa. Íslensku hljómsveitirnar voru allar pottþéttar og spiluðu spenn- andi efni. Áhugaverðust var án efa Skakkamanage enda kannski sú sveit sem flestir þekktu minnst til, skemmtilegt slowcore-indí- popp sem var fagmannlega flutt. Á undan Skakkamanage hafði hinn ofur breski Kid Karpet komið fram og var þar á ferð mikill stuð- bolti og flippari sem fékk flesta til þess að brosa, svolítið eins og Mugison á eiturlyfjum. Stelpusveitirnar tvær, ESG og Sleater-Kinney, voru þó án efa hápunktar kvöldsins. Fyrst kom ESG fram og þegar fimm smá- vaxnar konur, og flestar í meira en góðum holdum, stigu á sviðið og byrjuðu að spila taktfasta tóna sína varð salurinn nær agndofa. Vissulega er hljómsveitin goð- sögn en hún var þó á hátindi feril síns rétt upp úr 1980. Scroggins- stelpurnur sýndu sko heldur betur hvað í þeim bjó með einn rosaleg- asta trommara sem sést hefur í fararbroddi. Áhorfendur voru líka í brjáluðu stuði enda ekki annað hægt þegar á sviðinu stend- ur íturvaxin kona í hálf dónalega fleginni blússu og hristir sig eins og hún eigi lífið að leysa. Einhver almagnasta tónlistarupplifun seinni ára, æðisgengið í einu orði sagt. Sleater-Kinney var heldur ekk- ert slor þó svo að erfitt sé að bera tónleika þeirra saman við ESG enda tónlist hljómsveitanna of ólík. Stelpurnar í Sleater-Kinney voru ofurþéttar og gáfu áhorfend- um varla tækifæri til að klappa fyrir sér, nema þá helst þegar þær þurftu að stilla gítarana. Lögin voru keyrð áfram af frábærum gítarleik Carrie Brownstein sem var óhrædd við að beita gítarnum. Lögin voru spiluð af bæði einbeit- ingu og krafti sem hefur hingað til verið vænlegt til vinsælda. Ein- faldlega frábærir rokktónleikar á heimsmælikvarða, með líklegast einni af bestu stelpurokkhljóm- sveit sögunnar, takk fyrir. Yfir- höfuð var kvöldið einstakt og allir sem tónleikana sóttu hljóta að hafa farið meira en ánægðir heim. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mögnuð tónlistarveisla í Reykjavík REYKJAVÍK TRÓPÍK/SLEATER-KINNEY TÓNLEIKAR Á NASA Niðurstaða: Frábær tónlistarupplifun þar sem stelpuhljómsveitirnar tvær, ESG og Sleater- Kinney stóðu upp úr. Stemningin hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil á Nasa og meðan á tónleikum ESG stóð og voru þær sjálfar einstakar. Íslensku hljómsveitirnar komu líka flestar mjög vel út. Hljómsveitirnar Amiina og Benni Hemm Hemm og tónlistarmennirnir Paul Lydon og Illi Vill koma fram á útgáfutónleikum Tilraunaeldhúss- ins í Iðnó í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir vegna útgáfu safnplötunnar Fjölskyldu- albúm Tilraunaeldhússins sem hefur að geyma lög eftir flesta þá tónlistarmenn sem hafa tengst Eldhúsinu síðan það var stofnað fyrir um það bil sjö árum. Meðal annars eru þar lög eftir Mugison, Slowblow, múm, Apparat Organ Kvartett, Benna Hemm Hemm, Kira Kira og Stilluppsteypu. Í flestum tilfellum voru lögin sérstaklega samin fyrir þessa safnplötu. „Þessi plata er búin að vera í pípunum í tvö ár. Hugmyndin kvikn- aði á afmælishátíð Tilraunaeldhúss- ins. Þá sáum við svo sterkt hversu mikilvægt það er að gera svona plötu sem fangar svolítið stemning- una sem er í íslenskri tónlist núna, sem er rosalega dýrmætt,“ segir Kristín Björk, betur þekkt sem Kira Kira. „Við héldum líka hátíð sem stóð yfir í átta tíma þar sem hinir og þessir tónlistarmenn færðu okkur afmælisgjafir í formi hljóðinnsetn- inga og barnakórverka meðal annars og enn og aftur blöskraði okkur þessi sköpunartryllingur í mannskapnum. Það þurfti bara að gera svona sterka safnplötu með tónlistarmönnum frá þessum ævintýralega kanti,“ segir hún. Platan er gefin út á Íslandi og í Skandinavíu af 12 Tónum, í Japan af P-Vine Records og í Bandaríkjunum af Bubblecore Records. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22. Skapandi tryllingur BENNI HEMM HEMM Hljómsveitin Benni Hemm Hemm spilar á útgáfutónleikunum í kvöld. MYND/BILLI Örfáir miðar eru eftir á Hróarskeldu- hátíðina í Dan- mörku sem hefst þann 29. júní og stendur yfir í fjóra daga. Miðarnir hjá Stúdenta- ferðum eru uppseldir en enn er hægt að nálgast miða á heimasíðunni www.billetnet.dk. Á meðal hljómsveita sem munu troða upp á hátíðinni eru Tool, Franz Ferdinand, Kanye West, Artic Monkeys, Morrissey, Sigur Rós og Deftones. Örfáir miðar eftir TOOL Rokksveitin Tool mun troða upp á Hróarskelduhátíðinni sem hefst 29. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.