Fréttablaðið - 15.09.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 15.09.2006, Síða 2
2 15. september 2006 FÖSTUDAGUR SPURNING DAGSINS DÓMSMÁL Lögmenn olíufélaganna, sem sektuð voru um 1,5 milljarð fyrir verðsamráð á árunum 1993 til 2001, hafa hafnað kröfu ríkisins um bótaskyldu félaganna vegna verðsamráðs. Þetta staðfestu lög- menn félaganna og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður íslenska ríkisins, í gær. Vilhjálmur óskaði eftir viðurkenningu á bótaskyldu fyrir hönd ríkisins í síðasta mán- uði. Unnið er að gagnaöflun vegna málsins, bæði af hálfu ríkisins og olíufélaganna, en deilt er um hvort samráð olíufélaganna, áður en útboð Ríkiskaupa fór fram á haust- mánuðum 1996, hafi valdið ríkinu fjárhagslegu tjóni. Hörður Felix Harðarson, lög- maður Skeljungs, segir viðurkenn- ingu á bótaskyldu hafa verið hafn- að þar sem ríkið hafi ekki orðið fyrir tjóni, að mati lögmanna olíu- félaganna. „Við teljum að bóta- skylda sé ekki fyrir hendi. Viður- kenningu á henni er hafnað þar sem við teljum að ríkið hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni.“ Kristinn Hallgrímsson, lög- maður Kers, segir óumdeilt að olíufélögin hafi haft samráð um vissa þætti fyrir útboðin. „Olíufé- lögin höfðu samráð fyrir útboðin 1996 en það bendir ekkert til þess að ríkið hafi orðið fyrir neinu tjóni vegna þess. Auk þess sem ekki varð af útboðunum í nokkrum til- fella.“ Í skýrslu Samkeppnisráðs vegna verðsamráðs olíufélaganna er tekið fram að forstjórar Olíufé- laganna hafi hist á fundum 2. ágúst, 7. ágúst og 5. september 1996 en útboð vegna olíukaupa ríkisins fóru fram skömmu síðar. Tekið er fram í skýrslunni að for- stjórarnir hafi rætt á fundi 12. september 1996 tillögur Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, um verðtilboð olíufélaganna. Þá segir í fundargerð Olíufélagsins frá fundi 10. september 1996 að unnið sé að því „að tryggð sé fram- legð af viðskiptum við opinbera aðila.“ Í skýrslunni er greint frá því að skjal hafi fundist í fórum Kristins Björnssonar þar sem segir að „sala verði gerð upp þannig að Skeljungur hf., gefur hinum félög- unum upp sölu til opinberra fyrir- tækja á 3ja mánaða fresti,“ eins og orðrétt segir í skýrslu Samkeppn- isráðs. Mál Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánu- dag. Krafa borgarinnar nemur samtals rúmlega 150 milljónum króna. magnush@frettabladid.is Olíufélögin höfnuðu kröfu um bótaskyldu Olíufélögin hafa hafnað kröfu ríkisins um bótaskyldu vegna verðsamráðs í út- boðum árið 1996. Lögmenn félaganna segja að ríkið hafi ekki orðið fyrir tjóni. Mál Reykjavíkurborgar gegn olíufélögunum verður tekið fyrir á mánudaginn. Sóley, er það ekki svona sem við viljum hafa það? „Nei, við lifum ekki á myrkum mið- öldum. Jafnrétti og rafmagn skiptir nútímafólk máli.“ Sóley Tómasdóttir, fulltrúi VG í mannrétt- indanefnd Reykjavíkur, er ósátt við for- stjóra OR vegna sjónvarpsauglýsingar þar sem fáklæddar dansmeyjar eru áberandi. Slagorð auglýsingarinnar er: Svona viljum við hafa það. ���������������������������������������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ����������� ���������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� STJÓRNMÁL Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar, sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi. Þá stefnir Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjar- stjóri á Seyðisfirði, á eitt af efstu sætunum. Áður hafði Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður sagst sækjast eftir efsta sætinu. Prófkjör verður haldið 4. október. Katrín Júlíusdóttir og Valdimar Leó Friðriksson stefna að áfram- haldandi þingmennsku; Katrín sækist eftir öðru sætinu og Valdimar þriðja. - bþs Samfylkingin í Kraganum: Þrír stefna á fyrsta sætið TRYGGVI HARÐARSON GUNNAR SVAVARSSON Röng fyrirsögn LEIÐRÉTTING „Neitar sök í morðmáli,“ var fyrirsögn fréttar sem birtist í Fréttablað- inu í gær um hið svokallaða Ásláksmál. Fyrirsögnin er röng. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu er Loftur Jens Magnússon ákærður fyrir stórfellda líkamsárás en ekki fyrir morð. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LÖGREGLUMÁL Sautján ára piltur liggur þungt haldinn á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu sökum hraðaksturs í fyrrinótt. Pilturinn ók fólksbíl norður eftir Skeiða- og Hrunamannavegi, skammt norðan við Flúðir, ásamt tveimur stúlkum sem voru far- þegar í bílnum. Að sögn löreglu er vegakaflinn tiltölulega beinn þar sem slysið varð og voru aksturs- aðstæður ákjósanlegar þrátt fyrir myrkur. Lögregla hefur vísbendingar um að pilturinn hafi ekið töluvert yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hann missti stjórn á bifreið- inni með fyrrgreindum afleiðing- um. Bifreiðin fór nokkrar veltur eftir veginum og staðnæmdist á hjólunum við hlið vegarins. Piltur- inn var ekki í bílbelti og kastaðist út úr bifreiðinni og hlaut alvarleg meiðsli. Stúlkurnar tvær voru í bílbeltum og sluppu án teljandi meiðsla. Þeim var mikið brugðið eftir slysið að sögn lögreglu. Tilkynning barst lögreglunni í gegnum Neyðarlínuna, en fyrsta tilkynning um slysið barst frá bænum Skipholti sem stendur nærri slysstaðnum. Stúlkurnar tvær tengjast heimilisfólkinu þar á bæ. Læknir á slysstað óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunn- ar og flutti TF-SIF piltinn þungt haldinn á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis þar er pilturinn alvarlega slasað- ur, sofandi í öndunarvél. Alls hafa nítján manns látist í umferðinni það sem af er árinu, margir hverjir sökum hraðakst- urs. Í gær hleypti Umferðarstofa af stokkunum landsátaki til að stemma stigu við fjölda alvar- legra slysa í umferðinni hér á landi. - æþe Sautján ára piltur slasaðist alvarlega í bílveltu í Hrunamannahreppi í fyrrinótt: Grunur leikur á ofsaakstri TF-SIF Þyrla Landhelgisgæslunnar var send í fyrrinótt eftir sautján ára öku- manni sem slasaðist alvarlega í bílveltu. Hann er grunaður um ofsaakstur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við teljum að bóta- skylda sé ekki fyrir hendi. Viðurkenningu á henni er hafnað þar sem við teljum að ríkið hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni.“ HÖRÐUR FELIX HARÐARSON LÖGMAÐUR SKELJUNGS TANKAR OLÍUFÉLAGANNA Olíufélögin höfðu, samkvæmt niðurstöðu Samkeppnisráðs, samráð vegna útboða sem fram fóru í tengslum við kaup ríkisins á olíu fyrir Landhelgisgæsluna, lögreglu og vegagerðina. Lögmenn olíufélaganna vilja meina að ríkið hafi ekki orðið fyrir tjóni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL ÞÝSKALAND, AP Trúarlegir leiðtogar múslima í ýmsum löndum hafa for- dæmt ræðu Benedikts, 16. páfa kristinna manna, sem hann hélt fyrir utan München á sunnudaginn. Í ræðunni rifjaði páfinn upp orð Manuels Paleologus, sem var 14. aldar keisari í Býzans, um íslams- trú: „Sýnið mér hvað Múhameð hefur fært [heiminum] sem er nýstárlegt og þér munið einungis finna illa hluti og ómannúðlega, til að mynda skipun hans um að boða trú með brugðnu sverði.“ Benedikt tók fram að hann væri að vitna í „hranaleg“ orð annars manns, en lét ekkert uppi um hvort hann væri sammála þeim eða ekki. Ræðan fjallaði um heilagt stríð eða tengsl ofbeldis og trúar. Einnig ræddi páfinn muninn á kristni og íslamstrú út frá heimspeki- og sögulegum bakgrunni. Æðsti trúarleiðtogi Tyrklands hefur krafist tafarlausrar afsökunarbeiðni frá páfanum, en páfinn heldur þangað í nóvember. AP hefur eftir talsmanni Vatíkans- ins að páfinn hafi „ekki verið að lýsa íslamstrú sem óhjákvæmilega ofbeldisfullri“. - kóþ Ræða Benedikts páfa um íslamstrú vekur reiði: Ill trú og ómannúðleg BENEDIKT PÁFI HEILSAR ÞÝSKALANDI Fjölmargir leiðtogar múslima hafa for- dæmt páfann fyrir ræðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VERSALIR, AP Sérsveit frönsku lögreglunnar skaut gíslatöku- mann til bana í gær. Maðurinn var 25 ára gamall og réðst inn í pósthús í bænum Lemay, sem er 65 kílómetra fyrir vestan Parísarborg, um fjögur leytið í gær og krafðist peninga. Þegar það gekk ekki eftir og lögreglan kom á vettvang tók hann fimm menn í gíslingu. Talsmaður lögreglunnar segir að maðurinn hafi neitað að gefast upp í samningaviðræðun- um og verið skotinn eftir að hann hafi skotið á lögregluna. Gíslarnir eru ómeiddir, en í geðshræringu. - kóþ Gíslatakan í Frakklandi: Ætlaði sér að ræna pósthúsið Eldsupptök kunn Bruninn í eiturefnageymslu Efnamót- tökunnar í Gufunesi í lok ágúst var af völdum rafgeymis sem þar var í hleðslu. Allt tiltækt slökkvilið á höf- uðborgarsvæðinu var kallað út vegna brunans. SLÖKKVILIÐ VIÐSKIPTI Hlutafjárútboði Marel hf. lauk í gær. Í boði voru 75 milljónir nýrra hluta á genginu 74 krónur fyrir hvern hlut og var heildarsöluvirði útboðsins því 5,5 milljarðar króna. Alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa hluti í Marel fyrir ríflega 35,8 milljarða króna sem er umfram heildar- markaðsverð félagsins. Hörður Arnarson, forstjóri Marel, segist mjög ánægður með þann stuðning sem fjárfestar voru tilbúnir að veita fyrirtækinu. „Framundan eru spennandi tímar þar sem unnið verður úr þeim fjölmörgu tækifærum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir.“ - shá Hlutafjárútboð Marel hf.: Gríðarlegur áhugi fjárfesta LÖGREGLUMÁL Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn gerðu húsleit í tveimur íbúðum í Hafnarfirði í gærdag. Við leit fannst hass, amfetamín og LSD. Einnig var lagt hald á meint þýfi, hnífa, skotvopn og skotfæri sem fundust við leit í öðru húsinu. Við aðgerðina naut lögreglan í Hafnarfirði aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra, lögreglunn- ar í Kópavogi og starfsmanna tollgæslunnar. Aðgerðin var hluti af eftirlits- starfi lögreglunnar í Hafnarfirði en fylgst mun hafa verið með íbúðunum tveimur um nokkurn tíma. Varðstjóri lögreglunnar vildi ekki gefa upplýsingar um magn þeirra eiturlyfja sem gerð voru upptæk né hvort fleiri tengist málinu þegar eftir því var leitað í gærkvöldi. - shá Húsleit lögreglu í Hafnarfirði: Fíkniefni og vopn fundust

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.