Fréttablaðið - 23.09.2006, Síða 74

Fréttablaðið - 23.09.2006, Síða 74
 23. september 2006 LAUGARDAGUR38 Ray Winstone er þekktur fyrir að leika hrotta eða miskunnarlausa glæpa- menn. Hann skaust upp á stjörnu- himininn í Bretlandi fyrir leik sinn í Scum, mynd sem kynslóðir eftir kynslóðir horfa á í Englandi og vitna til. Síðan þá hefur Win- stone verið einn vinsælasti leik- ari Breta þótt þær vinsældir hafi ekki ratað út fyrir landsteinana fyrr en nú. Hann leikur höfuðs- manninn Stanley í kvikmyndinni The Proposition sem frumsýnd var hér á landi fyrir skömmu og hefur mikið álit á Nick Cave, enda hefur hann boðist til að leika í næstu kvikmynd eftir handriti tónlistarmannsins, Death of a Ladies’ Man. Kerlingarlegt að vera leikari Winstone er kominn af verkafólki í London. Hann hóf snemma að æfa hnefaleika og þótti nokkuð góður, hafði sigur í 80 bardögum af 88. Hann var ungur að árum þegar áhuginn á kvikmyndum og leiklist kviknaði, tók þátt í upp- færslum á vegum skólans síns - sem þótti ekki nógu karlmannlegt í hverfi Winstone. „Þetta var hommalegt á sínum tíma og vafa- lítið eru leikarar hommar upp til hópa,“ segir hann af sinni alkunnu kaldhæðni. „Pabbi minn sótti mig oft eftir skóla á miðvikudögum og við fórum saman í bíó til að sjá allar þær stórmyndir sem þá voru gerðar fyrir hvíta tjaldið. Þaðan er eflaust þessi áhugi kominn,“ útskýrir Winstone. „Foreldrar mínir töldu jafnframt að rétt eins og hnefaleikar héldu mér frá vandræðum myndi leiklistin gera slíkt hið sama,“ bætir hann við og segir að miklu hafi skipt að hann fékk styrk til náms í skóla. „Mamma og pabbi áttu ekki mikla peninga og þess vegna var þetta kjörið tækifæri fyrir strák úr mínu hverfi,“ segir Winstone. „Að vera boxari og leikari er líka mjög líkt. Þú ert laminn niður ef þú ert lélegur í hringnum og það er baul- að á þig ef þú ert lélegur í kvik- mynd,“ útskýrir hann. „Svo ég valdi frekar að vera leikari því það er miklu betra að vera baul- aður niður en rotaður.“ Fangelsi eiga að vera uppbyggileg Winstone talar hratt, stundum hálf óskiljanlega með blóti og slangri sem á ættir sínar að rekja til verkamannaupprunans. Talið berst að kvikmyndinni Scum sem er hálfgerð goðsögn í Bretlandi. Talað er um manndómsvígslur þegar ungt fólk hefur afrekað að sjá hana, slíkt er ofbeldið og mannfyrirlitningin. Fáir íhuga að gerast glæpamenn þegar þeir hafa séð myndina. Hún var upphaflega gerð fyrir BBC en þótti of ofbeldisfull fyrir ríkissjónvarpið. Kvikmyndaleik- stjórarnir brugðu því á það ráð að endurgera hana fyrir hvíta tjald- ið með Winstone í aðalhlutverki. „Ég er miklu hrifnari af upphaf- legu útgáfunni. Myndin fjallar um unga afbrotamenn og við vorum einfaldlega orðnir aðeins eldri þegar kvikmyndin var gerð,“ segir Winstone og kveikir sér í sígarettu. „Vissulega er ég enn stoppaður og spurður út í þessa mynd vegna þess að hún tekur á mjög alvarlegum hlut, öllu þessu ofbeldi sem viðgengst í fangelsum landsins,“ bætir hann við og pantar vodka og pepsi. Ekki einfaldan, ekki tvöfaldan heldur þrefaldan með miklum ís. „Fangelsi eiga að vera betrunar- vist þótt sumir glæpamenn eigi það vissulega skilið að hanga í snörunni,“ lýsir Winstone yfir og talar tæpitungulaust um kynferðis- afbrotamenn og barnaníðinga, sem hann hefur ekki mikið álit á. „En „heiðarlegir“ þjófar eiga rétt á öðru tækifæri og fangelsin eiga að kenna þeim en ekki brjóta þá niður,“ segir Winstone. Sjónvarp betra en hvíta tjaldið Leikarinn hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að velja sér of einhæf hlutverk, oftar en ekki er Winstone harður nagli í myndum sínum sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann gefur hins vegar sjálfur lítið fyrir þessa umræðu. „Ég vel mér bara hlut- verk við hæfi, ekki vildi ég sjá mig í söngleik til dæmis,“ segir hann og hlær. „Ef handritið fær mig til að hlæja, gráta eða eitt- hvað í þá veru reyni ég að fá það. Ef heppnin er með mér fæ ég hlutverkið,“ bætir hann við. Írska ungstirnið Jonathan Rhys-Meyers lýsti því nýlega yfir að hann myndi aldrei vilja leika í sjónvarpi, taldi það fyrir neðan sína virðingu. Winstone segist ekki hlusta á slíkt snobb. „Ég fæ helling af handritum bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Persónu- lega finnst mér sjónvarpshand- ritin oftast miklu betri,“ útskýrir hann. „Fólk er komið með risa- stór sjónvörp og það er hellingur af góðum hlutum sem eru gerðir fyrir sjónvarp,“ heldur hann áfram og er greinilega mikið niðri fyrir. „Ég hef til að mynda fengið tækifæri til að leika Henry VIII og verið kóngurinn yfir Eng- landi,“ segir hann og skellir upp úr. „Bretar eru með besta sjónvarp í heimi ef undanskildir eru allir þessir raunveruleika- þættir, sem ég vildi gjarnan sprengja í loft upp,“ bætir hann við. Er ekki hættulegur Winstone viðurkennir að yfirleitt sé fólk hrætt við hann í fyrstu vegna þeirra persóna sem hann leikur yfirleitt. „Þegar fólk kynn- ist mér betur hættir því að líða þannig,“ segir hann en glottir síðan við tönn. „Ef mér hefur hins vegar tekist að fá fólk til að vera ógnað af mér þá hefur mér vænt- anlega tekist vel upp í myndum mínum, ekki satt?,“ Spyr hann og brosir. „Eftir að ég lék Ray í Nil by Mouth eftir Gary Oldman spurðu margir hvort ég væri kókaínsjúkur alkóhólisti sem lemdi konuna mína eins og harð- fisk,“ heldur Winstone áfram og fær sér aðra sígarettu. „Ég spurði einfaldlega á móti hvort þeir héldu að ég hefði verið giftur sömu konunni í 26 ár ef svo hefði verið,“ segir hann og hlær. Talið berst í kjölfarið að fjöl- skyldunni en Ray á þrjár dætur, tvær þeirra eru komnar yfir tví- tugsaldurinn. Aðspurður hvort það hefði ekki verið erfitt fyrir dæturnar að koma heim með stráka þar sem pabbi þeirra væri Ray Winstone segir hann að svo hafi nú ekki verið eða jú, kannski. „Þegar þeir voru táningar þá voru þeir svolítið hræddir. Ég tók hins vegar snemma þá ákvörðun að halda mig til hlés enda hefði það bara þjappað þeim betur saman ef ég hefði farið að hóta þeim ein- hverjum líkamsmeiðingum,“ segir hann og hlær. „Ég ákvað þess í stað að klóra mér bara aðeins í hnakkann og leyfa þeim að kljást við ástina upp á eigin spýtur,“ bætir hann við og er greinilega skemmt. Snillingurinn Scorsese Winstone leikur eitt aðalhlut- verkanna í nýjustu kvikmynd Martin Scorsese, The Departed. MJÚKUR INNI VIÐ BEINIÐ RAY WINSTONE Er alveg sama þótt fólk haldi að hann sé einhver hrotti eins og persónurnar sem hann leikur. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON Ray Winstone er ekki stór í þeim skilningi að hann sé hávaxinn og þrekinn líkt og þær persónur sem hann leikur oftast heldur er hann lítill saman- rekinn náungi, komin af verkafólki í London. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Ray um sjón- varpið, Scorsese og knattspyrnuna. WINSTONE-FJÖLSKYLDAN Ray Winstone hefur verið giftur sömu konunni í vel á þriðja áratug og á með henni þrjár stelpur. „Að leika undir stjórn Martin Scorsese er eins og spila bikarúrslitaleik í knattspyrnu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.