Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 75

Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 75
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 43 ENDALAUST FJÖR ALLA HELGINA GRAND ROKK REX PRAVDA KAFFI VÍN CAFÉ ROSENBERG DJAMMIÐ UM HELGINA: Allt um djammið Á ÞAKINU Leikstjóri: Unnur Ösp Stefánsdóttir. Danshöfundur: Roine Soderlundh. Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson. Útlitshönnun: Egill Ingibergssson og Móeiður Helgadóttir. Búningahönnun: Hildur Hafstein. Hljóð: Gunnar Árnason. Sýnt í Borgarleikhúsinu í sumar Miðasala hefst á morgun klukkan 10.00 í Borgarleikhúsinu í síma 568-8000 og á www.borgarleikhus.is Allir sem fæddir eru á árunum 1984, '94, '74, '64, '54 og '44 fá 24% afslátt á fyrstu 8 sýningarnar. ÞORVALDUR DAVÍÐ HALLA VILHJÁLMS „Við Guðrún Tulinius hittumst fyrir rúmum fjórum árum í boði hjá ræðismanni Íslands í Barce- lona og ákváðum í kjölfarið að stofna fyrirtækið Proxima, sem sér um menningarmiðlun milli spænskumælandi landa og Íslands,“ segir Gréta Hlöðvers- dóttir, annar eiganda Proxima og útgefanda ljóðabókarinnar „Hæðir Machu Picchu“ eftir Pablo Neruda. „Við höfum báðar ein- stakan áhuga á Spáni og spænskri menningu og því má að segja að fyrirtækið hafi verið stofnað í kringum áhugamál okkar. Við höfum lengi reynt að ýta undir spænska menningu á Íslandi og íslenska menningu á Spáni.“ Íslensk útgáfa ljóðabókarinnar hlaut viðurkenningu sem bók árs- ins hjá Menningarmiðstöðinni Fundación Amezcua í Barcelona en að sögn Grétu hlaut bókin ekki hvað síst athygli fyrir að vera óhefðbundin ljóðabók. „Bókin er skreytt mjög fallegum myndum eftir Snæfríði Þorsteinsdóttur og Antonio Hervás Amezcua, for- stöðumann Menningarstofnunar- innar. Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar Guðrún fór og heimsótti slóðir Inka í Andesfjöllunum á hæðum Machu Picc- hu og kvikmyndaði. Í framhaldinu ákváðum við að gera stuttmynd um þetta ferðalag og gefa út með ljóðabókinni. Þannig varð til einhvers konar heildarupplif- un því ljóðin taka einmitt fyrir ferðalag Neruda á sömu slóðir. Það var þessi heild- arstemning ljóðanna og myndar- innar sem féll svo vel í kramið hjá spænsk- um fjölmiðlum.“ Guðrún Tulinius þýddi þennan fræga ljóðabálki skáldsins en stöllurnar fengu Isabel Alliende til að rita sérstakan for- mála fyrir íslensku útgáfuna. „Það var auðvitað stórkostlegt að fá hana til liðs við okkur en hún hefur eins og svo margir aðrir löngum heillast af skáldskap Neruda,“ heldur Gréta áfram. „Ég starfaði eitt sinn sem blaða- maður og tók viðtal við Allende og mundi eftir því að í samtali við hana kom fram að hún hafði líka ferðast á þessar slóðir. Hún lýsir upplifun sinni af þeirri reynslu í formálanum.“ Ásamt stuttmyndinni og ljóða- bókinni útbjó Guðrún verkefna- hefti sem ætlað er sem kennslu- efni í spænsku fyrir framhaldsskóla hérlendis. „Menntaskólinn við Hamrahlíð mun án efa taka við kennsluefninu en aðrir skólar eru einnig að skoða málið.“ - brb Heildarupplifun á ljóðum Neruda Gradualekór Langholtskirkju gerir víðreist um landið og fagnar vori í þremur landshlutum. Í kvöld heldur kórinn vortónleika í Lang- holtskirkju en síðan er förinni heitið norður á Akureyri og austur á Eskifjörð. Á efnisskránni eru að vanda íslensk og erlend verk fyrir barna- kóra og flytur kórinn meðal ann- ars þrjú lög eftir Inga T. Lárusson í tilefni austurferðarinnar, tvo þætti úr messu eftir Mozart, lag sungið á japönsku og syrpu af bítlalögum. Þrír einsöngvarar úr röðum kórfélaga koma fram. Laugardaginn 10. júní kl. 15 verður kórinn með tónleika í Gler- árkirkju á Akureyri og sunnudag- inn 11. júní syngur hann í sjó- mannadagsmessu á Eskifirði og verður einnig með tónleika þann dag í Eskifjarðarkirkju. Barnakór frá Egilsstöðum undir stjórn Thor- vald Gerde verður gestur Gradu- alekórsins á þeim tónleikum. Stjórnandi Gradualekórs Lang- holtskirkju er Jón Stefánsson og undirleikari er Lára Bryndís Egg- ertsdóttir. - khh FAGRAR RADDIR BERAST ÚR LANGHOLTS- KIRKJU Vorhugur og ferðagleði er hjá Gradualekór Langholtskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Vortónar víða um land NERUDA OG FRÚ Pablo Neruda veitti Nóbelsverðlaununum við töku í Stokkhólmi árið 1971. Hæðir Machu Picchu í þýðingu Guðrúnar Tulinius var valin bók ársins af menningar- miðstöðinni Fundación Amezcua í Barcelona. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.