Fréttablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 25
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Sigurrós Pálsdóttir starfar sem mat-
reiðslumaður á grænmetis -og fiskiveit-
ingastað í Mílanó á Ítalu. Staðurinn
heitir Joia og skartar einni Michelin-
stjörnu.
„Ég útskrifaðist frá Hotel & Restaurant sko-
len í Kaupmannahöfn í fyrra, eftir að hafa
lært á Krogs-fiskerestaurant, en hef nú
starfað á veitingastaðnum Joia í hálft ár,“
svarar Sigurrós þegar blaðamaður spyr
hana um ferilinn í kokkamennskunni.
„Ástæðan fyrir því að Mílanó varð fyrir val-
inu eftir útskriftina var eiginlega sú að með
því að fara þangað gátum við unnusti minn
sameinað áhugasvið okkar beggja. Sjálfa
langaði mig að læra meira um ítalska mat-
argerð og hann vildi læra eitthvað sem hann
hafði ekki komið nálægt áður. Þannig að úr
varð að unnustinn fór í nám í innanhúss-
hönnun og ég gat lært meira um ítalska mat-
argerð með því að vinna á góðum ítölskum
veitingastað.“
Joia skartar einni Michelin-stjörnu en
Sigurrós segir Michelin-staðalinn marktæk-
astan allra einkunnastaðla á þessu sviði.
„Upphaflega var það Michelin-fyrirtæk-
ið franska sem bjó til staðalinn í þeim til-
gangi að hvetja Frakka til að vera duglegri
að fara í ökuferðir út á land og heimsækja
m.a. veitingastaði og hótel. Þetta var á ára-
bilinu milli 1940 og 1950.
Ein stjarna þýðir að ef þú ert í nágrenn-
inu þá er það þess virði að heimsækja við-
komandi hótel eða veitingastað. Tvær
stjörnur þýða að ef þú ert í nágrenninu þá
máttu ekki sleppa því að fara þangað og
þrjár stjörnur þýða að það er þess virði að
gera sér sérstaka ferð til þess eins að dvelja
á hótelinu eða borða á veitingastaðnum.“
Áhugasamir matgæðingar sem eiga leið
um Mílanó og langar að bragða á matnum
hennar Sigurrósar geta lagt leið sína á Joia,
en heimilisfangið er:
Via P. Castaldi 18,
20124 Milano.
margret.hugrun@frettabladid.is
Kokkur í Mílanó
„Ég gat lært meira um ítalska matargerð með því að vinna á góðum ítölskum veitingastað,“ segir Sigurrós Pálsdóttir eðalkokkur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Þann 1. október næstkomandi verða eigendaskipti á Greifanum á
Akureyri. Fyrri eigendur, sem rekið hafa Greifann í sextán ár, ætla
að snúa sér alfarið að hótelrekstri. Undir nafni Kea-hótela eiga
þeir og reka sex hótel. Fjögur þeirra eru á Norðurlandi, Hótel Kea,
Harpa, Norðurland og hótel Gígur, og tvö í Reykjavík, Hótel Borg
og Björk.
Hinir nýju eigendur Greifans eru þau Hugrún Helga Guðmunds-
dóttir og Arinbjörn Þórarinsson. Bæði eru þau fædd og uppalin á
Akureyri og þekkja vel til Greifans en þau hafa unnið á veitinga-
staðnum um alllangt skeið. Hugrún er lærður framreiðslumaður
og Arinbjörn er matvælaframleiðslufræðingur.
Eigendurnir nýju munu njóta liðsinnis rekstrarfélags American
Style sem kemur að verkefninu með eignaraðild. Engar breytingar
eru fyrirhugaðar á rekstrarformi Greifans. - jóa
Nýir greifar á Akureyri
EIGENDASKIPTI VERÐA Á VEITINGAHÚSINU GREIFANUM Á AKUR-
EYRI Í NÆSTA MÁNUÐI.
Eigendaskipti verða á Greifanum á Akureyri í byrjun næsta mánað-
ar. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
GÓÐAN DAG!
Í dag er föstudagurinn 15.
september, 258. dagur
ársins 2006.
Sólarupprás Hádeigi Sólarlag
Reykjavík 6.50 13.23 19.54
Akureyri 6.32 13.08 19.41
Perlan er þekkt fyrir góðan mat
og nú geta þeir sem fara út að
borða í Perlunni valið á milli
fjögurra rétta villibráðarveislu og
sjávarréttaveislu á aðeins 5.950
krónur. Jólahlaðborð Perlunnar
hefjast svo 23. nóvember en
vegna mikillar aðsóknar síðustu
árin er byrjað að taka niður
borðapantanir nú þegar.
Grillið býður nú upp á nýjan og
glæsilegan matseðil.
Innval býður viðskiptavinum
sínum fimmtán prósenta afslátt í
dag og á morgun af fataskápum
sem eru sniðnir eftir máli án
aukakostnaðar.
Útsöluhorn Topphússins er fullt
af góðum vörum og þar má
finna yfirhafnir og ýmiss konar
fylgihluti með fimmtíu prósenta
afslætti.
Kaldir dagar eru í verslunum
Ormsson þessa dagana. Veittur
er fimmtán til tuttugu prósenta
afsláttur af kæli- og frystiskáp-
um.
ALLT HITT
[ MATUR TILBOÐ ]
BARMMERKJAVÉL
ÁSTARINNAR
Stefán Pálsson sagnfræð-
ingur og friðarsinni á
barmmerkjavél sinni
margt að þakka.
TILBOÐ 7
MATURINN HANS
GEORGE
George Holmes á Indian
Mango gefur lesendum
uppskrift að þriggja rétta
máltíð.
MATUR 4
H
úsgagna
Lagersala Krókhálsi 10simi: 557-951030 ágú-09 sep09-18 virka daga10-16 laugardag
Eldhúsinnréttingar NuddstólarSpeglarRúm og margt margt fleira...Sófasett
Allt að 90%
afsláttur