Fréttablaðið - 24.08.2006, Page 80

Fréttablaðið - 24.08.2006, Page 80
56 24. ágúst 2006 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Sigurður Ingimundar- son hefur valið þrettán leikmenn í íslenska landsliðið í körfubolta sem heldur í æfingaferð til Hol- lands og Írlands nú í vikunni. Leik- ið verður gegn fimm þjóðum á jafnmörgum dögum. Í Hollandi mætir íslenska liðið heimamönn- um í kvöld, á morgun gegn Belgíu og að síðustu gegn Svíum á laugar- dag. Þá heldur liðið til Írlands og mætir Norðmönnum á sunnudag og Írum á mánudag. Liðið hélt utan fyrst í morgun og því ljóst að mikið álag verður á liðinu næstu daga. „Þetta veður líf og fjör,“ sagði Sigurður Ingimund- arson landsliðsþjálfari þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. „Í þessum leikjum fáum við tækifæri til að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir EM í september. Við verðum með þrettán leikmenn og munum velja tólf af þeim í EM-hópinn.“ Fyrsti leikur Íslands í B-deild Evrópumótsins verður þann 6. september gegn Finnum hér á heimavelli. Næstu þrettán daga á eftir verður leikið gegn Georgíu og Austurríki ytra sem og Lúxem- borg hér heima í millitíðinni. „Þetta er góður undirbúningur fyrir leikjaálagið í EM, bæði hvað varðar ferðalög og hvað er stutt á milli leikja. Þetta er einmitt það sem við þurfum í þessum undir- búningi.“ Markmiðið með ferðinni segir Sigurður vera að fínpússa nokkur atriði í leik liðsins, sér í lagi í sókn- inni. „Vörnin hefur verið ágæt og við höldum áfram að vinna með hana líka. Við ætlum svo auðvitað að reyna að vinna alla leiki.“ Leikur Hollands og Íslands hefst í kvöld klukkan 19 að staðar- tíma. - esá HANDBOLTI Valsmenn boðuðu til mjög svo veglegs blaðamanna- fundar í húsakynnum Frjálsa fjár- festingabankans í gær þar sem farið var yfir stöðu mála bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Markmið Vals er mjög einfalt, sigur í öllum keppnum sem í boði eru. Nýjasti leikmaður meistara- flokks karla var kynntur til sög- unnar en það er Arnór Gunnars- son, sem gengur til liðs við Val frá Þór á Akureyri. Arnór, sem er hægri hornamaður, er unglinga- landsliðsmaður og skoraði 172 mörk í DHL-deildinni á síðustu leiktíð. Hjá konunum er nýjasti leikmaðurinn Hildigunnur Einars- dóttir sem lék með Fram á síðustu leiktíð og er ein efnilegasta hand- boltakona landsins og þá mun Brynja Steinsen mæta til leiks á ný eftir barnsburðarleyfi. Einnig var það tilkynnt á fund- inum að samningar hafa nú verið endurnýjaðir við u.þ.b. 30 leik- menn í meistaraflokkum félagsins en langflestir samningar þeirra eru til þriggja ára og ljóst er að Valsmenn ætla sér stóra hluti í handboltanum á Íslandi á næstu árum. Þá hefur Kristinn Guð- mundsson verið ráðinn yfirþjálf- ari yngri flokka félagsins en Krist- inn þjálfaði meistaraflokk ÍBV á síðustu leiktíð. „Við erum með mjög ungt og skemmtilegt lið og þetta er drauma- lið fyrir þjálfara að vinna með,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals. Óskar tal- aði um að Valur myndi mæta með sterkara lið til leiks nú heldur en í fyrra og bætti því við að breiddin í liðinu nú væri meiri. „Ég held að við séum með eitt skemmtilegasta lið sem Valur hefur stillt upp síðan Dagur og Óli og þeir komu á fjalirnar árið 1993,“ sagði kok- hraustur þjálfari karlaliðs Vals. - dsd Framtíðin er björt í handboltanum á Hlíðarenda: Valsmenn eru stórhuga fyrir komandi leiktíð VALSMENN Eru brattir fyrir komandi vetur og ætla sér stóra hluti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGURÐUR INGIMUNDARSON Ætlar að nota æfingaleikina vel. FRÉTTABLAÐIÐ Æfingaferð til Hollands og Írlands hefst í dag hjá karlalandsliði Íslands í körfubolta: Fimm æfingaleikir á fimm dögum ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON KEFLAVÍK FRIÐRIK E. STEFÁNSSON NJARÐVÍK JAKOB SIGURÐARSON CIUDAD DE VIGO JÓN NORDAL HAFSTEINSSON KEFLAVÍK KRISTINN JÓNSSON HAUKUM JÓN ARNÓR STEFÁNSSON VALENCIA PÁLL AXEL VILBERGSSON GRINDAVÍK FANNAR ÓLAFSSON KR HELGI MAGNÚSSON BONCOURT HLYNUR BÆRINGSSON SNÆFELLI LOGI GUNNARSSON BBC BAYREUTH EGILL JÓNASSON NJARÐVÍK BRENTON BIRMINGHAM NJARÐVÍK KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson mun í vetur spila með Snæfelli í Iceland Express-deild karla en hann var síðasta vetur á mála hjá hollenska liðinu Woon! Aris. Hann hefur verið hér á landi í sumar og ætlar að fresta því um sinn að fara aftur í atvinnu- mennskuna. „Ég verð hér heima í eitt ár að minnsta kosti og verð með Snæ- felli í vetur,“ sagði Hlynur við Fréttablaðið í gær en hann átti þó reyndar enn eftir að ganga frá samningum við liðið. „Það er bara hið besta mál. Stefnan er svo sett á að fara aftur út í atvinnu- mennskuna eftir ár en mér liggur ekkert á,“ sagði Hlynur sem er uppalinn Grundfirðingur en býr nú í Stykkishólmi. Félagi hans hjá Woon! Aris síðastliðinn vetur, Sigurður Þor- valdsson, mun einnig leika með Snæfelli í vetur en þar eru þeir báðir á heimaslóðum. Snæfell verður því með sterkan hóp leik- manna í vetur en aðeins Lýður Vignisson hefur farið frá liðinu frá síðasta tímabili fyrir utan erlenda leikmenn. Þá tók þjálfari liðsins til síðustu ára, Bárður Eyþórsson, við ÍR-ingum. Sá sem tekur við Bárði heitir Geof Kotila og er bandarískur þjálfari sem hefur náð góðum árangri í Danmörku þar sem hann þjálfaði meðal annars Hor- sens IC og Bakken Bears. „Við erum með ágætis lið og ætlum okkur að vera með í topp- slagnum. Ég gæti reyndar trúað því að deildin yrði sterk í vetur enda hafa mörg lið styrkt sig mikið.“ - esá Hlynur Bæringsson spilar á heimaslóðum í Iceland Express-deildinni: Hlynur spilar með Snæfelli í vetur HLYNUR BÆRINGSSON Verður með Snæ- felli í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Alþjóðaknattspyrnusam- bandið, FIFA, sagði frá því í gær að Ítalir gætu misst sæti sitt í und- ankeppni Evrópukeppni landsliða ef Juventus fer með mál sitt fyrir almennan dómstóla. Það stríðir gegn reglum FIFA og gæti leitt til þess að ítalska landsliðið yrði sett í bann. Ítalska knattspyrnusam- bandið er alfarið á móti því að Juventus fari svo langt með málið og hefur sent Juventus bréf þess efnis að ef félagið ákveði að fara með málið úr íþróttadómstólum yfir í almennan dómstól muni sambandið einfaldlega herða refs- ingarnar á liðinu. Ítalska knattspyrnusambandið hefur einnig sent bréf til Alþjóða- knattspyrnusambandsins þar sem aðferðir þeirra til að fá stjórnar- menn Juventus ofan af þessum áformum sínum er lýst. - dsd Áfrýjunarmál Juventus: FIFA gæti sett Ítali í bann JUVENTUS Þetta fornfræga félag er í slæm- um málum þessa dagana. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Tryggðu þér miða á betra verði á landsbankadeildin.is eða ksi.is Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 38 80 08 /2 00 6 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 38 80 08 /2 00 6 KR - ÍBV ÍA - Keflavík Grindavík - Víkingur FH - Breiðablik Fylkir - Valur Keflavík - Valur KR - Þór/KA Breiðablik - Fylkir FH - Stjarnan fim. 24. ágúst kl. 18:00 fim. 24. ágúst kl. 18:00 fim. 24. ágúst kl. 18:00 sun. 27. ágúst kl. 17:00 sun. 27. ágúst kl. 18:00 mið. 30. ágúst kl. 18:30 mið. 30. ágúst kl. 18:30 mið. 30. ágúst kl. 18:30 mið. 30. ágúst kl. 18:30 13. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA 15. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.