Fréttablaðið - 23.09.2006, Page 75

Fréttablaðið - 23.09.2006, Page 75
LAUGARDAGUR 23. september 2006 39 Ray Winstone er mikill áhugamað- ur um knattspyrnu og ræðir um hana af mikilli ástríðu. Enska knatt- spyrnusambandið fékk hann til liðs við sig til að vinna gegn ofbeldi á knattspyrnuleikvöngum og var leikarinn sérlegur talsmaður þessa átaks fyrir HM í sumar. „Sven-Göran stillti enska landsliðinu upp á rang- an hátt í sumar,“ segir Winstone. „Ég vildi ekkert segja á meðan á mót- inu stóð,“ bætir hann við og heldur áfram af miklum ákafa: „Málið er að Frank Lampard virtist hafa glatað sjálfstraustinu. Ég hef þekkt Lamp- ard síðan hann var lítill strákur hjá West Ham en þetta var bara ekki hans mót,“ segir Winstone. „Hann átti að vera á bekknum og Steven Gerrard á miðjunni með Owen Hargreaves fyrir aftan að vinna boltann,“ útskýrir leikarinn, sem taldi Svíann ekki hafa skilið enska knattspyrnu nægilega vel. „Hann var bara Svíi sem hentaði Svíum því enska þjóðin þurfti Englending í brúnna.“ Winstone hefur jafnframt mjög sterka skoðun á þekktasta knatt- spyrnumanni Bretlands, David Beckham, sem fékk á sig harða gagnrýni eftir HM og sagði af sér sem fyrirliði eftir mótið. Hann var síðan ekki valinn í enska hópinn. „Ég skil vel þá ákvörðun Steve McClaren að velja ekki Beckham í fyrstu tveimur leikjunum, enda að byrja með nýjan fyrirliða, en kannski var ekki farið rétt að,“ segir Winstone, sem er þó sannfærður um að Beckham muni snúa aftur. Winstone er mikill stuðningsmaður West Ham og mætti meðal ann- ars á Evrópuleik liðsins í vikunnni þegar það tapaði fyrir Palermo. Mikið hefur verið rætt um síauk- in áhrif peningamanna á borð við Roman Abramóvitsj hjá Chelsea sem eyðir metfé á hverju ári í stór- stjörnur. „Ég ræddi við gallharðan Chelsea-aðdáanda í vikunni og hann sagði andrúmsloftið í félag- inu hafa breyst. „Chelsea var áður klúbbur sem barðist fyrir hverjum titli og í hverjum leik. Nú eru menn bara svekktir ef stig tapast,“ segir Winstone. „Menn hafa glatað ástríð- unni fyrir því að vinna fyrir hlutun- um því rétt eins og í leiklistinni er miklu skemmti- legra uppskera sigur ef maður hefur þurft að hafa mikið fyrir honum.“ Winstone ekki sáttur við Sven-Göran SVEN-GÖRAN ERIKSSON OG DAVID BECKHAM Scum (1979) Mynd sem var upp- haflega gerð fyrir BBC en stjórnend- ur stöðvarinnar vildu ekki sjá hana. Hún var síðan endurgerð fyrir hvíta tjaldið og hefur haft mikil áhrif á breska kvikmyndagerð. Nil by Mouth (1997) Ótrúlega áhrifarík kvikmynd sem fjallar um líf verkamannastéttarinnar í London. Fyrsta mynd Gary Oldman í leik- stjórastólnum. Sexy Beast (2000) Hreint út sagt stórkostleg glæpamynd með Win- stone í essinu sínu. Ben Kingsley er ekki síður góður sem kolgeðveiki glæpamaðurinn Don Logan. Love, Honour and Obey (2000) Lítill krimmi þar sem allar persónur bera nafn leikara sinna. Skemmti- leg kvikmynd þar sem karókí leikur stórt hlutverk. Cold Mountain (2003) Óskarsverð- launamynd af bestu gerð. Þrátt fyrir að Winstone væri í litlu hlutverki setti hann sitt mark á myndina. Bestu kvikmyndir Ray Winstone „Það er svona svipað og að kom- ast í bikarúrslitaleik að vinna með honum,“ segir Winstone. „Þótt ég sé ekki mikið fyrir að setja menn í einhverja A og B hópa þá er þetta vissulega heið- ur fyrir mig enda er Scorsese mikill snillingur,“ útskýrir hann. „Hann vill ekki tala um fótbolta heldur bara kvikmyndir og aftur kvikmyndir, umræðuefni sem mér reyndar leiðist,“ segir Win- stone. „Scorsese hefur hins vegar svo mikinn áhuga á því sem þú ert að gera að hann myndi hlusta á hugmynd frá þér jafnvel þótt hún kæmi út úr óæðri endanum,“ bætir hann við. „Sumir leikstjórar eru tækni- lega góðir og aðrir eru listrænt góðir. Scorsese hefur þetta allt,“ segir hann og hefur augljóslega mikið álit á leikstjóranum. Winstone segist alveg eins geta hugsað sér að setjast í leik- stjórastólinn þegar hann verður grár og kraftlaus. „Ég yrði svona sérvitur leikstjóri enda með mjög skrýtnar hugmyndir sem mig langar að koma í verk,“ segir Winstone. „En alls ekki eins og Stanley Kubrick. Það er nú meiri vitleysan. Ég hefði sennilega drepið Kubrick ef ég hefði unnið með honum,“ segir Winstone og hleypur allt í einu kapp í kinn. „43 tökur á einu atriði, ég meina, það hefði ein- hver þurft að taka ærlega í lurg- inn á honum. Ef þetta tekst ekki eftir þrjár þá er eitthvað að,“ segir Winstone. „Ég er bara tveggja töku karl.“ Bændur bera ekki ábyrgð á háu verðlagi á Íslandi Íslenskar landbúnaðarafurðir hafa hækkað minna frá áramótum en aðrar matvörur, hvort sem um er að ræða innlendar eða erlendar vörur. Fræðsluauglýsing nr. 3 Bændasamtök Íslands 16 40 .3 Miðað er við vísitölu neysluverðs sem gefin er út af Hagstofu Íslands. Vísitalan 100 er verð vöruflokkana þann 1. janúar síðastliðinn. Íslenskar búvörur hafa hækkað um 7% frá áramótum en aðrar innlendar matar- og drykkjarvörur hafa hækkað um 9.5% á sama tíma. Innf lutta r mat - og dry kkja rvör ur Íslen skar búv örur án g ræn met is Aðr ar in nlen dar mat - og dry kkja rvör ur 106 106,5 107 107,5 108 108,5 109 109,5 107 108,2 109

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.