Fréttablaðið - 16.08.2006, Page 66
16. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR30
Skjöldur Mio,
tískuráðgjafi
Ég taldi mig vita flest
allt um tísku og útlit
áður en ég fór í skólann.
En annað kom á daginn.
Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu,
textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um
útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég
er að gera.
Starfsmöguleikar:
Innkaupastjóri
Útlitsráðgjafi
Stílisti
Verslunarstjóri
1. Önn
Litgreining
Förðun út frá litgreiningu
Litasamsetning
2. Önn
Fatastíll
Fatasamsetning
Textill
Stundaskrá
The Academy of Colour and Style er alþjóðlegur
skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á
helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars
tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám
fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf
(fashion consultant).
Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi
og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum.
Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn
með náminu. Kennsla fer fram í Iðnskólanum í
Reykjavík einu sinni í viku frá 18-22.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 INNRITUN ER HAFIN FYRIR HAUSTÖNN
Kristín, ráðgjafi
Ég hef mikin áhuga á að
starfa með fólki, veita
ráðgjöf varðandi fatnað,
liti og förðun sem hentar
hverjum og einum. Mér
finnst námið bæði lifandi
og skemmtilegt sem einnig hefur opnað margar
dyr til frekari náms á þessu sviði.
Birna,
verslunareigandi -
Stílistinn
Það hefur alltaf verður
draumur hjá mér að
stofna verslun með
fatnað. Námið gaf mér það sjálfstraust sem ég
þurfti til að fara út í reksturinn. Einnig nýti ég
námið til þess að ráðleggja viðskiptavinum mínum
hvaða snið og litir hentar þeim í val á fatnaði.
„Helstu viðskiptavinir okkar
eru útlendingar og búðin er
búin að vera stútfull síðan
við opnuðum síðasta sumar.
Því kemur þetta mér ekki á
óvart,“ segir Katrín Kristj-
ánsdóttir sölumaður í
66°North búðinni í Banka-
stræti en búðin er talin vera
nauðsynlegt stopp í sólar-
hringsferð um landið í heil-
síðu grein um Ísland í nýj-
asta hefti tímaritsins
GQ-Magasine. Þar er stiklað
á stóru um hvað er skemmti-
legast og mest spennandi að
gera á Íslandi og ber nafnið
„24 hours in Iceland“. Ísland
er sagt vera land andstæðn-
anna og er lesendum blaðsins
ráðlagt að leggja leið sína
hingað vegna þess að íslenska
þjóðin getur drukkið, nætur-
lífið sé frábært og íslenskar
stúlkur eru með þeim fal-
legri í heiminum og því gott
að getað látið þær hlýja sér
því ekki er meðalhitastigið á
landinu hátt.
Í skemmtanalífinu eru
Nasa og Kaffibarinn nefndir
sem heitustu staðirnir ef
maður vill dansa og fá sér
drykk í góðra vina hópi. Apó-
tekið er nefnt sem góður
matsölustaður ásamt Café
Rósenberg sem virðist hafa
heillað blaðamann tímarits-
ins með góðum mat á ódýru
verði. Bláa lónið er auðvitað
nefnt sem staður til að sjá og
er lesendum ráðlagt að skella
Sigurrós og Hjálmum í spil-
arann á meðan á dvöl stendur
til að fá íslenska tónlist beint
í æð. Af þessu má dæma að Ísland
sé komið í hóp eftirsóttustu ferða-
mannastaða í heiminum í dag. -áp-
Sólarhringur á Íslandi
SKEMMTILEGA
ÍSLAND Greinin
er stór í blaðinu
og gefur hún les-
endum blaðsins
mynda af landinu
ásamt því að ráð-
leggja þeim hvert er
best að fara og hvað
ber að gera í stuttu
stoppi á landinu.
Rapparinn Sean Combs, sem er
betur þekktur undir nafninu P
Diddy. er að verða faðir í þriðja
sinn. Kærasta hans, Kim Porter,
er ólétt af öðru barni þeirra hjóna
en fyrir eiga þau níu ára son.
Combs á enn fremur úr fyrra sam-
bandi 12 ára gamlan strák sem
heitir Justin.
Faðir í
þriðja sinn
P DIDDY Rapparinn Sean Combs ætti að
breyta nafni sínu úr Diddy í „Daddy“ því nú
á hann von á sínu þriðja barni.
FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS
Rokkarinn Pete Doherty og fyrir-
sætan Kate Moss eru trúlofuð sam-
kvæmt breska blaðinu The Sun.
Skötuhjúin komu saman í sjón-
varpsþátt á Channel 4 í Bretlandi
þar sem þau kysstust opinberlega í
fyrsta sinn og lýsti Doherty yfir
ást sinni á Moss. Ofurfyrirsætan
bar risastóran demantshring sem
talinn er vera trúlofunarhringur.
Parið hætti saman fyrir ári í
kjölfar myndbirtingar af eitur-
lyfjanotkun Moss í breskum blöð-
um og virtust þær ætla að binda
enda á hennar glæsta fyrirsætu-
feril. Hún náði að snúa við blaðinu
en ekki er það sama að segja um
Doherty sem hefur verið mikið í
fjölmiðlum vegna eiturlyjafíknar
sinnar. Fjölmiðlar hafa farið mik-
inn í umfjöllun sinni um Doherty.
Virtust þeir leggja sig í líma við að
hrekja hann út úr tónlistarbrans-
anum en lengi vel var talið að
Doherty væri ein bjartasta von
Breta. Hann mun þó hafa náð að
fullvissa Moss um ágæti sitt og
segja nánir vinir skötuhjúanna þau
vera ástfangin upp fyrir haus.
Jade Jagger, fyrirsæta og góð vin-
kona Kate, ætlar að halda trúlof-
unarveislu til heiðurs parinu á
Ibiza.
Parið fékk á sínum tíma ekki
frið fyrir ljósmyndurum sem
kepptust við að ná af þeim mynd-
um í annarlegu ástandi. Breskir
fjölmiðlar hugsa sér því væntan-
lega gott til glóðarinnar nú þegar
parið hefur ákveðið að trúlofa sig.
Kate Moss og Pete Doherty trúlofuð
DOHERTY OG MOSS Skötuhjúin hafa gengið í gegnum súrt og sætt en hafa nú fundið
hamingjuna á ný og eru trúlofuð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
SIGURJÓN SIG-
HVATSSON
Eigandi 66°North
og að vonum
ánægður með
sinn hlut í
greininni.
Ísland og þá fyrst og fremst Reykja-
vík er sögusvið bandarísku mynda-
sögunnar Umbra sem fjallar um
rannsókn lögreglunnar á dularfullu
morðmáli.
Sagan hefst árið 1999 þegar
beinagrind finnst í helli úti á landi.
Meinafræðingurinn Askja fær það
verkefni að rannsaka beinin og
kemst fljótlega að því að ekki er allt
með felldu þar sem beinin virðast
vera af einhvers konar frummanni
sem hefur verið ráðinn bani með
byssukúlu.
Umbra er eftir myndasöguhöf-
undinn Murphy sem hefur helst
unnið sér það til frægðar að skrifa
myndasögur um stökkbreyttu bar-
dagaskjaldbökurnar Teenage Mut-
ant Ninja Turtles en hann hefur
heldur betur skipt um gír og yrkis-
efni.
Sagan skiptist í þrjá hluta og tvö
fyrstu blöðin eru komin til landsins.
Pétur Yngvi Yamagat hjá mynda-
söguversluninni Nexus segist ekki
þekkja vel til fyrri verka Murphys
en hann hafi einfaldlega ekki getað
stillt sig um að kaupa Umbra. „Það
er eitthvað ómótstæðilegt við
bandaríska sakamálasögu sem ger-
ist á Íslandi.“
Askja vinnur náið með rann-
sóknarlögreglukonunni Freyju að
rannsókn málsins og samstarfið er
svo farsælt að þær enda saman í
eldheitum ástarleik í Bláa lóninu að
næturlagi.
Leikurinn æsist svo enn frekar
þegar rannsóknarstofa Öskju er
sprengd í loft upp og byssumaður
sýnir henni banatilræði í kjölfarið.
Freyja skerst þá í leikinn, skiptist á
skotum við misindismanninn á
götum Reykjavíkur þar til eltingar-
leikur hennar við skúrkinn nær
hámarki í Hallgrímskirkju.
Það er því engin lognmolla í
henni Reykjavík þegar Murphy
leyfir hinni vösku Freyju að leika
þar lausum hala og það er ljóst að
höfundurinn þekkir ágætlega til
staðhátta. Varla er þó hægt að segja
að íslenskur raunveruleiki blasi við
á síðum myndasögunnar þó að per-
sónurnar sjáist drekka „brenevin“.
Þessi hildarleikur sem hófst á
götum Reykjavíkur verður til lykta
leiddur í þriðja hefti Umbra en allt
útlit er fyrir að lokauppgjörið muni
fara fram á Grænlandi en Murphy
segir skilið við Öskju innan um
ísjakana við Grænlandsstrendur í
lok annars hluta.
Lesbískar löggur í Bláa lóninu
ÁST Í LÓNINU Valkyrjan Freyja dregur hina
hlédrægu og taugaveikluðu Öskju á tálar í
kísilgumsinu.
HALGRIMUR´S CHURCH Það
hitnar heldur betur í kolunum
í Hallgrímskirkju þegar Freyja
króar skotglaðan morðingja af
í turninum fræga.