Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 36

Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 36
[ ]mannlegi þátturinn m an nl eg i þá tt ur in n Nudd er ekki bara fyrir sjúka, heldur virkar líka vel sem fyrirbyggjandi aðgerð Höfuðbeina- og spjaldhryggs- meðferð er heildrænt með- ferðarform sem á sér rætur í hefðbundnum vestrænum vísindum. Það sem átt er við með höfuð- beina- og spjaldhryggskerfi, eru þær himnur sem umlykja mið- taugakerfið (heili og mæna) og hafa beinfestu á höfuðbeinum og spjaldhrygg. Innan þessara himna er mænuvökvinn sem nærir og ver miðtaugakerfið. Ef spjald- beinið situr ekki rétt í mjaðma- grindinni, eða höfuðið liggur ekki nákvæmlega rétt á liðflötum efsta hálsliðar, má búast við röngu álagi í himnunum sem umlykja mænuna. Það getur valdið áreiti á allar taug- ar sem liggja út úr henni og getur valdið hinum ólíkustu einkennum, hvar sem er í líkamanum. Við kjöraðstæður hjá heilbrigðum einstaklingi er ekkert sem hindrar þessa hreyfingu í mænuvökvan- um, þar af leiðandi er engin hindr- un á milli miðtauga og úttauga- kerfis. Margt getur þó farið úrskeiðis og myndast hindranir, og þar með erting á taugakerfið. Höfuðbein geta aflagast vegna höggs, hnakkabein getur aflagast á efsta hálslið við fæðingu en slík skekkja lagast ekki sjálfkrafa. Mikil staðbundin spenna í band- vef, vegna sjúkdóma, skurðað- gerða, höggs, streitu eða annars konar áfalla getur einnig leitt til spennu í himnunum. Meðferðin Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeð- ferð fer fram með þeim hætti að í flestum tilvikum liggur sá er þigg- ur meðferðina á bekk og er full- klæddur. Yfirleitt er notaður létt- ur þrýstingur eða tog sem hefur að markmiði að meta og með- höndla himnurnar sem umlykja miðtaugakerfið. Þessi meðferð vinnur með líkamanum í að auka eigin getu til að efla starfsemi miðtaugakerfisins, minnkar nei- kvæðar afleiðingar streitu, eflir almennt heilsufar og eykur við- nám gegn sjúkdómum. Algengt er að þessi meðferð taki um klukku- stund í senn og langflestir finna fyrir verulega bættri líðan eftir fyrstu 1-3 skiptin. Vefræn tilfinningalosun Vefræn tilfinningalosun er sál-lík- amleg aðferð sem notuð er til að aðstoða líkamann við að losa um vefrænar afleiðingar af áföllum og neikvæðar tilfinningar sem þeim tengjast. Líkaminn geymir oft í sér orku t.d. reiði eða hræðslu, sem er afleiðing slysa, meiðsla eða til- finningalegs áfalls. Áfallið gerir það að verkum að líkaminn geym- ir orkuna á einhverjum stað í lík- amanum og myndar það sem kall- að er orkumein (energy cyst). Heilbrigður líkami getur aðlag- ast slíkum orkumeinum en eftir því sem árin líða minnkar aðlög- unarhæfni líkamans og þá koma fram einkenni sem sífellt er erfið- ara að horfa framhjá eða halda niðri. Vefræn tilfinningalosun fer þannig fram að slík orkumein eru fundin, losað er um þau og við- komandi fer í gegnum áfallið og vinnur þannig úr því. Þessi með- ferð hefur reynst afskaplega vel við meðferð á PTSD (Post Trau- matic Stress Disorder) eða áfalla- röskun eins og það er kallað á íslensku. Efni, orka og andi Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð má einnig nota á börn með góðum árangri.NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Hjón á miðjum aldri óska eftir svefni Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeð- ferð hefur verið að þróast alla síð- ustu öld út frá vinnu og uppgötv- unum þriggja lækna; A.T. Still, William Sutherland og Dr John E. Upledger. A.T. Still (1828-1917) missti þrjú barna sinna þegar þau veikt- ust af heilahimnubólgu. Hann áleit þau hafa dáið af meðferðinni en ekki sjúkdómnum sjálfum. Hann hneigðist í átt að náttúrulækning- um eftir þá erfiðu reynslu. Hann lagði mikla áherslu á að líkaminn væri ein eining eða heild og að uppbygg- ing líkam- ans og starfsemi hans væru nátengd. Hann leit á líkamann sem kerfi með sjálflækn- andi eigin- leika, því minna sem gripið sé inn í starfsemina þeim mun betur gangi að læknast. Hann komst einnig að þeirri niðurstöðu að sum lyf væru hættuleg. Dr. John Upledger, prófessor í lífaflsfræði, leiddi teymi af líf- fræðingum, lífeðlisfræðingum og lífefnaverkfræðingum og þróaði CranioSacral-meðferðina á árun- um 1975 til 1980, eftir mikla rann- sóknarvinnu. Niðurstaða Dr. Upledgers var sú að árangursrík meðferðarvinna yrði að taka til allra mannlegra þátta, jafnt lík- amlegra sem andlegra þátta. Mað- urinn er ein heild og þannig beri að meðhöndla hann. Saga og þróun Við kynnumst Erlu Ólafsdóttur sjúkra- þjálfara og hennar leið frá hefðbundu meðferðarformi yfir í heildrænar lækningar. Ragnar Stefánsson rafmagns- verkfræðingur segist hafa orðið fyrir kraftaverki á bekknum hjá Erlu. Þórey Edda Elíasdóttir, stangar- stökkvari og afreksíþróttakona, segir okkur frá reynslu sinni af höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð í vatni. Vilhjálmur K. Stefánsson lögreglu- þjónn líkir upplifun sinni af meðferð- inni við alsæluástand. MANNLEGI ÞÁTTURINN ER Á DAGSKRÁ NFS OG TALSVÖÐVARINNAR Í DAG KL. 10.10 A.T. Still upp- hafsmaður höfuðbeina og spjald- hryggjarmeð- ferðar. John Upledger hefur þróað meðferðina á síðustu árum. í dag Höfuðbeina- og spjaldhryggs-meðferð hefur m.a. reynst árangursrík við eftirfarandi: • Mígreni • Krónískum háls- og bakverkjum • Heila- og mænuskaða • Örðugleikum í stjórnun hreyfinga • Streitu- og streitutengdum vandamál- um • Kjálka- og bitvandamálum • Hryggskekkju • Síþreytu • Taugavandamálum • Námsörðugleikum • Ofvirkni • Vefjagikt • Áfallaröskun • Vandamálum í ónæmiskerfinu • Vefjavandamálum eftir skurðaðgerðir • Vanlíðan ungbarna Mannlegi þátturinn ÁSDÍS OLSEN Eftir að ég fæddi þriðju dóttur mína var ég að drepast í mjöðm- unum. Ég fann til í hverju skrefi og haltraði um eins og útbrunnin hornkerling sem les í skrokkinn á sér eins og veður- kort og finnur á mjöðminni ef lægð er á leiðinni. Ég sá fyrir mér lífið í eldhúskróknum þar sem ég reri fram í gráðið og nuddaði lífi í skrokkinn á morgnana. Velti því líka fyrir mér hvort almættið væri að kyrrsetja mig svo ég gæti betur sinnt eldhússtörfunum. Svo ég leitaði mér hjálpar hjá heimil- islækninum sem vísaði mér í sjúkraþjálfun. Ég fór í bylgjur og hita og nudd og teygjur − í marga mánuði haltraði ég upp stigann til að komast í sjúkra- þjálfun og ég haltraði niður stigann aftur. Einn dag í sjálfsvorkun og vonleysi datt mér í hug að fara í nudd. Ég pantaði tíma hjá nuddara í Baðhúsi Lindu og bjóst við ilmolíum, góðri slök- un og notalegheitum. En áður en ég veit af er nuddkonan komin upp á bekkinn til mín þar sem hún hamast á mjöðm- unum á mér eins og bestía. Þetta var ekki alveg það sem ég hafði átt von á frá þessar við- mótsþýðu ungu konu. En krafta- verkið gerist! Allt í einu var eins og gysi upp úr mjöðmun- um áþreifanlegur kuldi − ég fann kuldann yfirgefa mig og svífa burt og síðan streymdi hiti um mig eins og kveikt hefði verið bál inni í mér. Og ég var útgrátin og agndofa − skildi ekki hvað hafði komið fyrir mig. Ég hef aldrei fundið til í mjöðmunum síðan. Og enn þann dag í dag − þó að ekkert sé að mér − fer ég stundum í nudd til Unnar – og kannski er það einmitt þess vegna sem ekkert er að mér. Nema hvað – það var enginn galdur sem ég upplifði. Ég hafði bara kynnst því á eigin skinni að líkaminn er meira en efni. Við erum líka orka. Ný uppgötvun fyrir mig, sem er alin upp við vestræna vísinda- hyggju, en aldagamall sann- leikur í Indlandi og Kína. Þegar fjórða stelpan mín mætti í þennan heim var hún ekki viss um að þetta væri öruggur staður. Strax í móður- kviði hafði hún upplifað kvíða- kast hjá móður sinni. Hún hafði tekið til sín ótta og spennu ... og kannski svolítið óæskilega mynd af jarðlífinu. Sú litla taldi því öruggast að vera við brjóst- ið á mömmu sinni. Hún var ekki viss um að það væri óhætt að sofna og svaf því lítið og stutt í einu og hún átti það til að hrökkva upp með harmkvælum eins og skrattinn hefði birst henni. Þegar ég bar mig upp við ungbarnaverndina á heilsu- gæslunni var mér sagt að láta barnið gráta sig í svefn. Ég hélt nú ekki – ég hafði aldrei heyrt annað eins bull. Nú voru góð ráð dýr því við hjónin, komin á miðjan aldur, þurftum endilega að fá svefn hvað úr hverju. Ég fór að spyrjast fyrir og leita lausna í óhefðbundna geiranum – þó með allan vara á. Ætlaði ekki að taka neina sjensa með þetta viðkvæma blóm sem mér hafði verið treyst fyrir. Snorri sundkennari er traustur maður og sagðist hafa heyrt vel látið af konu sem tæki börn í höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð. Og hún væri enginn kuklari, heldur sjúkra- þjálfari sem hefði traustan grunn í anatómíu og lífefna- fræði. Við hjónin mættum bæði með snúllu á stofuna til Erlu uppi í Mosfellsbæ. Sú stutta í fanginu á mér og við skoðuðum bók. Erla var með lokuð augun og hélt um hana miðja. Þegar tíminn var búinn var barnið uppgefið og hún svaf lengur en nokkru sinnum fyrr. Það var eins og slaknað hefði á henni og henni leið betur. Eftir annan tímann var komið nýtt öryggi í barnið og hún svaf heila nótt í fyrsta skiptið. Heilun og Slökun Tilvalið fyrir þá sem eiga erfi tt með svefn og andlega vellíðan Jafn fyrir unga sem aldna Pantið tíma í síma 845 4890 -Magnús Þú getur byrjað hvenær sem er Morguntímar 7:15-8:15 Til að auka afköstin Hádegistímar 12:00-12:50 Til að endurnýja orkuna Kvöldtímar 20:00-21:00 Til að láta sér líða vel Engjateigur 5, 2.hæð, S:553-0203, www.yogashala.is, yoga@yogashala.is , . Frír prufutími

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.