Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.09.2006, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 15. september 2006 21 Samkeppniseftirlitið hefur opnað enska útgáfu af heimasíðu sinni á slóðinni www.samkeppni.is/en. Með þessu segist Samkeppniseftir- litið vilja leggja sitt af mörkum til þess að efla þekkingu í útlöndum á samkeppnismálum hér. „Heimasíðu Samkeppniseftir- litsins er ætlað að vera öflug upp- lýsingaveita um samkeppnismál,“ segir á vef stofnunarinnar, en þar er meðal annars að finna upplýs- ingar um skipulag, málshraða, málsmeðferð, lög og reglur um samkeppnismál og erlent samstarf, sem og leiðbeiningar um hvernig erindi til Samkeppniseftirlitsins skulu úr garði gerð. Þá er á vefnum hægt að senda inn ábendingar um möguleg brot á samkeppnislögum, auk þess sem þar er að finna ákvarðanir eftirlitsins og aðrar fréttir um samkeppnismál. „Ákvarðanir eftirlitsins verða þó ekki þýddar, en yfirlit yfir ákvarðanir, meginniðurstöður, og í einstökum tilvikum útdráttur máls verður aðgengilegur á ensku,“ segir í tilkynningu á vef Sam- keppniseftirlitsins. - óká SAMKEPPNISEFTIRLITSVEFURINN Nýver- ið voru opnaðar á vef Samkeppniseftir- litsins síður á ensku. Samkeppnis- mál á ensku Jean-Claude Trichet, bankastjóri Evrópska seðlabankans, er sagður ýja að frekari hækkun stýrivaxta á evrusvæðinu í viðtali við ítalska vikublaðið L‘Espresso, sem kemur út dag. Trichet segir bankann fylgjast grannt með verðbólguþróun innan aðildarríkja myntbandalags Evr- ópusambandsins og muni bankinn grípa til frekari aðgerða til að sporna gegn því að verðbólga raski stöðugleikanum. Seðlabanki Evrópu hefur hækk- að stýrivexti sína fjórum sinnum frá því í desember á síðasta ári, um 25 punkta í hvert sinn, og standa vextirnir á evrusvæðinu í þremur prósentum. Fjármálaskýr- endur túlkuðu orð Trichets í gær sem svo að bankinn muni hækka stýrivexti sína á ný um fjórðung úr prósenti að loknum vaxta- ákvörðunarfundi bankastjórnar- innar í næsta mánuði. Spurður hvort stýrivextir bank- ans fari í 3,5 prósent fyrir árslok svaraði Trichet því ekki beint heldur sagði bankann verða að koma í veg fyrir að verðbólga fari langt fram úr væntingum. Búist er við að verðbólga á evrusvæðinu verði nálægt 1,9 prósentum á næstu fimm árum, að hans sögn. Helstu áhættuþættirnir eru hins vegar hækkanir á olíuverði, aukn- ir óbeinir skattar og launaskrið en síðasttaldi liðurinn gæti sett strik í reikninginn, að sögn Jean-Claude Trichets. - jab JEAN-CLAUDE TRICHET Bankastjóri Evrópska seðlabankans ýjar að frekari hækkun stýrivaxta á evrusvæðinu í viðtali sem birtist í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vaxtahækkun á evrusvæðinu Frosti Bergsson, fyrrum stjórnar- formaður Opinna kerfa, og Síminn hf., hafa gengið til liðs við upplýs- ingafyrirtækið Titan ehf., sem tekur til starfa á næstu vikum og ætlar sér stóra hluti á upplýsinga- markaði. Titan mun í fyrstu einbeita sér að söluráðgjöf á miðlægum lausn- um fyrir stærri fyrirtæki en stefnt er að því að færa hratt út kvíarn- ar. Fyrirtækið hefur tryggt sér viðskiptasamninga fyrir vörur frá Cisco, HP, Sun og fleiri þekktum framleiðendum. - jab Titan hefur senn starfsemi vaxtaauki! 10% Mike Turner, forstjóri breska her- gagnaframleiðandans BAE Syst- ems, sem á 20 prósenta hlut í EADS, móðurfélagi flugvélafram- leiðandans Airbus, segir líkur á að Airbus muni á næstu dögum til- kynna um enn frek- ari tafir á afhend- ingu A380 risafar- þegaflug- véla frá félaginu. Airbus hefur tvívegis á árinu greint frá töfum á framleiðslu flugvélanna vegna vandræða í raf- kerfi þeirra. Gengi bréfa í EADS hefur lækkað um fjórðung vegna þessa auk þess sem æðstu stjórn- endur félagsins þurftu að taka poka sinn í kjölfarið. Stjórn EADS hefur vísað á bug fréttum þess efnis að afhending risaþotanna dragist enn frekar og segir lítinn fót fyrir þeim. Enn sé verið að rannsaka ástæður þess að framleiðsla flugvélanna tafðist upphaflega. Kostnaður við hönnun A380 risaþotanna nemur nú 12 milljörð- um evra eða rúmlega 1.000 millj- örðum íslenskra króna. - jab AIRBUS A380 RISAÞOTA Tafir á afhend- ingu risaþota?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.