Fréttablaðið - 23.09.2006, Síða 94

Fréttablaðið - 23.09.2006, Síða 94
 23. september 2006 LAUGARDAGUR58 HRÓSIÐ … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Venesúela. 2 Fram. 3 Náttmörður. FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2 ullarband 6 skammstöfun 8 skaut 9 eldsneyti 11 í röð 12 enginn löngun 14 gorta 16 skammstöfun 17 hækkar 18 bókstafur 20 karlkyn 21 leikni. LÓÐRÉTT 1 tilraunaupptaka 3 gat 4 stjórnmál 5 angan 7 hóf 10 dýrahljóð 13 áverki 15 sót 16 hugur 19 fyrirtæki. LAUSN LÁRÉTT: 2 lopi, 6 eh, 8 pól, 9 mór, 11 lm, 12 ófýsi, 14 státa, 16 þe, 17 rís, 18 emm, 20 kk, 21 list. LÓÐRÉTT: 1 demó, 3 op, 4 pólitík, 5 ilm, 7 hófsemi, 10 rýt, 13 sár, 15 aska, 16 þel, 19 ms. „Hún er í strangri þjálfun hjá okkur,“ sagði Kristína Berman þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um ungbarn á afgreiðslu- borði Verksmiðjunnar sem vakti athygli vegfarenda á Skólavörðu- stíg í vikunni. Kristína er móðir stúlkunnar og einn af eigendum Verksmiðjunnar, sem rekin er af sjö hönnuðum. Þessi yngsta afgreiðsludama landsins ber nafn- ið Úlfrún Kristínudóttir og er sjö mánaða gömul, en Kristína segir hana þegar hafa vakið nokkra athygli fyrir störf sín. „Það voru hérna Bretar áðan sem mynduðu hana í bak og fyrir, hún stendur sig svona vel sem móttökudama,“ segir Kristína hlæjandi. „Svona er þetta þegar maður fær ekki pössun, maður bjargar sér bara,“ bætir hún við og ítrekar að fólk hafi brugðist vel við stúlkunni, sem eins og sjá má er mikil prýði í húsakynnum Verk- smiðjunnar. - sun Yngsta afgreiðsludama landsins KRISTÍNA BERMAN OG ÚLFRÚN KRIST- ÍNUDÓTTIR Kristína segir Úlfrúnu vera í starfsþjálfun hjá Verksmiðjunni og hefur þessi sjö mánaða dama þegar vakið nokkra athygli fyrir störf sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tónlistarkonan Björk Guðmunds- dóttir ætlar að sigla um strendur Suður-Afríku næstu vikurnar. Mun hún jafnframt nýta ferðina í að semja lög fyrir næstu plötu sína. Björk er komin með pungapróf eftir að hafa stundað nám í siglingafræði og mun það vafalítið nýtast henni vel í væntan- legri för til framandi stranda. Með í för verður væntanlega ný barnfóstra tón- listarkonunnar, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá tók Björk áhuga- samar barnfóstrur í viðtal vegna starfsins á dögunum. Einar Örn Benediktsson segir að Sykurmolarnir, sem spila í Laugardalshöll í nóvember, hafi upphaflega ætlað að halda endurkomutónleika sína á sextíu manna bar í Reykjavík. Í viðtali við bandarísku tónlistarsíðuna Pitchfork segir hann jafnframt að þau hafi beðið fimm aðila um að hita upp fyrir sig á tónleikunum og þeir séu að hugsa málið. Ítrekar Einar jafnframt að einungis verði um þessa einu tónleika að ræða hjá Sykurmolunum. „Við erum þrír sem erum að prófa þetta en enn sem komið er hefur þetta gengið mjög vel,“ segir útvarpsmaðurinn og líkamsræktar- þjálfarinn Ívar Guðmundsson, en nýtt æði virðist vera í uppsiglingu hjá þeim Íslendingum sem vilja koma sér í form. Íslenski laxinn ætlar nefnilega að verða nýjasta megrunarlyfið á markaðinum. „Aðferðin er mjög einföld,“ segir Ívar. „Þú borðar haframjöl í morgunmat með soðnu vatni og einni teskeið af próteini,“ útskýrir útvarpsmaðurinn. „Tveimur og hálfum tíma seinna borðar þú 80 grömm af laxi, sem síðan verður í matinn fimm sinnum á dag næstu sex daga,“ segir líkamsræktar- þjálfarinn. Meðal þeirra sem hafa ákveðið að taka líkamsræktina föstum tökum með þessum nýstár- lega hætti, að sögn Ívars, er enginn annar en Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarpsmaðurinn góðkunni, en hann ætlar augljóslega að koma sér í gott form fyrir komandi átök. Átið á laxinum kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir en þessi aðferð er upprunnin hjá góðum vini Ívars, vaxtarræktar- tröllinu Arnari Grant, og segir Ívar að laxinn innihaldi mikið af „góðri“ fitu sem segir „vondu“ fitunni stríð á hendur og losar lík- amann við hana. „Fólk vill oft að hlutirnir gerist mjög hratt og menn hafa verið að missa kíló á dag með þessari aðferð,“ segir Ívar og telur að þeir sem prófi fái nú ekki ógeð á þessari vinsælu afurð. „Ég er sjálfur á fimmta degi og er enn ekki búinn að fá nóg af laxin- um,“ segir Ívar, sem nýverið fékk gefins góðan afla frá Bubba Morthens, beint úr einhverri af betri laxveiðiám landsins, þannig að ekki væsir um kappann. freyrgigja@fretta- bladid.is ÍVAR GUÐMUNDSSON: KYNNIR NÝJA AÐFERÐ Í LÍKAMSRÆKT Frægir borða lax í megrunarskyni LAXINN Hefur öðlast nýtt notagildi hjá Íslendingum sem ætla að taka líkams- ræktina alvarlega. ... fær Þorvaldur Þorsteinsson sem lætur ekki erfið veikindi buga sig og er snúinn aftur til starfa. ÍVAR GUÐMUNDS- SON Er að prófa nýj- asta megrunarlyfið á markaðinum, laxinn, sem kemur beint úr íslensku ánum. ARNAR GRANT Er hugmyndasmiðurinn á bakvið þessa nýstárlegu aðferð sem flýtir fyrir stríðinu gegn fitunni. SVERRIR ÞÓR SVERRISSON Tekur líkamsræktina föstum tökum og étur lax í hvert mál. BUBBI MORTHENS Gaf Ívari lax sem nú er notaður til að herja á hina vondu fitu en Bubbi er sjálfur mikill íþrótta- karl og verður vafalítið forvit- inn um þessa nýju aðferð. Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer á kostum í viðtali við DV í gær þar sem hann talar um óvelkomnar heimsóknir hunda á lóð sína. Egill segir hunda í hverfinu gera þarfir sínar, stórar og smáar, við inn- keyrsluna og heimtröðina. Söngvar- inn og leikarinn kunni er hreint ekki sáttur: „Ég veit ekki til þess að ég hafi gert á hlut hunds um mína daga, en auðvitað má vera að ég hafi yfirskyggt líf einhvers hundaeiganda með góli mínu undangengin rúm þrjátíu ár - nema hvorttveggja sé,“ segir Egill og harmar vinnuna sem fer í að þrífa. „Ég hef nú gjarnan sópað þessum harðlífisskít hundsins af auðmýkt og hugsað hlýlega til blessaðrar skepnunar - en þegar guðsvolað dýrið skilur við sig steinsmuguleðju, þá kárnar gam- anið - þá þarf ég að spúla og skrúbba.“ FRUMSÝND 22.09.06 V in ni ng ar v er ð a af he nd ir h já B T S m ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í S M S k lú b b . 9 9 kr /s ke yt ið . 9. HV ER VI NN UR ! SE ND U S MS JA FC K Á NÚ ME RIÐ 19 00 ÞÚ GÆ TIR UN NIÐ M IÐA ! Vin nin ga r e ru mið ar fyr ir 2 , · DV D m ynd ir o g m arg t fl eir a MOBILE Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson var viðstaddur forsýningu kvikmyndarinnar Direktøren for det hele, sem er nýjasta afurð furðufuglsins og sérvitringsins Lars Von Trier, en Friðrik leikur stórt hlutverk í myndinni. Fullt var út úr húsi í einu stærsta kvikmyndahúsi heims, sem tekur í kringum fjórtán hundruð gesti í sæti, en þetta er í fyrsta skipti sem Trier frumsýnir mynd í Danmörku. Direktøren for det hele er meðal annars merkileg fyrir þær sakir að hún fjallar um inn- rás íslenskra viðskipta- manna í Danmörku og lýsti Trier því nýlega yfir í viðtali við breska blaðið The Guardian að hann væri ugg- andi yfir útrás þessar- ar fyrrverandi nýlendu konungs- veldisins. „Allir Íslending- ar hata Dani og Dan- mörku fyrir að hafa þurft að lúta stjórn landsins,“ sagði von Trier við The Guardian. Friðrik Þór leikur í myndinni íslenskan við- skiptajöfur sem hyggst söðla undir sig danskt fyrirtæki og var leikstjórinn sátt- ur við frammi- stöðu sína. „Þessi leik- stjórar eyðileggja alltaf þetta fína sem við leikararnir gerum,“ segir hann og hlær. „Von Trier er alltaf að finna upp á einhverju sem gerir kvikmyndagerð erfiða,“ segir Friðrik. „Hann hafði tölvu sem stjórnaði tökunum að mestu leyti, það mátti ekki taka upp sama vinkilinn tvisvar og leikarar urðu að leika á fullum krafti þrátt fyrir að vera ekki í mynd,“ útskýrir Friðrik, sem bjóst við því að koma heim til Íslands áður en myndin yrði sýnd hér á landi en The Boss of it All mun vera loka- myndin á Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Reykjavík. Trier hræddur, Friðrik sáttur FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Var viðstaddur forsýningu kvikmyndarinnnar The Boss of It All sem segir frá innrás íslenskra auðjöfra inn í danskt atvinnulíf. LARS VON TRIER Er hræddur við íslensku auðjöfrana
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.