Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 8

Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 8
8 16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Umboðsmenn um land allt ������������������������� ������������� ����������������������������� �������������������������������� ��������������������������������������������� ������������������������� ������������� �������� �������������������������������������������������������� ��������������������������������������� �� ���������������������������������������������������������� ������������������������������� ������ ������������� ������������� ������������� ������������� ����������������� ������������������� ������������ ����� ������������� ���� ������������� ����������������� LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík tók á dögunum til skoðunar meint brot fasteignasölunnar Eign.is, en dómsmálaráðuneytið sendi lög- reglunni beiðni um skoðun þess eftir að athugasemdir bárust frá eftirlitsnefnd Félags fasteigna- sala. Þar hafði vaknað grunur um að salan væri starfrækt án þess að við hana starfaði löggiltur fast- eignasali. „Það er alveg skýrt í lögunum að til þess að starfrækja megi fasteignasölu þá þarf til þess lög- giltan aðila sem er í forsvari fyrir sölunni og hefur full réttindi og tryggingar til þess að reksturinn geti staðist,“ segir Ingibjörg Þórð- ardóttir, varaformaður Félags fasteignasala. Andrés Pétur Rúnarsson, eig- andi Eign.is, lagði inn réttindi sín til fasteignasölu fyrir ári, en hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður Gizurarson tók við ábyrgðinni. Hann hætti svo þar í júní. „Okkur höfðu borist vísbend- ingar um að þarna væri starfrækt sala án þess að á starfsstöðinni væri starfandi löggiltur fasteigna- sali. Það er það sem var verið að kanna,“ segir Ingibjörg. Andrés Pétur segir að enginn rekstur hafi verið í gangi síðan Sigurður hætti hjá fyrirtækinu. Grunurinn hafi vaknað vegna þess að vefsíða sölunnar var enn uppi, en það hafi verið mistök að loka henni ekki strax. Engar eignir hafi verið auglýstar á síðunni, einungis hafi verið þar óuppfærður frétta- gluggi. Vefsíðunni var lokað á fimmtudaginn var. Andrés segist ekki vita betur en að lögregla hafi lokið skoðuninni og að ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós. Jónas Hallsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, segir að lögreglu hafi einungis verið falið að stöðva reksturinn, væri hann enn í gangi. Í ljós hafi komið að grunurinn hafði vaknað út af heimasíðunni sem var uppi, henni hafi nú verið lokað og lögreglu hefði ekki borist beiðni um að rannsaka málið frek- ar. stigur@frettabladid.is Eign.is skoðuð vegna vefsíðu Lögregla skoðaði fasteignasöluna Eign.is vegna vefsíðu sem ekki hafði verið tekin niður. Grunur lék á um að salan hefði verið starfrækt ólöglega. Lög- reglu hefur ekki borist beiðni um frekari rannsókn. ANDRÉS PÉTUR RÚNARSSON, Hættur rekstri Eign.is enda ekki með réttindi. TÉKKLAND, AP Tvö þúsund og fimm hundruð stjörnufræðingar sitja nú á ráðstefnu í Prag í Tékklandi og deila um hvernig skilgreina beri plánetu og hvort Plútó teljist í rauninni til þeirrar tegundar. „Fólk verður að koma sér saman um hugtakasafn sem skýr- ir hluti í geimnum,“ sagði Ronald D. Ekers, forseti Alþjóðlegu stjarnfræðisamtakanna. „Við vilj- um ekki hafa eina bandaríska útgáfu, aðra evrópska og enn aðra japanska.“ Áratugum saman hafa vísinda- menn talið að pláneturnar í sól- kerfi okkar væru níu, þó sumir hafi efast um að Plútó ætti þar heima vegna smæðar. En á síð- asta ári fannst svo Xena, sem er stærri en Plútó en lengra í burtu. Óákveðið er hvort skilgreina beri hana sem plánetu. Niðurstöður stjarnfræðinganna, sem tilkynntar verða við lok ráð- stefnunnar, gætu fækkað plánet- um sólkerfisins, eða fjölgað þeim upp í 23, 39 eða jafnvel 53. - smk Alþjóðleg ráðstefna stjörnufræðinga í Tékklandi: Deilt um plánetur MARAÞON Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skráð sig í Reykjavík- urmaraþonið, sem fer fram á laug- ardag, en í fyrra höfðu þrefalt færri skráð sig þegar svona stutt var í hlaupið. - sgj Reykjavíkurmaraþonið: Góð þátttaka REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ Glitnir hvetur starfsmenn sína til að taka þátt. SKÓLAMÁL Samkeppni grunnskóla í opinberum rekstri við einkaskóla eykur gæði í skólastarfi, sam- kvæmt rannsókn menntamálayf- irvalda í Svíþjóð (Skolverket) frá 2005. Því hærra sem hlutfall einka- skólanna er í hverju sveitarfélagi, því betri er námsárangur sænskra nemenda í skólum í opinberum rekstri innan sama svæðis. Náms- árangur nemenda er betri í einka- skólunum, einnig þegar tekið er tillit til félagslegra þátta og efna- hags. Gústaf Adolf Skúlason hjá Samtökum atvinnulífsins segir að svipuð áhrif einkaskólanna megi sjá á háskólastiginu á Íslandi. „Við sjáum framfarir hjá ríkis- skólunum í samkeppni við einka- skóla, hvað varðar nýjungar, aukna þjónustu og svo framveg- is,“ segir Gústaf. „Það er misjafnt hvernig einkaskólar á grunn- og framhaldsskólastigi hafa fengið fjármagn frá sveitarfélögunum, en við höfum verið að benda á að það eigi að ríkja jafnræði, þeir eigi að fá samsvarandi fjármagn,“ segir Gústaf, en sænsku einka- skólarnir fá sömu greiðslur með hverjum nemanda frá ríkinu og skólar í opinberum rekstri. -rsg Samkeppni í sænska skólakerfinu hefur haft jákvæð áhrif samkvæmt rannsókn: Fjöldi einkaskóla eykur gæði ÍSAKSSKÓLI Samkeppni við einkaskóla hefur jákvæð áhrif á gæði í skólum í opinberum rekstri. SVÍÞJÓÐ, AP Svíar hafa boðið ráða- mönnum í 60 löndum og hjálpar- stofnunum að taka þátt í ráðstefnu þar sem safnað verði fé sem notað á til uppbyggingar í Líbanon. Ráð- stefnan mun fara fram í lok þessa mánaðar í Stokkhólmi og njóta Svíar stuðnings Sameinuðu þjóð- anna og Líbanons við undirbúning hennar. Meðal ríkja sem boðið hefur verið á ráðstefnuna eru Bandarík- in, Frakkland, Bretland, Þýska- land, Noregur, Japan og arabísku Persaflóaríkin. Hins vegar hefur Ísrael ekki verið boðið, að sögn Carin Jamtin, þróunarmálaráð- herra Svíþjóðar. - smk Uppbygging í Líbanon: Svíar efna til fjársöfnunar VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir utanríkisráðherra Noregs? 2Hvaða kona býður sig fram til ritara Framsóknarflokksins? 3Hvaða erlenda íþróttalandslið er statt hér á landi? SVÖR ERU Á SÍÐU 42

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.