Fréttablaðið - 16.08.2006, Side 48
MARKAÐURINN
HELGI LÁRUSSON er nýr framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs
Skýrr. Fjármálasvið
veitir þjónustu á
sviði fjármála, bók-
halds, reikninga-
gerðar, innheimtu
og uppgjöra, ásamt
því að sinna innri
þjónustu og upplýs-
ingakerfum.
GUÐMUNDUR AXEL HANSEN er nýr
forstöðumaður
sölusviðs hjá Skýrr.
Sölusvið samræmir
alla sölustarfsemi
Skýrr hjá tekjusvið-
um fyrirtækisins og
er ætlað að auka
skilvirkni í sölu og
hækka þjónustustig
við viðskiptavini.
STEFÁN HRAFN HAGALÍN er forstöðu-
maður mark-
aðssviðs Skýrr.
Markaðssvið veitir
tekjusviðunum þjón-
ustu á sviði sölu- og
markaðsmála, sér
um auglýsingar og
kynningar og ber
ábyrgð á innri og
ytri samskiptum,
almannatengslum og ásýnd fyrirtæk-
isins.
ÞÓRÓLFUR ÁRNASON er forstjóri Skýrr.
SIGRÚN ÁMUNDADÓTTIR er nýr fram-
kvæmdastjóri
hugbúnaðarlausna
Skýrr. Hugbúnaðar-
lausnir sinna öðrum
stöðluðum hug-
búnaðarlausnum,
til dæmis Business
Objects, ásamt því
að sjá um sérsmíði
hugbúnaðar fyrir
viðskiptavini.
ÞORVALDUR EGILL SIGURÐSSON er
framkvæmda-
stjóri rekstrar-
lausna Skýrr.
Rekstrarlausnir
sinna meðal annars
hýsingar- og rekstr-
arþjónustu og veita
margvíslega upp-
lýsingavinnslu og
útvistunarlausnir.
INGIBJÖRG ÓÐINSDÓTTIR er nýr for-
stöðumaður mann-
auðssviðs Skýrr.
Mannauðssvið
veitir þjónustu á
sviði starfsmanna-
mála, árangurseft-
irlits, starfsþróunar,
símenntunar,
þjálfunar, þekkingar,
varðveislu og þekkingarmiðlunar.
EINAR RAGNAR SIGURÐSSON er for-
stöðumaður gæða-
og öryggissviðs
Skýrr. Gæða- og
öryggissvið veitir
þjónustu við inn-
leiðingu, eftirlit og
framkvæmd gæða-
kerfa, ásamt því
að hafa yfirumsjón
með öryggismálum fyrirtækisins.
ÓLAFUR HALLDÓRSSON er nýr for-
stöðumaður verk-
efnastofu Skýrr.
Verkefnastofa stýrir
sérverkefnum sem
ganga þvert á fyr-
irtækið. Stofunni er
ætlað að samræma
vinnubrögð við
þverfagleg verkefni
og gefa yfirlit yfir öll verkefni sem eru í
vinnslu.
F Ó L K Á F E R L I
16. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR18
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Í SUMAR tók gildi hjá Skýrr hf. nýtt fyrirkomulag á skipulagi og stjórnun fyrirtækisins.
Samhliða þessu voru gerðar umtalsverðar breytingar á stjórnendateymi fyrirtækis-
ins. Samkvæmt nýju skipulagi er gert ráð fyrir fjórum tekjusviðum og sjö stoðeining-
um, ásamt forstjóra og stjórn. Forstjóri, framkvæmdastjórar og forstöðumenn fyrir-
tækisins mynda framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Tekjusviðin innihalda kjarnastarf-
semi Skýrr á sviði upplýsingatækni. Stoðsviðum er ætlað að vera stefnumarkandi
hverju á sínu sviði og veita tekjusviðum og öðrum stoðsviðum sérfræðiaðstoð sína.
LÁRUS ÁSGEIRSSON hefur tekið við
stöðu forstjóra nýs
félags í eigu Marel
hf., Scanvægt
International AS í
Danmörku. Lárus
hóf störf hjá Marel
hf. árið 1991. Hann
var annar af tveim-
ur framkvæmda-
stjórum sölu-og markaðssviðs Marel
sem og staðgengill forstjóra. Lárus lauk
B.Sc. prófi í vélaverkfræði frá H.Í. 1981
og meistaragráðu í vélaverkfræði frá
Oklahoma State University árið 1982.
SIGURPÁLL JÓNSSON hefur tekið við
stöðu framkvæmda-
stjóra viðskiptaþró-
unar hjá Scanvægt
International AS.
Sigurpáll hóf störf
hjá Marel árið 1985.
Á tímabilinu 1985-
1987 vann hann að
vöruþróun. 1987 -
1994 var hann deildarstjóri vöruþróunar
og 1994-1996 deildarstjóri tæknideildar.
Sigurpáll varð framkvæmdastjóri Marel
USA frá 1996 til 2000. Eftir heimkom-
una árið 2000 tók Sigurpáll við stöðu
framkvæmdastjóra þjónustusviðs og
síðar veitti hann einnig flutningadeild og
innkaupadeild forstöðu. Sigurpáll lauk
B.Sc. prófi í rafmagnsverkfræði frá H.Í
1978 og meistaragráðu í rafmagnsverk-
fræði frá ETH í Zürich, árið 1979.
HALLDÓR MAGNÚSSON hefur tekið við
stöðu framkvæmda-
stjóra þjónustu-
sviðs. Halldór hóf
störf hjá Marel hf
1994 og starfaði
sem söluhönnuður
og svæðissölustjóri
þar til hann flutti
til Bretlands 1998
og kom á fót söluskrifstofu Marel á
Bretlandi. Hann gegndi starfi fram-
kvæmdastjóra Marel UK Ltd. þar til
hann kom aftur til starfa hjá Marel hf.
í byrjun árs 2005. Hann var sölustjóri
Marel fyrir Asíu þar til í ágúst 2006 er
hann tók við stöðu framkvæmdastjóra
þjónustusviðs Marel hf. Halldór lauk
B.Sc. prófi í vélaverkfræði frá H.Í. 1990
og meistaragráðu í vélaverkfræði frá
University of Washington 1994.
F Ó L K Á F E R L I
EIRÍKUR SÆMUNDSSON er nýr fram-
kvæmdastjóri við-
skiptalausna Skýrr.
Viðskiptalausnir
sinna sölu, ráðgjöf,
aðlögun og innleið-
ingu á viðskipta-
lausnum frá Oracle
og Microsoft.
LAUFEY ÁSA BJARNADÓTTIR er nýr fram-
kvæmdastjóri þjón-
ustulausna Skýrr.
Þjónustulausnir
sinna fjar-
skiptalausnum,
símalausnum,
Internetþjónustu,
gagnaflutning-
um og hýsingu
í Windows-
umhverfi, ásamt
því að bjóða öryggislausnir, kerfisleigu
og tölvurekstrarþjónustu.
ANNA HULD ÓSKARSDÓTTIR er nýr for-
stöðumaður þjón-
ustuvers Skýrr.
Þjónustuver veitir
viðskiptavinum
Skýrr fjölbreytta
sérfræðiþjónustu
allan sólarhringinn
og sinnir vöktun
og eftirliti með
tölvukerfum utan
og innan fyrirtækisins.
Forsvarsmenn bandaríska fjar-
skiptarisans Motorola hafa áhyggj-
ur af því að átökin í Austurlöndum
nær komi illa niður á starfsemi
fyrirtækisins. Motorola rekur
verksmiðju í Tel Avív, stærstu
borg Ísraels, með tæp-
lega fjögur þúsund
starfsmenn.
„Við framleiðum bæði
og seljum í Austurlöndum
nær. Eftirspurn á svæð-
inu hefur minnkað auk
þess sem ástandið gæti
haft áhrif á framleiðsl-
una.“
Motorola er næststærsti
farsímaframleiðandi í heimi.
Hjá fyrirtækinu starfa tæplega
sjötíu þúsund manns víðsvegar
um veröldina. Rúmar þrjár vikur
eru nú liðnar síðan Ísraelar réðust
inn í Líbanon. -jsk
Motorola
skaðast í stríði