Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 72

Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 72
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR40 menning@frettabladid.is ! c a r n e g i e a r t a w a r d 2 0 0 6 hafnarhús | tryggvagötu 17 8. júní – 20. agúst | opið daglega 10 – 17 leiðsögn sunnudaga kl. 15 ókeypis aðgangur á mánudögum ein stærstu myndlistarverðlaun í heimi kynna 21 norrænan myndlistarmann Frettabladid 97x120 svart-vit.qxd 2006-06-02 15:59 Sida 1 Kl. 12.00 Hádegistónleikar í Anima galleríi í Ingólfsstræti 8. Alda Ingibergsdóttir sópransöngkona heldur tónleika og flytur íslensk sönglög, aríur og vínartónlist. Meðleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir. > Ekki missa af... menningarlegu HM opnunarævintýri á vegum Borgarleikhússins og Goethe stofnunarinnar á morgun. Atli Eðvaldsson opnar ljósmynda- sýninguna „Heimsmálið fótbolti“ kl. 15.30 og fyrsta leiknum verður varpað á risatjald á Litla sviðinu. afmælissýningu Braga Ásgeirssonar í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. dansverkum í Hafnarfjarðar- leikhúsinu um helgina. Verkin No, he was white og Rauðar liljur eru samstarfsverkefni dansara, leikara og tónlistar- fólks. Æfingar eru hafnar á leikritinu Patrekur 1,5 eftir sænska leik- skáldið Michael Druker en þar segir frá sambúð og sálarflækjum pars sem eignast sitt fyrsta barn. Karlmennirnir tveir eru elskendur og hjón og dreymir um að ala upp barn. Þegar þeir fá ósk sína upp- fyllta og litli drengurinn þeirra birtist er það ekki alveg eins og þeir áttu von á. Patrekur 1,5 er leikrit þar sem spilað er með fordóma á frumlegan og bráðfyndinn hátt og verður verkið einnig tekið til sýninga í skólum. Michael Druker hefur starfað sem leikari og leikstjóri á leik- sviði og í kvikmyndum, en einnig skrifað nokkur leikrit og kvik- myndahandrit. Leikritið Patrekur 1,5 fékk frábærar viðtökur þegar það var frumflutt af Vest- volden leikhúsinu í Svíþjóð árið 1994. Síðan þá hefur það verið sýnt í mörgum leikhúsum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Leikendur eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Rúnar Freyr Gíslason og Sigurður Hrannar Hjaltason sem þreytir frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. Þýðandi er Davíð Þór Jónsson, leikmynd og búningar eru í höndum Stígs Steinþórssonar og leik- stjóri er Gunnar Helgason. -khh FYRSTI SAMLESTUR Á PATREKI 1,5 Par fær ósk sína uppfyllta en margt fer öðruvísi en ætlað er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ekki bara bráðfyndnir fordómar Dansleikhússamkeppnin 25 tímar verður haldin í fjórða sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld og munu níu verk keppa til verð- launa. Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn standa að keppninni, sem ætlað er að skapa tækifæri fyrir dansleik- hús á Íslandi og styðja við listformið. Kepp- endur eru ýmist lærðir leikarar og dansarar og koma höfundarnir úr öllum áttum. Þar á meðal eru Lovísa Ósk Gunnarsdóttir dansari og Ólafur Darri Ólafsson leikari sem sömdu verkið Guðæri, en þau fengu til liðs við sig þrettán leikara, dansara og tónlistarmenn. „Ólafur Darri fékk hugmyndina og spurði hvort ég væri til í að vinna hana með sér. Verkið er ádeila á þetta neyslufyllerí sem er búið að vera á Íslandi. Guðirnir eru gleymdir, og nýi guðinn er hagvöxturinn,“ segir Lovísa Ósk, sem hefur verið að vinna með Íslenska dansflokknum í vetur. Meðal annarra höfunda eru Þórdís Elva Bachman leikskáld og leikkona og Ólöf Ingólfsdóttir dansari með verkið Teldu mig með, Marta Nordal leikkona með Boðorðin 10, Benóný Ægisson rithöfundur með verkið Dillir dó og Dumma, og Peter Anderson dansari með verkið Shoe size nine months, en þetta er í fjórða skiptið sem Anderson á verk í keppninni. Dómnefnd mun velja þrjú verk til verðlauna og er eitt þeirra valið til frekari þróunar að keppni lokinni, en auk þess velja áhorfendur eitt verk. Undanfarin ár hefur keppnin notið mikilla vinsælda meðal fagfólks og áhorfenda og má búast við skemmtilegri keppni í kvöld, en sýningin hefst kl. 20 á Stóra sviði Borgarleikhússins. -rsg Keppni í dansleik LOVÍSA ÓSK GUNN- ARSDÓTTIR DANSARI „Guðirnir eru gleymdir, og nýi guðinn er hag- vöxturinn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Myndlistarkonan Guðrún Kristj- ánsdóttir hlaut nýlega styrk úr sjóði sem kenndur er við hjónin Pollock og Krasner en hann var stofnaður af Lee Krasner, ekkju Jacksons Pollocks en þau voru bæði heimsþekktir bandarískir listamenn. Fjölmargir myndlistar- menn sækja um liðsinni þessa virta sjóðs en styrkhafar hans eru valdir af viðurkenndu fagfólki innan alþjóðlega listgeirans og eru miklar kröfur gerðar til þeirra. Hafþór Yngvarsson forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur segir að stofnunin sjálf sé með virtari listastofnunum í Bandríkj- unum og að mikil samkeppni ríki um styrkina, fremstu listamenn Bandaríkjanna sæki um hann auk fjölda annarra hvaðanæva úr heiminum. „Það er mjög mikill heiður að fá verðlaun úr þessum sjóði, þetta er virkilega einn af glæsilegustu styrkjunum sem listamönnum bjóðast í dag,“ segir Hafþór. Að sögn Guðrúnar er styrkur- inn ætlaður listamönnum sem þegar hafa fest sig í sessi, ólíkt mörgum öðrum styrkjum sem miðaðir eru að ungu og upprenn- andi myndlistarfólki. „Þar er oft flöskuháls því stundum er lögð mikil áhersla á ungt fólk en ekki þá listamenn sem eru komnir aðeins lengra í sinni list. Þessi styrkur er hugsaður til þess að listamenn geti til dæmis keypt sér aðstoð eða nýtt hann til útgáfu- mála.“ Guðrún áréttar að margt hafi komi sér á óvart við styrkinn. „Þeir taka mann upp á sína arma og mér skilst á málsmetandi fólki sem ég þekki í Bandaríkjunum að styrkurinn sem þeir úthlutuðu mér sé með veglegasta móti. Hann gerir mér kleift að halda mínu starfi áfram ótrauð.“ Guðrún Kristjánsdóttir stundaði myndlistarnám í Reykja- vík og í Frakklandi og hélt sína fyrstu einkasýningu á Kjarvals- stöðum árið 1986. Hún hefur enn- fremur tekið þátt í fjölda samsýn- inga, bæði hérlendis og erlendis. Á síðasta ári voru tvær einkasýn- ingar á verkum hennar í New York, auk sýningar í Gallerí 100° í húsi Orkuveitunnar í Reykjavík. Guðrún tekur þátt í samsýn- ingu í Hafnarborg í júlímánuði þar sem sex myndlistarmenn munu leggja til verk á sýningu sem kallast „Hin blíðu hraun“ sem er vísun í listmálarann Jóhannes Kjarval. „Fyrir Kjarval voru hraunin ekki ógnvænleg og hörð heldur blíð,“ útskýrir Guðrún sem lengi hefur fengist við hraun í sinni listsköpun. Ennfremur mun Guðrún halda einkasýningu á verkum sínum í Listasafni ASÍ á næsta ári og taka þátt í samsýn- ingum meðal annars á vegum Þjóðminjasafnins og á erlendri grund. -khh Heiður úr Vesturheimi GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDLIST- ARMAÐUR Verðlaunuð af einni virtustu listastofnun Bandaríkjanna. Um sjötíu ungmenni munu setja svip á borgina í sumar og vinna skapandi sumarstörf á vegum Hins hússins. „Gífurleg gróska ríkir í listsköpun meðal ungs fólks eins og fjöldi umsókna um Skapandi sumarstörf sanna,“ segir Ása Hauksdóttir deildarstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu. Alls bárust 37 umsóknir en dómnefnd valdi nítján verkefni úr flokki umsókna. „Þetta eru afar fjölbreytt verkefni, skap- andi og skemmtileg svo vonandi eiga sem flestir eftir að njóta þeirra í sumar. Langflestir umsækjendur eru úr tónlistargeir- anum, töluvert af leiklistar-og myndlistarnemum sækir einnig um, en minnst kemur frá danshóp- unum og til þess að reyna að gefa öllum listformum jafnt vægi leggjum við okkur í líma við að veita því danslistafólki sem sækir um brautargengi, en það fer þó auðvitað eftir gæðum verkefna.“ Ása leggur áherslu á að verk- efnið Skapandi sumarstörf hafi verið mörgum lyftistöng þegar þeir voru að stíga sín fyrstu skref. „Þegar ég lít yfir sviðið síðustu ellefu árin, þá get ég staðhæft að ungu listamenn þjóðarinnar, hvort sem þeir koma úr leiklist, tónlist eða myndlist, hófu margir frama sinn hér hjá okkur,“ segir Ása stolt. Margir þátttakendanna stunda nám við Listaháskóla Íslands eða hafa lokið námi og eru á leiðinni í framhaldsnám erlendis. „Margir eru mjög langt komnir með að gerast fagfólk í listum og allt eru þetta metnaðarfullir listamenn. Þá verð ég líka að minna á yngra fólkið sem ekki hefur hafið listnám en er ekki síður metnaðarfullt og lætur sköpunargleðina og kraftinn ráða för. Borgin væri virkilega tómlegri á að líta ef þessa listafólks nyti ekki við á sumrin. Ég hef fylgst náið með þessu unga listafólki undanfarin ár og þegar maður hittir ferðamenn fyrir sem eiga óvænt stefnumót við ungt tónlistar- eða myndlistarfólk, leikara eða dansara, þá vekur það ómælda hrifningu meðal ferðalanganna og annarra auðvitað líka. Sumir verða jafnvel ekki samir aftur,“ segir Ása og skellir upp úr. Að sögn Ásu eru ýmis viðmið höfð til hliðsjónar þegar verkefni eru valin en „það er að markmið, áætlun og framkvæmd verkefnis- ins séu vel útfærð í umsókninni, frumleiki hugmyndarinnar og ekki síst er samfélagsleg vídd skoðuð, það er hvort verkefnið skili sér út í samfélagið og geti virkað sem hvati á annað ungt fólk að hugsa nýjar leiðir til að koma listsköpun sinni á framfæri.“ Listafólkið verður á ferð og flugi um alla borg, allt eftir eðli verkefna. „Þau koma síðan saman í miðborginni þrjá föstudaga í sumar þar sem allir hóparnir leggja list sína á borð fyrir gesti og gangandi en það köllum við Föstudagsflipp. Þarna munu krakkarnir færa svolítið í stílinn þar sem þau eru í miðbænum og veita fólki smjörþefinn af því sem þau hafa upp á bjóða.“ Ása segir Skapandi sumarstörf gífurlega mikilvægt framlag borgarinnar til listsköpunar meðal ungs fólks „enda verður list aldrei til úr engu og þetta verkefni er krökkunum hvati til að láta til sín taka af festu og alvöru. Þau eru á viðkæmu æviskeiði ungdómsáranna þar sem auðvelt getur verið að gefast upp þegar á móti blæs og því er það okkar að veita þeim byr undir báða vængi með örlitlu fjárframlagi svo þau leggi ekki árar í bát.“ -brb UNGT LISTAFÓLK DÚKKAR UPP Á ÓLÍKLEGUSTU STÖÐUM Það verða Föstudagsflipp í miðbænum, tónlist, leiklist, dans og almennt sprell um alla borg. MYND/HITT HÚSIÐ Skapandi sumarstörf

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.