Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 10
10 15. september 2006 FÖSTUDAGUR FJÁRMÁL Þess eru dæmi, að nem- endur í framhaldsskólum sem hyggjast bjóða sig fram til forystu- starfa fyrir nemendafélög biðji banka og fyrirtæki um fjárstyrki til baráttunnar. Í staðinn verði þeir sem styrkina veita látnir sitja fyrir um viðskipti við viðkomandi nem- endafélög. „Í Verslunarskólanum, og flest- um öðrum skólum að ég tel, leita menn eftir styrkjum í kosningabar- áttunni,“ segir Vilmundur Sveins- son, formaður nemendafélagsins í Verslunarskóla Íslands. „Það hefur verið leitað til banka sem og ann- arra fyrirtækja. Það er gífurlegur kostnaður sem menn eru að taka á sig í þessu. Það hefur bæði verið leitað eftir styrkjum í peningum og vörum. Ef um er að ræða matvöru- fyrirtæki þá hafa frambjóðendur leitað eftir matvöru til að gefa nem- endum til að auka fylgið. Svo þarf maður eitthvað af peningastyrkj- um til að geta staðið fyrir prent- kostnaði og öðru þess háttar.“ Spurður hvaða upphæðir væri verið að tala um í kosningasjóð frambjóðanda sagði Vilmundur að dekka þyrfti prentunarkostnað eins og áður segir og jafnvel kaup á bolum. Það gæti hlaupið á einhverj- um hundruðum þúsunda. Þetta kostaði sitt. Spurður hvað bankar og fyrir- tæki fengju í staðinn fyrir veittan styrk sagði Vilmundur að þau fengju vilyrði fyrir því að til þeirra yrði leitað fyrst um samstarf við nemendafélagið. „Við erum með níu manns í stjórn, sem fengu styrki frá mis- munandi fyrirtækjum í kosninga- baráttunni. Síðan buðum við öllum bönkum það sama hvað varðaði samstarf við nemendafélagið. Svo unnu bankarnir út frá því sem við vildum fá frá þeim,“ segir Vilmund- ur sem kveðst ekki vilja gefa upp hve hár samstarfssamningurinn sé sem gerður var við Landsbankann. Atli Þór Árnason, formaður nemendafélags Fjölbrautaskólans við Ármúla, segir lítið um styrki til kosningabaráttu og þeir séu án skuldbindinga. Ásta María Harðardóttir, for- maður nemendafélags Fjölbrauta- skólans í Garðabæ, kveðst ekki þekkja þess dæmi að nemendur í framboði hafi leitað styrkja í kosn- ingabaráttunni upp á loforð um við- skipti. jss@frettabladid.is KOSNINGASTYRKIR Formaður nemenda- félags Verzlunarskólans segir að leitað hafi verið til banka og fyrirtækja vegna styrkja. Stúlkan á myndinni er óviðkom- andi fréttinni. Lofa viðskiptum gegn kosningastyrk Þess eru dæmi að nemendur í framhaldsskólum biðji banka og fyrirtæki um styrki til kosningabaráttu um trúnaðarstörf. Í staðinn veita þeir vilyrði fyrir viðskiptum nemendafélags við þá sem styrkina veita, en þeir geta verið allháir. EISTLAND, AP Evrópskir sjóherir fundu og eyðilögðu yfir hundrað sprengjur á strönd Eistlands í þessari viku, í átaki sem ætlað er að hreinsa strendur Eystrasalts- ríkjanna af sprengjum sem varpað var í fyrri og seinni heimsstyrj- öldunum. Talið er að um 80.000 sprengj- um hafi verið komið fyrir meðfram ströndum Eistlands, Lettlands, Litháens og Rússlands í heimstyrjöldunum.Skip frá Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Rússlandi tóku þátt í aðgerðinni. - smk Sprengingar í Eistlandi: Eyða gömlum sprengjum SPRENGJA SPRENGD Eitt hundrað og fjórtán sprengjur voru eyðilagðar við Eistlandsstrendur í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VATÍKANIÐ, AP Fornleifafræðingar Vatíkansins munu opna fornar grafhvelfingar í næsta mánuði, en þær fundust þegar grafið var fyrir bílastæði. Í grafhvelfingunum fundust steinkistur, mósaíkgólf, freskur og áletranir frá tíma Ágústusar keisara og til valdatíma Konstan- tínusar, sem ríkti til ársins 337. Boðið verður upp á leiðsögn um grafhvelfingarnar í tilefni af 500 ára ártíð safna Vatíkansins. - kóþ Menjar undir Vatíkaninu: Fornar grafir opnar öllum FRAMKVÆMDIR Eins og glöggir vegfarendur í Reykjavík hafa tekið eftir eru framkvæmdir við niðurrif Faxaskálans í Reykjavíkurhöfn vel á veg komnar. „Það gengur bara vel. Verktakinn fékk skálann úthlutaðan 1. ágúst síðastliðinn og var þá byrjað að tæma allt innan úr honum. Svo var byrjað á fimmtudaginn að rífa steinsteypuna,“ segir Stefán Hermannsson hjá Austurhöfn sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum. Stefán gerir ráð fyrir Faxaskáli muni hverfa sjónum manna á næstu tveimur vikum en öll vinna við niðurrifið muni taka um sex til átta vikur. „Samhliða þessum framkvæmdum er verið að fylla í hluta hafnarinnar sem er köll- uð Austurbugt því lóðin undir tónlistarhúsið nær aðeins út í höfnina á því svæði. Það er mikilvægt að vinnunni við fyllinguna ljúki á tilsettum tíma því að uppfyllingin þarf að vera orðin þurr áður en eitthvað er hægt að aðhafast þar,“ segir Stefán. Hann segir að um tíu verkfræðingar og arkitektar vinni nú að verkfræðilegri hönnun hússins. „Tillöguteikningin var bara lítill mæli- kvarði á hvernig húsið á að líta út. Núna er verið að vinna að tæknilegum útfærslum, hvernig rafmagns- og loftræstikerfið eigi að vera útbúið og svo framvegis.“ Byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins á að ljúka seint á árinu 2009 eða í byrjun árs 2010 að sögn Stefáns. Kostnaður við bygg- ingu þess er í kringum tólf milljarða króna. - æþe Framkvæmdir við niðurrif Faxaskálans eru komnar á fullt skrið: Skálinn horfinn eftir tvær vikur FAXASKÁLI RIFINN Svo að tónlistar- og ráðstefnuhús megi rísa við Reykjavíkurhöfn var Faxaskálanum fórn- að. Hann hverfur sjónum manna eftir hálfan mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FLÓÐHESTAMÓÐIR Flóðhestamóðirin fylgist stolt með afkvæmi sínu sem kom í heiminn 1. september í dýra- garði í Kalkútta á Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍFEYRISSJÓÐIR Öryrkjabandalag Íslands, ÖBÍ, er þessa dagana að ítreka bréf sem send voru fjórtán lífeyrissjóðum til að spyrjast fyrir um skerðingar á lífeyrisgreiðslum öryrkja og taka á móti svörum frá lífeyrissjóðunum. Sigursteinn Másson formaður segir að svörin séu stöðluð og ekki unnið í því að svara hverjum og einum. „Það er alltaf látið í það skína að undirliggjandi ástæða sé hin svonefnda örorkubinding sjóðanna. Menn þurfa því að styrkja sjóðina í stað þess að fara með þessum hætti gegn þeim sem lægstu kjörin hafa í þjóðfélag- inu,“ segir hann. - ghs Öryrkjabandalagið: Fyrirspurnir ítrekaðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.