Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 78
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR46 bio@frettabladid.is Kölski, djöfullinn, satan hefur verið mönnunum hugleikinn frá því að kristin trú breiddist út meðal hinna vestrænu þjóða. Djöfullinn birtist fyrst í líki höggorms- ins í aldingarðinum Eden þegar hann freistaði Evu með „skelfilegum“ afleið- ingum en síðan þá hefur kölski öðru hvoru birst mönnunum og reynt að fá þá til liðs við sig. Diplómatinn Robert Thorne og eiginkona hans, Katherine, eiga von á barni en við fæðinguna kemur í ljós að barnið er andvana. Sjúkrahúspresturinn Spiletto ákveður að aðstoða Thorne vegna þess að Katherine hefur þegar misst þrjú fóstur og er talið að þetta áfall muni ríða henni að fullu. Thorne fellst á að taka að sér nýbura sem fæddist sömu nótt en móðirinn lést við barnsburðinn. Spiletto sannfærir Thorne um að eiginkona hans sjái ekki muninn og þau muni ala drenginn upp sem þeirra eigin. Hann reynist í fyrstu vera heilbrigður og er gefið nafn- ið Damien. Fljótlega kemur hins vegar í ljós að pilturinn er ekki eins og fólk er flest. Dularfull dauðsföll leiða að því líkur að Damien gæti verið djöfullinn holdi klæddur, mættur til að etja mann- kyninu saman með járnsprota sínum og eyða þessari sköpun erkióvinar síns. Í kvikmyndinni Omen er verið að leika sér með goðsögnina um að djöfullinn snúi aftur þegar heims- byggðin hefur misst stjórn á sjálfri sér og syndin flæðir um allt líkt og gilti um syndaborgina Babýlon. Omen er endurgerð sam- nefndar kvikmyndar frá árinu 1976 en þá var kjarnorkuváin í algleymingi og stórveldin ógnuðu hvort öðru með tortímingarvopn- inu ógurlega. Þegar slíkt er ástatt fara kvikmyndagerðarmenn oft af stað með alls kyns heimsendaspár og þar kemur kölski oft við sögu. Kvikmyndagerðarmenn 21. aldar- innar þurfa varla annað en að horfa í kringum sig til að túlka ástand heimsins og setja það í samhengi við texta sem boða endurkomu djöfulsins. Hryðju- verkaógnin sem öllu stjórnar, grimmileg stríð, válynd veður og jarðskjálftar sem granda hundr- uðum þúsunda. Hin saklausa Regan var ef til vill birtingarmynd heimsins sem hafði glatað sakleysi sínu og var andsetin af satan sjálfum í kvik- mynd William Friedkin, The Exor- cist árið 1973. Ákveðinnar bjart- sýni gætti hjá Friedkin enda var hægt að reka djöfulinn út með særingum. Í The Omen er litli strákurinn Damien hins vegar ekki andsetinn heldur sjálfur Anti- Kristur, getinn á degi dýrsins, 06.06.06. Meðal leikenda í nýju Omen- myndinni er bandaríska leikkonan Mia Farrow en hún hefur haldið sig til hlés í kvikmyndaborginni eftir að fyrrum eiginmaður henn- ar Woody Allen tók saman við fósturdóttur þeirra. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Farrow kemst í kynni við satan og fylgismenn hans en leikkonan lék hina ólánssömu Rosemary í Rosemary‘s Baby eftir Roman Polanski. Julia Stiles leikur Kath- erine, sem áttar sig á því að ekki er allt með felldu hvað son hennar varðar. Stiles lýsti því yfir í viðtali við Jay Leno að hún hefði reynt að halda sig í ákveðinni fjarlægð frá Seamus Davey-Fitzpatrick sem leikur Damien þannig að honum liði illa þegar hún tæki hann í fangið í kvikmyndinni. „Allir á tökustað spurðu sig að því af hverju Julia hataði börn,“ sagði Julia við Leno og hún ákvað því að spila fótbolta við drenginn til að kveða niður orðróminn. „Þetta endaði þó með ósköpum því ég þrusaði knettinum beint í andlitið á honum,“ sagði Stiles. - fgg Þegar djöfullinn fer á stjá KÖLSKI Seamus Davey-Fitzpatrick leikur litla strákinn Damien sem reynist vera djöfullinn holdi klæddur. KATHERINE Í VANDA STÖDD Þegar diplómatafrúin verður ólétt á ný grípur satan til sinna ráða og reynir að koma í veg fyrir að hann eignist lítið systkini. Demantaiðnaðurinn er að gera sig kláran fyrir að hleypa af stokkun- um auglýsingaherferð sem miðar að því að hrekja söguna í kvik- myndinni The Blood Diamond. Myndin skartar sjálfum Leanordo DiCaprio í aðalhlutverki og er leikstýrt af Edward Zwick, sem síðast gerði Tom Cruise-myndina The Last Samurai. Myndin segir frá viðskiptajöfrum sem versla með „skítuga“ demanta sem síðan eru notaðir af einræðisherrum í Afríku til að fjármagna stríðs- rekstur sinn. Eli Izhakoff, formaður World Diamond Council sem eru hags- munasamtök demantasala, sagði myndina lýsa aðstæðum eins og þær voru í byrjun tíunda áratug- arins en ástandið væri allt ððru- vísi í dag. „Vandamálið er að myndin gæti gefið fólki einhverj- ar ranghugmyndir,“ sagði Izha- koff í samtali við New York Post. Corina Gilfillan, talsmaður Global Witness sem berst gegn spilltum demantasölum, leyfði sér að efast um þessa yfirlýsingu og sagði að allir gætu reynt að sýnast heilagir. „Við höfum hins vegar ekki séð neinar vísbendingar um breytta viðskiptahætti.“ Demantar valda titringi DICAPRIO Leikur í kvikmyndinni Blood Diamonds sem þegar hefur valdið nokkrum titringi meðal demantssala. Jennifer Aniston virðist hafa lært ýmislegt af fyrrum eiginmanni sínum Brad Pitt. Nýjasta mynd hennar, The Break Up, trónir nú efst á vinsældalistum þar vestra og vafalítið skemmir ekki fyrir aðsókninni að Aniston á nú í ástar- sambandi við mótleikara sinn Vince Vaughn. Margir muna eflaust eftir því fári sem greip fjölmiðla þegar kvisaðist út að Angelina Jolie og Brad Pitt tækju hlutverk sín í Mr. & Mrs. Smith full alvarlega en þar léku þau hjón sem voru ráðin til að drepa hvort annað. Lengi vel var talið að þessi orðrómur væri ekkert annað en markaðsbrella til að vekja athygli á myndinni en annað kom í ljós. Sama virtist vera uppi á tening- inum þegar fréttist að Vince Vaughn og Jennifer Aniston væru að skjóta saman nefjum á tökustað en annað hefur komið á daginn því parið er flutt til heimabæjar Vince, Chicago. The Break Up skaut meðal annars X-Men ref fyrir rass og verður forvitnilegt að fylgjast með framvindunni í næstu viku þegar í ljós kemur hvort Aniston standi uppi sem sigurvegari í óvæntum smelli. Óvænt frá Aniston ANISTON OG VAUGHN Tóku saman við gerð myndarinnar The Break Up sem nú er á toppnum í Bandaríkjunum. Viola Hastings er efnileg knatt- spyrnukona sem dreymir um frægð og frama á hinum græna grasvelli. Henni til mikillar skelf- ingar kemst hún þó í raun um að kvennalið skólans hennar hefur verið lagt niður og allt kapp verð- ur lagt á velgengni strákanna. Hastings reynir að sannfæra alla um hún geti vel plummað sig innan strákaliðsins en allir taka heldur dræmt í óskir hennar, meðal ann- ars kærastinn hennar. Hastings fær þó gullið tæki- færi upp í hendurnar þegar tví- burabróðir hennar Sebastian hringir frá London og tilkynnir henni að hann komist ekki í tæka tíð fyrir undirbúningstímabilið. Stúlkan fær því góðan vin sinn sem er förðunarmeistari sér til aðstoðar og lætur umbreyta sér í bróður sinn. Eins og gefur að skilja reynist þetta ráðabrugg ekki alveg eins auðvelt og það leit út fyrir í fyrstu. Viola verður nefnilega hrifin af herbergisfélaga sínum Duke sem áður var hrifin af hinni undurfögru Oliviu en hún er orðin ástfangin af hinum ofurviðkvæma Sebastian. Fjöldi ungra og upprendandi leikara kemur við sögu í She’s the Man og má þar nefna Amöndu Bynes sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum What I Like About You. Laura Ramsey fer með hlutverk Oliviu en hún lék á móti Heath Ledger í Lords of the Dogtown. Myndin er sögð vera byggð á leikriti William Shakespeare, Twelfth Night, en leikstjóri hennar er Andy Fick- man. Knattspyrnan hefur verið að ryðja sér til rúms í Bandaríkjun- um að undanförnu eftir að heims- meistarakeppnin var haldin þar í landi árið 1994. Markaðurinn er reyndar mjög erfiður því hafna- bolti og amerískur ruðningur tróna þar yfir aðrar íþróttagreinar. Kvikmyndir um knattspyrnu eru einnig fáséðar en vinsældir Bend It Like Beckham hafa opnað augu kvikmyndagerðarmanna fyrir þeirra staðreynd að hægt er að færa hana yfir á hvíta tjaldið. Þegar kona verður knattspyrnumaður VIOLA HASTINGS Dulbýr sig sem tvíburabróður sinn til að komast að hjá knattspyrnuliði skólans. > Ekki missa af... Stórslysamyndinni Poseidon með Kurt Russell og Richard Dreyfuss í aðalhlutverkum. Myndin þykir prýðisgóð skemmtun fyrir þá sem gera ekki miklar kröfur til handrits- gerðar heldur kjósa frekar hasar og hraða. Tæknibrellurnar ættu ekki að svíkja neinn og Wolfgang Petersen er í miklu stuði. Ekta sumarhasar sem reynir ekki um of á heilasellurnar. In this country, you gotta make the money first. Then when you get the money, you get the power. Then when you get the power, then you get the women. Tony Montana útskýrir fyrir félögum sínum af hverju hann sé á lausu í hinni frábæru kvikmynd Scarface eftir Brian De Palma. Al Pacino í sínu allra besta formi. Margir hafa eflaust rekið upp stór augu þegar Guy Ritchie réð harð- hausinn Vinnie Jones til starfa fyrir sig í kvikmyndinni Lock, Stock and Two Smoking Barrels. Jones hafði vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með knatt- spyrnuliðinu Wimbledon þar sem hann átti það til að „slátra“ fræg- um leikmönnum inni á vellinum með hvers kyns óþverrabrögðum. Jones varð frægur fyrir að vera leiðtogi ólátabelgjanna í Wimble- don sem gátu gert allt brjálað og villimannsleg framkoma hans á vellinum varð til þess að gefið var út myndband með öllum helstu tæklingum hörkutólanna í ensku úrvalsdeildinni. Jones var þulur en enska knattspyrnusambandinu fannst athæfið ekki fyndið og Vinnie fékk himinháa sekt. Markaður hafði opnast fyrir enskumælandi hörkutól í Holly- wood og því reyndist það létt verk fyrir Jones að koma sér á fram- færi. Hann fékk hlutverk í hinni misheppnuðu Gone in Sixty Sec- onds þar sem Angelina Jolie og Nicholas Cage áttu að vera nægj- anlegt aðdráttarafl. Jones sneri aftur heim og fékk inni hjá Ritchie fyrir hina ofurvinsælu Snatch en þar fór Brad Pitt hamförum í hlut- verki sígaunans Mickey O’Neil. Jones lét síðan lítið fyrir sér fara en birtist með miklum hvelli í X-Men þar sem hann var í kunn- uglegu hlutverki því persónu hans, Juggernaut, finnst fátt skemmti- legra en að hlaupa niður andstæð- inga sína, sem Jones þekkir vel af græna vellinum. Slátrarinn frá Wimbledon VINNIE JONES Var harður í horn að taka á knattspyrnuvellinum en hefur einbeitt sér að kvikmyndaleik eftir að ferlinum lauk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.