Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 29

Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 29
Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | s: 569 7700 | f: 569 7799 | nyherji@nyherji.is www.lenovo.is 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Nýherji stofnaður með samruna IBM á Íslandi og Skrifstofuvéla og verður umboðsaðili IBM. IBM kynnir fyrstu fartölvuna sem vegur minna en 2kg. IBM hefur selt 100 milljón tölvur út um allan heim. Einkatölvuhluti IBM og tölvuframleiðandinn Lenovo renna saman í eitt fyrirtæki undir nafninu Lenovo. IBM kynnir fyrstu einkatölvuna til sögunnar. Hún var með 4,7MHz örgjörva og 16K í minni. Fyrsta færanlega tölva IBM kemur á markað, hún var aðeins 14 kg. Fyrsta fartölvan frá IBM kemur á markaðinn. Þetta er fyrsta fartölvan á markaðnum með litaskjá og pinnamús. 25 árum síðar víkkar Lenovo út vörulínuna. Auk Lenovo ThinkPad kemur Lenovo 3000 fartölvulínan á markað sem setur nýja staðla í gæðum og verðum. Í tilefni 25 ára afmæl isins bjóðum við 25.000 kr óna afslátt af Lenovo ThinkPad T60 fartöl vu Tilboðsve rð: 239.900 k r. Verð áður: 264.900 k r. Nýherji fagnar því að í ár eru 25 ár síðan hóf tölvubyltinguna með því að setja fyrstu einkatölvuna á markaðinn. Kíktu í verslun Nýherja og skoðaðu afmælistilboðin. LAUGARDAGUR 23. september 2006 JÓN ÓLAFSSON SJÓNVARPS- OG TÓNLISTARMAÐUR Fatlafól „Ég hef náttúrlega heyrt margar sögur af Hemma. Til dæmis þessa sem ég veit ekkert hvort er sönn. En þessum mönnum er trúandi til alls. Þannig var að fyrir mörgum mörgum árum voru þeir á erlendri grundu þeir Hemmi og Gylfi Kristinsson blaðamaður. Líklega verið þarna saman vegna einhvers íþróttaviðburðar sem þurfti að lýsa og skrifa um. Voru í einhverri flughöfn og rekast þá á hjólastól. Í góðu fjöri ákveða þeir að rétt sé að Gylfi keyri Hemma um í stólnum sem fatlaður sé. Á einhverju ákveðnu andartaki keyrir Gylfi á kant með þeim afleiðingum að Hemmi dettur úr stólnum. Drífur að múg og margmenni. En þá rís Hemmi upp og segir hátt og snjallt, mjög undr- andi á svip: I can walk!“ ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON (LADDI) SKEMMTIKRAFTUR Þekkti mig ekki sem Elsu Lund „Það var ansi skondið þegar Elsa Lund kom fyrst fram á sjónarsviðið. Hemmi kallinn vissi að það var búið að plata mig til að leika einhverja kellingu og gera eithvað fyndið. Hann fylgdist hins vegar ekkert með því þegar ég og Bjössi Emils upp- tökustjóri bjuggum til gervið. Bjössi ákvað að við skyldum bara búa til rosa skutlu, sem varð auðvitað raunin með Elsu. Svo þegar ég var kominn í gervið réðst ég beint á Hemma, fór að tala við hann og hanga utan í honum. Hemmi hreinlega þekkti mig ekki til að byrja með. Smám saman fór hann að fatta þetta en var aldrei alveg viss, enda var þetta svo ólíkt mér, rosaleg skvísa með flottar tennur og svona. Hemma greyinu fannst þetta mjög óþægilegt og ég auðvitað nýtti mér það vel, var alltaf utan í honum og káfaði á honum og fleira. Það er óhætt að segja að Hemmi var mjög feiminn og óöruggur í fyrstu tökunum.“ HEMMI GUNN Hemmi er líklega einn hláturmildasti maður landsins og þó víðar væri leitað. Og landsmenn þekkja ekki nema brot af öllu gríninu. Og til að rugla menn í ríminu enn á Hemmi nú 3 ára afmæli hins nýja lífs síns eða frá því hann fékk hjartaáfall og hvarf um hríð til annarra heima. „Og nú er ég að byrja með nýjan þátt. „Í sjöunda himni“. Og verður ekki annað sagt en ég hafi kannað þann himinn nokkuð vel í gegnum tíðina.“ ÓMAR RAGNARSSON SJÓNVARPSMAÐUR Engan leikaraskap hérna! „Sögur af Hemma Gunn? Við höfum sko átt nokkrar snerrurnar saman. Hemmi var einu sinn að spila kappleik með Val á Akureyri. Hann var algjör snillingur í að sóla varnarmennina og tók eina af sínum þekktu rispum, plataði hvern leikmanninn á fætur öðrum upp úr skónum þar til varnarmaður kom og keyrði hann niður. Hemmi spratt á fætur og horfði á Magnús Pétursson sem þá var að dæma en hann flautaði ekkert. Hemmi gekk að Magnúsi og spurði af hverju hann hefði ekki dæmt neitt, þetta hefði verið augljóst brot. Magnús brosti bara og sagði að fyrst Hemmi hefði verið svona snöggur upp væri þetta varla neitt til að væla yfir. Svo líður á leikinn og Hemmi tekur aðra rispu, sólar sömu mennina þar til að sami varnarmaðurinn keyrir hann niður. Hemmi rúllar eins og leikmenn gera oft í dag, liggur eftir og þykist vera sárþjáður en Magnús dæmir ekki neitt. Hemmi hleypur að honum og segir af hverju hann hafi ekki dæmt neitt núna. „Heyrðu karlinn minn,“ svarar Magnús ákveðið. „ Engan leikaraskap hérna!“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.