Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 83
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 51 FRÉTTIR AF FÓLKI Nektarmyndir af fyrirsætunni og fyrr-verandi eiginkonu Paul McCartney, Heather Mills, voru birtar í The Sun fyrr í vikunni. Myndirnar munu vera úr þýskri bók frá árinu 1988 og þar sést fyrirsætan nakin og olíuborin í alls kyns stellingum. Maðurinn sem birtist með henni á myndunum segist hafa sofið hjá Mills eftir myndatökuna en hann er ónafn- greindur. Fyrrverandi bítillinn er æfur út í Mills vegna athæfisins og sér eftir því að hafa gifst henni og dregið börnin sín inn í þessa vitleysu. Mills og McCartney standa nú í skilnaði en þau voru gift í þrjú ár og eiga saman eina dóttur. Hótelerfinginn Paris Hilton lenti í því furðu- lega atviki um daginn að vera neitað um aðgang að skemmtistað í Los Angeles. Ástæðan var einföld en dyraverðirnir sögðu henni að hún væri þegar komin inn á staðinn. Síðar kom í ljós að um tvífara Hilton væri að ræða og mistökin réttilega leiðrétt. Tvífarar Paris Hilton eru fjölmargir og vilja margar stelpur líta út eins og hún. Paris er þekkt partíljón og lætur sig sjaldan vanta á rauða dregilinn. Leikkonan Jennifer Garner mun hafa afþakkað hlutverk í endurgerð Dallas-þáttanna þegar hún uppgötvaði að Jennifer Lopez væri meðal leikara í þáttun- um. Garner er núverandi kærasta og barnsmóðir leikarans Ben Affleck en hann var eins og kunnugt er með söngdívunni Lopez fyrir nokkrum árum. Garner átti að leika Pamelu Ewing í þáttaröð- inni vinsælu en Lopez mun vera búin að taka að sér að leika Sue Ellen. ITALY ́ 90 8. JÚNÍ ÞESSI EGILS GULL VARÐ TIL 8. JÚNÍ, SAMA MÁNAÐARDAG OG HM ´90 HÓFST. ÞETTA ER KEPPNIN ÞEGAR ÞÝSKALAND SIGRAÐI, EN ÞAÐ SEM STENDUR HINS VEGAR UPP ÚR ER ÞEGAR GASCOIGNE BRAST Í GRÁT Í UNDANÚRSLITUNUM. HANN FÉKK Á SIG GULT SPJALD SEM ÞÝDDI ÚTILOKUN HANS FRÁ ÚRSLITALEIKNUM KÆMIST LIÐ HANS ÁFRAM – SEM ÞAÐ GERÐI REYNDAR EKKI. KÍKTU UNDIR GULLDÓSINA ÞÍNA OG SJÁÐU HVAÐA MERKISDAG ÞINN VAR FRAMLEIDDUR ÞVÍ FERSKLEIKINN SKIPTIR MIKLU MÁLI ÞEGAR BJÓR ER ANNARS VEGAR. EGILS GULL ER NÚ BRUGGAÐUR ÚR ÍSLENSKU BYGGI TIL AÐ GEFA ENN BETRA BRAGÐ. NJÓTTU HM MEÐ EGILS GULLI. KÍKTU UNDIR GULLDÓSINA OG SJÁÐU HVERSU FERSKUR ÞINN ER.LÉTTÖL G O T T F Ó L K M cC A N N · 3 1 3 8 1 Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Rafm.sláttuvélar Vandaðar vélar og öflugir mótorar „Ég var að koma hingað í dag, er búinn að fara á skrifstofuna og líst bara vel á,“ sagði Þorfinnur Ómars- son þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann var þá nýlent- ur á Srí Lanka, þar sem hann mun starfa sem upplýsingafulltrúi og talsmaður alþjóðlega friðareftir- litsins næstu sex mánuði. „Þetta er tímabundið og ég býst við því að snúa aftur á skjáinn að sex mánuðum liðnum,“ segir Þor- finnur, sem síðustu mánuði hefur starfað á NFS. Hann segir að nýja starfið sé í eðli sínu fjölmiðlatengt og því sé þetta ekki alveg nýtt fyrir hann. Þorfinnur tekur við starfinu af Helen Ólafsdóttur, sem hefur greinilega sett hann vel inn í málin. „Ég veit að þetta starf er mjög krefjandi. Maður þarf að svara fyrirspurnum fjölmiðla um allan heim og síminn hringir víst dag og nótt.“ Þorfinnur hélt upp á fertugsaf- mæli sitt um síðustu helgi og bauð vinum og samstarfsmönnum til veglegrar veislu. Hann vill ekki meina að nýja starfið tengist þess- um merku tímamótum hjá sér. „Þetta er bara tilviljun. Ég átti afmæli fyrr í vetur en náði aldrei að halda veislu. Það hentaði svo bara ágætlega að slá saman síðbú- inni afmælisveislu og kveðju- partíi,“ segir Þorfinnur, sem dvelst einn á Srí Lanka, fjölskyldan er heima á Íslandi. „Ég held að það verði gott að víkka sjóndeildarhringinn aðeins. Þetta er auðvitað allt öðruvísi umhverfi en heima en það hafa allir gott af því að skipta um umhverfi,“ segir Þorfinnur Ómarsson á Srí Lanka. - hdm Þorfinnur til Srí Lanka ÞORFINNUR ÓMARSSON Starfar á Srí Lanka næstu sex mánuðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMMyndir af barni Angelinu Jolie og Brads Pitt láku á netið í fyrrinótt og reyna lögfræðingar þeirra að elta uppi þessar myndir. Eins og kunnugt er munu Pitt og Jolie hafa selt myndirnar og mun ágóðinn renna til góðgerðarmála. Bæði breska tímaritið Hello og banda- ríska People-tímaritið telja sig eiga rétt á myndunum og er mikil reiði innan herbúða þeirra vegna málsins. Stúlkubarnið nefnist Shiloh Nouvell Jolie-Pitt og fædd- ist hún í Namibíu. Myndirnar leka á netið ANGELINA JOLIE OG BRAD PITT Barn þeirra er orðið einn eftir- sóttasti einstaklingur veraldar og rifist er um myndir af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.