Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 76
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR44 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON VERT AÐ SPÁ Í Hér á landi fást Erdingar og Hoegaarden í flestum stærri vínbúðum en mér er ekki kunnugt um aðra hveitibjóra í almennri sölu. Gæðabjórar eiga undir högg að sækja í síbreytilegu regluverki vínbúðanna en í Kringlunni og Heiðrúnu er ágætt úrval. Ölið mun flæða sem aldrei fyrr um heimsbyggðina næsta mánuðinn þegar flautað verður til leiks í Heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu á morgun í München, höfuðborg þýskrar bjórgerðar. Fótbolt- aaðdáendur eiga eftir að svala þorsta sínum fyrir framan sjónvarpið eða á leikvöllum hins mikla bjórríkis Þýskalands. Franz Beckenbauer er forseti nefndarinnar sem sér um skipu- lagningu mótsins og því er ekki úr vegi að fjalla eilítið um hveitibjór en keisari Franz er mikill talsmaður þeirrar bæversku hefðar og er andlit hveitibjórsins Erdinger. Hveitibjór hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og er ásamt alkóhólléttum eða alkóhólfríum bjór eina tegund bjórs sem sölu- aukning er á í Evrópu. Hin mikla aukning á neyslu léttvína hefur hins vegar dregið almennt úr bjórneyslu í flestum löndum Vestur- Evrópu. Vegna þess að betri hveitibjór er flöskugerjaður og hlaðinn eggja- hvítuefnum er hann talinn heilsusamlegri en hefðbundinn lagerbjór og náttúruleg sætan höfðar mjög til kvenna og ungs fólks. Hveiti- bjórar eru eins og nafnið gefur til kynna að uppistöðu gerðir úr blöndu af hveitimalti og byggi. Hveitibjór er einkum seldur á flösk- um því önnur gerjun fer fram í flöskunni og myndast við það nátt- úruleg kolsýra og þétt og fersk froða. Til eru bæði ljósir og dökkir hveitibjórar, einnig tær hveitibjór sem kallaður er Kristall. Hann er fyrir þá sem þykir móskan í hveiti- bjórnum ekki til prýði og er heldur útvötnuð útgáfa af alvöru stöff- inu. Hveitibjór er afar vandmeðfarinn, fátt er verra en lélegur hveitibjór af krana á annars flokks krá. Hveitibjór þarf að vera vel kældur Best er að drekka hann úr þar til gerðu hveitibjórsglasi, það er ekki snobb heldur verður að viðurkennast að það munar talsverðu. Best er að hella hveitibjór varlega í glasið meðfram hliðunum og þegar glasið er orðið að þremur fjórðu fullt að þyrla þá botn- fallinu í flöskunni og hella því rösklega ofan á til að fá fallega froðu og hrista upp í gernum. Þeir sem komast á bragðið með hveitibjórinn vilja oft þaðan í frá helst ekkert annað. Má nefna að 65.000 manns í 48 löndum eru í „aðdáendaklúbbi“ Erdinger. Hveitibjór er léttari í maga en lagerbjór og öl þótt um hann gildi eins og annan bjór að þrír leikir á dag, fram- lenging og vítaspyrnukeppni geta tekið í belginn... Bjór keisarans Beckenbauer Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ávextir eru mér lífsnauðsynlegir. Fyrsta minning um mat: Saltfiskur hjá ömmu Siggu. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Áll á Philip Stark hóteli í New York þar sem ég dvaldi með vinum. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Lifur, ég á frekar erfitt með að koma þeim niður. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Kirsuberjatómatar frá La Selva, þeir eru himneskir. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Hollan mat. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Hörfræjaolíu og skyr. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Fullt af ávöxtum. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Froskalappir. Þær voru samt mjög góðar. MATGÆÐINGURINN: SIGRÍÐUR VALA ÞÓRARINSDÓTTIR HJÁ HIMNESKRI HOLLUSTU Kirsuberjatómatar eru himneskir Sveitahótelið Anna er til húsa að Moldnúpi 2 undir Eyjafjöllum. Þar er bæði hægt að gista og njóta góðra veitinga í afar fallegum veitingasal sem gegndi áður hlut- verki fjóss og hesthúss. Staðurinn er bernskuheimili listvefarans og rit- höfundarins Önnu frá Moldnúpi og er nafngift veitingastaðarins þaðan komin en það kallast Önnuhús. Sama ættin hefur átt býlið síðan 1901 og eru breytingarnar allar afar vellukkaðar. Matseðillinn: Það er bæði hægt að kíkja við í kaffi hérna og í alvöru mat. Áhersla er lögð á mat úr sveitinni á kvöldseðlinum. Á kaffiseðlinum er t.d. að finna vöfflu með heimagerði rabbabarasultu. Í veitingasalnum má sjá ýmsa gamla og skemmtilega muni og skipa bækur Önnu þar stór- an sess. Verð: Það er kannski ekki jafn ódýrt að stoppa hér fyrir kaffibolla og í subbulegri vegasjoppu en upplifunin er margfalt betri. Kaffið er borið fram með gleði og í fallegum gamaldags bollum. Hundarnir Vaskur og Kóng- ur taka glaðvaskir á móti gestum og hægt er að sitja úti á palli og njóta veitinganna bjóði veðrið upp á það. VEITINGASTAÐURINN COUNTRY HOTEL ANNA, MOLDNÚPI 2 S. 487-8955 Notaleg sveitastemning matinn með ferskum kórí- ander, aðallega laufunum, en skildu stiklana eftir. Kryddjurt þessi er mikið notuð í asískri og suður- amerískri matargerð. > Bragðbættu... Sigrún Sól ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, hefur dálæti á heimatilbúnum réttum og nýtur sín best þegar hún hefur tíma til að nostra við matinn. Hún segir þau hjónin mikla mat- gæðinga, en Sigrún er gift píanó- leikaranum Pálma Sigurhjartarsyni sem þekktur er úr Það var lagið. „Við höfum bæði einstaka ánægju af góðum mat og ljúfum vínum og sláum oft upp veislu fyrir vini okkar,“ segir Sigrún Sól. „Tilraunamennska er nokkuð fyrirferðarmikil í eldhúsinu hjá okkur enda er skemmtilegast að prófa sig áfram í matargerð. Úr einni slíkri tilraunamennsku varð til heimatilbúinn réttur með ítölsku ívafi, en meginuppistaðan í honum er kálfalundir, tagliatelle og ruccola-salat. Þessi réttur fær ævinlega fyrsta flokks meðmæli frá matargestum okkar og hann er einstaklega einfaldur. Það er næst- um hægt að elda hann blindandi,“ segir Sigrún Sól og hlær. MARENERING FYRIR KÁLFALUNDIR hvítlaukur eftir smekk sítrónusafi kálfakjöt tagliatelle gráðostur 1 tsk. dijon-sinnep svartur pipar mjólk Hvitlaukur og sítrónusafi eftir smekk. Látið kálfakjötið liggja í legin- um í nokkra klukkustundir. Sjóðið tagliatelle. Bræðið heilt gráðost- stykki á pönnu og blandið smá mjólk út í til að mýkja, 1 tsk. af dijon-sinnepi og smá svartan pipar yfir. Látið malla á lágum straumi. Léttsteikið kálfalundirnar á pönnu í smjöri og olíu. Alls ekki setja salt á kjötið. Hellið smá af gráðosta- sósunni yfir. Þegar tagliatelle er tilbúið, setjið í fallegt fat og hellið smá af gráðostasósunni yfir, setjið síðan ruccola-salat yfir, þar næst raðið kálfalundunum fallega yfir salatið og restina af gráðostasós- unni yfir það. Í lokin er sett örlítið meira af ruccola-salati yfir allt. Raspið niður parmesanost og dreifið yfir. Smá salt og pipar yfir allt. Má bera fram með frönsku smábrauði eftir smekk. Heimatilbúnir réttir bestir SIGRÚN SÓL ÓLAFSDÓTTIR Segir tilraunamennskuna áberandi í eldhúsinu hjá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.