Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 90

Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 90
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR58 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 13 3 500.000 KR. VERÐLÆKKUN! VERÐBÓLGAN BÍTUR EKKI Á NISSAN Nissan X-Trail Sport Verð aðeins 2.890.000 kr. Nissan Patrol Elegance sjálfskiptur Verð aðeins 4.790.000 kr. Verð áður 5.290.000 kr.Verð áður 3.390.000 kr. Önnur tilboð frá Nissan gilda ekki með þessu tilboði. Aukahlutir á mynd: 35" breyting krómgrind með kösturum og toppbogar. BORGAÐU MINNA FYRIR MEIRI LÚXUS TAKMARKAÐ MAGN! KOMDU OG REYNSLUAKTU EINTAK STRAX!TRYGGÐU ÞÉR HANDBOLTI Metnaður Stjörnunnar í kvennaboltanum kom berlega í ljós í gær þegar félagið samdi við fjölda leikmanna og þar af tvo mjög sterka erlenda leik- menn. Hlynur Sigmarsson, for- maður handknattleiksdeildar ÍBV, segir ekki hægt að keppa við peninga sem Stjarnan eigi og fullyrðir að útlensku stúlkurnar - Florentina Grecu og Alina Pet- rache - séu að fá virkilega vel borgað fyrir að stunda handbolta á Íslandi. „Petrache var of dýr fyrir okkur en hún fór fram á 3.000 evrur á mánuði plús íbúð og vinnu fyrir manninn hennar,“ sagði Hlynur en 3.000 evrur eru tæp- lega 280 þúsund íslenskar krónur. „Stjarnan á fullt af peningum. Garðabær er ríkur bær. Búa ekki olíufurstar í bænum?“ Florentina Grecu var í vinnu hjá Hlyni og hann segist aldrei hafa átt möguleika á að keppa við samninginn sem Stjarnan bauð henni. „Florentina er með 4.000 evrur á mánuði plús íbúð og bíl. Hún var með 2.000 evrur hjá okkur og hún sagðist þurfa að fá 4.000 evrur frá okkur ef við vild- um halda henni. Við eigum ekki þessa peninga,“ sagði Hlynur en Þorsteinn Rafn Johnsen, formað- ur handknattleiksdeildar Stjörn- unnar, gefur lítið fyrir yfirlýsing- ar Hlyns. „Þetta er bara bull. Engu að síður er ljóst að þessir leikmenn kosta sitt. Það væri hægt að fá ódýran leikmann sem væri spurn- ingarmerki en við viljum frekar vera með dýrari menn sem við vitum hvað geta,“ sagði Þorsteinn og bætti við að nýjustu kaupin gæfu það til kynna að líðið ætlaði sér alla leið. - hbg Formaður handknattleiksdeildar ÍBV segir Stjörnuna eiga mikið af peningum: Grecu og Petrache fá samtals 650 þúsund krónur á mánuði í laun sem og íbúð frá Stjörnunni HANDBOLTI Ólafur Víðir Ólafsson og Elías Már Halldórsson skrifuðu í gær undir samninga við Stjörn- una. Ólafur spilaði með ÍBV á síð- ustu leiktíð en hann er leikstjórn- andi sem áður spilaði með HK. Hann hefur leikið með ungmenna- landsliði Íslands auk tveggja A- landsleikja og skrifaði þessi 23 ára gamli kappi undir þriggja ára samning. Auk þess er sterkur erlendur leikmaður á leiðinni í Garðabæinn auk tveggja uppalinna leikmanna. Elías Már kemur úr HK og þekkir Ólaf Víði vel enda spiluðu þeir saman í Kópavoginum á árum áður. Hann skrifaði undir tveggja ára samning og var næstmarka- hæstur leikmanna HK á síðasta tímabili. Ljóst er að um umtals- verðan liðsstyrk er að ræða fyrir bikarmeistarana, sem hafa þó misst þrjá sterka leikmenn. Fyrirliðinn og stórskyttan Arnar Freyr Theodórsson fer til Danmerkur í atvinnumennsku og skrifar að öllum líkindum undir samning við HF Mors. Kristján Svan Kristjánsson fer í skóla til Danmerkur og mun eflaust spila með liði í efstu eða næstefstu deild þar og Þórólfur Nielsen, leikstjórnandi, er á leið- inni í nám til Bandaríkjanna. Kvennaliðið tekur einnig mikl- um breytingum en alls hefur hand- knattleiksdeildin samið við sex leikmenn á undanförnum dögum auk þess sem samningar við tíu leikmenn hafa verið framlengdir. Þær eru Kristín Guðmundsdóttir, Anna Blöndal, Arna Gunnarsdótt- ir og Björk Gunnarsdóttir auk tveggja ógnarsterkra erlendra leikmanna. Florentina Grecu kemur til liðsins frá ÍBV, en Eyjamenn voru alls ekki sáttir við að missa einn af máttarstólpum liðsins. Hún hefur spilað í tvö ár á Íslandi og hefur verið besti mark- maður Íslandsmótsins bæði árin. Stjarnan hefur einnig samið við Alinu Petrache, en hún er 24 ára rúmenskur landsliðsmaður. Hún er 186 cm á hæð og lék með Tomis Constansa í Rúmeníu á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 210 mörk í 26 leikjum í deildinni. Hún lék hér á Íslandi með liði sínu gegn Val í áskorendakeppni Evrópu, en hún skoraði 27 mörk í tveimur leikjum gegn Valsstúlkum. ÍBV hugðist fá hana til sín áður en Stjarnan gekk á milli og samdi við hana. hjalti@frettabladid.is Stjarnan stefnir ótrauð á toppinn Stjarnan er greinilega stórhuga í karla- og kvennaflokki en nýir leikmenn flykkjast nú í Garðabæinn. Samið hefur verið við nýja leikmenn í tugatali og munu fleiri leikmenn bætast við á næstunni. ÓLAFUR SKIPTIR YFIR Ólafur Víðir er hér í leik gegn Stjörnunni en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Patrekur Jóhannesson taki fast á honum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Gareth Southgate hefur verið ráðinn stjóri Middlesbrough og tekur hann við af Steve McClar- en, sem tekur við enska landslið- inu eftir HM í sumar. Samtök knattspyrnustjóra á Englandi heimiluðu Southgate að taka við liðinu, þrátt fyrir að hann hefði ekki tilskilin réttindi til þess. Southgate er 35 ára gamall en hann hefur leikið með Boro frá árinu 2001 þegar hann gekk í raðir liðsins frá Aston Villa. - hþh Gareth Southgate: Ráðinn stjóri Middlesbrough SOUTHGATE Er í miklum metum hjá stuðn- ingsmönnum Boro. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Miðjumaðurinn Gennaro Gattuso verður ekki með ítalska liðinu í tveimur fyrstu leikjum þess á HM. Gattuso er meiddur á læri og er alveg ljóst að hann mun ekki spila gegn Gana í fyrsta leik Ítala. Einnig er útlit fyrir að hann spili ekki gegn Bandaríkjunum á þjóðhátíðardag Íslendinga. „Ég ætla með á HM þó að ég þurfi að hlekkja mig við liðsrút- una. Ég táraðist þegar ég frétti að ég yrði frá í tvær vikur,“ sagði Gattuso. Þjálfarinn Marcello Lippi ætlar ekki að fá nýjan mann í hóp- inn. „Ég mun láta leysa hann af á vellinum en ekki í hópnum,“ sagði Lippi. - egm Áfall fyrir ítalska landsliðið: Gattuso ekki með frá byrjun

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.