Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2006, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 24.08.2006, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 24. ágúst 2006 31 Verslaðu aðeins hjá viðurkenndum HP söluaðila: Offi ce 1 Superstore um land allt Sími 550 4100 Oddi skrifstofuvörur um land allt Sími 515 5000 HP Búðin, Reykjavík Sími 568 5400 Start, Kópavogi Sími 544 2350 Samhæfni, Reykjanesbæ Sími 421 7755 TRS, Selfossi Sími 480 3300 Kaupfélag Skagfi rðinga, Sauðarkróki Sími 550 4100 Tölvuþjónustan, Akranesi Sími 575 9200 Netheimar, Ísafi rði Sími 456 5006 Eyjatölvur, Vestmannaeyjar Sími 481 3930 Bókabúð Þórarins Stefánssonar, Húsavík Sími 464 1234 HP Compaq nx6325 • AMD Sempron 3500 örgjörvi • 15” XGA skjár1024x768 • 512MB vinnsluminni • 80GB harður diskur • DVD+/-RW geislaskrifari • ATI Mobility Radeon skjákort með allt að 128MB • Bíómetrískur fi ngrafaralesari verð kr. 129.900 HP mælir með Windows XP Professional www.fartolvur.is Hámarksafköst – Hámarksframmistaða HP Pavilion dv1599 • Intel Pentium M 760, 2GHz örgjörvi • 14” skjár WXGA 1280x768 • 1024MB DDR vinnsluminni • 100GB harður diskur • DVD+/-RW geislaskrifari • Intel skjákort með allt að 128MB verð kr. 155.900 HP Compaq nc6320 • Intel Core Duo T2400 örgjörvi • 15” TFT skjár 1400x1050 • 512MB DDR2 vinnsluminni • 80GB harður diskur SMART SATA • 16X LightScribe DVD+/-RW Double Layer geislaskrifari • Intel skjákort með allt að 128MB: • Engar áhyggjur ábyrgð verð kr. 199.900 HP Compaq nx9420 • Intel Core Duo T2400 örgjörvi • Intel Core Duo T2400 örgjörvi • 17” TFT WSXGA breiðtjaldsskjár 1680x1050 • 1024MB vinnsluminni • 80GB harður diskur • DVD+/-RW SuperMulti Double Layer geislaskrifari • ATI skjákort með allt að 256M verð kr. 224.900 OK TAKTU FINAL 530x200.indd 1 23/08/06 15:52:51 Greiningardeild Landsbankans verðleggur FL Group á 120 millj- arða króna og mælir með sölu á hlutabréfum í félaginu. Samkvæmt verðmatinu metur bankinn hlutinn í FL á 15,2 krónur og sér gengið fara í sautján krón- ur á næstu tólf mánuðum. Mark- aðsgengi FL stóð í 17,9 krónum við opnun markaða í gær. Landsbankinn býst við að þriðji ársfjórðungur verði erfiður en þegar matið var unnið hafði orðið talsvert gengistap á hlutabréfum og gjaldeyriseign. - eþa LÍ mælir með sölu í FL Group LEIÐRÉTTING Í forsíðugrein Markaðarins sem út kom á miðvikudag um endurfjármögnun bankanna fyrir næsta ár er rangt farið með fjármögnun- arþörf KB banka og Glitnis og hún talin í krónum. Þar átti að standa 4 milljarðar evra hjá KB banka og 2,7 milljarðar evra hjá Glitni. Væntingavísitalan í Þýskalandi féll um 20,7 punkta frá júlí og mælist mínus 5,6 stig í þessum mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár og benda niður- stöðurnar til að Þjóðverjar séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum. Verðhækkanir á olíu hafa komið illa við buddu neytenda auk þess sem búist er við að hækkun á virð- isaukaskatti um þrjú prósentustig um næstu áramót komi illa við landsmenn. Þá eru líkur taldar á að hátt gengi evrunnar og hæging á hag- vexti í Bandaríkjunum muni skila sér í minni útflutningi vestur um haf. Fastlega var búist við því að væntingavísitalan myndi lækka en ekki var búist við jafnmikilli lækkun og raunin varð. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, tók fréttum um aukinn hag- vöxt fagnandi í fyrradag og sagði Þýskaland ekki lengur „veika manninn í Evrópu“. - jab Þjóðverjar svartsýnir ANGELA MERKEL Kanslarinn fagnar aukn- um hagvexti í Þýskalandi. Svissneski matvælarisinn Nestlé skilaði rúmum 4,1 milljarði sviss- neskra franka, jafnvirði tæpra 239 milljarða íslenskra króna, í hagnað á fyrstu sex mán- uðum ársins. Aukningin nemur 11,4 pró- sentum sem er í takt við vænt- ingar greiningaraðila. Hagnaðurinn er að mestu kom- inn vegna hagræðingar í rekstri fyrirtækisins og hærra vöruverðs í kjölfar hækkana á hráefni. Stjórn fyrirtækisins, sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar og framleiðir meðal annars skyndikaffið Nescafé og Smart- ies-sælgæti, býst við hagnaði út árið og reiknar með að hann verði í hærri kantinum. - jab VÖRUR FRÁ NESTLÉ Nestlé græðir á matvælum Landsbankinn hefur gefið út skuldabréf á bandaríska skulda- bréfamarkaðnum fyrir 2,25 millj- arða bandaríkjadala, eða sem nemur tæpum 158 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða stærstu einstöku lántöku íslensks banka á erlendum fjármálamörk- uðum til þessa. Lánið er í tveimur hlutum; annars vegar 1,5 milljarðar dala til fimm ára með föstum vöxtum og hins vegar 750 milljónir dala til þriggja ára með breytilegum vöxtum. Lántakan var í sameiginlegri umsjón Bank of America, Citi- group og Deutsche Bank. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að heildareftirspurn beggja flokka hafi numið 3,6 milljörðum bandaríkjadala, eða 252,4 milljörðum króna, og því hafi verið ákveðið að hækka lán- tökufjárhæðina úr einum millj- arði dala í 2,25 milljarða. Landsbankinn hefur með lán- tökunni lokið áttatíu og fimm prósentum af þeim lántökum sem koma á gjalddaga á árinu 2007. Þá er allri endurfjármögn- un vegna gjalddaga ársins 2006 lokið. Grein- ingardeild Glitnis fjallar um lán- tökuna í Morgunkornum sínum. Þar segir að Landsbankinn hafi með útgáfu skuldabréfanna svar- að helstu gagnrýnisröddum erlendra greiningaraðila á bank- ann. -jsk Endurfjármögnun að ljúka Landsbankinn gefur út bandarísk skuldabréf fyrir 158 milljarða króna. HÖFUÐSTÖÐVAR LANDS- BANKA ÍSLANDS Lands- bankinn hefur með útgáfu bandarískra skuldabréfa lokið áttatíu og fimm prósentum endurfjár- mögnunar sinnar vegna ársins 2007. „Evran er kannski eðlilegt skref þessara stóru fyrirtækja sem eru að gera sig gildandi á alþjóða- markaði og þurfa á því að halda að vera eftirsótt í augum fjárfesta alls staðar,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann segir að hvort sem fólki líki betur eða verr séu fyrirtæki landsins smám saman að verða evrópskari og um leið hafi það áhrif á markaðinn hér. Meðal fyrirtækja sem hér eru skráð í kauphöll og hafa tekjur að mestu erlendis frá ágerist þessa dagana umræða um þann mögu- leika að skrá hlutabréf sín í erlendri mynt. „Þessi þróun byrj- aði fyrir nokkrum árum þegar skattalögum var breytt á þann hátt að fyrir- tæki máttu gera upp í hvaða gjald- miðli sem er,“ segir hann og bætir við að ljóst sé að á meðan hluta- bréf séu skráð í krón- um séu þau ekki jafnálitlegur fjár- festingarkostur. „Þeir sem kaupa hlutabréf í krónum taka á sig mjög mikla gengis-áhættu og það hlýtur að fæla frá góða fjárfesta.“ Þá segir Bjarni áhugaverðar hugmyndir sem hreyft hefur verið við á vettvangi Alþýðusambands Íslands um að greiða laun að hluta í evrum. „Svo má ekki gleyma að laun sjómanna, þótt þau séu ekki beintengd við evru, eru tengd við tekjur útgerðarinnar,“ segir hann og bendir á að fyrir þá væri mjög hagstætt að taka húsnæðislán í evrum. Aðild Íslands að Evrópusam- bandinu og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu er eitt af helstu stefnumálum Samtaka iðn- aðarins. Bjarni segist ekki viss um að Evrópusambandið og evrumál verði hitamál í næstu Alþingis- kosningum. „Ég óttast að menn forðist að ræða þetta, þrátt fyrir að brýn þörf sé á því. En sterkur þrýstingur frá fyrirtækjum og atvinnulífi gæti breytt því.“ - óká BJARNI MÁR GYLFASON Sumum er evran eðlilegt skref
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.