Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 73

Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 73
LAUGARDAGUR 23. september 2006 37 Helga Braga Jónsdóttir - veislustjóri „Það er bara... skemmtilegt partý. Jafn mismunandi og þau eru mörg. En þar þarf maður að hafa góða innri tímasetningu. Kunna að skynja hvernig vindarnir blása og alkóhólið leikur við mannskapinni. Ég er nú ekkert svo mikið í veislu- stjórninnni. Kannski svona einu sinni í mánuði að jafn- aði.“ Gísli Marteinn Baldursson - veislustjóri „Það er jafn gaman þegar maður er vel undirbúinn eins og það er leiðin- legt þegar maður er illa undirbúinn. Tilfinningin sem fylgir því að hafa góð tök á salnum er mjög notaleg. Aðallega snýst þetta þó um að laða fram það besta í öðrum. Þ.e.a.s. gestum, skemmtikröftum og forstjórum.“ Edda Björgvinsdóttir - veislustjóri „Það er þrælspennandi. Miklu skemmtilegra fyrir mig sem skemmti- kraft að fá að vera allt kvöldið og tengjast fólkinu en að koma í 30 mínútur og eiga að standa undir væntingum að vera óborgan- lega fyndin. Veislu- stjórn er á margan hátt mjög heillandi og skemmtileg áskorun. Neikvætt er ef fólk fer í fyrir- partí og er rúllandi á rassgatinu í for- réttinum. En sem betur fer er það mjög sjaldgæft. Varnartæki mitt er forláta gullkjóllinn sem Hallbjörg gaf mér – blessuð sé minning hennar – sverð mitt og skjöldur við veislu- stjórn.“ Sigmar Vilhjálmsson - veislustjóri „Það er umfram allt vanda- samt. En skemmtilegt. Tímafrekt. Meira en menn halda. En gefandi. Hvað er neikvætt? Aldrei árshátíð milli fjögur og fimm á virkum dögum. Veislurnar eru um helgar. Og slíta í sundur þann frítíma sem maður á. Og tekur tíma frá fjölskyldunni.“ Davíð Þór Jónsson - veislustjóri „Það er sóðavinna sem þó þarf að sinna. Heldurðu að það sé eitthvert líf að þurfa að koma fjór- eða jafnvel fimm- réttaðri máltíð ofan í hundrað dauðadrukkna skrifstofumenn og maka þeirra? Og þurfa að vera vinsæll og skemmti- legur á meðan og allt gangi smurt? Það er meira en að segja það, góði minn.“ Kvikmyndadeild á vegum 20th Century Fox, Foxfaith, hefur í hyggju að gefa út myndir á næst- unni sem eru hugsaðar fyrir kristið fólk í Bandaríkjunum. Er ætlun deildarinnar að nýta sér þann meðbyr sem kristin trú hefur fengið eftir mynd Mel Gibson, The Passion of the Christ. Fyrirtækið hefur í hyggju að gefa út fjölda DVD-diska sem tengjast trúarlegum málefnum og tólf slíkar kvikmyndir verða frumsýndar á hvíta tjaldinu næsta árið í samstarfi við dreif- ingarfyrirtækið The Bigger Pict- ure. „Við teljum okkar vera að ráðast á óplægðan akur,“ sagði talsmaður 20th Century Fox. Fyrsta myndin í þessum flokki verður Love‘s Abiding Joy sem er vestri í leikstjórn Michael Landon Jr. en hann er sonur Michael Landon, sem varð heimsfrægur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Grenjað á gresjunni eða Húsið á sléttunni. Love‘s Abiding Joy segir frá fyrstu landnemunum sem komu til Bandaríkjanna og nutu aðstoð- ar trúarinnar til að komast í gegnum þá erfiðleika sem við þeim blöstu í nýju landi. Stjórn og ráðgjafaráð SI efna til morgunfundar um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda á Hótel Nordica fimmtudaginn 5. október nk. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:00 og stendur til 10:00. Fundarstjóri: Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins iðnaðar- og viðskiptaráðherra rithöfundur hagfræðingur Jón Sigurðsson Andri Snær Magnason Illugi Gunnarsson Stjórnandi: Svanhildur Hólm Valsdóttir Pallborðsumræður ræðumanna Ræðumenn: Fundurinn er öllum opinn. Félagsmenn SI eru eindregið hvattir til að mæta. HVERNIG ER AÐ... VERA VEISLUSTJÓRI? PASSÍA GIBSONS Kvikmyndin um síðustu daga Jesú eftir Mel Gibson hefur hleypt af stað öldu kristinna mynda í Bandaríkjunum. Trúarlegt útgáfufyrirtæki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.