Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2006, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 23.09.2006, Qupperneq 80
 23. september 2006 LAUGARDAGUR44 menning@frettabladid.is ! Kl. 16.00Myndlistarmaðurinn Magnús Árnason fremur gjörning í tengslum við sýninguna Pakk- hús postulanna sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavikur, Hafnarhúsi. Óvæntar skugga- verur skjóta upp kollinum og magna upp stemninguna. > Dagar taldir Ópera Mozarts, Brottnámið úr kvennabúrinu, verður frumsýnd hjá Íslensku óperunni eftir 6 daga. Í ár eru 250 ár liðin frá fæðingu Mozarts en hann samdi alls 22 óperur um ævina þrátt fyrir að hafa látist aðeins 35 ára gamall. Brottnámið úr kvennabúr- inu samdi Mozart í Vín þegar hann var 25 ára. Leikritið Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður tekið til sýninga á ný en verkið fékk frábæra dóma og góðar við- tökur þegar leikhópurinn Hug- leikur frumsýndi það í vor. Í verkinu segir frá þremur systrum sem koma saman á æskuheimili sínu til að ganga frá innbúi fjölskyldunnar, en faðir þeirra liggur fyrir dauðan- um. En eftir því sem þær róta dýpra í dótið verður fortíðin skýrari. Gamlar erjur vakna, gleymdir atburðir rifjast upp og ekkert verður aftur eins og það var. Fjórar af öflugustu leikkon- um Hugleiks túlka persónurn- ar, þær Elísabet Indra Ragnars- dóttir, Hulda B. Hákonardóttir, Jónína Björgvinsdóttir og Júlía Hannam. Leikstjóri er Þorgeir Tryggvason. Systur hlaut þrjár viður- kenningar í árlegri verðlauna- afhendingu Leiklistarvefsins leiklist.is, var valin sýning árs- ins og leikrit ársins, auk þess sem tvær leikkvennanna urðu hlutskarpastar í valinu um leik- konur ársins í aðalhlutverki. Sýningarnar verða í Mögu- leikhúsinu og í tilefni af við- fangsefni verksins njóta systur sérstakra vildarkjara og þurfa aðeins að greiða einn miða, óháð því hvað systrahópurinn er stór. Sýningum lýkur 20. október. Systur fara aftur á svið LEIKRITIÐ SYSTUR FER AFTUR Á SVIÐ Systur njóta sérkjara á sýningu Hug- leiks. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN vaxtaauki! 10% Ýmissa grasa kennir í nýjasta hefti tímaritsins Þjóðmála en auk annars efnis er þar að finna viðamikila umfjöllun um íslensk öryggismál. Í grein sinni bendir Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði, til að mynda á að hér á landi hafi verið starfrækt öryggisþjónusta á vegum lögregl- unnar í meira en hálfa öld og grein- ir frá viðbrögðum íslenska ríkisins við hættu sem talin var stafa af byltingarstarfsemi og ofbeldisverk- um á tímum heimsstyrjaldanna og kalda stríðsins. Meðal annars efnis eru greinar eftir Atla Harðarson um samkeppn- isumhverfi íslenskra framhalds- skóla, ádrepa um sýningarstefnu íslenskra listasafna eftir Tryggva P. Friðriksson, eiganda Gallerýs Fold- ar, umfjöllun Bjarna Harðarsonar um bókina Draumalandið og grein um fóstureyðingar á Íslandi eftir Stefán Einar Stefánsson guðfræði- nema. Í heftinu eru enn fremur birt bréf sem Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, prófessor í stjórnmála- fræði, fann nýlega í sænskum skjalasöfnum en þau benda til þess að framámenn innan íslenska bók- menntaheimsins hafi á sínum tíma lagst eindregið gegn því að Gunnar Gunnarsson rithöfundur fengi Nóbelsverðlaunin árið 1955. Ritstjóri Þjóðmála er Jakob F. Ásgeirsson en útgefandi er Bóka- félagið Ugla. Hausthefti Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld mein- fyndinn gamanleik eftir þýska leikskáldið George Tabori. Aðalpersóna verks- ins er víst óuppalin frekju- dós að nafni Adolf en verkið heitir Mein Kampf. Bergur Þór Ingólfsson leikur hinn unga Hitler, sem er að sögn enginn stórlax í þessu verki. „Hann leikur stórt hlutverk í mannkynssögunni og í þessu leikriti en þetta er ekk- ert stórmenni, þetta er hortittur og höfundurinn nálgast hann meira eins og óuppalda frekju- dós,“ segir Bergur. Leikritið heitir eftir þekktasta ritverki aðalsögu- hetjunnar en sögusviðið er gisti- heimili fyrir heimilislausa í borg- inni Vín á fyrsta áratug síðustu aldar. Þangað er Adolf kominn með möppuna sína til þess að sækja um í listaakademíunni en hann dreymir um frama á þeirri braut. Á gistiheimlinu hittir Hitler tvo gyðinga og á í miklum sam- skiptum við annan þeirra, hinn góðhjartaða bóksala Slómó sem leikinn er af Þór Tulinius. „Slómó verður þjónn hans og hjúkrunar- kona og reynir að eiga kærleiksrík samskipti við hann. Hitler segir á einum stað í verkinu að hann sé honum þakklátur fyrir greiðasem- ina og ætli máski að kaupa handa honum ofn svo að honum verði hlýtt,“ útskýrir Bergur sposkur. „Hann segist líka viljugur til að leysa þetta gyðingavandamál fyrir hann og þannig launar hann honum eflaust greiðann samkvæmt mann- kynssögunni, ef hún er rétt. Slómó bendir honum á að hann ætti kannski hann að hætta þessu myndlistarstússi og fara frekar í pólitík. Hitler finnst það ágætis- hugmynd.“ Sársauki og hlátur George Tabori, sem nýlega hlaut virt leiklistarverðlaunin í Þýska- landi fyrir ævistarf sitt, fer skap- andi höndum um staðreyndir mannkynssögunnar. Hún þvælist ekki fyrir en það er vísað til henn- ar og augljóst er að aðalpersóna verksins kallar fram ýmsar for- hugmyndir. „Tabori hraktist sjálf- ur undan nasistum og missti fólk í gasklefana,“ útskýrir Bergur og bendir á honum takist samt að grínast með viðfangsefni. „Hann tekur háalvarlega hluti eins og helförina og einræðisherrann sem kom Evrópu til vítis um miðja síð- ustu öld og gerir grín úr þeim í lækningaskyni. Við getum ekki horft fram hjá sögunni en við getum ekki heldur legið endalaust og sleikt sárin eða viðhaldið eymd- inni. Við verðum að samþykkja að þetta hafi gerst og reyna að finna hamingjuna og kærleikann – til að komast yfir sársaukann er ekkert betra en hláturinn,“ segir Bergur. Lýðræðisleg vinnubrögð Mein Kampf er verk um kær- leika og vináttu og Bergur segir hvort tveggja ríkjandi í leikhópn- um og þar reyni fólk einnig að viðhafa lýðræðisleg vinnubrögð. Aðrir leikarar í sýningunni eru Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Marta Nordal en leikstjóri er Hafliði Arngríms- son sem nú stýrir sínu fyrsta verki í Borgarleikhúsinu. Aðrir aðstandendur eru Snorri Freyr Hilmarsson leikmynda- og bún- ingahönnður, Lárus Björnsson sér um lýsingu og hljóðmynd hannar Sigurvald Ívar Helgason. Þýðandi er Gísli Rúnar Jónsson. Mein Kampf verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins kl. 20 í kvöld. kristrun@frettabladid.is Hlátur læknar sársaukann BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON LEIKARI Leikur ungan Austurríkismann með listamanns- drauma í leikritinu Mein Kampf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Íslensk börn þekkja mæta vel örlög félaganna Karíusar og Bakt- usar en boðskapur ævintýris þeirra á samt alltaf við. Í dag frum- sýnir Leikfélag Akureyrar nýja uppfærslu á barnaleikritinu kunna, sem er sérsniðið að allra yngstu leikhúsgestunum. Þó eru það ekki eingöngu börnin sem fagna sög- unni sígildu, heldur hampar ein fagstétt henni hærra en aðrir og höfundinum ekki síður. Sigurður Rúnar Sæmundsson tannlæknir sérhæfir sig í tann- lækningum barna. Hann segir að skjólstæðingum sínum verði tíð- rætt um þá félaga og að sagan um Karíus og Baktus gegni sérstöku hlutverki í baráttunni fyrir bættri tannhirðu. „Tannskemmdir heita Karíus og Baktus upp að vissum aldri og börnin tala mikið um þá. Margar sögur sem fjalla um tenn- ur og tannlækningar vekja ótta hjá börnum en þessi saga virðist ekki gera það - þótt þetta séu óttaleg örlög sem þeir hljóta er sagan svo fallega sett upp að krakkarnir verða ekki hræddir.“ Hann bætir því við að starfsfélagar hans í Nor- egi hafi á sínum tíma gert Thor- björn Egner að heiðursfélaga í norska Tannlæknafélaginu. „Það lýsir kannski best afstöðu tann- læknastéttarinnar,“ segir hann. Sagan um Karíus og Baktus hefur að sögn fylgt Sigurði frá barnsaldri og hann man enn eftir tannburstanum stóra sem þeytti þeim köppum út í sjó - og af leik- sviðinu. „Ég hef verið um tíu ára gamall og þetta atriði er mér enn mjög minnisstætt,“ segir Sigurður og kímir en vill þó ekki viðurkenna að verkið hafi haft áhrif á starfs- framann. Leikritið Karíus og Baktus verð- ur frumsýnt í Rýminu hjá Leik- félagi Akureyrar í dag. Leikstjóri er Ástrós Gunnarsdóttir. - khh Ævintýri sem stenst tímans tönn GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON OG ÓLAFUR STEINN INGUNNARSON Í HLUTVERKUM SÍNUM Leikritið um Karíus og Baktus verður frumsýnt norðan heiða í dag en þeirra saga gegnir lykilhlutverki í baráttunni fyrir bættri tannhirðu. MYND/LEIKFÉLAG AKUREYRAR Sýningunni Prójekt Patterson, sem er samstarfsverkefni gall- erís Suðsuðvesturs og Listasafns Reykjanes- bæjar, lýkur um helgina. Vinnuheitið vísar til þeirra sögu- legu minja sem Kaninn og Bretinn skilja eftir sig þegar her- setu Banda- ríkjamanna hér á landi er lokið. Sýnend- ur velta fyrir sér spurning- um um áhrif hersetunnar og amerískrar menningar á land og þjóð. Fjórtán listamenn taka þátt í sýningunni: Didda Hjartardóttir, Dodda Maggý, Elsa D. Gísladótt- ir, Erling Klingenberg, Finnur Arnar Arnarson, Gunnhildur Hauksdóttir, Hekla Dögg, Inga Þórey Jóhannsdótt- ir, Kolbeinn Hugi, Ólöf Helga Helga- dóttir, Páll Thayer, Ráð- hildur Inga- dóttir og Sól- veig Einarsdóttir en umsjón sýningarinn- ar er í hönd- um Ingu Þóreyjar og Thelmu Bjarkar sem hafa rekið Suðsuðvestur frá upp- hafi og Ingólfs Arnarssonar próf- essors við Listháskóla Íslands. Sýnt er í galleríi Suðsuðvest- ur og í gömlu sundhöllinni við Framnesveg og er opið þar í dag og á morgun milli kl. 13 og 18. Herinn á brott FINNUR ARNAR ARN- ARSON Tekur þátt í Prójekt Patterson samsýningunni. DODDA MAGGÝ MYNDLISTARMAÐUR Sýnir ásamt þrettán öðrum listamönnum í Reykjanesbæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.