Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 28

Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 28
 23. september 2006 LAUGARDAGUR28 MAGNÚS KJARTANSSON TÓNLISTARMAÐUR Margbrotin persóna „Þegar við fórum af stað með þættina Á tali var honum umhugað að gera eitthvað nýtt í sjónvarpi. Var því með keppni í skyráti og í sama þætti, sem var sá fyrsti, kom maður sem ætlaði að sýna þjóðinni hvað hann væri með vel þjálfaða hunda. Þátturinn fór örugglega tuttugu mínútur fram yfir áætlaðan dagskrártíma. Þegar þátturinn átti að vera búinn var fólk enn að borða skyr og hundarnir neituðu að sýna okkur allar þær listir í beinni útsendingu og þeir höfðu sýnt okkur fyrr um daginn. Fresta þurfti fréttunum en okkur fannst þetta samt ægilega fyndið og hlógum mikið. En einn veturinn sem við vorum með þættina ætlaði ég að gera svakalegt átak og fara reglulega í sund. Hemmi hafði haft einhvern pata af þessu fyrirhugaða átaki mínu og hringdi alltaf í mig þegar ég var að synda. Þá lét hann laugarvörðinn hlaupa að bakkanum og sækja mig í laugina. Þegar ég kom upp úr og í símann, rennblautur og kaldur á skýlunni, fór hann yfir prógramm næsta þáttar í miklum smáatriðum. Ekki var ég fyrr farinn að synda aftur en ég sá laugarvörðinn koma hlaupandi á ný til að sækja mig í símann. Þá þurfti Hemmi að ræða dagskrá þáttarins enn frekar. Það varð því ekkert úr þessum fögru fyrirhei- tum mínum um sundátakið. Ég hef lengi haft Hemma grunaðan um að hafa verið að stríða mér, án þess að hafa nokkurn tíma fengið svör við þessu.“ HALLDÓR EINARSSON (HENSON) ATHAFNAMAÐUR Elskaður af ekkju á Ísafirði „Ég kann ófáar sögur af honum Hermanni en fæstar þeirra eru prenthæ- far,“ segir Halldór Einarsson, góðvinur Hemma Gunn. „Ég veit eiginlega ekki hvor sagan fær að flakka þannig að þær fjúka bara báðar,“ bætir hann við. „Hemmi var að stjórna samkomu á Súðavík og eins og svo oft áður var töluvert um að myndir væru teknar af honum. Þarna var hins ve- gar maður sem var alltaf á vappi í kringum sviðið og smellti af í gríð og erg þannig að Hemma þótti nóg og spurði hverra erinda maðurinn gengi. Maðurinn sagðist vera að vinna fyrir ekkju á Ísafirði sem hefði einungis elskað þrjá menn allt sitt líf; manninn sinn sáluga, Elvis Presley og Hem- ma Gunn,“ segir Halldór. „Hin sagan gerist hjá Bergi Guðnasyni sem hélt smá teiti til heiðurs Hemma en hann hafði þá fengið viðurkenningu fyrir hundrað landsleiki,“ segir Halldór og heldur áfram. „Hemmi hafði fengið litla styttu af manni sem teygði aðra höndina upp í loft. Þegar vel var liðið á selskapinn gerðist það að Hemmi settist á styttuna með þeim afleiðingum að hún stakkst inn í ofanvert lærið. Jón H. Karlsson, sem þá var nýbyrjaður í læknisfræði, fékk þarna sitt fyrsta verkefni, að girða niður um Hemma í stofunni og ná styttunni út. Var haft á orði að þarna hefði Hemmi fengið landsleikina í rassinn á sér.“ BERGUR GUÐNASON LÖGMAÐUR Hrekkjusvín „Hemmi var hrekkjóttur í gamla daga og gat verið alveg hams- laus, jafnvel við sína bestu vini. Hemmi var ágætis eftirherma og hringir eitt sinn í félaga sinn Elías Hergeirsson, sem var þá í stjórn knattspyrnuráðs Reykja- víkur, og þykist vera Sigurður Sigurðsson útvarpsmaður, sem hann náði asskoti vel. Hann bað Elías að taka saman fyrir sig úrslit úr öllum knattspyrnu- leikjum sumarsins; A, B, C og D lið í öðrum, þriðja, fjórða og fimmta flokki karla og kvenna. Hann yrði að fá þetta strax eftir helgina því hann ætlaði að vera með sérstakan þátt sem fjallaði um árangur félaganna í yngri flokkunum. Þetta var náttúru- lega svakalegt verkefni, því Elías þurfti að tína þessar upplýs- ingar til úr öllum áttum. Ég held að Hemmi hafi látið aumingja manninn engjast í sólarhring áður en hann hringdi í hann og sagði að þetta hefði bara verið í gamni.“ GUÐJÓN GUÐMUNDSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR Kjaftstopp „Páll Magnússon hafði fengið Hemma til að lýsa meistara- deildinni á Sýn og ekkert mál með það. Hemmi undirbjó lýsingar sínar af kostgæfni og skrifaði inngang og svo framvegis. Hann fékk að vera á skrifborði Valtýs Bjarnar sem var einhvers staðar fjarri góðu gamni. Sími Valtýs hringdi hins vegar látlaust og var Hemmi orðinn frekar svona pirraður á að svara. Og brestur þolin- mæðina þegar enn og aftur er spurt um Valtý og segir: „Já, nei. Hann er ekki við. Hann fór að kaupa sér skó. Það er útsala í búðinni Krakkar.“ „Já, vildirðu biðja hann um að hringa heim þegar hann kemur. Þetta er konan hans.“ Ekki oft sem Hemmi verður kjaftstopp en það var þarna.“ RAGNA FOSSBERG SMINKA Tunglið hans Hemma „Ég man eftir því þegar Hemmi fór fyrst að fá skalla. Í fyrsta skiptið sem ég spurði hvort ég ætti að greiða yfir tunglið fékk hann dálítið sjokk og þurfti að fá spegil til að athuga málið. Honum fannst ég náttúrlega voðalega ósanngjörn að vera að benda honum á þetta. Svo var þetta gegnum- gangandi brandari hjá okkur, hvernig tunglið liti út þann og þann daginn. Þegar hann kom svo aftur til okkar eftir dvölina í Taílandi hélt ég að hann væri búinn að fá sér einhvern hártopp, hárið á honum var svo þykkt að framan eitthvað. En svo var víst ekki.“ RAGGI BJARNA SÖNGVARI Bjó til Þröst og Bíbí „Hemmi er alveg ótrúlegur grallari og það vita það nú eiginlega flestallir sem þekkja hann vel. Hann lýgur að manni og ruglar mann upp úr skónum og hefur óhemju gaman af því. „Þegar við vorum í Sumargleðinni þá var það heilt sumar að hann bjó til par sem hét Þröstur og Bíbí. Þegar stóru böllin voru á laugardögum voru þau alltaf að gera einhver ósköp af sér úti í sal sem Hemmi fann upp á að þau væru að gera. Hann passaði sig alltaf á því að ég var alltaf niðri í kjallara þar sem maður skiptir um föt. Síðan veinaði hann á mig og strákabjálfarnir tóku alltaf þátt í þessu. Ég hljóp alltaf upp til að sjá þetta. Það var svo spennandi að vita hvað þau væru að gera af sér því hann bjó til alls konar hryllingssögur um það. Og ég upp á þúsund og beint inn á svið og þá sagði Hemmi alltaf: „Andskotinn, þú ert nýbúinn að missa af þessu, þau voru að fara út.“ Þetta gerði hann við mig í heilt sumar og ég fattaði þetta aldrei. Við héldum síðan loka- partý á Sögu og þá var hlegið alveg óskaplega að þessu.“ Árið 2006 er tímamótaár fyrir Hermann Gunnarsson. Og þar með þjóðina alla. En sá Hemmi sem þjóðin þekkir af skjánum er aðeins önnur hliðin á peningnum, án þess að hér sé sagt að Hemmi sé tvöfaldur í roðinu. Ekki eiga allar sögur af Hemma endilega erindi við almenning. Enda Hemmi marg- brotin persóna og stundum flókin. Fréttablaðið fékk nokkra samferðamenn Hemma til að segja af honum sögur. Hér kemur stjórnandi þáttarins... Heeeeeemmmi Gunnnnnn UNNUR STEINSSON ATHAFNAKONA Systir Heimis Steinssonar „Hemmi er náttúrlega einstak- lega stríðinn og hefur mjög sérstakan húmor, eins og landsmenn þekkja. Við unnum saman við þættina Happ í hendi sem voru sýndir í Sjónvarpinu á þeim tíma sem Heimir Steinsson var útvarpsstjóri. Ég var aðstoðarmanneskja í þáttunum, nýbyrjuð í sjónvarpi og eðli- lega voðalega viðkvæm fyrir allri stríðni. Hemmi kynti salinn oft upp með því að segja brandara fyrir útsendingar og í eitt skiptið var ég á leið framhjá upptöku- salnum þegar Hemmi segir: „Þetta er hún Unnur, systir hans Heimis. Þannig fékk hún vinnuna.“ Ég stóð þarna eins og kjáni og salurinn gleypti við þessu. Allir héldu að ég væri skyld honum. Ég var í marga mánuði á eftir að reyna að leiðrétta þennan misskilning, meira að segja við aðra starfsmenn sjónvarpsins.“ 1966 Fer allt að gerast í lífi Hem-ma sem þá er á 20. aldursári. Hann lýkur þá Versló og útskrifast sem bis- nessmaður. Nokkrum vikum áður var hann valinn í landsliðið í handbolta og spilaði sinn 1. landsleik við Pólverja og þá Dani í undankeppni heims- meistaramóts. Á miðju sumri 1966 er Hemmi valinn aftur í landsliðið í fótbolta og verður auk þess Íslandsmeistari með Val í fyrsta skipti. Þetta sama ár er hann fastráðinn á Ríkisút- varpinu - Gömlu gufunni og var þá með Lög unga fólksins. Hemmi hefur því verið 40 ár í útvarpi. 1981 Hemmi er fenginn til að stjórna Áramótaskaupi Sjónvarpsins og hófst þar með glæstur sjónvarpsferill Hemma. Þetta þýðir að Hemmi á 25 ára starfsafmæli sem sjón- varpsmaður. 1986 tók Hemmi þátt í stofnun Bylgjunnar þar sem hann hefur verið með annan fótinn síðan. 2006 Og Hemmi mun í desem- ber hinn 9. verða sextugur! „Já, með pompi og prakt. Eða...,“ segir Hemmi um komandi afmæli. Flókið verður að toppa 50 ára afmælið en þá mættu rúmlega þúsund manns og 230 skemmtikraftar stigu á stokk. „Öll flóran. Allt frá geggjuðu rokki upp í Karlakór Reykja- víkur. Q4U og Hljómarnir í upp- runalegri mynd. Ég hef ekkert ákveðið enn. Annað hvort læt ég mig hverfa eða held upp á það. Það þýðir ekkert kaffi milli þrjú og fimm.“ ÁRIÐ HANS HEMMA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.