Fréttablaðið - 15.09.2006, Qupperneq 74
42 15. september 2006 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> Jón Arnór ekki með til Austurríkis
Stjarna körfuboltalandsliðs Íslands, Jón Arnór Stefánsson,
verður ekki með liðinu er það mætir Aust-
urríki ytra á laugardag. Jón Arnór sneri sig
illa á ökkla í leiknum gegn Lúxemborg
í Keflavík á miðvikudag þegar Ísland
vann frekar örugglega. Jón Arnór
hlaut meiðslin snemma í leiknum
og íslenska liðið kláraði því verk-
efnið án hans. Í stað Jóns Arnórs
hefur verið valinn Keflvíkingurinn
Arnar Freyr Jónsson.
FÓTBOLTI Jörundur Áki Sveinsson
landsliðsþjálfari er búinn að
tilkynna leikmannahópinn sem
fer til Portúgals og leikur þar við
heimamenn þann 28. september
næstkomandi. Það eru engar
breytingar á hópnum frá leiknum
við Svíþjóð. Leikurinn í Portúgal
er síðasti leikur liðsins í undan-
keppni HM en Ísland á ekki
möguleika á að komast áfram.
- hbg
HÓPURINN:
ÞÓRA B. HELGADÓTTIR BREIÐABLIK
GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR VALUR
ÁSTHILDUR HELGADÓTTR MALMÖ FF
GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR BREIÐABLIK
KATRÍN JÓNSDÓTTIR VALUR
EDDA GARÐARSDÓTTIR BREIÐABLIK
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR BREIÐABLIK
MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR VALUR
HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR FORTUNA
DÓRA MARÍA LÁRUSDÓTTIR VALUR
MÁLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR VALUR
ERNA B. SIGURÐARDÓTTIR BREIÐABLIK
ERLA ARNARDÓTTIR MALLBACKENS
ÁSTA ÁRNADÓTTIR VALUR
ÓLÍNA G. VIÐARSDÓTTIR BREIÐABLIK
GRETA M. SAMÚELSDÓTTIR BREIÐABLIK
GUÐNÝ BJÖRK ÓÐINSDÓTTIR VALUR
KATRÍN ÓMARSDÓTTIR KR
Kvennalandsliðið:
Sami hópur hjá
Jörundi
ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Fer með til
Portúgals. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Sigurður Jónsson hætti
mjög óvænt sem þjálfari Grinda-
víkur á miðvikudag en aðeins tvær
umferðir eru eftir af Landsbanka-
deild karla. Grindavík er í fall-
hættu en langt frá því að vera fall-
ið og því kom það mönnum á óvart
að Sigurður skyldi stökkva frá
borði á þessum tímapunkti. Hann
segist hafa gert það með hags-
muni félagsins að leiðarljósi.
„Mé fannst ég ekki vera að ná
því út úr liðinu sem ég vildi og því
taldi ég mig vera kominn á enda-
stöð. Þess vegna fannst mér best
fyrir liðið að ég stigi til hliðar,“
sagði Sigurður við Fréttablaðið í
gær en árangur liðsins var farinn
að taka sinn toll hjá honum sjálf-
um. „Mér fannst ég ekki alveg
hafa orkuna og ástríðuna lengur
sem þarf að vera til staðar. Það
hefur gengið á ýmsu í sumar og
það má eiginlega segja að ég hafi
verið búinn að tapa neistanum.
Svo má ekki gleyma að árang-
urinn hefur alls ekki verið ásætt-
anlegur og ég ber ábyrgð á því. Ég
hef alltaf verið þannig að ef maður
nær ekki markmiðum sínum sé
best að snúa sér að öðru. Ég velti
þessu mikið fyrir mér eftir Vals-
leikinn og mín niðurstaða var sú
að það væri best fyrir liðið að fá
breytingu fyrir lokaleikina.“
Sigurður segist þó ekki vera
búinn að fá nóg af fótbolta. Hann
muni taka sér frí frá boltanum
næstu vikurnar en hann útilokar
ekki að snúa aftur á hliðarlínuna
hjá nýju liði.
- hbg
Sigurður Jónsson hafði hagsmuni Grindavíkur að leiðarljósi og ákvað að hætta:
Hafði ekki lengur orkuna og ástríðuna
Goddi.is
S. 5445550.
Lovisa bjálkahús
alls 31 fm. fallegt lítið
sumar-eða gestahús
kr. 728.000,-
LCI-958TR
stærð 152x244 sm.
12” dekk ber
750 kg.
kr. 84.500
LCI-850,
122x244 sm.
kr. 48.800,-
Slöngubátur
380 sm.
fyrir atvinnu-og
áhugamenn.
kr. 179.000,-
Gerðin MA-420/0AL
sameinar gæði,
endingu, áreiðanleika
og lágt verð.
Kr. 189.000,- m/álbotni
Valko, gestahús,
11,0 fm. ósamsett
kr. 215.000,-
FÓTBOLTI Skagamenn hafa ákveðið
að spýta í lófana fyrir næsta sumar
og ÍA vill fá Guðjón Þórðarson til
að reisa veldið við á nýjan leik og
koma ÍA aftur á meðal bestu liða
landsins.
Skjótt skipast veður í lofti því
fyrr í sumar, þegar Ólafur Þórðar-
son hætti með ÍA-liðið, afþakkaði
stjórn ÍA krafta Guðjóns og réð
þess í stað tvíburana Arnar og
Bjarka Gunnlaugssyni til þess að
klára sumarið.
Þessi stjórn verður þó ekki
áfram en heimildir Fréttablaðsins
herma að ný stjórn með Gísla
Gíslason, fyrrum bæjarstjóra á
Akranesi, í broddi fylkingar sé til-
búin að taka við rekstri knatt-
spyrnudeildarinnar og hún hefur,
samkvæmt sömu heimildum, verið
í viðræðum við Guðjón. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins ganga
viðræður við Guðjón mjög vel og
ekki er ólíklegt að tilkynnt verði
um ráðningu hans fljótlega eftir
helgi gangi allt upp.
Eiríkur Guðmundsson mun
hætta sem formaður meistara-
flokksráðs í lok tímabilsins en hann
hefur lítil afskipti af deildinni
þessa dagana þar sem hann er sest-
ur á skólabekk. „Ég hef heyrt af
því að verið sé að ræða við Guðjón
og sú saga gengur í bænum,“ sagði
Eiríkur en hann varðist allra frétta
og vildi sem minnst ræða málið.
Hann væri búinn að taka ákvörðun
um að hætta og því skipti hann sér
ekki af því sem væri að gerast hjá
deildinni þessa dagana.
Guðlaugur Kristinn Gunnars-
son, framkvæmdastjóri knatt-
spyrnudeildar ÍA, staðfesti við
Fréttablaðið að líklegt væri að
skipt yrði um stjórn. „Stjórn knatt-
spyrnudeildar er ekki að ræða við
Guðjón en á móti kemur að stjórn-
in er hugsanlega að hætta fljótlega.
Það er verið að vinna í því að finna
nýjan formann og hefur verið rætt
við einn einstakling í því sambandi.
Ég veit þó ekki hvort hann er tilbú-
inn að taka við,“ sagði Guðlaugur
en hann telur líklegt að þessi ein-
staklingur, sem er Gísli samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins, sé
byrjaður að huga að málefnum
deildarinnar þar sem fjöldi leik-
manna sé með lausan samning
fljótlega eftir að tímabili lýkur.
Arnar Gunnlaugsson, annar
þjálfara ÍA, sagði aðspurður að
hann og Bjarki væru vel opnir
fyrir því að halda áfram með liðið
tækist þeim að halda því uppi. Ekki
náðist í Guðjón Þórðarson í gær
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
henry@frettabladid.is
Kóngurinn á leið heim?
Guðjón Þórðarson mun hugsanlega taka við liði ÍA á nýjan leik. Viðræður hafa
átt sér stað uppi á síðkastið og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ganga þær
vel og ekki er ólíklegt að tilkynnt verði um ráðninguna í næstu viku.
HEIM Í HEIÐARDALINN Guðjón Þórðarson er sterklega orðaður við ÍA þessa dagana
en þeir sem munu taka við stjórnartaumunum hjá félaginu á næstunni vilja gjarna fá
Guðjón til að rífa ÍA upp úr meðalmennskunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR
Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu mætti ofjörlum sínum
í gær þegar liðið steinlá fyrir þýska liðinu Frankfurt, 5-0.
Blikastelpur byrjuðu þó leikinn mjög vel og fengu tvö
ágæt færi til að skora. Fyrst átti Elín Anna Stein-
arsdóttir skalla yfir mark Þjóðverjanna og á 18.
mínútu komst Guðlaug Jónsdóttir í dauðafæri
en skot hennar var varið. Eftir það sóttu Frank-
furtarar stíft og sókn þeirra bar árangur á
25. mínútu þegar þýska liðið skoraði mjög
umdeilt mark. Staðan var 1-0 í hálfleik en
í síðari hálfleik settu þýsku stúlkurnar í
fluggír og rúlluðu yfir Blikastúlkur.
„Fyrri hálfleikur var bara mjög góður hjá
okkur. Við vörðumst mjög vel og beittum góðum
skyndisóknum og með heppni hefðum við alveg
getað skorað eitt, jafnvel tvö mörk. Við förum 1-0
undir inn í hálfleik og það var klárt rangs-
töðumark sem þær skoruðu. Kannski alveg
óþarfi að þær séu að fá gefins mark í svona leik,“ sagði
Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks.
Guðmundur sagði að dagskráin hefði verið stíf undanfarna
daga og augljós þreyta hefði verið í liðinu í leiknum. „Við
spiluðum 120 mínútur á móti Val á laugardaginn og
mjög erfiðan leik á þriðjudaginn við Helsinki og það
var ákveðin þreyta í liðinu. Við fengum líka á okkur
mark snemma í síðari hálfleik og það var erfitt að
rífa sig upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann bætti
við að þýska liðið hefði líka bætt aðeins í sóknina í síðari
hálfleik og þá hefði verið erfitt að ráða við þær.
Breiðablik mætir Vitebsk frá Hvíta-Rússlandi á sunnudaginn í
síðasta leik riðilsins. Vitebsk gerði 0-0 jafntefli við Helsinki í gær
og þau úrslit þýða að Breiðabliki nægir jafntefli á sunnudaginn
til að komast upp úr riðlinum. „Það verður bara annar hörkuleikur
þar sem tvö jöfn lið mætast og að sjálfsögðu förum við í þann
leik til að vinna hann,“ sagði Guðmundur.
BASL Á BREIÐABLIKI Í EVRÓPUKEPPNINNI: STEINLÁ FYRIR ÞÝSKA LIÐINU FRANKFURT, 5-0, Í HELSINKI
Það var ákveðin þreyta í liðinu í leiknum
FÓTBOLTI Atli Eðvaldsson og stjórn
knattspyrnudeildar Þróttar
komust í gær að samkomulagi um
að Atli léti af störfum sem
þjálfari liðsins eftir sumarið en
Atli er aðeins á sínu fyrsta ári
með liðið.
Skilnaðurinn er í góðu og Atli
mun stýra liðinu í lokaumferð 1.
deildar um helgina. Atli skrifaði á
sínum tíma undir þriggja ára
samning við Þrótt en í samningn-
um var gert ráð fyrir því að
Þróttur færi upp um deild í
sumar. Ef það markmið næðist
ekki gátu báðir aðilar sagt upp
samningnum og það varð ofan á
að Atli og Þróttur ákvaðu að
skilja að skiptum.
Atli sagði við Fréttablaðið í
gær að hann væri ekki hættur í
þjálfun, hann hefði einfaldlega of
gaman af því. Um leið óskaði
hann Þrótti velfarnaðar í framtíð-
inni. - hbg
Breytingar hjá Þrótti:
Atli hættir eftir
eitt sumar
ATLI EÐVALDSSON Stýrði Þrótti í eitt
stormasamt ár.
FÓTBOLTI Ryan Giggs gæti verið
frá keppni í allt að þrjár vikur
eftir að hafa þurft að yfirgefa
völlinn í leik Manchester United
og Celtic á miðvikudaginn. Giggs
tognaði aftan í læri eftir hálftíma
leik en þessi snjalli leikmaður
hefur byrjað tímabilið frábær-
lega fyrir United liðið.
Giggs er ekki eini miðjumaður
Manchester United sem er frá
vegna meiðsla þvi Ji-sung Park
fór nýverið í aðgerð út af
ökklameiðslum og verður frá
keppni næstu þrjá mánuðina.
- dsd
Manchester United:
Giggs og Park
báðir meiddir
FÓTBOLTI Juan Roman Riquelme,
leikmaður Villarreal, tilkynnti í
gær að hann væri hættur að leika
með argentíska landsliðinu, en
hann er aðeins 28 ára gamall.
Riquelme sagði að ástæðan fyrir
þessari ákvörðun væri veikindi
móður sinnar.
„Frá því að HM endaði þá
hefur móðir mín tvisvar verið
flutt á sjúkrahús og það er mín
ábyrgð að hugsa um hana. Þetta
var í raun og veru auðveld
ákvörðun af því að fjölskyldan
mín gengur fyrir,“ sagði Riqu-
elme. - dsd
Juan Roman Riquelme:
Hættur með
landsliðinu