Fréttablaðið - 24.08.2006, Page 37

Fréttablaðið - 24.08.2006, Page 37
FIMMTUDAGUR 24. ágúst 2006 5 Zúúber alla virka morgna frá 7-10. OFURFYRIRSÆTAN LILY COLE SETTIST Á DÖGUNUM Á SKÓLABEKK OG Í LJÓS KOM AÐ SITTHVAÐ ER SPUNNIÐ Í STELPUNA. Cole, sem er 18 ára, stundar nú nám við háskólann í Cambridge. Í fyrstu prófum sínum fékk hún alltaf A, en fögin sem um ræðir eru enska, heimspek, siðfræði, og stjórnmála- fræði. Cole er nú í fríi en talið er að hún muni fresta skólagöngunni fram til næsta árs og einbeita sér að fyrir- sætustörfunum. - tg Cole dúxar VILTU LÍTA ÚT EINS OG MICK JAGGER Í FRAMAN Í ELLINNI? Snyrtisérfræðingar og húðsjúkdómalæknar hafa á undanförnum árum hamrað á því að fólk eigi að bera á sig sólarvörn jafnvel þó að ekki sé sólskin og sumar- ylur úti. Flest öll góð rakakrem í dag innihalda þannig einhverja sólarvörn og eru rakakrem fyrir karlmenn þar engin undantekning. Nýjasta viðbótin við þessa sólarvarnarþróun er nýtt hreinsikrem frá snyrtivöruframleiðandanum Freeze 24- 7. Hreinsikremið heitir Ice Shield og er hið fyrsta sinnar tegundar en það ekki einungis hreinsar húðina heldur skilur það einnig eftir sólarvörn sem verndar húðina bæði fyrir UVA- og UVB-sólargeislum. Hreinsikremið kemur á markaðinn í september og verður meðal annars fáanlegt á heimasíðunni www.freeze247.com en ekki ætti að líða á löngu áður en fleiri snyrtivöru- framleiðendur fylgja á eftir. -sha Byltingarkennt hreinsikrem Kauptilboð FL Group í House of Fraser gæti reynst stjórn- endum fyrirtækisins afar arðbært. Með kaupunum verður Baugur orðinn að algjörum risa í háklassa tískuverslunum í London. En Baugsmenn eru ekki þeir einu sem grætt geta á kaupunum. Sam- kvæmt fréttavef Vogue gæti John Coleman, stjórnarformaður, feng- ið 224 milljónir í vasann auk rúm- lega 600 milljóna sem hann fengi fyrir hlut sinn í fyrirtækinu. Hver segir svo að það borgi sig ekki að fylgja tískunni? - tg House of Fraser bætist við eignir Baugs FL Group keypti House of Fraser. Nýjunga er að vænta frá Topshop á næstunni. Eins og fram hefur komið hér í Fréttablaðinu er Topshop-versl- anakeðjan að stækka við sig en Topshop mun brátt opna sína fyrstu verslun í Bandaríkjunum. Eigendur Topshop eru greinilega stórhuga og hafa einnig aukið úrvalið af fínni tískuvöru og aukið þannig við fataúrvalið í verslun- um sínum. Nýjasta viðbótin, ef marka má heimasíðu Vogue, er ný fatalína sem verður eingöngu framleidd úr 100% kasmírull. Topshop hefur reyndar áður notað kasmírull en aldrei eingöngu. Nýja kasmírlínan er væntanleg núna í haust og því verður gaman að fylgjast með hvað rætist úr henni. Topshop með kasmírlínu Brátt mun Topshop selja föt úr 100% kasmírull í verslunum sínum. Freeze 24-7 Ice Shield, hreinsikrem með sólarvörn. Cole er fögur og gáfuð stúlka. NORDICPHOTO/GETTY IMAGES Sumarlínan frá Helenu Rubenstein í ár kallast Cruise Collection og er náttúran í hávegum höfð. Tindrandi húð og sólkysstar varir eru aðal- málið. Í línunni er sólarpúður í tveimur litum, litaspjald með sumarlegum litum þar sem gyllti tónninn er áber- andi, vatnsheldur maskari í svörtu, sólartónn á húðina í tveimur litum, gloss, varalitir og naglalakk. Gylltur, brons og súkkulaðilitur er það sem einkennir línuna út í gegn og er mikið lagt upp úr náttúrulegri förðun. -lkg Gyllt, brons og súkkulaði NÁTTÚRAN ER ÞEMAÐ Í SUMARLÍNU HELENU RUBENSTEIN. Naglalakk og varalitur frá Rubenstein. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.