Fréttablaðið - 15.09.2006, Síða 67

Fréttablaðið - 15.09.2006, Síða 67
FÖSTUDAGUR 15. september 2006 35 vaxtaauki! 10% ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA MIÐAVERÐ 1000 KR. HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 ALDURTAKMARK 20 ÁRA NÁNARI UPPLÝSINGAR LAUGARD. 16. SEPT. ‘06 Í SVÖRTUM FÖTUM STÓRDANSLEIKUR Í SVÖRTUM FÖTUM STÓRDANSLEIKUR Í kvöld verða haldnir tónleikar undir yfirskriftinni Reykjanes rokkar í Frumleikhúsinu í Kefla- vík. Þetta eru seinni tónleikarnir sem eru haldnir undir þessari yfir- skrift en hinir fyrri voru í gær- kvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum. Öllum hagnaði verður varið í kynningu á hugmynd Landvernd- ar um að gera Reykjanesskaga að eldfjallagarði og fólkvangi. Þrjár kynslóðir tónlistarmanna úr Reykjanesbæ og nágrenni leggja málefninu lið og rokka fyrir Reykjanes í sátt við umhverfið. Fram koma Deep Jimi and the Zep Cream, Heiða og heiðingjarnir, Rúnar Júlíusson, Æla, Hinir guð- dómlegu neanderdalsmenn, Þröst- ur Jóhannesson, Koja, Tommy gun og Victory or death. Miðasala fer fram á www.midi. is, í verslunum Skífunnar og Hljómvali í Keflavík. Rokk á Reykjanesi REYKJANES ROKKAR Rúnar Júlíusson, Sverrir úr Koju, Halli Valli úr Ælu og Davíð úr Koju. Vetrarstarf Íslensku óperunnar var kynnt með hátíðarbrag á dög- unum en þar kennir ýmissa grasa. Þrjú stór óperuverkefni verða sett upp í Ingólfsstræti á þessu starfsári auk annarra tónleika og samstarfsverkefna svo húsið mun án efa iða af lífi langt fram á vor. Í lok mánaðarins minnist óper- an 250 ára afmælis Mozarts og setur upp æskuverk hans, Brott- námið úr kvennabúrinu, með einvala lið á fjölunum. Með aðal- hlutverk fara suður-afríska söngstjarnan Angela Gilbert, Katharina Th. Guðmundsson, Finnur Bjarnason og Snorri Wium en hljómsveitinni stýrir Kurt Kopecky. Ný íslensk ópera, Skuggaleik- ir, eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta rithöfundarins Sjón verður frumflutt í nóvember en hún byggir á sögunni Skugganum eftir H.C. Andersen. Söngvararn- ir Ásgerður Júníusdóttir, Eyjólf- ur Eyjólfsson, Ingibjörg Guð- jónsdóttir og Sverrir Guðjónsson taka þátt í uppfærslunni en dans- höfundur er Ástrós Gunnarsdótt- ir. Guðni Franzson verður hljóm- sveitarstjóri en um leikstjórn, leikmynd og búninga sér Messí- ana Tómasdóttir. Þriðja verkefni Íslensku óper- unnar er The Rake‘s Progress eftir Igor Stravinskí sem sýnd verður í febrúar. Óperan var frumsýnd í Feneyjum árið 1951 og hefur síðan verið sett upp víða um heim en þetta er í fyrsta sinn sem hún hljómar hérlendis. Leik- stjóri hennar verður Halldórs E. Laxness en þar syngja meðal ann- ara þær Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Hulda Björk Garðarsdóttir ásamt Ágústi Ólafssyni og Gunn- ari Guðbjörnssyni. Hljómsveit- arstjóri er Kurt Kopecky. Sem fyrr verður efnt til hádeg- istónleika á vegum óperunnar en Finnur Bjarnason tenór ríður á vaðið og kemur fram ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó- leikara í október. Óperustúdíóið setur upp tvær stuttar óperur eftir Puccini á vor- dögum með nemendum tónlistar- skólanna á höfuðborgarsvæðinu undir stjórn Daníels Bjarnason- ar. Hann stýrir einnig Kammer- sveitinni Ísafold sem heldur „öðruvísi“ Vínartónleika í byrjun árs ásamt söngvurunum Ágústi Ólafssyni og Huldu Björk Garð- arsdóttur. Enn fremur mun Óperukór Hafnarfjarðar undir styrkri stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur setja upp Cavaleria Rusticana eftir ítalska tónskáldið Pietro Mascagni en þær sýningar eru fyrirhugaðar í apríl. Fræðslustarfi óperunnar verð- ur framhaldið. Á næstunni hefst námskeið tengt uppfærslunni á Brottnáminu úr kvennabúrinu en auk þess er stefnt að fleiri kynn- ingum og vettvangsferðum fyrir almenning. Nánari upplýsingar um starf Íslensku óperunnar er að finna á heimasíðunni www.opera.is. - khh Dýrlegur óperuvetur SÓPRANSÖNGKONAN ANGELA GILBERT Hefur fengið lof og prís fyrir frammistöðu sína í Bandaríkjunum og syngur í fyrsta verkefni vetrarins hjá Íslensku óperunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.