Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 24. ágúst 2006 43 Útsölulok í Eddufelli Verð; 500 - 1000 - 2000 kr. Eddufelli 2 - s. 557-1730. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill Stundaskrá The Academy of Colour and Style er alþjóðlegur skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 INNRITUN ER HAFIN FYRIR HAUSTÖNN Kristín, ráðgjafi Ég hef mikin áhuga á að starfa með fólki, veita ráðgjöf varðandi fatnað, liti og förðun sem hentar hverjum og einum. Mér finnst námið bæði lifandi og skemmtilegt sem einnig hefur opnað margar dyr til frekari náms á þessu sviði. Birna, verslunareigandi - Stílistinn Það hefur alltaf verður draumur hjá mér að stofna verslun með fatnað. Námið gaf mér það sjálfstraust sem ég þurfti til að fara út í reksturinn. Einnig nýti ég námið til þess að ráðleggja viðskiptavinum mínum hvaða snið og litir hentar þeim í val á fatnaði. Breski leikarinn og háðfuglinn Stephen Fry leggur lag sitt við fleiri en eina listgyðju því hann er liðtækur penni með mikinn ljóðaáhuga. Fry hefur þegar gefið út nokkrar skáldsögur og sjálfsævisögu en á dögunum kom út bókin The Ode Less Travelled: Unlocking the Poet Within sem er nokkurs konar ljóðahandbók sem Fry hefur tekið saman. Í nýlegum dómi í dagblaðinu The New York Times er Fry hampað fyrir framtakið og einkum þá ástríðu sem hann hefur augljóslega fyrir bragar- háttum og formi en í bókinni leggur hann áherslu á að öll skáld, hvort sem þau yrkja í hefðbundnum eða óhefðbundum anda, þurfi að kunna skil á þeim reglum og lögmálum. Fry kveðst einungis leikmað- ur í ljóðagerðinni og undirstrik- ar það til dæmis með því að taka engin dæmi af sínum eigin skrif- um í bókinni heldur vitnar hann einvörðungu til viðurkenndra meistara. Hann fær nokkrar ákúrur fyrir það meinta hug- leysi sitt í gagnrýni um bókina og er þessum hæverska ljóða- unnanda líka legið á hálsi að ná ekki fyllilega að gera grein fyrir ást sinni á orðum og ljóðum þrátt fyrir ítrekuð spakleg ummæli um efnið. Í heildina litið fær bókin þó jákvæða gagnrýni sem hug- sjónaverk hagmælts manns og verðugt framlag til ljóðlistarinn- ar almennt. - khh BROSMILDUR LJÓÐAUNNANDI Leikarinn og rithöfundurinn Stephen Fry leggur línurnar fyrir skáldin. Lífleg ljóðahandbók Tæpt ár er liðið síðan Hafþór Yngvason tók við lyklavöldum í Listasafni Reykjavíkur en eins og sagt er fylgja nýir siðir nýjum herrum og nú boðar safnið stefnubreytingar. Hafþór er forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur sem hefur starf- semi í þremur húsum, í Hafnarhúsi við Tryggvagötu, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni við Sigtún en hann útskýrir að breytingarnar feli meðal annars í sér aukna aðgrein- ingu milli starfsemi húsanna. „Í Hafnarhúsinu verður stefnt að því að kynna nýjustu strauma og stefn- ur í myndlist og því verður húsið opnað til dæmis fyrir ungu fólki og öðrum þeim sem eru að gera til- raunir með ný tjáningarform í list sinni,“ segir Hafþór. Um næstu helgi opnar þar sýn- ing sem markar upphaf þessarar áherslubreytingar. Á sýningunni „Pakkhús postulanna“ sýna ellefu listamenn innsetningar og gjörn- inga en allir eru þeir fæddir eftir 1968. Titillinn vísar til samnefndra reifkvölda sem haldin voru á níunda áratugnum en markmiðið með sýn- ingunni er að ná fram þeim upp- reisnaranda og krafti sem ein- kenndi þann tíma – og ganga um leið þvert á viðteknar venjur í starfsemi safnsins. Sýningarstjór- arnir Daníel Karl Björnsson og Huginn Þór Arason eru fremur ungir að árum miðað við marga þá sem unnið hafa slík störf fyrir Listasafn Reykjavíkur undanfarin ár en Hafþór bendir á að það hafi verið lykilatriði þegar kom að því að setja saman sýninguna. Þeir hafi nauðsynlega yfirsýn og tengsl við tíðarandann sem safnið vill fanga og því hafi þeir valið listamenn á sýninguna. Vegleg sýningarskrá mun einnig koma út í tengslum við sýninguna. „Hún verður þó meira í ætt við samtalsbók en eiginlega sýningarskrá,“ segir Hafþór enda er henni ætlað að vekja frekari umræðu um málefni listarinnar. Að fyrrgreindri sýningu lokinni segir Hafþór að önnur tímamóta- sýning verði sett upp í Hafnarhús- inu en hún ber yfirskriftina „Uncertain States of America“. „Þar sýna ungir bandarískir mynd- listarmenn það sem efst er á baugi þar í landi,“ segir Hafþór en tildrög þeirrar sýningar má rekja til Gunn- ars Kvaran, safnstjóra samtíma- listasafnsins Astrup Fearnley í Ósló, og samstarfs hans við tvo af fremstu sýningarstjórum Evrópu, Daniel Birnbaum og Hans Obrist, sem ferðuðust um Bandaríkin í tvö ár og söfnuðu upplýsingum um nálega þúsund listamenn fædda eftir 1970. Sýningin birtir síðan afrakstur þeirrar vinnu og fangar þær hræringar sem eiga sér stað hjá myndlistarfólki í Bandaríkjun- um. Hafþór segir að á Kjarvalsstöð- um verði einnig breytinga að vænta því þar verði nú lögð frekari áhersla á málverkið. „Það eru mjög spenn- andi hlutir að gerast í málverkinu,“ áréttar hann. Hin fyrsta verður sýning á málverkum ungrar lista- konu, Þórdísar Aðalsteinsdóttur, sem hefur getið sér gott orð á erlendri grund fyrir einföld en harla óvenjuleg verk sín en sýning hennar verður opnið í lok septemb- er. Aukinheldur verður einnig sett upp hönnunarsýning á Kjarvals- stöðum á komandi vetri. Hlutverk Ásmundarsafn helst að mestu óbreytt að sögn Hafþórs. „Þar verða áfram sýningar á verk- um hans og sem fyrr verður lista- mönnum boðið að sýna í salnum en þær sýningar hafa jafnan kallast á við verk Ásmundar.“ Nánari upplýsingar um sýning- arhald vetrarins er að finna á heimasíðu safnins, www.listasafn- reykjavikur.is. - khh STUNGIÐ Í SAMBAND VIÐ SAMTÍMANN Ungir og kraftmikilir listamenn munu opna sýningu sem markar upphaf nýrrar sýningarstefnu í Hafnarhúsinu um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HAFÞÓR YNGVASON, FORSTÖÐUMAÐUR LISTASAFNS REYKJAVÍKUR Rýmir fyrir nýjum stefn- um og straumum í Hafnarhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meiri kraftur og aukinn uppreisnarandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.