Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 37

Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 37
[ ]Tískublöð geta veitt innblástur að persónulegum stíl. Með því að blaða í þeim má fá ýmsar hugmyndir sem veita innblástur þegar kemur að fatakaupunum. Gull, silfur, brons og margs konar málmáferðir eru það sem koma skal í haust og vetur. Tískan fer í hringi. Það hefur margsýnt sig og sannast. Á fyrrihluta níunda áratugarins var algengt að poppstjörnur, (t.d. Rod Stewart, Cher og fleiri) skreyttu sig að hætti Mídasar með því að smella sér í gull- sokkabuxur, gullkjóla, bronstoppa og fleira sem glóir. Svo lagðist þessi tíska af um tíma eða þar til nú í haust en gull-, brons- og silfuráferðin hefur snúið aftur í öllu sínu veldi. Magnaðir málmar Nýtt frá Estée Lauder. Þau eru elegant og djörf, fólkið sem hannar haustlínuna og ákvarð- ar litavalið hjá Estée Lauder. Stíl- að er inn á elegans og kynþokka sem hefur fengið að eldast eins og gott vín. Langir hanskar og háir hælar, kampavín og kokteilboð ... allt er þetta innblástur á bak við litavalið í ár. Fjólublátt og fallegt NEGLUR: Pure Color Nail Lacquer naglalakkið hefur fallega platínum áferð og er plómulitað. VARIR: Pure Color Lipstick og Pure Color Crystal Gloss gefa vörunum þínum fallegan gljáa líkt og þú værir kynþokkafull kvikmyndastjarna á hvíta tjaldinu árið 1955. AUGU: Grapich Color Eye Shadow askja með íðilfögrum fjólubláum augnskuggum sem draga fram þinn eigin augnlit og minna um leið á augu Elisabeth Taylor þegar hún var upp á sitt besta, en stjarnan sú var stundum kölluð stúlkan með fjólubláu augun. Pínulítill og ótrúlega sexí bronskjóll. Færi t.d. vel með leggings og legghlífum. Zara. Make fashion history. Zara. Gellu gullskór með snáka- munstri a go-go. Zara. Lítil taska til að taka með á djammið. Zara. Gylltur bolur með fallegum ermum. Top Shop. Gullbronsaðir og brúnir strigaskór. Zara. Gullbronsaðir háir hælar. Elegant og móðins.Top Shop. Diesel lætur ekki sitt eftir liggja í gullinu. Nicky Hilton í sætum silfurkjól. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.