Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 23.09.2006, Qupperneq 22
22 23. september 2006 LAUGARDAGUR ■ LAUGARDAGUR, 16. SEPTEMBER Átaksverkefni Í dag skilst mér að tvö átaksverk- efni séu í gangi, annars vegar á að fá Reykvíkinga til að eta fisk en ekki ket og hins vegar til að hjóla í stað þess að aka bíl. Hvorttveggja hið besta mál. En af meðfæddri þvermóðsku ákvað ég að gera hvorugt. Við Sólveig fórum út að borða og Fjalakötturinn varð fyrir val- inu. Af því að vegalengdin þangað að heiman er innan við 200 metrar neitaði Sól- veig að leyfa mér að fara þangað á bíl, en þegar á stað- inn var komið gat hún ekki neytt mig með sér í fiskátakið. Ég er reyndar bara svona þvermóðskufull- ur á sérstökum átaks- dögum þegar einhverjir vilja ráðskast með mig. Hvunndags þegar ég fæ að vera í friði með mínar sérviskur vil ég fremur fisk en kjöt og hjóla fremur en keyri bíl. Fjalakötturinn er fínn stað- ur, það er að segja hugguleg- ur veitingastaður, maturinn góður og verðið innan skyn- samlegra marka. ■ SUNNUDAGUR, 17. SEPT. Ljóð verður að lífgjafa Í dag var aðal- fundur Spes. Foringjarnir í því félagi, Njörður forseti og Össur formaður, eru kraftaverkamenn, því að nú er lítið ljóð um barn í Afríku sem Njörður orti fyrir næstum 40 árum orðið að lífgjafa afr- ískra barna, það er orðið að barnaþorpi í Lomé í Togo þar sem kátir krakk- ar njóta góðrar umönnunar. Meðan deilt er um það fram og aftur hvort þróunaraðstoð geri gagn og komist yfirleitt til skila fer hver einasta króna sem Spes aflar rak- leiðis í uppbyggingu og rekstur barnaþorps- ins og stjórnarmenn í samtökunum borga kostnað vegna ferðalaga og fundahalda beint úr eigin vasa. „Sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyninu,“ eru einkunnarorð Spes. Þegar ég var orð- inn uppiskroppa með ráð til að bjarga mannkyninu frétti ég af Spes og finnst ég ekki alveg jafn gagnslaus síðan. Í dag voru kosningar í Svíþjóð og allt útlit er fyrir að Göran Pers- son og sósjaldemókratar fái fúlan bakstur og íhaldið sem Friðrik Reinfeldt hefur dubbað upp í félagshyggjumúnderingu og fót- laga skó taki við stjórn landsins. Kratarnir hafa bara gott af því að hvíla sig frá landsstjórninni um stund. Það er nauðsynlegt fyrir alla að breyta um ríkisstjórn af og til. ■ MÁNUDAGUR, 18. SEPT. Afmælisbarn í þriðju persónu Litla Sól á afmæli í dag, þriggja ára, sem er auðvitað merkis- afmæli. Í heila viku hefur hún talað um sig í þriðju persónu sem „afmælisbarn- ið“ allar götur síðan ég álpaðist til að segja henni að hún ætti afmæli á næstunni og yrði þar af leiðandi afmælisbarn. „Úbs, afmælisbarnið sullaði niður á sig,“ segir hún og setur upp hátignarsvip. Frökenin tók með sér afmæl- is(súkkulaði)köku á leikskólann í morgun og í kvöld gerðum við okkur dagamun þótt afmælishátíð- in sjálf verði ekki fyrr en um næstu helgi. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 19. SEPT. Vindurinn sem skekur stráin Aðalkosturinn við að vera meðlim- ur í Evrópsku kvikmyndaakademí- unni er að maður fær á hverju ári sent úrval af 40 til 50 bestu mynd- um sem gerðar eru í álfunni. Tilgangurinn er sá að félagar í akademíunni kjósi síðan „bestu myndina“, „besta handritið“, „besta leikarann“ og svo framveg- is og svo er haldin hátíð þegar Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin, Felix, eru afhent. Ég er latur að kjósa - nema af þjóðræknisástæðum. Ég er samt hræddur um að þjóðremban verði útundan hjá mér þetta árið því að í kvöld horfðum við á mynd eftir einn af mínum eftirlætisleikstjórum, Ken Loach, „The Wind That Shakes the Bar- ley“ (Vindurinn sem skekur strá- in). Snilldarverk um fólk í stríðshrjáðu landi sem leiðir hug- ann að þeim hörmungum sem nú ganga yfir Írak - og við Íslending- ar gengumst í ábyrgð fyrir. ■ FIMMTUDAGUR, 21. SEPT. Hefðbundinn fíflagangur yfirvalda Stórfrétt í Fréttablaðinu þar sem fullyrt er að löggan sé að rannsaka „mál sem flokkast undir þjóðarör- yggismál“. Þetta „þjóðaröryggismál“ snýst um mann „af erlendum uppruna“ (að sjálfsögðu) sem er talinn hafa „lagt sig fram um að kynna sér meðferð sprengiefnis og sprengju- gerð“. Mér þótti þetta lúmsk frétt. Ekki síst vegna þess að fingra- förin á henni vitnuðu um hefð- bundinn fíflagang yfirvalda: Fyrst er fréttinni lekið. Svo vill enginn kannast við að hafa lekið henni. Ekki benda á mig. Enginn vill kannast við neitt. Samt vill enginn neita neinu. Enginn vill láta hanka „Forvirkar rannsóknarheimildir“ Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá átaksverkefnum, meðfæddri þvermóðsku, félagshyggjumúnderingu og fótlaga skóm. Ennfremur er rætt um afmælisbarn í þriðju persónu og undarlega fréttarunu um ógn við öryggi þjóðarinnar. KJARTAN ÓLAFSSON KJARTAN ÓLAFSSON KJART AN KJ ARTAN SSON KJARTAN STURLUSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.