Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 72

Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 72
 23. september 2006 LAUGARDAGUR36 Antoine er um það bil að ljúka ferð sinni um heiminn en hann hefur þegar haft við- komu á sjö stöðum þar sem hann spyr konur um ýmislegt varðandi fegurð kvenna. „Ég er að vinna átta heimildarþætti sem verða klukkutími hver. Ég ákvað að skipta þáttunum upp í þemu sem eru meðal annars lýtaaðgerðir, föt, fylgihlutir, hárgreiðsla, förðun, líkamsrækt og undirföt. Í hverjum þætti ber ég saman hugmyndir kvenna á hverjum stað um hvert þema fyrir sig og það er mjög áhugavert að sjá hversu mismun- andi túlkun er á fegurð á milli staða,“ segir Antoine og viðurkenn- ir að verkefnið hafi virkað mjög einfalt þegar hann lagði af stað með það en eftir því sem hann hitt- ir fleiri konur og lærir meira, þeim mun flóknara verði það. „Ég hef hitt yfir hundrað konur víða um heiminn. Sumar þeirra tala ég við í örfáar mínútur en fæ aðrar til að fara dýpra ofan í hvert viðfangs- efni. Ég spyr þær allar hvað fegurð sé og engar tvær hafa svarað spurningunni eins. Stundum tel ég mig hafa fundið út í hverju fegurð- in felist en missi svo jafnskjótt sjónar af því aftur,“ segir Frakkinn og brosir. Kemur fegurðin innan frá eða utan? Antoine segir það hafa vakið athygli sína að engin kona af þeim sem hafi talað við segist vilja vera falleg fyrir karlmennina heldur einungis fyrir sig sjálfa. „Ég veit nú ekki hvort það sé alveg sannleikanum samkvæmt og á jafnvel von á að það séu smá ósannindi í þessum staðhæfingum en þær standa allar fast á þessu. Örfáar hafa játað að vilja vera fallegar til þess að slá öðrum konum við en alls ekki til að heilla karlmenn á nokkurn hátt,“ segir Antoine og glottir. „Allar kon- urnar sem ég tek viðtöl við fá sömu lokaspurninguna: „Ertu falleg?“ Þeim líkar illa við þessa spurningu og margar verða vandræðalegar en engar tvær koma með sama svarið. Svörin sem ég hef fengið eru til dæmis þessi: Já, kannski; Já og nei, eða hvað heldur þú? Sumar segja einfaldlega: þetta er heimskuleg spurning eða klippa!“ Hann segir allar konur bregðast við á mismun- andi hátt við þessari hræðilegu spurningu. „Eins og þetta er nú ein- föld spurning,“ segir hann og hlær. „Það er svo merkilegt að fallegustu konurnar sem ég hitti halda að þær séu ekki fallegar. Ef maður spyr ofurfyrirsætur hvort þær séu fallegar þá svara þær því oft til að þar sem þær heyri fátt annað allan daginn en hversu fallegar þær séu fari þær sjálfar að efast og treysta því ekki lengur.“ Antoine segir margar fallegar konur svara spurningunni um hvað fegurð sé þannig að hún komi í raun að innan. „Það virðast oft vera fallegustu konurnar sem svara á þennan hátt enda eru þær þegar fallegar og hafa vel efni á að svara þessu svona. Það getur verið mjög erfitt fyrir konur að viðurkenna eigin fegurð,“ segir hann og bætir því við að hann hafi stundum velt því fyrir sér til hvers konur kaupi oft fjöldan allan af tímaritum um fegurð og tísku ef fegurðin komi í raun og veru innan frá. „Til hvers þá að vera að leggja á sig alla þessa vinnu við að ná sem mestri ytri feg- urð?“ spyr hann. Asískar konur skera sig úr Leikstjórinn hefur sérstakt dálæti á Asíu og segir álfuna skera sig heilmikið frá öðrum heimsálfum hvað fegurð varðar. „Í Asíu eru konur mjög dular og halda sínum málum algjörlega fyrir sig. Þær koma fyrir sem feimnar og óör- uggar en eru samt alla jafna mjög öruggar og sjálfstæðar og vita alveg hvað þær vilja. Meðal vest- rænna þjóða eru konurnar mjög opnar út á við og virka mjög sjálf- stæðar en ég er ekkert viss um að þær séu það innra með sér,“ segir Antoine og ber saman viðhorf kvenna í Los Angeles og Japan: „Í Los Angeles telja konur fegurðina felast í því að vera kynþokkafull en japanskar konur segja fegurðina felast í feimninni. Því feimnari sem kona er, þeim mun fegurri er hún.“ Eitt þemað í þáttunum er förðun og spurði Antoine konu eina í New York um það efni. „Hún sagðist alltaf setja á sig eldrauðan varalit til þess að vernda sig gegn karl- mönnum. Hún útskýrði það á þann hátt að þrátt fyrir að karlmönnum þættu rauðar varir fallegar væri þeim á vissan hátt ógnað af litnum. Aftur á móti hitti ég eina gullfal- lega kínverska konu sem notaði engan farða annan en hvítan yfir allt andlitið en í Kína þykir það fallegt að konur séu hvítar. Alls ekki sólbrúnar. Hún sagðist sleppa öllum farða til þess að karlmenn ættu auðveldara með að nálgast hana. Hvíti farðinn hjálpar þeim líka við að sýna engar tilfinningar en í Japan og Kína mega konur ekki sýna tilfinningar. Geisjur maka til dæmis á sig miklu af hvít- um farða og eldrauðum varalit. Í þeirra tilfelli eru þetta grímur til að fela sig á bak við,“ segir Antoine og veltir því fyrir sér hvort fatnað- ur og förðun séu þegar uppi er staðið til þess að fela sig á bak við eða til þess að draga fram línur andlits og líkama. Íslenskar konur fallegar og kynþokkafullar Antoine fékk að sjálfsögðu spurn- ingu um hvað honum fyndist um íslenskar konur. „Mmm... Þær eru mjög aðlaðandi,“ segir hann og er þá inntur eftir því hvort hann sé sammála þeirri skoðun margra um að íslenskar konur séu allra kvenna fegurstar. Hann hlær að spurning- unni og segist heyra það í hverju landi sem hann heimsæki að þjóðin státi af fegurstu konum heims. „Mér finnst íslenskar konur mjög fallegar og sjálfstæðar og harðar í horn að taka. Ég spurði íslenska konu að því í vikunni hvað væri fallegt við íslenskar konur og hún svaraði því þannig að það mætti líkja þeim við fossa. Þær væru nátt- úrulegar, kraftmiklar og allar ein- stakar. Mér finnst þetta skemmti- leg samlíking.“ Antoine segir þekktan fatahönn- uð í Kína einmitt vera að móta nýja ímynd fyrir kínverskar konur og eigi sú ímynd að fela í sér kynþokka og völd. „Það stríðir þvert gegn því sem hefur tíðkast þar í landi um aldir en hér á Íslandi virðist þessi ímynd vera mjög vinsæl. Íslenskar konur hafa svo sannarlega kyn- þokka til að bera og þar með ákveð- in völd einnig.“ Antoine segir að eitt það mikil- vægasta við kvenlega fegurð sé sjálfsöryggi enda sé það nokkuð sem flestar konur reyni að öðlast á einhvern hátt. Þær haldi sér í líkam- legu formi, máli sig, fái sér ný föt og nýja hárgreiðslu, oft í þeim tilgangi að ná sjálfstraustinu í gegnum ytra útlit. „Ég spjallaði eitt sinn við einn besta förðunarfræðing Chanel snyrtivaranna og hann sagði mér að ástfangnar konur væru langfalleg- astar. Væru konur ástfangnar geisluðu þær af fegurð og ég er ekki frá því að það sé mikið til í því.“ Fegurðin á sér engan endi Antoine segir erfitt að komast að einhverri einni niðurstöðu út frá öllum þessum rannsóknum á kven- legri fegurð. „Fegurðin á sér engan endi,“ segir Frakkinn og bætir því við að það verði alltaf ómögulegt fyrir karlmenn að skilja konur til fulls. „Mér fannst mjög fallegt þegar gömul japönsk kona sem hafði lifað tímana tvenna sagði mér að fegurðin fælist í frelsinu. Að vera falleg er að vera frjáls. Hugs- anlega hefur hún rétt fyrir sér en hugmyndin er bæði góð og falleg.“ Aðspurður hvernig áhugi hans hafi kviknað á þessu verkefni segir Antoine í gríni að það sé auðvitað af því hann elski konur en bætir síðan við á alvarlegri nótum: „Ég er mjög veikur fyrir öllu sem er fallegt og er heillaður af heimi kvenna, auk þess sem mér líður vel innan um konur. Franskir karlmenn viður- kenna kvenleikann og eru ekkert yfirmáta karlmannlegir, eða það vona ég að minnsta kosti. Í heimi kvenna er ekkert svart og hvítt en í meðal karlmanna er bara spurning um hversu sterkur eða veikur maður er.“ sigridurh@frettabladid.is Það er fegurð í frelsinu KYNTÁKN Pamela Anderson er dæmigerð fyrir hugmyndir kvenna í Los Angeles um fegurðina en þar telja konur að fegurðin felist ein- göngu í kynþokkanum. ASÍSK FEGURÐ Kínverska leikkonan Zhang Ziyi er ljós á hörund og feimnisleg að sjá en feimnin er einmitt talin merki um fegurð í Asíu. Antoine Lassaigne er franskur heimildarmyndaleikstjóri sem er á ferð um heiminn til að gera heimildar- þætti um fegurð kvenna. Hann komst að því að flestar konur vilja vera fallegar fyrir sig sjálfar. Sigríður Hjálmarsdóttir hitti Frakkann að máli og forvitnaðist um mismunandi skoðanir kvenna á fegurð. Mismunandi túlkun fegurðar Franski heimildagerðarmaðurinn Antoine hefur nú rætt við konur í Kína, Japan, Brasilíu, Los Angeles, New York, Montreal í Kanada og Frakklandi. „Þegar ég hef lokið upptökum hér á Íslandi mun ég fara til Ítalíu og Þýskalands og ljúka þar með ferð minni um heiminn til að kanna fegurð kvenna.“ Að loknum upptökum á Antoine mikla vinnu eftir við að setja saman þættina úr öllu því efni sem hann hefur viðað að sér. Síðar mun þáttaröðin um kvenlega fegurð verða sýnd um allan heim og vonandi fáum við Íslendingar að sjá afraksturinn innan tíðar. BJÖRK Segja má að Björk sé gott dæmi um íslenska fegurð sam- kvæmt skilgreiningu Antoine enda er hún afar sjálfstæður og sterkur persónuleiki auk þess að vera þokkafull.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.