Fréttablaðið - 20.09.2006, Qupperneq 16
20. september 2006 MIÐVIKUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Kántrýbær er nú bara búinn vera lok-
aður í mánuð. Það fór að verða svo
lítið að gera hjá okkur þegar sumri tók
að halla að það tók því ekki að hafa
þetta opið. Bara fáeinar hræður sem
læddust inn á dag. Ég veit því ekkert
hvort hann verður opinn í vetur, það
verður bara að koma í ljós,“ segir
Hallbjörn Hjartarson, kántrýkóng-
ur Íslands, þungmáll.
Hann segir rólegheitin þó nota-
leg, nóg sé alltaf að gera hjá honum
við útvarpsstöðina og því ekki
yfir neinu að kvarta. „Já,
lífið hérna á Skaga-
strönd er sæmilegt
og hér gengur allt
sinn vanagang. Nú
er smalamennskan
búin að vera í fullum gangi og ég
hefði nú getað tekið þátt í henni.
Það gerði ég þó ekki enda orð-
inn gamall og latur,“ segir Hall-
björn.
Spurður hvort hann hafi
farið í berjamó í sumar þver-
tekur hann fyrir hafa nokk-
uð gaman af því.
„Í berjamó hef ég aldrei
farið og fer varla að taka
upp á því núna á gamals
aldri. Ég held bara
áfram að spila kántrý
í hæsta gæðaflokki
og bíð spenntur
eftir næsta pósti
með tónlist frá
Bandaríkjunum.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: HALLBJÖRN HJARTARSON KÚREKI NORÐURSINS
Rólegheitin alltaf notaleg
Þetta er
heimsfrétt
„Mér finnst þetta bara alveg frábær-
ar fréttir,“ segir Andrea Jónsdóttir,
tónlistarfræðingur og útvarpskona
á Rás 2, um
þær óvæntu
fréttir að
Sykurmol-
arnir ætli að
koma saman
aftur og spila
á einum
tónleikum í
Laugardalshöll
17. nóvem-
ber í tilefni
af 20 ára
afmæli fyrstu plötunnar þeirra. „Ég
var búin að liggja í flensu og þessar
fréttir hreinlega lyftu mér upp úr
veikindunum. Þetta er tónlistarfrétt
árins og hreinlega heimsfrétt.“
Andrea var með þeim fyrstu sem
kveiktu á Sykurmolunum. „Ég mætti
á útgáfutónleika fyrstu plötunnar í
Duus-húsi árið 1986 og það voru
bara örfáar hræður þarna. Ég var
með næturvakt á Rás 2 á þessum
tíma og spilaði lagið Ammæli mikið.
Ég man að Illugi Jökulsson hringdi
oft og bað um lagið á B-hliðinni,
Köttur. Það var uppáhaldslagið
hans.“ Andrea ætlar að mæta í
Höllina. „Það verður húsfyllir. Fólk
er alvarlega úti að aka ef það missir
af þessu.“
SJÓNARHÓLL
ENDURKOMA SYKURMOLANNA
ANDREA JÓNSDÓTTIR
TÓNLISTARFRÆÐINGUR
Undir hvað?
„Við teljum að vaxtartæki-
færi félagsins liggi víða og
munum við halda áfram
að efla góða undirliggjandi
starfsemi félagsins.“
RÓBERT WESSMAN, FORSTJÓRI
ACTAVIS, UM VIÐSKIPTI Í FRÉTTA-
BLAÐINU.
Er ekki kominn tími
til að hætta?
„...fyrir utan mína nánustu
fjölskyldu er það ekkert sem
hrærir eins strengi væntum-
þykju í brjósti mínu og þessi
hreyfing...“
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ÞING-
MAÐUR UM SAMFYLKINGUNA Í
MORGUNBLAÐINU.
■ Sykurmolarnir hafa nú boðað
kombakk 17. nóvember. Molarnir
spiluðu síðast fyrir fjórtán árum
í Tunglinu en lognuðust svo út af.
Skömmu síðar varð Björk stærsta
stjarna Íslandssögunnar. Jackson
Five lognaðist út af á fyrri hluta
níunda áratugarins en kom saman
aftur árið 1989 og gerði síðustu plöt-
una sína. Hún fékk litla athygli enda
skyggðu ofurvinsældir Michaels á allt.
Eins og dæmin sanna hætta hljóm-
sveitir aldrei því alltaf má kýla á
kommbakk. Þó má telja vonlítið að
Bítlarnir og ABBA komi saman aftur,
en Dátar eru ólíklegasta íslenska
sveitin til að eiga kombakk, enda
aðeins einn meðlimur á lífi.
SAMANBURÐUR
SYKURMOLARNIR OG
JACKSON FIVE
Lundinn og Laxness vinsælir hjá túristum
Bræðurnir Gísli og Úlfur
Úlfarssynir festu nýlega
kaup á gömlu húsi í miðbæ
Ísafjarðar sem gengur
undir nafninu Hæsti-
kaupstaður. Húsið hefur um
tíðina hýst alls konar starfs-
semi, síðast vídeóleigu og
líkkistusmíði. Þegar verið
var að hreinsa til á háaloft-
inu fundust fjórar æva-
gamlar flöskur milli þilja,
sem Úlfur telur líklegast að
hafi endað þar fyrir slysni.
„Merkilegasta flaskan er
hindberja límonaði frá verslun
Leonhard Tang,“ segir hann.
„Tang var danskur og lét reisa
þetta hús árið 1855 sem verslun.
Þessi flaska gæti því verið hátt í
150 ára gömul og miðinn er ein-
staklega skýr ennþá. Ég lyktaði
upp úr flöskunni en fann nú auð-
vitað enga lykt.“
Hinar flöskurnar sem fundust
voru Carlsberg-flaska
með hakakrossi, en Úlfur
segir hana ekki meira en
kannski sextíu ára gamla.
Hinar flöskurnar eru
óþekkjanlegar, en Úlfur
segir líklegast að þær séu
líka frá Carlsberg. „Hug-
mynd okkar bræðranna
er að koma húsinu í upp-
runalegt ástand og gera
svo eitthvað skemmtilegt
í því. Ætli það verði ekki
einhvers konar veitinga-
rekstur. Það fer eftir því
hvað við verðum kaldir hvenær
af þessu verður, en það er ljóst að
flöskurnar verða það fyrsta sem
fer upp á vegg þegar við byrjum
að skreyta.“
STÓRMERKILEGUR FLÖSKUFUNDUR Á ÍSAFIRÐI:
Verða það fyrsta sem fer upp á vegg
FLÖSKURNAR GÓÐU Ótrúlega heillegar miðað við aldur.
FRÉTTABLAÐIÐ/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON
Nú er ferðamannastraum-
urinn farinn að minnka en
um 170 þúsund erlendir
ferðamenn lögðu leið sína
til landsins í sumar. Sam-
kvæmt könnunum eyða þeir
hér um 10-15 prósentum
í verslun. Hvað skyldu nú
þessir gjaldeyrisskapandi
farfuglar hafa keypt og
tekið með sér heim frá land-
inu bláa?
Rammagerðin er rótgrónasta
minjagripaverslunin og Bryndís
Sigurðardóttir, verslunarstjóri í
Hafnarstræti, segir verslun hafa
verið mikla í sumar. „Við finnum
ekki fyrir neinni minnkun þótt
túristabúðir séu opnaðar nánast á
hverju götuhorni yfir sumarið.
Túristarnir eru mest í smávöru en
minna í stærri hlutum.“ Bryndís
segir gömlu góðu lopapeysuna
eiga undir högg að sækja. „Nýja
útgáfan af lopapeysunni sem er
minni og með rennilás selst miklu
meira en þessi gamla góða.“
Bryndís heldur áfram: „Allt
með lundanum og íslensku rúna-
stöfunum er mjög vinsælt, t.d.
bolir og hálsmen. Vörumerkið Lost
in Iceland er líka orðið mjög vin-
sælt. Það byrjaði sem ljósmynda-
bók fyrir nokkrum árum en nú
seljast bolir, húfur og hettupeysur
með áletruninni „Lost in Iceland“
eins og heitar lummur.“
Ásdís Benediktsdóttir hjá bóka-
búð Máls og menningar á Lauga-
vegi tekur undir þetta. Hún er ekki
í vafa um hvaða bók túristarnir
kaupa mest: „Það er ljósmynda-
bókin Lost in Iceland eftir Sigur-
geir Sigurjónsson.“ segir hún. „Ég
held mér sé óhætt að segja að frá
því hún kom út hafi hún verið vin-
sælasta túristabókin.“
Ásdís segir ferðamannastraum-
inn alltaf vera að aukast. „Þetta er
líka að lengjast fram á haustið. Ég
er að fara að taka túristavörurnar
niður núna, en áður var ég að því í
ágúst.“ Ásdís segir ýmsar aðrar
bækur njóta hylli. „Margir sækja í
söguarfinn okkar og Völuspá og
Íslendingasögurnar eru vinsælar.
Þó eru Hávamál alltaf vinsælust.
Hávamál má fá á fjölmörgum
tungumálum, rússnesku og
arabísku meira að segja. Ýmsar
barnabækur á ensku eru líka vin-
sælar og matreiðslubækur Nönnu
Rögnvaldsdóttur. Vinsælasta
skáldsagan er svo Sjálf-
stætt fólk á ensku –
Independent People
– en Arnaldur kemur
á hæla Laxness. Hann
er til bæði á ensku
og þýsku.“
Plötubúð 12
Tóna á Skólavörðu-
stíg er vinsæll við-
komustaður túr-
ista. „Við
erum að sjá
ótrúlega
aukningu í
sölu til ferðamanna og þegar mest
lætur yfir sumarið fáum við hér
rúmlega hundrað túrista á dag,“
segir Einar Kristjánsson
innanbúðarmaður. „Það er mikið
hlustað og skoðað og aðallega eru
okkar gestir að tékka á nútímatón-
list. Söluhæsti diskurinn í sumar
var ný safnplata Tilraunaeldhúss-
ins en eini hefðbundni túristadisk-
urinn sem selst að einhverju ráði
hjá okkur heitir The Soul of the
Great Viking.“
Í Skífunni á Laugavegi kaupa
túristar einnig mikið. „Við seljum
langmest af plötum Sigur Rósar og
Emilíönu Torrini, og svo er Gling
Gló mjög vinsæl,“ segir Davíð Sig-
urðsson, starfsmaður Skífunnar.
Gling Gló með Björk og Tríói Guð-
mundar Ingólfssonar kom út fyrir
sextán árum og hefur selst á
Íslandi í um 40 þúsundum eintaka.
Þar með er Gling Gló líklega sölu-
hæsta íslenska platan og er stór
hluti sölunnar til ferðamanna.
Í verslun 66° N í Bankastræti
fengust þau svör að útlendingarnir
væru vitlausir í íslenska flísið og
allt sem er merkt 66° N. „Þeir kaupa
allt sem við erum með,“ segir
Katrín Kristjánsdóttir, „en ef ég
ætti að giska á vinsælustu vöruna
myndi ég segja að það væru Wind-
stopper-peysurnar sem við erum
með.“ Hjá Global Refund sem end-
urgreiðir útlendingum virðisauka-
skatt fengust þær upplýsingar að
stærstur hluti endurgreiðslna væri
vegna kvenfatnaðar og skartgripa,
bæði íslenskrar framleiðslu og
erlendrar merkjavöru.
Yfir sumarið verður ekki þver-
fótað fyrir ferðamönnum að mynda
Hallgrímskirkjuturn. Margir þeirra
koma við í Krambúðinni efst á Skóla-
vörðustíg. „Það er vatn og mjólkur-
vörur eins og skyr og jógúrt sem
túristar kaupa mest,“ segir Gunnar
Ársæll Ársælsson, verslunarstjóri.
„Íslenskt sælgæti er líka vinsælt,
lakkrísinn líklega vinsælastur. Jap-
anarnir eru svo mikið í
fiskmetinu, búðin
tæmist nánast af harð-
fiski, laxi og kavíar
þegar við fáum Jap-
ana hingað inn.“
gunnarh@fretta-
bladid.is