Fréttablaðið - 24.08.2006, Side 64

Fréttablaðið - 24.08.2006, Side 64
 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR40 menning@frettabladid.is ! Kl. 22.00Hljómsveitin Ask the Slave heldur tónleika ásamt sveitinni Plastic Gods á Bar 11. Frakkinn Thomas Bangalter, annar meðlima dans- hljómsveitarinnar Daft Punk, verður gestur Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í haust. Mun hann svara spurningum áhorfenda við frumsýningu kvikmyndarinnar Electroma auk þess að þeyta skíf- um á skemmtistaðnum Nasa. Bangalter gerði myndina Electroma í félagi við hinn helming dansdúósins, Guy-Manuel de Homem- Christo, en myndinni er lýst sem afbrigði af vega- mynd um tvö vélmenni sem þrá að verða mennsk. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí við góðar undirtektir. Hljómsveitin Daft Punk er íslenskum hlustendum að góðu kunn því ófáir hafa dillað sér duglega við smelli á borð við „Around the World“ og „One more Time“. Thomas Bangalter hefur einnig gert tónlist einn síns liðs og er lagið „Music Sounds Better With You“, sem hann samdi undir nafninu Stardust, líklega þekktast þeirra. Í tilefni af heimsókninni ætlar Bang- alter að smella sér í dansgallann í október en hann hefur ekki komið fram sem plötusnúður í tæpan áratug og segir í fréttatilkynningu frá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni að því sé um stórviðburð að ræða. GÓÐIR GESTIR Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ Daft Punk spreyta sig á kvikmyndalistinni. Vélmenni í vegamynd > Ekki missa af... síðustu sumartónunum um helgina. Tónlistarmaðurinn KK flytur ljúfsára tónlist Chets Baker á Jómfrúnni á laugar- daginn og á sunnudaginn leikur Jónas Ingimundarson á Stofu- tónleikum á Gljúfrasteini. útgáfutónleikum Péturs Ben í Iðnó í kvöld kl. 22. sýningu á verkum þeim sem til- nefnd voru til norrænu Carneg- ie Art Awards listverðlaunanna. Verk liðlega tuttugu listamanna eru nú til sýnis í Hafnarhús- inu, þar á meðal verk fjögurra íslenskra listamanna. Sigurður Harðarsson, þýð- andi, útgefandi, hjúkrunar- fræðingur og einn þekktasti anarkisti íslensku þjóðar- innar, segir að byltingin byrji í bakgarði hvers og eins. Ritið „Dansað á ösku daganna“ er yfirlýst sjálfs- hjálparbók fyrir þá sem eru nógu raunsæir til að krefj- ast hins ómögulega. Flestir þekkja forleggjarann betur sem Sigga pönk en hann hóf hug- sjónastarf sitt í bókaútgáfu fyrir þremur árum. „Þetta byrjaði með dreifingu, ég fékk ýmiss konar anarkista- og pönktímarit að utan og dreifði þeim og seldi á tónleik- um. Ég safnaði eintökum fyrir sjálfan mig og stofnaði síðan bóka- safn fyrir ári síðan sem nú er stað- sett í Friðarhúsinu við Snorra- braut og í Kaffi Hljómalind,“ útskýrir Sigurður. „Svo fór ég að vera með eigin bæklinga, keypti mér ljósritunarvél og loks færði ég mig upp á skaftið og hóf að þýða bækur og nú hef ég gefið út eitt smárit, ritgerðina „Um anark- isma“ sem kom út í fyrra og nú þessa bók.“ Sigurður útskýrir að bókin sé byggð á velþekktri neðanjarð- arklassík, Days of War, Nights of Love, sem kom út fyrir um fimm árum síðan. „Þetta er svona skemmtilega hrokafull og rómant- ísk bók um byltingarpælingar, með gagnrýni á það hvernig við lifum í okkar vestræna samfélagi. Ég þýddi megnið af bókinni með góðri aðstoð en breytti henni líka,“ segir Sigurður en ritið er nú aðlag- að að íslenskum aðstæðum. „Ég breytti henni til að hún hefði meira notagildi hér. Þetta er bók sem veitir innblástur, svo að fólk sjái að það er hægt að lifa öðruvísi en við lifum í dag.“ Hann segir að víða sé komið við í þessu riti. „Þar er meðal annars fjallað um hvernig mótmæla- hreyfingar geti breyst í nokkurs konar risaeðlur og orðið óhreyfan- legar, það er þær gera ekkert gagn nema að halda fundi fyrir sjálfar sig.“ Á milli kafla bókarinnar eru líka stuttar klausur úr andspyrnu- sagnfræði sem Sigurður bendir á að sé lítt rannsakað fræðasvið hér- lendis en hann skrifar sjálfur dæmin sem tekin eru úr íslenskri andspyrnusögu. „Það hefur sitt- hvað verið skrifað hér á landi, eins og um atvikið þegar bændur sprengdu upp virkjunina við Laxá árið 1970. Herstöðvarandstæðing- ar hafa gefið út bækur um sína baráttu og það hefur verið skrifað um Helga Hóseasson en það hefur ekki verið gefin út bók sem tekur á þessu öllu saman – það væri spennandi verkefni,“ segir hann og áréttar að saga sú sé ef til vill auðugri en margir vilja vera að láta. Sigurður merkir mikla vakn- ingu í samfélaginu sem hvetur til virkari þátttöku meðal borgar- anna og nefnir þar til dæmis and- stöðuna við Íraksstríðið, meðferð stjórnvalda á meðlimum Falun Gong og deilurnar um virkjana- mál og stóriðjustefnu. Hann segir því að bókin komi út á mjög góðum tímapunkti. Bókin vísar þó ekki aðeins til andófs og andspyrnu heldur útskýrir Sigurður að titillinn skýr- ist af því að nauðsynlegt sé að brjóta upp hversdaginn og hugsa öðruvísi. „Þegar maður brýtur upp daglega lífið þá áttar maður sig á því að lífið er stutt, því verð- ur bara lifað einu sinni og það er mikil synd að sóa því í kapphlaup og neysluhyggju.“ Hann segir enn fremur að byltingarhugmynd- ir verði ávallt svolítið rómantísk- ar en sú rómantík sé innblástur. „Hver einstaklingur þarf að gera byltingu fyrir sjálfan sig og þess vegna snýst þetta ekki um að stofna til fjöldahreyfinga heldur að hver og einn átti sig á því um hvað lífið snýst og taki ákvörðun um hvort viðkomandi vilji lifa því áfram eins og það er, eða hvort hann vilji breyta einhverju.“ Byltingin byrjaði mjög snemma hjá Sigurði en hann rekur áhuga sinn aftur til ungl- ingsáranna þegar hann horfði á fréttirnar og sá alltaf stríð. „Ég hugsaði hvort þetta væri eðlilegt ástand og hef verið að lesa mér til síðan ég var tólf ára. Nú er ég að verða fertugur en er alltaf að læra meira, það er það besta – að hætta aldrei að læra og þessi bók er hluti af því ferli.“ Hvorki íslenska bókin né enska fyrirmyndin er gefin út undir sér- stöku höfundarnafni enda útskýr- ir Sigurður að hún innihaldi texta sem er fyrir hvern sem er að til- einka sér eða taka. Bókin er til sölu í Hljómalind, í Hljóðhúsinu á Selfossi og í verslunum Iðu, Smekkleysu og Bóksölu stúd- enta. kristrun@frettabladid.is RÓMANTÍSKAR BYLTINGARHUGMYNDIR Sigurður Harðarson gefur út bók um byltingarhugmyndir og andspyrnusagnfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dansandi á ösku daganna gleðigleði glaumur glaumur [Lystigarður] rómantík í rökkrinu [Ráðhústorg] Gjörningar, glíma og heilgrillað naut, línudansarar og Benni Hemm Hemm [Listagilið] Óperutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands undir berum himni [Svartfugl og Hvítspói] grafík í glugga: Mono print frá Grænlandi eftir Sean Steniko [Ketilhús] „Bitið í skjaldarrendur“: Syning á verðlaunagripum´ [Listasafnið á AK] Íslensku sjónlistaverðlaunin: Tilnefndir syna´ göslagangur göslagangur gjörningar gjörningar [Hlíðarfjall] fjallahjólabrun [Gallerí +] [Jónas Viðar Gallery] [Frúin í Hamborg] [Opnar vinnustofur…] […og margt margt fleira] [Gallerí BOX] [Populus Tremula] 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.