Fréttablaðið - 24.08.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 24.08.2006, Síða 18
18 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR OKTÓBERFEST Bjórhátíðin fræga hefst í München í Þýskalandi um miðjan sept- ember, en fjölmargir eru farnir að taka örlítið forskot á sæluna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HREINSUN Ráðist verður í annan áfanga fegrunarátaksins „Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík“ á laugardaginn næstkomandi. Að þessu sinni verður tekið til hend- inni í Grundarhverfi á Kjalar- nesi. Til undirbúnings var haldinn samráðsfundur með íbúum hverf- isins síðastliðinn mánudag. Meðal þeirra sem sátu fundinn fyrir hönd Reykjavíkurborgar voru Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfisráðs, og Óskar Bergsson, formaður fram- kvæmdaráðs. Á fundinum voru línurnar lagð- ar um hvernig staðið verður að hreinsuninni. Meðal verkefna er að tína rusl í hverfinu og leggja túnþökur. Þá verða fótboltamörk lagfærð og girðingar lagaðar þar sem þörf þykir. - æþe Hreinsunarátak borgarinnar: Tekið til hendi í Grundarhverfi DAGVISTUNARMÁL Stjórn Barnavist- unar, félags dagforeldra, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem stofn- un nýs leikskólaráðs hjá Reykjavík- urborg er fagnað. „Núna eigum við von á að fá að vera meira með í ráðum eins og var í leikskólaráði fyrir nokkrum árum,“ segir Helga Kristín Sigurðardóttir sem situr í stjórn Barnavistunar. „Áður fengum við að sitja sam- ráðsfundi en eftir að leikskólaráðið var lagt af höfum við þurft að berj- ast fyrir öllu sem við höfum viljað koma á framfæri. Helga Kristín segir að þegar leik- skólaráð var fellt inn í menntaráð á sínum tíma hafi dagforeldrar gleymst. Hún segir að lítið hafi verið hlustað á dagforeldra eftir samein- inguna og erfitt hafi reynst að fá skýr svör frá stjórnendum. „Enginn gat lofað neinu og okkur var sagt að málið yrði skoðað, svo heyrðist ekk- ert frekar frá viðkomandi. Það var erfitt að ná eyrum stjórnenda því við vorum svo fá,“ segir Helga Kristín. Dagforeldrar eru vongóðir um að meira tillit verði tekið til kjara þeirra með endurvakningu leik- skólaráðs, þegar gjaldskrá leikskól- anna er til umræðu og niðurgreiðsla til foreldra hækki sem nemur lækk- un leikskólagjalda. „Við höfum barist fyrir því að foreldrar hafi val. Að þeir geti ákveðið að senda barnið sitt til dag- foreldra án þess að það kosti meira en að hafa það í leikskóla,“ segir Helga Kristín. „Sumum börnum hæfir betur að vera vistuð hjá dag- foreldrum.“ - æþe Barnavistun, félag dagforeldra fagnar nýju leikskólaráði Reykjavíkurborgar: Búast við auknu samráði LAGAMÁL Útvarpsstöðin XFM braut hugsanlega lög með því að gefa boðsmiða á myndina Thank You for Smoking og sígaretta fylgdi með miðanum. Skilyrði fyrir því að fá miðann var að reykja sígar- ettuna. Jakobína Árnadóttir, verkefnis- stjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsu- stöð, segist líta málið alvarlegum augum. Leitað hafi verið álits lög- fræðings sem benti á að samkvæmt tóbaksvarnarlögum væru hvers konar auglýsingar á tóbaki bannað- ar. Álitaefni væri hins vegar hvort umrædd háttsemi útvarpsstöðvar- innar hafi falið í sér auglýsingu í skilningi laganna. -hs XFM braut hugsanlega lög: Reykingamenn fengu bíómiða SAN FRANCISCO MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON ÍSLAND GLASGOW MANCHESTER STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLIN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓAMSTERDAM ZÜRICH MADRID BARCELONA LONDON PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON Theódór Elmar Bjarnason, atvinnumaður í knattspyrnu, segir frá Glasgow í nýjum haust- og vetrarbæklingi Icelandair, Mín borg. Við bjóðum úrval pakka- ferða, helgarferða til 19 áfangastaða austan hafs og vestan, golfferða og sérferða. Kynnið ykkur málið og takið síðan ákvörðun. Ævintýrin liggja í loftinu. FLUG OG GISTING Í 2 NÆTUR FRÁ 29.900 KR. „ÞAÐ ER ALLTAF GAMAN AÐ KÍKJA Á ASHTON LANE, EINA FRÆGUSTU PÖBBAGÖTU EVRÓPU“ ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 37 1 5 0 6 /2 0 0 6 + Bókaðu á www.icelandair.is G LA S G O W MÍN Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting á Jurys Inn Hotel*** í tvíbýli í 2 nætur, morgunverður og þjónustugjald. Handhafar Vildarkorta VISA og Icelandair geta nýtt 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna greiðslu upp í flugfargjald með áætlunarflugi Icelandair. Þetta flug gefur 3.000 - 7.600 Vildarpunkta. HVALVEIÐAR Að sögn Bjarna Thor- oddsen, framkvæmdastjóra hjá Stálsmiðjunni í Reykjavíkurhöfn, hefur Hvalur 9 vakið mikla athygli eftir að hann var dreginn upp í slipp í fyrsta sinn síðan 1989. „Hingað hefur fólk streymt nær látlaust frá því að það kom upp til að berja skipið augum, enda margir forvitnir um ástand þess eftir allan þennan tíma í höfn- inni,“ segir Bjarni. „Það er mikið spurt enda eru margir spenntir því fjöldi manna hefur beðið spenntur í mörg ár eftir að þetta myndi.“ Framkvæmdir við skipið eru komnar á fullt. Nú er verið að þrífa það með háþrýstidælu og öxuldraga. „Það er orðið ljóst að við þurfum að hreinsa alla máln- ingu af botninum á bátnum því að hrúðurkarlarnir voru komnir eig- inlega alveg inn í stál,“ segir Bjarni og hlær. Bjarni segir að ef allt gangi að óskum ætti skipið að vera tilbúið til veiða eftir tvær vikur. Enn hefur þó ekkert verið ákveðið hve- nær eða hvort af þeim verður. „Ef það er ekkert að legum í öxli eða stýri ættu þetta ekki að vera nema tvær vikur sem skipið þarf að vera í slipp. Þá ætti skipið að vera klárt í slaginn,“ segir Bjarni. - æþe Hvalur 9 hefur vakið athygli eftir að skipið var tekið í slipp í fyrsta sinn í 17 ár: Mikill áhugi fólks á skipinu VINNA VIÐ HVAL 9 Í FULLUM GANGI Ef allt gengur að óskum gæti hvalveiðiskipið orðið til- búið til veiða eftir tvær vikur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í slippinn við Reykjavíkurhöfn til að skoða skipið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BIÐLISTAR Biðlistar heyra sögunni til hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Um eða yfir tveggja mán- aða bið er eftir heyrnartækj- um í dag. Guð- rún Gísladóttir framkvæmda- stjóri segir að biðin í dag sé eðlileg. Vorið 2003 hafi reglugerð um greiðslu- þátttöku ríkis- ins í heyrnar- tækjum orðið til þess að þáttur einstaklingsins hafi aukist og losnað um flösku- hálsinn. Fjármagn hafi myndast og hagræðing og endurskipulagn- ing á rekstrinum hafi orðið til þess að saxast hafi á biðlistann. - ghs Heyrnar- og talmeinastöð: Biðlistar heyra sögunni til BIÐLISTAR FYRIR BÍ Það er af sem áður var. Aðeins um eða yfir tveggja mánaða bið er eftir heyrnar- tækjum í dag. BARNAGÆSLA Helga Kristín Sigurðardóttir segir lítið hafa verið hlustað á dagforeldra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.