Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 66
24 að Mick Jagger, söngvari hljómsveit- arinnar Rolling Stones, fæddist 26. júlí 1943? að hans rétta nafn er Michael Philip Jagger? að hann er fæddur inn í miðstéttar- fjölskyldu í Kent á Englandi? að honum gekk vel í skóla, enda átti hann að verða kennari eins og faðir hans og afi? að hann stundaði nám við London School of Economics á skólastyrk? að hann hætti eftir eins árs nám til að elta draum um frama í tónlist? að foreldrarnir voru síður en svo hrifnir af þessari ákvörðun? að Jagger fór að syngja í klúbbnum Firehouse í London, 19 ára gamall? að hann hafði aldrei hlotið neina kennslu í tónlist? að Keith Richards var skólafélagi Jaggers? að umboðsmaður Rolling Stones krafðist þess að Jagger kallaði sig Mick en ekki Mike? að vinir hans kalla hann Mike? að þegar umboðsmaðurinn var rek- inn árið 1969 tók Jagger við stjórn- inni og hefur séð um viðskiptahlið hljómsveitarinnar síðan? að hljómsveitin fékk eitt sinn meðlimi Hell‘s Angels til að sjá um löggæslu á tónleikum? að það fór illa þar sem mótorhjóla- gengið særði fjölda aðdáenda og drap einn? að Jagger hefur átt í fjöldamörgum ástarsamböndum? að á sjöunda áratugnum bar mest á sambandi hans við söng og leikkon- una Marianne Faithfull? að hann á sjö börn með fjórum konum? að fyrir utan opinber sambönd er talið að hann hafi átt samneyti við Sophie Dahl, Carly Simon, Umu Thurman, Helmut Berger og David Bowie? að barnsmæður Jaggers eru Marsha Hunt, Bianca Jagger, Jerry Hall og Luciana Gimenez? að þegar Jerry Hall reyndi að skilja við Jagger kom í ljós að þau höfðu aldrei verið gift? að giftingin, að hætti hindúa á strönd á Balí, var ekki viðurkennd á Englandi? að Jagger er mikill aðdáandi krikket- íþróttarinnar? að hann er 178 cm hár, en sumir segja þó að hann sé ekki hærri en 173 cm? að Jagger var sæmdur riddaratign í desember 2003, þá sextugur? VISSIR ÞÚ... Draumahelgi Jóhannesar Braga Bjarnasonar yrði í lengra lagi, þar sem almennir frídagar yrðu í báða enda svo úr yrði hálfgerð draumavika. „Á fyrsta degi kæmi til mín heill her iðnaðarmanna að ljúka byggingaframkvæmdum heima hjá mér,” segir hann. „Verk- stjórinn afhenti mér lykla að rándýrum ítölskum sportbíl, sem við Eva kærastan mín færum á til Hótel Búða, þar sem við snæddum kvöldmat með Rolling Stones.” Á laugardegi færi Jóhannes á hestbak, vélsleða og í siglingu með Evu, eftir að hafa snætt þynnkumat í boði Snoop Dogg og félaga. „Að svo búnu tæki við frekari gleðskapur með vinum mínum úr „Menningarklúbbnum Mat og Massa”, þar sem matreiðslumeistarinn Auguste Escoffier eldaði ofan í okkur 10-12 ljúffenga rétti,” segir hann. Næst bæri Jóhannes og Evu niður í Suður-Frakklandi, þar sem afgangur helgarinnar færi í hangs, sólböð og sjósport. „Þar myndi fyrrtéður Escoffier, ásamt Jamie Oliver og Charlie Trotter, elda dýrindis máltíð, nánast beint upp úr Miðjarðarhafinu, fyrir okkur skötuhjúin og gesti, ömmur mínar og afa sem væru öll orðin aftur um þrítugt,” segir hann og bætir við að þar sé mikið stuðfólk á ferð. Daginn eftir vaknaði Jóhannes við símtal frá verkstjóran- um, sem segði að byggingaframkvæmdum væri lokið og því tímabært að skoða útkomuna. „Okkur Evu tækist með undraverðum hætti og á mettíma að ná heim til Íslands á sportbílnum, að sjálfsögðu með viðkomu á nokkrum skemmtilegum stöðum í Evrópu.” - rve DRAUMAHELGIN Tjúttað með ömmu og afa JÓHANNES, PLÖTUSNÚÐUR OG LJÓSMYNDARI, MYNDI VILJA EIGA VIÐBURÐARÍKA HELGI MEÐ KÆRUSTUNNI SINNI EVU. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ����������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������� Tekk-Company býður viðskiptavinum sínum aðstoð og ráðgjöf útlitshönnuða við val á húsgögnum fyrir heimili og fyrirtæki. Hafðu samband á tekk@tekk.is og við finnum hentugan tíma til skrafs og ráðagerða. ����� �������������� ���� �������������� � � � � �� � � ����� ����� NÝJAR VÖRUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.