Fréttablaðið - 24.08.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 24.08.2006, Síða 12
12 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR SNIGLAFARALDUR Miklar rigningar í Suður- Kína undanfarið hafa valdið sniglafaraldri, sem er að gjöreyða hrísgrjónauppskeru bænda á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁTTÚRUVERND „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Jón Sig- urðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, spurður um hvort hann taki undir þau sjónarmið Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að nýta ekki jarðhitasvæði í Brennisteinsfjöll- um og Grændal á Reykjanesi til orkuvinnslu, heldur að gera svæð- in að friðlandi. Jón telur það ekki viðeigandi að ráðherra tjái sig um mál eins og þetta á meðan það er í afgreiðslu og fyrr en að vissum skilyrðum uppfylltum. Ingibjörg Sólrún segir í grein í Fréttablaðinu á mánudag að mikil- vægt sé fyrir Íslendinga að eiga aðgang að ósnortnum háhitasvæð- um en minnir jafnframt á mikil- vægi þeirra svæða sem nú séu þegar nýtt. Ingibjörg vitnar í greininni til umsagna Umhverfis- stofnunar og Náttúrufræðistofn- unar Íslands um verndargildi svæðanna við Brennisteinsfjöll og Grændal og vill að varlega sé stig- ið til jarðar áður en rannsókna- leyfi verða gefin enda sé það mat Náttúrustofnunar að rannsókna- leyfi jafngildi stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Slíkum rann- sóknum fylgi einnig röskun sem breyti ásýnd viðkomandi svæða óháð nýtingu. Ingibjörg telur frek- ar ástæðu til að flýta rannsókna- verkefninu Djúpborun á Íslandi sem „á næsta áratug gæti gefið okkur vísbendingar um hvort vinna megi þrisvar til fimm sinn- um meiri orku úr háhitasvæðum en hingað til hefur verið talið ger- legt“. Jón segir að af hálfu ráðuneyt- isins sé það að segja að komið hafi neikvæð umsögn um rannsóknir við Brennisteinsfjöll frá Umhverf- isstofnun. „Það eru sameiginleg einkenni varðandi Brennisteins- fjöll og Grændal að umsækjendur um rannsóknaleyfi eru fleiri en einn. Þá verður ekki aðhafst í þeim málum fyrr en alþingi hefur sett lög um verklag um umsóknir. Það er í vinnslu í sérstakri nefnd og ég vænti þess að fá tillögur þeirrar nefndar núna með haustinu.“ Jón segir það ekki ljóst hvaða verklag skuli viðhafa þegar velja eigi úr hópi umsækjenda og finna verði aðferð og aðila sem getur tryggt jafnræði og rétta stjórn- sýslu. „Ég sem ráðherra get ekki tekið á þessu máli fyrr en það ligg- ur fyrir. Fyrst þarf að semja frum- varp, leggja það fyrir þingið og afgreiða það og þá fyrst getur afgreiðsla hafist.“ svavar@frettabladid.is Kveðst ekki geta tjáð sig Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, getur ekki tjáð sig um hvort gera skuli jarðhitasvæði á Reykjanesi að friðlandi. NESJAVELLIR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill takmarka fjölda og umfang þeirra svæða sem lögð eru undir jarðvarmavirkjanir. Iðnaðarráðherra segir óviðeigandi að tjá sig um nýtingu svæða á Reykjanesi á meðan afgreiðsla rannsóknaleyfa stendur yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KAUPMANNAHÖFN Þrítugur Dani var í gær dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á tveimur dætrum sínum. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken. Telpurnar voru tveggja og sjö ára þegar faðir þeirra stakk þær með hníf í desember í fyrra. Hann tilkynnti sjálfur um atburðinn, en hótaði að fleygja sér af Stórabelt- isbrúnni þegar lögreglan reyndi að handtaka hann. Í réttarsal sagðist maðurinn ekki vita hvað honum hefði gengið til og bar fyrir sig minnisleysi. Jafnframt sagðist hann gera sér grein fyrir því að hann myndi hljóta harða refsingu, en að hún væri þó léttbær miðað við refsing- una sem hann hefði sjálfur skapað sér þegar hann banaði börnum sínum. - smk Þrítugur Dani dæmdur í sextán ára fangelsi: Myrti dætur sínar MENNTUN Framhald.is, upplýs- ingavefur fyrir fólk sem hyggur á framhaldsnám, var opnaður í menntamálaráðuneytinu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði vef- inn og tilkynnti á sama tíma um hundrað þúsund króna styrk sem menntamálaráðuneytið veitir til verkefnisins. Höfundar síðunnar eru fjórir ungir drengir í Verslunarskóla Íslands sem fengu þá hugmynd að safna saman upplýsingum um framhaldsnám á einn stað. Á vefnum má meðal annars finna upplýsingar um námsbrautir, aðstöðu og félagslíf í framhalds- og háskólum landsins. „Það má segja að við höfum átt hugmyndina að þessu en við feng- um aðstoð við sjálfa hönnun síð- unnar. Við sátum margar kvöld- stundir og margar nætur við að setja upp efnið, fínpússa það og gera það aðgengilegt. Það má segja að þetta sé nið- urstaðan,“ segir Jón Davíð Dav- íðsson, einn höfundanna. Ásamt Jóni unnu Hanus Jakobsen, Elvar Örn Þórmarsson og Eiðbergur Daníel Hálfdánarson að gerð vefsins. Þeir segjast ekki enn búnir að ákveða hvað taki við eftir Versl- unarskólann en segja tölvunar- fræðinám liggja frekar beint við. - sþs Framhald.is, kynningar- og upplýsingavefur fyrir nema, var opnaður í gær: Skólaupplýsingar á einn stað VEFURINN KYNNTUR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fylgist með Elvari Erni Þórmarssyni kynna vefinn Framhald.is. HOLLAND, AP Bandarísk flugvél, sem var á leið til Indlands, fékk leyfi til að lenda á Schiphol-flug- velli í Hollandi í gær og fékk her- þotufylgd eftir að starfsfólk vélar- innar tilkynnti um undarlega hegðun nokkurra farþega um borð. Nokkrir farþegar voru teknir í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að vélin lenti og voru tólf manns handteknir. Ekki fékkst staðfest í gær hvort grunur flugþjónanna væri á rökum reistur. Fluginu var aflýst og var far- þegunum komið fyrir á hótelum. Mun vélin halda áfram til Ind- lands í dag. - smk Undarleg hegðun farþega olli ótta um hryðjuverk: Bandarísk flugvél fékk herþotufylgd FLUGVÉL LENDIR Flugvélin sem fékk her- þotufylgd til Schiphol-flugvallarins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem það fagnar því hversu mikil áhersla er lögð á menntamál í nýrri stjórnmálaályktun Fram- sóknarflokksins, þá sérstaklega hvað varðar jafnrétti til náms. Stúdentaráð tekur undir það að menntun og vísindi sé undirstaða framfara og nýsköpunar. Það segir baráttuna gegn upptöku skóla- gjalda vera mikilvægasta liðinn í að tryggja jafnrétti til náms við Háskóla Íslands, og fagnar því að eiga bandamenn innan ríkisstjórn- arinnar þegar raddir um slík gjöld gerast æ háværari. - sh Stúdentar við Háskóla Íslands: Fagna ályktun Framsóknar LÖGREGLA Landssamband lögreglu- manna telur undanfarna umfjöllun um störf lögreglumanna, meðal ann- ars við Kárahnjúka, einsleita. Hún sé til þess fallin að draga úr trúverð- ugleika lögreglumanna og fagstétt- arinnar í heild sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu. Þar segir að við framkvæmd lögreglustarfa beri stundum við að valdbeiting verði nauðsynleg. Þess sé þá jafnan gætt að vand- lega sé farið að reglum og í sam- ræmi við valdheimildir sem lög- reglumenn hafa. Óviðkunnanlegt sé þegar menn leggi sig fram við að gera störf lögreglumanna tor- tryggileg við þær aðstæður. - sþs Lögreglumenn svara: Stundum þarf að beita valdi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.