Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 70

Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 70
 23. september 2006 LAUGARDAGUR34 Safnari og náttúrubarn eru orð sem lýsa Petru best. Frá því hún opnaði augun í fyrsta skipti hefur hún veitt umhverfi sínu meiri athygli en flest okkar gera nokkurn tímann. Foreldrar hennar virðast hafa skynjað þetta og völdu henni því viðeigandi nafn því á grískri tungu þýðir orðið „petra“ einfaldlega steinn. Fjallið og fjaran voru hennar leiksvæði og þaðan fékk hún leikföng sín. Petra týndi fallega eða óvenjulega steina til að skreyta í kringum sig eða búa til úr þeim ílát eða skraut- muni í svonefnd „gullabú“, sem hún og vinkonur hennar byggðu sér. Á ferðum sínum fann hún margan steininn sem hún girntist að eiga en lét liggja, þangað til síðar. Að safna í huganum Petra byrjaði að safna steinum fyrir alvöru þegar hún og eigin- maður hennar fluttu í lítið hús inn- arlega í þorpinu sem þau skýrðu Sunnuhlíð. Ástæðan var einfald- lega sú að þá hafði hún loksins svigrúm til að færa alla steinana heim í hús. Þessa steina hafði hún skoðað í fjöllunum frá barnsaldri svo að í raun hafði söfnunarstarf hennar farið fram í huga hennar fram að þeim tíma að hún hafði húsrúm til að taka þá með sér og geyma. Eða eins og hún segir sjálf: „Ég vissi hvert ég átti að fara þegar ég fór virkilega að safna.“ Fyrstu tuttugu árin af söfnun- arstarfi sínu sótti Petra nær ein- göngu steina í fjörur og fjallgarð- inn norðan Stöðvarfjarðar. Petra gekk einfaldlega út um aðaldyrn- ar á Sunnuhlíð og eins og leið lá upp brekkurnar og á fjöllin fyrir ofan. Allt fram á miðjan sjöunda áratuginn voru engir vegir til að fara til steinaleitar suður fyrir fjörðinn eða í firðina sunnan við Stöðvarfjörð. Bílvegur var ekki lagður um Kambanesskriður yfir til Breiðdalsvíkur fyrr en árið 1962 og brú yfir Stöðvará í botni fjarðarins kom það sama ár. Sam- band við bílfæran veg norður til Fáskrúðsfjarðar kom heldur ekki fyrr en árið 1953. Stöðvarfjörður var því mjög afskekktur lengi eftir að bílaöld hófst sem frestaði því að Petra leitaði steina í nálæg- um sveitum. Steinarnir hennar eru því langflestir úr Stöðvarfirði og af Austurlandi því Petra hefur nær ekkert leitað steina í öðrum landsfjórðungum. Eitthvað skrítin Margir hugsa með sér að steina- safnari hljóti að vera svolítið skrít- inn og Petra hefur fengið að heyra þá skoðun úr mörgum áttum í gegnum árin. „Mér var oft bent góðlátlega á að mér væri nær að halda mig heima við bakstur eða við önnur heimilisverk sem hæfðu betur húsmóður eins og mér.“ Petra hefur alltaf látið slíkar úrtöl- ur eins og vind um eyrun þjóta og hefur aldrei reynt að bæla niður söfnunarþörf sína. Hún er samt sammála því að hún hljóti að vera sérlunduð fyrst hún hafi gaman að því að tína grjót. En það er þörf sem hún ræður ekki við. Mikil vinna Á undanförnum áratugum hafa hundruð þúsunda heimsótt Petru. Eins og gefur að skilja hefur þetta haft áhrif á daglegt líf hennar og fjölskyldunnar og margir sem koma í safnið, skoða steinana hennar Petru án þess að gera sér grein fyrir að þeir eru staddir á einkaheimili. Á undanförnum árum hefur Sunnuhlíð vissulega tekið á sig svipmót safns en er þó fyrst og fremst heimili. Petra hefur fyrir löngu sætt sig við allt það ónæði sem af gestakomum stafar og henni finnst verðlaunin yfirskyggja óþægindin með öllu. Sumarið og haustið eru anna- samasti tíminn hjá Petru og hennar fólki. Síðustu tíu árin hefur gestum fjölgað jafnt og þétt og þeir urðu rúmlega tuttugu þúsund í fyrra- sumar. Yfir mesta ferðamannatím- ann koma þar oft nokkur hundruð manns á dag og ekki er óalgengt að tvö til þrjú hundruð manns skoði safnið á sama tíma. Undanfarin ár hefur það verið vinsælasti við- komustaður ferðamanna á Austur- landi. Gestirnir eru fjölþjóðlegur og lítríkur hópur og um árin hefur Petra fengið margar eftirminnileg- ar heimsóknir. Eftirminnilegt fólk „Hingað kom einu sinni Banda- ríkjamaður sem hafði slasast alvarlega í Víetnamstríðinu og var bundinn við hjólastól. Hópur- inn sem hann ferðaðist með hafði lítinn tíma aflögu en þegar komið var að brottför neitaði hinn fatl- aði hermaður að yfirgefa safnið. Eftir rúmar þrjár klukkustundir samþykkti hann loksins að fara, en sagði við mig að eftir heim- sóknina ætti hann léttara með að sætta sig við hlutskipti sitt því nú vissi hann hvernig staður biði hans eftir dauðann,“ segir Petra og brosir. „Annar ferðamaður fór úr skónum niðri á götu. Hann full- yrti að safnið væri helgur staður og inn á skónum færi hann ekki.“ Í safnið kemur fjöldi fólks sem annað hvort trúir á mátt steinanna eða kemur í fræðilegum tilgangi. Þó að þessir tveir hópar nálgist steinana á ólíkan hátt þá má full- yrða að upplifun fólks í safninu getur verið afar sterk. Þetta sést á því að margir koma ár eftir ár. Þýskur jarðfræðiprófessor hefur til dæmis heimsótt safnið í yfir tut- tugu skipti og kemur þá oft með útskriftarnema sína. Annar hópur þýskra stúdenta sem kemur líka reglulega í heimsókn sækir þangað upplifanir sem eru örugglega aðrar en annarra sem í safnið koma. Þessi hópur kemur frá þarlendum blindraskóla og Petra segir það athyglisvert að mörg þeirra gátu sagt til um liti steinana sem þeim voru réttir. Petra kann líka sögur af fólki sem brostið hefur í grát þegar það gengur inn í safnið og aðrar af fólki sem fundið hefur fyrir svo miklum krafti frá ein- stökum steinum að það finnur fyrir líkamlegum óþægindum. Hvort fallegur steinn býr yfir mætti til lækninga eða hvort hann inniheld- ur sérstaka orku verður aldrei útkljáð eða sannað. Til þess eru viðhorf fólks of ólík. Hitt er víst að fólk sem trúir staðfastlega á orku steinanna kemur í safnið í hundr- aða vís á ári hverju. Undur náttúrunnar Áhugi Petru á undrum náttúrunn- ar er sprottinn af þeirri virðingu sem hún ber fyrir öllu sem náttúr- unni tilheyrir. „Ég man eftir því að ég hugsaði að það væri voðalegt að geta hvorki skáldað lag eða vísu um allt það sem maður sér fallegt. Að koma því til skila einhvern veginn. Ég hef upplifað svo margt fallegt út í náttúrinni. Alveg rosa- lega fallegt; ótrúlegt. Ég hef marg- oft sest niður og dáðst að náttúr- unni. Þetta er allt svo breytilegt.“ Þessi orð sanna að Petra er lista- kona í hjarta sínu. Steinarnir hafa verið hennar farvegur til að fá útrás fyrir djúpstæða tjáningar- þörf og gestirnir sem þangað koma upplifa margir heimili henn- ar sem listaverk. Petru hefur því tekist að miðla þeirri fegurð sem hún hefur notið á ferðum sínum, þó að það hafi ekki verið ætlun hennar í upphafi. „Þau eru ekki svo grá fjöllin okkar“ Í litlu rauðu húsi austur á Stöðvarfirði hefur Petra Sveinsdóttir, eða Steina-Petra eins og hún er ávallt kölluð, komið upp einstöku safni skrautsteina. Hún hlaut í sumar hvatningar- verðlaun Þróunarfélags Austurlands fyrir söfnun- arstarf sitt. Svavar Há- varðsson leit inn til Petru og kynntist einstakri konu. HUNDRUÐ ÞÚSUNDA Í HEIMSÓKN Síðustu tíu árin hefur gestum fjölgað jafnt og þétt og þeir voru rúmlega tuttugu þúsund í fyrrasumar. MYND/SVAVAR „Annar ferðamaður fór úr skónum niðri á götu. Hann fullyrti að safnið væri helgur staður og inn á skónum færi hann ekki.“ AÐ VEIÐA STEINA Petra segir að það sé ekki fjarri lagi að líkja steinasöfnun við veiðar. Það sem réttlætir erfiðið við burðinn er spenna leitarinnar og ánægjan af „veiddum“ steini. Engir tveir steinar eru eins og hún finnur alltaf eitt- hvað nýtt í hverjum steini sem hún finnur. Þessi sköpunarkraftur náttúrunnar kallar hana til sín og hún hefur aldrei getað leitt það kall hjá sér. Petra segir að gleðin yfir fundnum steini sé þó ávallt blönduð svolitlu samviskubiti. „Ég hef það oft á tilfinningunni að ég sé að ræna þá sem í náttúrunni búa. Þó að ég hafi aldrei séð til ferða álfa og huldu- fólks, efast ég ekki um tilvist þeirra og trúi því að mér sé fyrirgefið.“ Til marks um það segir hún vera þá staðreynd að hún hefur aldrei dottið illa eða meitt sig í öll þau ár sem hún hefur sótt ríki þeirra heim. Þetta túlkar hún sem svo að steinasöfnun hennar sé í sátt og samlyndi við þá sem hún telur vera óum- deilda eigendur steinanna. UPPÁHALDSSTEINNINN Á þessum steini hefur Petra sérstakar mætur og tengist það góðum minningum frá deginum sem hún fann hann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.