Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 84

Fréttablaðið - 23.09.2006, Side 84
84 28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR utlit@frettabladid.is Útlitsdýrkun er ekkert vafaatriði í tískuheiminum og með uppgangi lýtaaðgerða er æskudýrkuninn að verða meiri. Allir vilja líta út fyrir að vera yngri en þeir eru og upp á síðkastið hefur barnalegt útlit verið í hávegum haft innan tísku- heimsins. Sumir af kjólunum sem hafa borið hæst á tískupöllunum minna óneitanlega mikið á jólakjólinn sem maður átti í æsku, stuttur og víður með púffermum. Slaufur, perlufestar, hárspangir og stuttir kjólar eru helstu ein- kennismerki þessara tegundar af tísku. Hnésokkar við spariskó og kjóla minnir óneitanlega mikið á Lísu í Undra- landi eða Dóróteu í Galdrakarlinum í Oz og hefur það sést mikið á tískupöllunum. Stuttar púffermar, blúndur og fölir tónir er einnig hægt að tengja við barnalegt útlit. Leyfum mynd- unum að tala sínu máli. alfrun@frettabladid.is GALAKJÓLL Hlýralaus kjóll með fallegu munstri frá Warehouse. BARNASTJARNAN Shirley Temple setti tóninn fyrir þessa tegund af tísku enda fröken- in alltaf smart í stuttum kápum með hanska, í hvítum sparisokk- um við skóna. KRAKKALEGT MUNSTUR Frábær kjóll í góðu sniði frá Gallerí 17. DÚKKULÍSUR Þessi tegund af tísku minnir óneitanlega á fatnaðinn sem dúkkulísur klædd- ust fyrir nokkrum árum. STÓRAR TÖLUR Kápa frá Zöru í víðu sniði með stórum tölum sem undirstrika barnaleikann. PERLUR Perlufestar í alls kyns litum frá Vero Moda. Barnaleikur einn... LÉTTUR KJÓLL Stuttur kjóll með bleikri slaufu. PÚFFERMAR Hvítur kjóll með risaerm- um og stórri slaufu. UPP Í HÁLS Kjóll frá Chloe í barnalegum stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES STUTTUR FRAKKI Tvíhnepptur jakki með skemmtilegu munstri í mikl- um litum. Fæst í Gallerí 17. BARNALEG FÖRÐUN Eplakinnar, freknur og löng augnahár er útlit æskunnar. DOPPÓTT Margnota klútur frá Vero Moda. HÁRSPÖNG Hárspöng er hentugt fyrirbæri en það er auðvelt að tengja hana við æskuna. BUXUR Stuttar buxur með risa- stórri slaufu framan á. Fæst í Oasis. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA FRÁBÆR Dýramunstur í stuttum kjól frá Zöru. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON APPELSÍNU- RAUTT Skyrtu- kjóll frá Oasis. SÆTUR Stuttur svartur kjóll frá Warehouse. RAUTT RAUTT RAUTT Stutt- ar ermar og skemmtilegt munstur með borða undir brjóstunum. PARIS HILTON Reynir að vera ávallt í tísku og sést hér í hvítum kjól með skemmti- legu sniði. BLÚSSA Rauð blússa með borða í mittið og stuttum ermum frá Oasis. SPARISKÓR Sætir skór með satínborða frá Vero Moda. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . Þ ú fæ rð 5 m ín ti l a ð sv ar a sp ur ni ng u. SENDU SMS SKEYTIÐ JA LSF Á NÚMERIÐ 1900 OG SVARAÐU SPURNINGU. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AÐALVINNINGUR ER PS2 TÖLVA OG JUST CAUSE LEIKUR AUKA VINNINGAR ERU: LEGO STARWARS LEIKIR • PS2 TÖLVUR DVD MYNDIR • FULLT AF ÖÐRUM TÖLVULEIKJUM OG MARGT FLEIRA! LENDIR Í BT 21. SEPT EMPER Spáir þú mikið í tískuna? Já og nei. Mestu skipt- ir að vera sátt við sjálfa mig. Hvort ég fylgi tísku- straumum er aukaatriði. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Glamúr í bland við rokk. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki: Uppáhalds hönnuðurinn minn er Guðrún Lárusdóttir. Hún var búningahönnuður hjá Latabæ og er núna hjá Nikita. Svo held ég líka með Aftur-systrum! Flottustu litirnir? Gull er í algjöru uppáhaldi og svo klikkar rauður aldrei. Svo finnst mér brúnn fal- legur litur, ef hann bara klæddi mig betur myndi ég nota hann oftar. Hverju ertu veikust fyrir? Bolum. Ég gæti lifað sátt ef ég ætti bara tvennar buxur og einar legg- ings með heilmiklu úrvali af bolum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér þetta fína síða sebramunstraða vesti, sem ég er í á myndinni. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Mér finnst skemmtilegt hvað ¿80´s¿ er orðið sjáan- legt á götum Kaupmannahafnar þar sem ég bý. Mér finnst eighties flott. Hvað er annars í ¿tísku¿? Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir haust- ið? Mig langar í jakka sem er munstrað- ur eins og hnattlíkan í pastellitum. Ég sá gamla konu í svoleiðis jakka í strætó um daginn og ég var næstum stokkin út á eftir henni, til að bjóða í jakkann. Uppáhaldsverslun? Secondhand-búð- irnar; Wasteland og Köbenhavn K og svo auðvitað H&M sem klikkar sjaldan. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Ekki miklum! Held jafnvel að ég hafi náð að eyða engu einn mánuðinn á árinu. Væri sátt ef ég gæti sagt 20.000 kr. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Leggings, ekki spurning, með eindæmum margnota og þægileg flík. Uppáhaldsflík? Niðurmjóu Levi´s-gallabux- urnar mínar og náttbuxurnar hans Sindra, kærasta míns. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Kína, bara.. langar þangað og New York auðvitað. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Við hjónin erum nú ekki sammála um það. En ég kom heim um daginn, með loðna peysu frá Aftur-systrum. Sem kærastinn sagði vera þá ljótustu flík sem hann hefði nokkru sinni séð. Ég er ekki sammála. SMEKKURINN ALDÍS PÁLSDÓTTIR LJÓSMYNDARI OG NÝBÖKUÐ MÓÐIR Gulllitað í uppáhaldi ásamt niðurmjóum Levi‘s-gallabuxum Mælum með ... háum hælum. Með uppgangi kvenleikans í tískunni þessa stundina er um að gera að fara að taka fram háu hælana. Við erum búnar að hafa það gott síðustu ár þar sem flatbotna skór voru meira í tísku, en nú eru háu hælarnir málið. Munið bara að æfingin skapar meistarann. MÓÐUR VIKUNNAR Álfrún fer yfir málin Það er svo gaman þegar tískuvikurnar byrja. Þá hverfur þessi deyfð sem einkennir júlí og ágúst og maður fær fullt af nýjum tískubólum til að velta sér upp úr. Tónninn var gefinn með tískuvikunni í New York í byrjun september og á eftir fylgja London, París og Mílanó. Það er því heljarinnar veisla framundan í tískuheiminum og tískup- ælarar eru því í essinu sínu um þessar mundir. Það eina sem er ruglingslegt við tískuvikurnar er það að þær eru hálfu ári á undan. Á haustin þegar búðirnar eru að fyllast af nýjustu haust- og vetrarflíkunum er maður vaðandi í sumar- og vortískunni fyrir næsta ár. Það er ekki nógu þægilegt fyrir minn smekk en samt sem áður elska ég þetta tímabil í tískuheiminum. Það gerir jú auðvit- að tískuspekúlöntum kleift að búa sig undir komandi ár. Það er alltaf ánægjulegt að geta undirbúið sig og verið því með puttana á púlsin- um þegar þar að kemur. Einu sinni var ég svo heppin að geta verið þátttakandi í tískuvik- unum sem kaupandi fyrir tískuverslanakeðju hér á landi. Það er ekk- ert skemmtilegra en að sjá allar nýjustu línurnar frá hönnuðunum. Þá mátaði maður fatnaðinn og valdi það sem manni fannst flottast, og lét sig auðvitað dreyma fram í tímann. Á þessum tíma árs eru öll tímaritin sem helguð eru tísku full af skemmtilegu efni og flest með aukablöð tileinkuð tískupöllunum, svokallaðar ¿catwalk reports¿ þar sem aðeins er brot af því besta og tískubólunum safnað saman til að allt verði aðgengilegra fyrir les- andann. Ég held að flestar stelpur hafi einhvern tímann legið í póstlistum á borð við Freemans og H&M Rowells og merkt við það sem þær langaði í. Það gerði ég oft og setti svo að lokum saman draumaóskal- istann sem sjaldan var þó farið eftir, enda ekki hægt að fá allt í heim- inum, nokkuð sem barnalegur hugsunarháttur áttar sig ekki alveg á. Tískuvikurnar eru svipað dæmi, mann dreymir um að fá flíkur frá hátískuhönnuðum og setur þær á óskalista sem síðan verður sjaldan meira en bara draumur. Þetta eru þó skemmtilegir draumar og það er allt í lagi að fara út í næstu búð og kaupa eftirlíkingarnar til að seðja hungrið í nýjasta nýtt. Látum okkur dreyma

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.