Fréttablaðið - 15.09.2006, Side 40

Fréttablaðið - 15.09.2006, Side 40
8 VIKA 1 „I can´t Get No Satisfaction“ The Rolling Stones „Fyrsta kvöldið var Magni í miklu stuði enda oft tekið þennan slagara á sveitaböllun- um. Strákarnir voru nokkuð sáttir með Magna. Dave Navarro sagði þetta þó vera svolítið „Vegas-legt“ en Magni and- mælti og sagðist aldrei hafa komið þangað. Gilby var sammála Dave en sagði Magna þó vera með sterka rödd.“ VIKA 2 „My Generation“ The Who „Næst var það þessi klassíski slagari Who. Magni setti upp sólgleraugu og strákarnir í hljómsveit- inni virtust fíla þetta vel. Mun betri frammistaða en í fyrsta þættinum og sjálfstraustið greinilega í fínu lagi hjá okkar manni. Fékk almennt hrós frá strákunum sem hann átti svo sannarlega skilið.“ VIKA 3 „Plush“ Stone Temple Pilots „Brooke kynnti Magna sem „The Iceman“. Strákurinn var aftur með sólgler- augu en þó önnur sem minntu nokkuð á Bono úr U2. Frammistaðan var ótrúleg. Magni sýndi og sannaði að hann var ekki þarna fyrir einhverja tilviljun. íslenska þjóðin fékk gæsahúð í fyrsta skiptið og Tommy hafði eitt um þetta að segja „Magni-ficent“ og Gilby tók í sama streng. „Í byrjun efaðist ég um hæfileika þína á sviði. Síðan hefurðu neglt þetta. Frábært.“ Þessi frammistaða gerði það að verkum að Magni fékk að taka lagið aftur kvöldið eftir. Og var valinn bestur í þetta skipt- ið. Hann átti það sannar- lega skilið.“ VIKA 4 „Heroes“ David Bowie „Nú mætti Magni án gleraugnanna og lét þetta frábæra lag tala fyrir sig. Var með gítarinn og söng lagið óaðfinnanlega. Rokkaði það upp á réttum stöðum. Gæsahúðin lét á sér kræla. Strákarnir í Supernova voru þó ekki jafn hrifnir og íslenska þjóðin. Tommy setti út að Magni væri með gítar. Og Gilby sagði hann hafa farið rangt að þessu. Röddin væri þó í góðu lagi.“ VIKA 5 „Clocks“ Coldplay „Magni var búinn að losa sig við gítarinn og greinilegt var að hann naut sín á sviðinu. Frábært lag sem sýndi hversu góður söngvari Magni er í raun og veru. Enn og aftur kom gæsahúð. Magni æpti á áhorfendur í miðju lagi og bað um öskur. 100% hæfileikar sagði Gilby og sagði Magna hafa sett nýtt viðmið í keppninni. Tommy spurði um litla soninn og söknuðinn. Þetta endaði svo á því að hann tilkynnti að flogið yrði með fjöl- skylduna út í næstu viku. Magnað móment.“ VIKA 6 „The Dolphin ś Cry“ Live „Nú var Magni einn á sviðinu með kassagítarinn og söng beint frá hjart- anu. Eyrún og Marínó voru í salnum og andrúmsloftið var ótrúlegt. Margir hafa nefnt þessa frammistöðu einn af hápunktum Magna í keppninni. Ekki voru dóm- arnir sem hann fékk síðri en frammistaðan. Þetta skilaði stráknum í annað skiptið í röð upp á svið í næsta þætti þar sem hann fékk að taka lagið aftur. Þá var hann með hljómsveitina með sér. Heimsóknin frá Íslandi jók enn sjálfstraust- ið. Og nú var það ekkert sem gat stoppað okkar mann.“ VIKA 7 „Starman“ David Bowie „Strákurinn smellti sér í hvítu jakkafötin og tók aftur Bowie- lag. Hann virtist þó aldrei ná sér almennilega á strik í þessu lagi. Líklega of rólegt fyrir lands- byggðarrokkarann frá Íslandi. Þó Magni væri í nýjum jakka var röddin sú sama og hún klikk- aði ekki. Tommy ræddi um Vegas-ferðina sem keppendur fóru í og sagði Magna hafa hljóm- að vel. Gilby sagði Magna frábæran söngvara sem skilaði alltaf sínu. Magni var þó meðal þriggja neðstu eftir þennan þátt. Þá var bara tekið Creep með Radiohead og honum var sagt að drulla sér aftur í sætið. Gæsahúð og enn og aftur magnað móment.“ VIKA 8 „Smells like teen spirit“ Nirvana „Nú var talið í af krafti. Leðurjakki og svört húfa gerðu Magna okkar að rokkara á heimsmælikvarða. Þvílík öskur og kraftur sem ekki hafði sést í keppninni áður. Nirvana er eitt flottasta rokkband sögunnar og lagið eitt af klassíkinni í rokksögunni. Fagnað- arlátunum ætlaði aldrei að linna. „Frábært. Það sem ég kann vel við þig er að þegar lagið þarfnast reiði þá kemurðu með hana,“ sagði Dave og Jason talaði um orkuna sem braust út. Eitthvað var heimurinn þó ekki að skilja Magna. Aftur var hann meðal þriggja neðstu. Hann tók þá bara „Fire“ með Jimi Hendrix og negldi það. 1-0 fyrir Magna.“ VIKA 9 „I alone“ Live „Magni virðist geta sungið Live-lög óað- finnanlega. Það sannaði hann í þessu lagi. Hvítur bolur með krossi framan á fékk fólk til þess að trúa því sem hann var að gera. Í fyrsta skipti í keppninni sá maður að Magni var málaður. Minnti örlítið á söngvarann í Rem. Flottari samt. Krafturinn skilaði sér fullkomlega þegar Magni fór upp að dómurunum og söng. Magnað móment enn og aftur.“ VIKA 10 „Back in the USSR“ The Beatles „When the Time Comes“ Frumsamið „Magni var flottur í Bítlunum og stemningin var flott. Því næst smellti hann sér yfir í frumsamið lag sem heitir When The time Comes. Lagið er gamalt Á móti Sól-lag og vel rokkað. Strákarnir í bandinu voru ekkert alltof hrifnir af því þótt Magni hafi gert þetta stór- kostlega. En kosningaherferð Íslendinga skil- aði sér og strákurinn fékk flest atkvæði. Annað kvöldið í röð. Úrslitaþátturinn var staðreynd.“ VIKA 11 - ÚRSLITA- ÞÁTTUR „Hush“ Deep Purple „When the Time Comes“ Frumsamið „Magni var greinilega búinn að æfa þetta lag vel. Og hann gjörsamlega negldi þennan slag- ara eins og einhver myndi taka til orða. Fékk frábæra dóma frá strákunum en þeir voru þó ekki jafn hrifnir af frumsamda laginu. Tommy sagði að lögin hans væru öll alveg eins og fékk óblíðar viðtökur áhorfenda. Hann bað þá fólkið um að syngja bút úr laginu. Sem enginn gerði. Þetta var nefnilega ekki lengur í höndum áhorf- enda. Heldur var það hljómsveitin sem þurfti að velja sér söngvara. FRAMMISTAÐAN Í MÁLI OG MYNDUM „Magni-ficent“ MAGNAÐ MÓMENT MAGNAÐ MÓMENT Vissir þú að ... ...pabbi hans Magna er bóndi í Borgarfirði eystri og heitir Ásgeir Arngrímsson. ...fyrsti söngvari Á móti sól heitir Björgvin Hreiðarsson og er kokkanemi á Hótel Geysi. ...einn af fyrstu slögurunum sem Magni söng með Á móti sól, Spenntur, er eftir Einar Bárðar- son. ...ef þú slærð inn „rockstar magni“ á google. com færðu 181.000 niðurstöður. ...á árunum 1995-1999 söng Magni með austfirsku hljómsveitinni S.H.A.P.E. Nafnið er skammstöfun á „Supreme Headquarters Allied Powers Europe.“ ...þegar Magni bloggaði hinn 29. ágúst á heimasíðu sinni um sárið sem Dilana veitti honum „kommentuðu“ 977 einstaklingar á færsluna. ...tæplega tíu þúsund manns hafa horft á Magna taka Eurovison-forkeppnis- slagarann „Flottur karl, Sæmi rokk“ á Youtube.com ...umboðsmaður Magna heitir Heimir Eyvind- arson. Heimir er hljómborðsleikarinn í Á móti sól. ...lénið magni.com er til sölu. Til þess að kaupa það þarftu að hringja í síma 001-781- 839-2888

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.