Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 74

Fréttablaðið - 20.09.2006, Síða 74
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Jón Skaftason, Óli Kristján Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elínborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 20. SEPTEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N Margir velta ef til vill fyrir sér hvernig einelti geti átt sér stað á vinnustöðum og á meðal full- orðinna og hvernig það sé skil- greint. Algengara er að talað sé um einelti meðal barna í skólum en á meðal fullorðinna. Byrjað var að rannsaka ein- elti meðal barna snemma á átt- unda áratugnum en einelti á vinnustöðum í byrjun níunda áratugarins. Þá komu upp spurn- ingar um hvort einelti væri nokkuð sem kæmi fyrirtækjum og stofnunum við og hvort þau þyrftu að bregðast við á ein- hvern sérstakan hátt. Skv. reglu- gerð nr. 1000/2004 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað kemur fram að einelti sé: „Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að nið- urlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir.“ Einelti getur kostað fyrir- tæki mikla fjármuni bæði vegna kærumála og vegna áhrifa sem það hefur á starfsfólkið. Einelti getur haft áhrif á mætingu starfsmanna, skilvirkni, eldmóð og hvatningu. Áhrifin lýsa sér m.a. í því að starfsmaður miss- ir sjálfstraust, finnur til leiða, sefur illa, fær höfuðverki og hækkaðan blóðþrýsting. Nýlega kom upp mál í Bretlandi þar sem bankastarfsmaður hjá Deutsche Bank í London fór í mál við bankann fyrir að hafa ekki varið sig gegn einelti sem átti sér stað á vinnustað. Starfsmaðurinn sagði fjóra starfsmenn hafa lagt sig í einelti sem hefði endað með taugaáfalli. Dómarinn dæmdi starfsmanninum í hag 800 þús- und pund eða yfir eitt hundr- að milljónir íslenskra króna og sagði að yfirmenn bankans hefðu mátt vita af eineltinu og hefðu átt að grípa inn í. Sífellt fleiri fyrirtæki setja nú í starfsmannastefnu sína reglur um að starfsfólk skuli vera meðvitað um hvernig hegðun þeirra getur haft áhrif á aðra og ennfremur að komið skuli fram við alla starfsmenn fyrirtækisins af virðingu. Þá er í auknum mæli tekið f r a m í starfsmannastefn- um að einelti sé ekki liðið og að starfsfólk sem lætur einelti við- gangast eða tekur þátt í því skuli svara til saka. Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðs- stjórnun Einelti á vinnustöðum S T A R F S M A N N A M Á L Actavis hefur ákveðið að hækka ekki boð sitt í króatíska lyfja- fyrirtækið Pliva. Ekki vantaði áhugann á að eignast fyrirtækið en niðurstaða stjórnenda Actavis er að hærra verð sé ekki rétt- lætanlegt. Ef að líkum lætur, þótt ekkert sé öruggt í þeim efnum, mun bandaríska lyfjafyrirtækið Barr eignast Pliva. Auðvitað er ekki gaman að lúta í lægra haldi og horfa á eftir eftirsóknarverðu fyrirtæki í annarra hendur. Þetta eru þó ekki endilega slæmar fréttir þegar til lengri tíma er horft. Fyrirtæki gefa út stefnu og sýn á verkefni sín. Mat mark- aðar á virði þeirra ræðst af þessari framtíðarsýn og trúverðugleika henn- ar. Þannig hefur Actavis marglýst yfir að þrátt fyrir mikil fyrirtækjakaup á undanförnum árum standi fyrirtækið fast við skilgreiningar sínar á virði fyrirtækjanna og flokki stíft kauptæki- færi á markaði. Þannig lendi mörg til- boð í ruslafötunni sem fáir vita um aðrir en fólk í innsta hring viðskipta fyrirtækisins. Íslensk fyrirtæki hafa verið umsvifa- mikil í erlendum fyrirtækjakaupum. Flest þessi kaup hafa gengið vel, verið vel ígrunduð og skilað hluthöfum mikl- um ávinningi. Það fer hins vegar ekki hjá því þegar lítið land verður sýnilegt á alþjóðamarkaði að efasemdarradd- irnar hljómi. Þannig hefur umræðan snúist um að Íslendingar kaupi fyrst og spyrji svo og gefið hefur verið í skyn að um tilviljanakennd og illa ígrunduð viðskipti hafi verið að ræða í mörgum tilvikum. Íslendingar hafa hins vegar kvartað undan því að þeir hafi fundið fyrir því að þessi orðrómur hafi gert það að verk- um að seljendur fyrirtækja hafi reynt að hækka verðið af því að Íslendingar sýndu áhuga á að kaupa. Þetta hefur stundum verið kallað Íslendingaálag og byggðist á goðsögninni um að Íslendingarnir stjórnuðust af kaupgleði fremur en hyggjuviti. Í því ljósi er ákvörðun Actavis góðar fréttir. Fyrst og fremst vegna þess að fyrirtækið sýnir með henni staðfestu og stefnu- fylgni sem eykur trúverðugleika fyrirtækisins. Þetta mun án efa halda aftur af verði í framtíðarkaupum fyrirtækisins til sóknar í hóp þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Almennt mun þetta nýtast Íslendingum í framtíðarkaupum á erlendum fyrirtækjum sem vísun í að menn séu einungis tilbúnir til að greiða skynsamlegt verð í útrásinni. Því hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er tilhneigingin sú að setja öll íslensk fyrir- tæki að einhverju leyti undir sama hatt. Var ákvörðun Actavis um að hækka ekki tilboð í Pliva góðar eða slæmar fréttir? Stríð vinnast þótt orrustur tapist Hafliði Helgason Þannig hefur umræð- an snúist um að Íslendingar kaupi fyrst og spyrji svo og ... að þessi orðróm- ur hafi gert það að verkum að seljendur fyrirtækja hafi reynt að hækka verðið af því að Íslendingar sýndu áhuga á að kaupa. Þetta hefur stundum verið kall- að Íslendingaálag og byggðist á goð- sögninni um að Íslendingarnir stjórn- uðust af kaupgleði fremur en hyggjuviti. Háværar óánægjuraddir hafa hljómað í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands í síðustu viku, en eins og kunn- ugt er hækkaði bankinn vexti um 0,5 prósent, í 14 prósent Svo háir vextir eru nánast einsdæmi í hinum vest- ræna heimi og er skammtímavaxta- munur við útlönd nú um 10 prósent. Verðbólga hér á landi er þó einnig töluvert meiri en í viðskiptalöndunum og er raunvaxtamunurinn því nokkuð minni. Þannig sýnir samræmd vísi- tala neysluverðs í ágúst 7,1 prósent verðbólgu hér á landi samanborið við 2,5 prósent í viðskiptalöndunum. En hvernig sem horft er á málið, þá eru vextir mjög háir hér á landi. Undanfarna mánuði hefur Seðlabankinn tjáð skoðanir sínar með skýrum hætti og, ólíkt því sem áður var, hafa aðgerðir fylgt orðum. Þetta kemur hvað best fram í því að vaxta- ákvörðun bankans í síðustu viku var algerlega í takt við væntingar mark- aðsaðila. Á fréttaveitu Bloomberg spáðu alls átta bankar, þrír innlendir og fimm erlendir, og minnist ég þess ekki að spámenn hafi allir verið sam- mála áður. Ástæðan er auðvitað ein- föld: Seðlabankinn lagði fram ítarlega greiningu í júlí og tók þá skýrt fram að fyrirliggjandi verðbólguspá kallaði á enn frekari vaxtahækkanir. Jafnframt nefndi bankinn þau atriði sem hann taldi geta dregið úr verðbólguþrýst- ingi og atriði sem gætu aukið verð- bólguþrýsting. Markaðsaðilar hafa síðan fylgst grannt með hagvísum og átt óvenju auðvelt með að geta sér til um næstu skref bankans. Þetta er einkenni gengsærrar peningastefnu, sem jafnframt er mikilvæg forsenda trúverðugleika og virkni peningastefn- unnar. TÓM VITLEYSA Í SEÐLABANKANUM? Í ljósi þessa gegnsæis kom það mér nokkuð á óvart hvers eðlis óánægju- raddirnar hafa verið í vikunni. Þá á ég við þá áherslu sem sumir gagn- rýnendur leggja á að aðgerðir bank- ans skorti trúverðugleika. Einnig þá vaxandi tilhneigingu að gera lítið úr kunnáttu starfsmanna bankans. Það er sjálfsagt mál að gagnrýna bankann og verðbólgumarkmiðið sem slíkt, en þær áherslur sem hér hafa verið nefnd- ar hljóta að verka öfugt. Umræða um getuleysi Seðlabankans kann að hola steininn og sannfæra einhverja um að gerðir Seðlabankans séu tóm vitleysa og virki ekki gegn verðbólgu. Ef svo er, þá aukast verðbólguvæntingar, sem að óbreyttu neyða Seðlabankann út í enn meiri vaxtahækkanir en ella. Ég velti fyrir mér hver sé tilgangur svona gagn- rýni nú þegar stór hluti sérfræðinga á fjármálamarkaði gerir ráð fyrir að stýri- vextir hafi náð hámarki og verði ekki hækkaðir meira. Ég sé ekki hver getur haft hag af því að gera Seðlabankann og aðgerðir hans ótrúverðugar, nema menn vilji hreinlega leggja niður inn- lenda peningamálastjórn − og það fljótt. Snýst umræðan þá ef til vill ekki um Seðlabankann, heldur um það hvort við getum yfirleitt haldið í krónuna? Þetta leiðir hugann að umræðunni um nauðsyn þess að afnema verðtrygg- ingu nú í sumar. Mikil verðbólga hefur aukið skuldir heimilanna, enda eru ríf- lega 90 prósent af skuldunum verð- tryggð. Í mínum huga er það þó ekki verðtryggingin sem slík sem er vanda- málið, heldur verðbólgan. Ég er nefni- lega sannfærð um að lántakendur munu ekki fá neitt gefins þótt verðtryggingin yrði afnumin. Verðbólgan yrði að mínu mati innheimt í hærri nafnvöxtum. Þar sem verðbólgusveiflur eru gríðalegar hér á landi er líklegast að lán yrðu aðal- lega veitt með breytilegum vöxtum. Þá kæmu vaxtahækkanir strax fram í mjög mikilli hækkun afborgana lána í stað hækkunar á höfuðstóls í verðtryggðu kerfi. Virkni peningamálastefnunnar yrði að óbreyttu meiri í slíku kerfi, þótt líklega myndi almenningur allur flýja yfir í erlend lán og því tæplega hægt að tala um „að öðru óbreyttu“. En hvað sem því líður er afar áhuga- vert að velta fyrir sér kröfunni um afnám verðtryggingar. Ég hef velt mögulegri framkvæmd töluvert fyrir mér og eina raunhæfa leiðin sem ég sé er að leggja niður krónuna og taka upp aðra mynt. Snýst umræðan þá ef til vill ekki um verðtrygginguna, heldur um það hvort við getum yfirleitt haldið í krónuna? HVAÐA HLUTVERK HEFUR KRÓNAN? Krónan spilar stórt hlutverk í óvenju miklum sveigjanleika íslensks hag- kerfis. Með nokkurri einföldun er hagsveiflusagan eftirfarandi: Stórar fjárfestingar og kerfisbreytingar í fjármálakerfinu valda því að inn- lend eftirspurn eykst langt umfram framleiðslugetu og það sem opinber fjármálastjórn ræður við. Aðhaldssöm peningastefna veldur því að gengi krónunnar styrkist. Styrkingin ýtir undir innflutning, sérstaklega á fjár- festingavörum og hálfvaranlegum neysluvörum, og veldur miklum við- skiptahalla. Undir lok hagsveiflunnar fellur gengi krónunnar. Á sama tíma verður mikill samdráttur í innflutningi fjárfestingavara fyrir stóriðju. Þetta tvennt veldur því að viðskiptahallinn lækkar hratt og jafnvel hverfur á einu til tveimur árum. SAMSÆRISKENNING FÆÐIST Hágengi síðustu ára dregur þróttinn úr innlendri framleiðslu og hvetur eig- endur fyrirtækjanna til að flytja fram- leiðsluna úr landi. Gengissveiflurnar, einar og sér, auka áhættu og fram- leiðslukostnað innlendra fyrirtækja og veikja þau í samkeppni við erlenda keppinauta. Því er eðlilegt að menn leiti leiða til að flytja inn stöðugleika. Kannski er það þess vegna sem umræð- an virðist í auknum mæli snúast um að leggja niður krónuna. Getum við tryggt okkur stöðugleika t.d. með upptöku evrunnar? Svarið við þessari spurningu ræðst af efnahagshorfum næstu ára. Ef horft er til þeirra stóriðjuáforma sem nú liggja á teikniborðinu, þá er svarið „nei“ í mínum huga. Til skemmri tíma er þörf á krónunni, en þegar frá líður er rétt að endurmeta stöðuna. Án krón- unnar og peningamálastjórnunar yrðu ríkisstjórn og sveitarfélög ein með hag- stjórnarhlutverk og mótvægisaðgerðir. Þótt fjármálastefna ríkis og sveit- arfélaga geti tekið mun meiri þátt í hagstjórninni en undanfarin ár, er óraunhæft að gera ráð fyrir að þau geti hjálparlaust veitt nauðsynlegt mótvægi við þær stóriðjufjárfesting- ar sem framundan eru. Í því sam- bandi má benda á að þótt ríkið og sveitarfélögin hættu við helming allra fjárfestinga dygði það tæplega til að sporna alfarið gegn verðbólgu. Þrátt fyrir upptöku evru eru því miklar líkur á að verðbólga og viðskiptahalli fari úr böndunum. Við skilyrði fullrar atvinnu veldur verðbólga launaskriði og dreg- ur úr samkeppnishæfni Íslands. Þetta mun draga úr innlendri framleiðslu og fækka störfum, eins og hágengið gerir í dag. Ef krónan er horfin er hins vegar ekki hægt að „leiðrétta“ aukn- ingu launakostnaðar með gengislækk- un og erfiðara verður að endurheimta störfin. LISTFLUG KREFST SVEIGJANLEIKA Það er pólitísk ákvörðun að nýta orku- lindir Íslands og fjárfestingunum fylg- ir gríðarlegt álag á hagkerfið allt. Við slíkar aðstæður er sveigjanlegt gengi kostur, en ljóst er að sá sveigjanleiki er á kostnað fjölda atvinnugreina sem fyrir eru. Pólitísk ákvörðun um stór- aukna nýtingu orkulinda er því jafn- framt ákvörðun um erfiðara rekstrar- umhverfi fyrirtækja. Mitt mat er það, að á meðan við stöndum í stóriðjuframvæmdum sé afnám krónunnar ekki leiðin að stöðu- leika. Það er jafnvel óraunhæft að gera yfirleitt ráð fyrir stöðugleika í slíku umhverfi. Þess vegna finnst mér samsærið gegn krónunni vanhugsað. Eftir stóriðjukúfinn getur hins vegar verið skynsamlegt að leggja krónuna niður og þvinga þannig fram aukinn aga í verðákvörðunum og hagstjórn. Samsæriskenning um krónuna Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans O R Ð Í B E L G
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.