Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 6

Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 6
STJÓRNMÁL Myndavélar með sér- stökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöf- in kom frá bandarísku alríkislög- reglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagn- fræðiprófessors í tímaritinu Þjóð- málum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftir- liti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum ára- tug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra á bak við ráðning- una. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkis- ráðherra, féll hann frá fyrri hug- myndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strang- leynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dóms- málaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnis- blaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lög- reglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóð- félagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræð- ur þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbygg- ingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mest- um hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur. bjorn@frettabladid.is 6 23. september 2006 LAUGARDAGUR WASHINGTON, AP Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hitti George W. Bush að máli í gær í Hvíta húsinu. Heimsóknin komst í hámæli vegna ummæla sem Musharraf lét falla í viðtali í þættinum 60 Minutes á CBS fyrir fundinn; að Bandaríkja- menn hefðu hótað að „sprengja Pakistan aftur á steinöld“ ef ríkið fylkti ekki liði í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Yfirmaður leyniþjónustu Pakistana segir að Richard Armitage, þáverandi aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi hótað sér þessu í samtali stuttu eftir árásina á Tvíbura- turnana 11. september árið 2001. Einnig á Armitage að hafa farið fram á að pakistönsk stjórnvöld kæmu í veg fyrir að almenningur í landinu sýndi opinberlega stuðning við téða árás. Armitage neitar ásökunum, en játar að hafa verið harðorður; að ríkisstjórnin í Pakistan þyrfti að ákveða hvort hún væri „með eða á móti“ Bandaríkjunum. Dan Bartlett, ráðgjafi Hvíta hússins, sagðist ekki vita nákvæmlega hvað Armitage hefði sagt við pakistanska ráðamenn, en það lægi fyrir að eftir árásirn- ar hefði forseti Pakistans verið krafinn svara af Bandaríkja- mönnum um „hvort hann stæði með hinum siðmenntaða heimi eða talíbönum og al-Kaída“. - kóþ Forseti Pakistans um stuðning ríkis síns við „stríðið gegn hryðjuverkum“: Bandaríkin hótuðu árás FORSETI PAKISTANS Musharraf hitti George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra er ekki kunnugt um að í dómsmálaráðuneytinu séu ummerki um starfsemi öryggis- þjónustu lögreglunnar. Í grein Þórs Whitehead kemur fram að bandaríska alríkislög- reglan hafi gefið íslensku öryggisþjónustunni tæki til eftirlits og njósna árið 1950 og hafi slíkur búnaður borist hingað allt til loka kalda stríðsins. Birni er ekki kunnugt um að þau tæki séu enn brúkuð hjá yfirvöldum; telur enda að þau hafi verið sniðin að kröfum kalda stríðsins og stöðu mála þá. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra: Ekki kunnugt um ummerki BJÖRN BJARNASON Upplýsingar Þórs Whitehead um hleranir og eftirlit er gömul saga og ný fyrir Ragnari Stefánssyni, prófessor við Háskólann á Akur- eyri, sem var í forsvari Fylkingar- innar, samtaka ungra vinstrisinna, frá 1966 og fram á áttunda áratug- inn. „Við vissum vel af þessu,“ segir Ragnar. Fylkingarfólk leitaði eitt sinn staðfestingar á að símar þess væru hleraðir. „Sagt var í símtali að efna ætti til aðgerða á Skóla- vörðuholti og svo fylgst með hvort lögreglumenn kæmu aðvífandi, sem og þeir gerðu.“ Ragnar segir fólk hafa gætt þess að símarnir væru hleraðir og því ekki rætt um leyndustu þrár og óskir. „Annars var ekkert að fela, aðgerðir okkar voru opnar enda reyndum við að ná til sem flestra til að fá fólk á fundi og í kröfugöngur.“ Ragnar rifjar líka upp að yfir- völd sendu flugumann á fund Fylk- ingarinnar. „Hann var að sækja um vinnu í lögreglunni og var sendur til að afla um okkur upp- lýsinga. Við sögðum honum ein- hverja þvælu og á endanum sagð- ist hann hafa verið sendur.“ Í grein Þórs kemur fram að síð- asta heimild sem liggi fyrir um símhleranir sé frá 1968. Ragnar segir að sér kæmi ekki á óvart að símar hafi verið hleraðir eftir það. Ímyndar hann sér til dæmis að símar hafi verið hleraðir í aðdrag- anda fundar forseta Bandaríkj- anna og Frakklands á Kjarvals- stöðum í maí 1973. Ragnar Stefánsson var í forystu Fylkingarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum: Vissu af hlerunum og eftirliti RAGNAR STEFÁNSSON GRÓÐURHÚSAÁHRIF 212 milljarðar frá Branson Auðkýfingurinn breski Richard Bran- son hét því á fundi með Bill Clinton í vikunni að eyða sem samsvarar 212 milljörðum króna á næstu þremur árum til að berjast móti gróðurhúsa- áhrifum. Branson segist undir áhrifum frá Al Gore, fyrrum aðstoðarmanni Clintons. VINNUMARKAÐUR Árni Björgvins- son veitingamaður bauð Pólverj- unum, sem telja sig svikna um laun og húsnæði, greiðslu upp á 150 þúsund krónur í gær. Hann segir að þeir hafi tekið því og hætt svo við. Fréttablaðið birti frétt um málið í gær. Árni segist ekki skulda mönnunum neitt. Þeir hafi verið vegalausir á Íslandi og hann hafi gefið þeim frítt fæði og útvegað svefnstað gegn því að þeir hjálpuðu sér og gistu í bátnum. Aðstaðan í bátnum hafi ekki verið slæm og miklu betri en í bílnum, sem Pólverjarnir hafi gist í fyrstu vikurnar á Íslandi. - ghs Árni Björgvinsson: Skuldar Pólverj- unum ekkert PÓLVERJARNIR VIÐ BÁTINN Árni Björgvinsson veitingamaður segist ekki skulda Pólverjunum neitt. HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir síbrotamanni þar til dómur gengur í máli hans, en þó ekki lengur en til 27. september. Maðurinn er grunaður um ýmiss konar fjársvik, fjölmarga þjófnaði, fíkniefnavörslu og bílþjófnað. Maðurinn á langan sakaferil að baki og liggur undir grun um að hafa framið fjölmörg afbrot á síðustu dögum og mánuðum. Héraðsdómur hafði úrskurðað að ætla mætti að hinn ákærði myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann væri frjáls ferða sinna. - þsj Hæstiréttur staðfestir úrskurð: Síbrotamaður áfram í haldi Ertu sátt(ur) við launin þín? Já 29% Nei 71% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú í rjúpnaveiði? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN Íslendingum gefin tæki til njósna allt kalda stríðið Bandaríska alríkislögreglan gaf öryggisþjónustu íslensku lögreglunnar njósnabúnað árið 1950. Tækjagjafir bárust frá bandamönnum allt til loka kalda stríðsins. Lögreglan átti nokkurt safn eftirlits- og njósnatækja. LÖGREGLUSTÖÐIN VIÐ HVERFISGÖTU Öryggisþjónustan hafði aðsetur í herbergi á þriðju hæð hússins. Í því var skjalasafn lögreglunnar um kommúnista og búnaður til símhlerana. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri lét brenna megnið af skjalasafninu við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur árið 1976. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A BRETLAND, AP Vilhjálmur prins, eldri sonur Karls Bretaprins, mun gegna herþjónustu í „Blues and Royals“-riddaraliðssveitinni, eins og yngri bróðir hans, Harry. Vilhjálmur mun þó væntanlega ekki fylgja félögum sínum í hersveitinni til Afganistans, skyldi hún verða send þangað, þar sem hann er annar í erfðaröð- inni að krúnunni og því viðbúið að reynt verði að halda honum utan fremstu víglínu. Harry hefur hins vegar svarið að fylgja sveitinni í hvert það verkefni sem henni kann að verða falið á meðan hann þjónar í henni. - aa Breska konungsfjölskyldan: Vilhjálmur prins í herinn VILHJÁLMUR Prinsinn var við skyldustörf á fæðingardeild sjúkrahúss í Lundúnum í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.