Fréttablaðið - 24.08.2006, Qupperneq 68
24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR44
bio@frettabladid.is
ÚR VERINU
> Ekki missa af
Miami Vice á hvíta tjaldinu. Stórkostleg-
ar tökur Óskarsverðlaunahafans Dion
Beebe njóta sín langbest á stóru tjaldi
og Michael Mann er þarna í essinu sínu.
Skemmtilegast er samt hversu svalur
Jamie Foxx er í myndinni og skyggir
algjörlega á ólátabelginn Colin Farrell
sem hingað til hefur gengist upp í að
vera mesti töffarinn á svæðinuþ Þetta er
ákveðin breyting frá sjónvarpsþáttunum
þar sem Don Johnson var aðalmaðurinn
en Philip Michael Thomas var hálfgerð
hækja fyrir hann.
GOTT GLÁP
Constant Gardener: Pólitískur tryllir af bestu gerð.
Rachel Weisz fékk Óskarinn
Good Night and Good Luck: George Clooney stendur
sig vel í leikstjórahlutverkinu.
Ekki meira framhald
Leikstjórinn Steven Soderbergh
segir að þriðja myndin um Danny
Ocean og félaga hans í Ocean-
genginu verði sú síðasta í röðinni.
Soderbergh lýsti þessu yfir á kvik-
myndahátíðinni í Edinborg sem nú
stendur yfir en myndirnar um ræn-
ingjana í Las Vegas hafa notið mik-
illar velgengni í miðasölu. Athygli
vekur að þessi yfirlýsing Soder-
berghs kemur aðeins nokkrum
dögum eftir að framleiðandi mynd-
anna, Jerry Weintraub, sagðist vilja
gera mynd númer fjögur.
Lék áhættu-
atriðin sjálfur
Daniel Craig
lék nánast öll
á h æ t t u a t r i ð -
in í nýjustu
Bond-mynd-
inni, Casino
Royal, enda
segir hann að hluti
af því að leika leyni-
þjónustumanninn
sé að meiðast og
fá nokkrar skrámur.
Hinn nýi 007 vill að
myndin verði
sem raun-
verulegust
og vildi ekki
leggja allt
sitt traust
á áhættu-
l e i k a r a .
„Ég vildi
að andlitið á mér væri sem mest í
mynd og öðlast þannig trúverðug-
leika áhorfenda,“ sagði Craig í sam-
tali við kvikmyndatímaritið Empire.
„Auðvitað get ég ekki tekið vissar
áhættur því tryggingarfyrirtækið
myndi aldrei leyfa mér það. Hins
vegar tefli ég á tæpasta vað því ef
þú færð ekki nokkrar skrámur þá
ertu ekki að sinna þínu starfi.“
Ebert enn á sjúkrahúsi
Kvikmyndagagnrýnandinn Roger
Ebert getur ekki talað eftir að
hafa farið í aðgerð á kjálka vegna
krabbameins sem hann greindist
með. Hinn 64 ára gamli gagnrýnandi
hefur verið tvo mánuði á sjúkrahúsi
og þurft að fara í nokkrar aðgerð-
ir vegna krabbameinsins. Ebert er
einhver virtasti kvikmyndarýnir
Bandaríkjanna og hefur um árabil
stjórnað vin-
sælum kvik-
myndaþætti
í sjónvarp-
inu. Rýnir-
inn skrifar
á heimasíðu
sinni að hann
hafi ekki gert
sér í hugarlund
hversu langur
og strangur tími
þetta yrði á sjúkra-
húsinu.
Mikil tíðindi urðu í nótt í Holly-
wood þegar stjórnendur kvik-
myndafyrirtækisins Paramount
Pictures ákváðu að endurnýja ekki
samning sinn við stórleikarann
Tom Cruise. Samkvæmt blaðinu
Wall Street Journal var ákvörðun-
in tekin vegna þess að fyrirtækið
er ekki ánægt með framkomu
Cruise í fjölmiðlum og við almenn-
ing síðasta árið. „Hegðun hans síð-
asta árið er ósæmileg og þótt okkur
þyki vænt um hann þá gengur
þetta samstarf hreinlega ekki upp.
Áhorfendur hafa snúið við honum
baki,“ segir Summer Redstone,
forstjóri Paramount Pictures.
Tom Cruise hefur verið mikið í
fjölmiðlum síðan hann kynntist
unnustu sinni, leikkonunni Katie
Holmes, og hefur hagað sér ein-
kennilega gagnvart fjölmiðlum og
gefið út ýmsar umdeilanlegar
yfirlýsingar. Atvikið í þætti Opruh
Winfrey þegar hann hoppaði upp
og niður í sófanum í sjónvarpsal
og lýsir yfir ást sinni á Holmes
vakti gríðarlega mikil viðbrögð og
einnig þegar hann gagnrýndi leik-
konuna Brooke Shields fyrir að
nota verkjalyf við barnsburð.
Þessi atvik ásamt öðrum valda því
að stjórnendur Paramount vilja
ekki hafa leikarann á sínum snær-
um lengur og verður forvitnilegt
að fylgjast með framvindu þess-
ara mála á næstunni enda ekki á
hverjum degi sem Hollywood-
stjarna á borð við Tom Cruise
atvinnulaus.
Stjarnan rekin
TOM CRUISE Rekinn eftir 14 ára samstarf við kvikmyndafyrirtækið Paramount Pictures.
Kvikmyndin Zidane: Andlit 21.
aldarinnar, sem Sigurjón Sig-
hvatsson framleiðir, hefur verið
valin til sýningar á Toronto-kvik-
myndahátíðinni í Vision-flokkn-
um. Myndin hefur verið á ferða-
lagi um Evrópu að undanförnu og
verður meðal annars ein af helstu
myndunum á Edinborgar-kvik-
myndahátíðinni sem nú stendur
yfir.
Zidane til Toronto
ZIDANE Heimildarkvikmyndin um Zidane
hefur verið valin til sýningar á Toronto-kvik-
myndahátíðina.
Eftirlætis kvikmynd: Kill Bill-myndirnar, listrænar
“splatter” myndir. Ég tók meira að segja senu úr Kill
Bill á lokaprófinu í leiklistardeildinni.
Eftirminnilegasta atriðið: Þegar Edward Norton brýt-
ur hauskúpuna á svertingjanum í American History X.
Ógeðslegt en kallaði fram réttar tilfinningar.
Uppáhaldsleikstjóri: Quentin Tarantino, mikill
listamaður.
Mesta hetja hvíta tjaldsins:
Marilyn Monroe, hún var rosaleg
bomba, hafði mikla töfra og var
ótrúlega misskilinn listamaður.
Mesti skúrkurinn: James Bond,
hann slær konur utan undir, þvílíkur
skúrkur.
Hvaða persóna fer mest í taugarnar á þér?
Hver persóna sem Jennifer
Lopez leikur hverju sinni.
Maid in Manhattan er
besta dæmið.
Ef þú fengir að velja þér
kvikmynd til að leika í,
hvernig væri söguþráð-
urinn, hver væri leikstjóri
og hver myndi leika á
móti þér? Kill Bill III, Ég
myndi myrða J. Lo og
berjast við Bruce Lee í
mjög listrænum sverð-
bardaga. Tarantino
myndi að sjálfsögðu
leikstýra.
KVIKMYNDANJÖRÐURINN HALLA VILHJÁLMSDÓTTIR LEIKKONA
J.Lo er mest pirrandi
Á næstu mánuðum verða
kvikmyndahúsin laus við
alla Hollywood-stælana
og markaðsetningu því á
haustmánuðum gefst borg-
arbúum tækifæri til sækja
tvær ólíkar kvikmynda-
hátíðir sem báðar náðu að
festa sig í sessi á síðasta ári.
Reykjavik Film Festival og Ice-
land International Festival hafa
ákaflega ólík markmið. Hinn fyrr-
nefnda sækir í listrænar myndir
og hugsar kvikmyndina eins og
listaverk. IFF-hátíðin, með Ísleif
B. Þórhallsson í fararbroddi, fékk
metfjölda gesta á hátíðina hjá sér
í fyrra og þekktir leikarar og leik-
stjórar á borð við Walter Salles og
Gael Garcia Bernal komu hingað
til lands á vegum IFF.
Einstakar kvikmyndir
Í fyrstu leit allt út fyrir að þessar
tvær hátíðir yrðu í samkeppni
hvor við aðra en þær voru báðar
haldnar á haustmánuðum í fyrra.
Nú hefur hins vegar því verið lýst
yfir að þetta sé í síðasta skipti sem
þessi háttur verður hafður á; IFF
verður framvegis á vorin og
Reykjavík Film Festival á haust-
in.
Að sögn Hrannar er hlutverk
Reykjavik Film Festival að bjóða
Íslendingum upp á það besta og
ferskasta úr alþjóðlegri kvik-
myndagerð. „Sannleikur-
inn er sá að hundruð frá-
bærra mynda eru aldrei
sýnd hérlendis og alþjóð-
leg kvikmyndahátíð í
Reykjavík vill verða
vettvangur fyrir þess-
ar myndir,“ útskýrir
Hrönn. „Enn fremur
er ætlunin að koma
Reykjavík á kort-
ið sem alþjóð-
legri kvikmynda-
hátíðarborg þar sem
kvikmyndaunnendur frá öllum
heimshornum geta gengið að
vandaðri dagskrá,“ segir Hrönn.
Reykjavik Film Festival kaupir
ekki sínar myndir heldur fær þær
að láni. „Kvikmyndahátíðin er því
eina tækifærið sem gefst til þess
að sjá þessar myndir því fæstar
þeirra munu halda áfram í bíó eða
birtast á myndbandaleigum,“
segir Hrönn.
Gestum kvikmyndahátíðarinn-
ar gefst kostur á að gera meira en
að fara bara í bíó því boðið verður
upp á námskeið í kvikmyndalestri,
málþing um mannréttindi en
hápunktur hátíðarinnar verður þó
eflaust þegar Reykjavík verður
myrkvuð á opnunarkvöldið.
Viljum bæta bíómenninguna
Að sögn Ísleifs B. Þórhallssonar
er meginmarkmið IFF-hátíðarinn-
ar að auka úrval kvikmyndahús-
anna og bæta bíómenningu land-
ans. „Við viljum skemmta fólki og
ná til breiðari hóps en stundar
bíóin venjulega,“ útskýrir
Ísleifur. Hann segir að úrval-
ið á IFF-hátíðinni sé mjög breitt
og hátíðin sýni í raun hvað sem er,
svo lengi sem myndin sé góð og
áhugaverð. „Við höfum enga fyrir-
fram ákveðna formúlu til að velja
inn myndirnar og tökum bara það
besta sem er í boði á hverjum
tíma,“ útskýrir hann.
Eitt aðalsmerki IFF í fyrra voru
hinir góðu gestir sem sóttu landið
heim. Árið í ár er engin undan-
tekning. „Matt Dillon og Marisa
Tomei koma bæði vegna opnunar-
myndarinnar og þá reiknum við
einnig með því að fleiri góðir gest-
ir komi á vegum hátíðarinnar,“
segir Ísleifur. „Í kringum allar
gestakomur verða glæsilegar
galasýningar með tilheyrandi
veisluhöldum en auk þess verður
um nokkrar íslenskar frumsýn-
ingar að ræða,“ útskýrir Ísleifur
og segir að jafnframt verði boðið
upp á námskeið í handritagerð og
fyrirlestra með kvikmyndasafn-
aranum og grúskaranum Jack
Stevens. - fgg
Kvikmyndaveislurnar hefjast
HRÖNN MARÍNÓSDÓTTIR Segir
hlutverk Reykjavík Film Festival
að kynna myndir sem aldrei
myndu koma í íslensk kvik-
myndahús.
ÍSLEIFUR B. ÞÓRHALLSSON
IFF hefur staðið fyrir komu
stórra stjarna úr heimi
kvikmyndanna og árið í
ár verður engin undan-
tekning.
MÁLÞING UM MANNRÉTTINDI Sérstakt málþing verður haldið um mannréttindi og kvik-
myndir á vegum Reykjavík Film Festival.