Fréttablaðið - 16.08.2006, Síða 13

Fréttablaðið - 16.08.2006, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. ágúst 2006 13 VINNUMARKAÐUR Fjörutíu og fjór- um flugmönnum hjá Icelandair var sagt upp um síðustu mánaða- mót. Þar af voru nítján fastráðnir en tuttugu og fimm ráðnir tíma- bundið. Varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóhannes Bjarni Guðmundsson, segir að fjöldi uppsagnanna hafi komið stéttarfélaginu á óvart. „Núna er staðan sú að fólk sem er að ráða sig til Icelandair er inni yfir sumarmánuðina og dettur út einhverja mánuði yfir vetrartím- ann. Stundum er það ráðið aftur eftir einn til þrjá mánuði. Þetta er orðin lenska hjá fyrirtækinu og að okkar mati ofnotað,“ segir Jóhann- es. „Reynslan hefur sýnt að þegar flugvélarnar eru til staðar er yfir- leitt ekki hörgull á verkefnum,“ segir Jóhannes. Ekki náðist í Jón Karl Ólafsson, forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar. -rsg Uppsagnir hjá Icelandair: Segja upp fjölda flugmanna ICELANDAIR Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að margir þeirra sem fengu uppsögn muni leita starfa erlendis. FJARSKIPTI Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður segir að útskriftargjald Símans standist ekki reglur EES. Hefur hann kært Símans fyrir gjaldtökuna til eftir- litsstofnunar EFTA, ESA. Símanot- endur greiða gjaldið, 230 krónur, fyrir að fá pappírsreikning sendan í pósti, en sams konar gjald er lagt á símnotendur OgVodafone. „Ég tel þetta vera ólögmæta innheimtu sem ríkisvaldið beri ábyrgð á og beri skylda til að fjalla um. Hitt er að gjaldið er of hátt og sett á í hagnaðarskyni,“ segir Hörður. Hann rak mál Reykja- prents sem kærði útskriftargjald Símans til Póst- og fjarskipta- stofnunar í fyrrahaust en úrskurð- ur úrskurðarnefndar fjarskipta og póstmála frá því í mars var að gjaldið væri lögmætt. Síminn ber því við að viðskipta- menn geti borgað reikninga á net- inu og sloppið þannig við útskrift- argjaldið en Hörður segir að allir eigi rétt á að fá pappírseintak. Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, ætlar að fylgjast með fram- vindu málsins og taka ákvörðun um viðbrögð í kjölfarið. - rsg Síminn kærður til ESA vegna útskriftargjalds fyrir pappírsreikninga: Segir gjaldtökuna ólögmæta SÍMINN Formaður Neytendasamtakanna telur að útskriftargjald Símans sé fyrst og fremst tekjulind fyrir fyrirtækið. NEYTENDUR „Síminn vill ítreka að útskriftargjaldið er ekki tekjulind hjá fyrirtækinu heldur kostnaður við reikningagerðina, umslag, dreifingakostnað og umsýslu reikninganna eins og fjölmörg önnur fyrirtæki gera,“ segir í yfir- lýsingu frá Símanum. „Með því að innheimta útskriftargjald er komið í veg fyrir að þeir sem velja pappírslaus viðskipti við Símann séu að niðurgreiða reiknings- kostnað þeirra sem kjósa að fá símreikninginn sendan í pósti. Þetta er liður í þeirri stefnu Sím- ans að auka rafrænar færslur og minnka pappírsnotkun, m.a. til þess að vernda umhverfið.“ - rss Yfirlýsing Símans: Gjaldið ekki tekjulind RÚSSNESK BLÓM Þau eru falleg, blómin í Alexandergarðinum framan við Troitskajaturninn í Moskvu, enda stóðst stúlkan ekki mátið í gær og smellti mynd af þeim í sólinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GALISÍA Heimatilbúinn kafbátur fannst undan ströndum Galisíu á norð-vesturhorni Spánar á sunnu- daginn. Kafbáturinn, sem er um tíu metra langur, er talinn gerður til að smygla kókaíni, en hvorki vímuefni né skipverjar fundust þó um borð. Þetta er í fyrsta skipti sem vitað er til að kafbátar séu notaðir í smyglferðum á Spáni, en kól- umbískir smyglarar hafa notast við kafbáta um nokkurt skeið í Suður-Ameríku. BBC-fréttastofan hefur eftir spænska blaðamannin- um Jaime Gonzalez að smyglar- arnir hafi líklega enn verið að prófa bátinn fyrir sjósetningu þegar hann fannst. - kóþ Lögreglan í Galisíu: Smyglkafbátur fannst á floti Flutningabíll valt Enginn slasaðist þegar flutningabifreið fór á hliðina við vegkant í Kömbunum hjá Hveragerði, þar sem hún var notuð við vinnu. Til- kynning barst Selfosslögreglu um fjögur leytið og að hennar sögn urðu litlar sem engar tafir á umferð sökum slyssins. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.