Fréttablaðið - 27.09.2006, Síða 51

Fréttablaðið - 27.09.2006, Síða 51
H A U S MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 Ú T T E K T ramma um upplýsingagjöf, markaðinn og grundvallaratriði ekki breytast svo mjög við samrunann þar sem viðskiptakerfi og reglur kauphallaraðila hafi þegar verið samræmd. Hann segist fagna tækifærinu til að taka þátt í frekari samþættingu verðbréfamarkaða á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum og segir þróunina bæði skráðum fyrirtækjum og fjárfestum til góðs; skráð fyrirtæki verði sýnilegri og fleiri erlendir aðilar taki þátt á íslenskum markaði og auki þannig seljanleika bréfa. „Þarna liggja tækifæri og jafnframt ljóst að auðveldara ætti að vera að fá erlenda greiningaraðila til að fjalla um íslensk fyrir- tæki, sem verið hefur erfitt hingað til.“ Þá segir Þórður sóknarfæri felast í því að auðveldara verði að fá erlenda banka og við- skiptastofnanir til að eiga viðskipti hér, auk þess sem kaup íslenskra fjárfesta erlendis verði auðveldari. Í OMX samstarfinu felst enda aðgangur að sameiginlegu neti miðlara sem felur í sér möguleika á fleiri fjaraðilum. Þá skiptir einnig máli samhæfing á reglum og skráningarkröfum þegar samstarfinu vindur fram. Verðbréfaskráning Íslands starfar enda áfram náið með Kauphöllinni til að auðvelda sameiginlega vöruþróun og draga úr rekstr- arkostnaði. Sameiningin er þannig sögð munu styðja bæði OMX og Kauphöllina í þeirri við- leitni að samþætta norræna greiðslumiðlun og uppgjör. LENGI VERIÐ ÁHUGI Á OMX Þórður segir helsta áhyggjuefnið hafa verið hvernig smærri fyrirtækjum myndi reiða af og segir þau þurfa að huga vel að sínum málum. „Ég held hins vegar að þau þurfi ekki að týnast í fjöldanum þótt auðvitað sé það dálítið undir þeim sjálfum komið,“ segir hann en fyrirtæki eru flokkuð eftir stærð í þrjá flokka. „Þau fara á lista sem mjög margir horfa á, en hann er auðvitað langur. Þess vegna þurfa þau að hafa fyrir því að vekja á sér athygli. Þetta er því ákveðin áskorun fyrir þau, en alls ekki hægt að gefa sér að lífið verði þeim erfiðara, heldur tel ég þvert á móti, ef þau taka vel á sínum málum, að þarna séu aukin tækifæri fyrir þau líka.“ Þórður segir alveg ljóst að stærri fyrirtækin sem skráð eru í Kauphöllina hafi um nokkurt skeið verið áhugasöm um að Kauphöllin myndi sameinast OMX. „Og kannski ekki nema von því senni- lega fara sex eða sjö fyrirtæki inn í flokk stórra fyrirtækja á Norðurlöndunum og af því er augljóslega mikill ávinningur fyrir þau og gefur þeim mjög góða viðspyrnu til að koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum, Norðurlöndum og víðar.“ Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Kauphallar Íslands og forstjóri Straums- Burðaráss fjárfestingabanka, segir ljóst að með sameiningunni aukist sýnileiki fyrir- tækja og möguleikar á að fá til liðs við sig erlenda fjárfesta. Sömuleiðis segir hann hugsanlegt að ákveðin tækifæri felist í því fyrir stærstu fyrirtækin að komast inn í vísi- tölur OMX, því þar fjárfesti gjarnan stórir sjóðir sem ella hefðu ekki keypt í þessum fyr- irtækjum. „Ég lít á þetta sem mikið framfara- mál fyrir skráð félög,“ segir hann, en uppi hafa verið vangaveltur um að stærstu félögin myndu jafnvel færa skráningu sína annað verði ekki af auknu samstarfi. „Þetta styrkir félögin og viðskipti með hlutabréfin.“ RÉTT TÍMASETNING SAMRUNA Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, stærsta fyrirtækis Kauphallar Íslands, segir samrunann við OMX afar jákvæða frétt fyrir innlendan fjármálamark- að í heild sem haft geti víðtæk áhrif til hins betra. „Ef við hugsum um skráð félög og ekki síður fjárfestana, þá eru menn allt í einu orðnir hluti af mjög stórum norrænum fjármálamarkaði í kauphöll sem orðin er nafn í þessum kauphallarheimi með stór nöfn inn- anborðs. Allt í einu, með þessari einu aðgerð, er því kominn bæði aukinn sýnileiki og selj- anleiki, nokkuð sem menn hafa árum saman verið að reyna að koma á.“ Ingólfur segir að til viðbótar hafi fyrirtæk- in, eftir því hvar þau lendi í atvinnugreina- og stærðarflokkun, möguleika á að komast inn í vísitölur sem OMX stendur að án þess að missa sérkenni h e i m a m a r k a ð a r- ins. Þá gerist einn- ig um leið og fyr- irtæki lenda inni í þessum vísitölum að erlendir greiningar- aðilar taka að fjalla um þau, nokkuð sem sáralítið hefur verið um til þessa. Sömuleiðis ýtir sam- ræming sem í sam- starfi felst undir fjárfestingar milli landa, enda er rutt úr vegi tæknihindr- unum sem annars geta byggst upp milli landa í ólíkum viðskiptakerfum. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa litið svo á að sameiningin við OMX geti falið í sér tækifæri með auknum sýnileika á stórum markaði og það eigi í raun við um öll fyrir- tækin sem skráð séu í Kauphöllina hér. „Svo virðist líka tilhneigingin í þá átt að við förum ekki bara þarna inn heldur gæti OMX jafnvel orðið hluti af stærri heild. Þá er betra að vera kominn inn í þetta fremur en ætla að koma eftir á,“ segir hann og telur jafnvel að stærri kauphöll, með OMX innanborðs, hefði haft takmarkaðan áhuga á að taka inn Kauphöll Íslands. „Við lítum því svo á að sameiningin nú sé mjög jákvæð.“ F É L Ö G Í O M X S A M S T Æ Ð U N N I O G K A U P H Ö L L Í S L A N D S * Nafn félags Upprunaland Krónur 1 Nokia Oyj Finnland 5.623.646 2 Ericsson Svíþjóð 4.007.058 3 AP Moller Mærsk Danmörk 2.581.962 4 Nordea Bank Svíþjóð 2.541.520 5 Hennes & Mauritz AB Svíþjóð 2.363.795 6 Teliasonera Ab Svíþjóð 2.131.218 7 Novo Nordisk A/S Danmörk 1.841.735 8 Volvo AB Svíþjóð 1.796.592 9 Danske Bank A/S Danmörk 1.783.465 10 Fortum Corporation Finnland 1.606.100 11 S E Banken Svíþjóð 1.339.050 12 Svenska Handelsbanken AB Svíþjóð 1.280.834 13 Investor AB Svíþjóð 1.165.464 14 Swedbank AB Svíþjóð 1.123.124 15 Atlas Copco AB Svíþjóð 1.113.266 16 Sandvik AB Svíþjóð 957.373 17 Scania AB Svíþjóð 890.892 18 UPM Kymmene Oyj Finnland 879.185 19 Stora Enso Oyj Finnland 852.777 20 Sampo Oyj Finnland 825.982 21 Sca Sv Cellulosa Svíþjóð 749.079 22 Kaupthing Bank Ísland 564.205 23 Neste Oil Oyj Finnland 512.324 24 Skanska AB Svíþjóð 511.303 25 TDC A/S Danmörk 507.178 26 Skandia Forsakring Svíþjóð 498.109 27 SKF AB Svíþjóð 482.052 28 Assa Abloy AB Svíþjóð 474.285 29 Securitas AB Svíþjóð 466.028 30 Carlsberg A/S Danmörk 429.840 31 Kone Oyj Finnland 418.761 32 Industrivarden Svíþjóð 411.583 33 Boliden AB Svíþjóð 390.659 34 Vestas Wind Systems A/S Danmörk 371.355 35 Metso Oyj Finnland 366.537 36 Electrolux AB Svíþjóð 360.533 37 Lundbeck Danmörk 360.510 38 Ssab Svenskt Stal Svíþjóð 354.660 39 William Demant Holding A/S Danmörk 350.979 40 Swedish Match AB Svíþjóð 350.750 41 Sanoma Wsoy Finnland 332.666 42 Tele2 Ab Svíþjóð 321.645 43 Outokumpu Oyj Finnland 318.204 44 Autoliv Svíþjóð 311.734 45 Novozymes A/S Danmörk 305.582 46 Trygvesta AS Danmörk 288.513 47 Glitnir banki hf. Ísland 288.149 48 Landsbanki islands hf Ísland 286.538 49 Danisco A/S Danmörk 285.227 50 Kesko Oyj Finnland 279.244 * Raðað eftir markaðsvirði í milljörðum íslenskra króna. Miðað er við gengi krónunnar og skráningu félaganna 22. september 2006 Orðrómur var uppi um miðjan mánuð- inn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphal lar innar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur. NASDAQ á þegar fjórðungshlut í LSE, kauphöll Lundúna í Bretlandi. Síðustu vikur og misseri hafa verið nokkuð miklar vangavelt- ur um frekari samruna kauphalla eða yfirtökur og jafnvel ekki talið seinna vænna fyrir Kauphöll Íslands að ganga inn í samstarf, áður en kauphallir yrðu svo stórar að takmarkaður áhugi yrði fyrir því að taka inn dvergkaup- höll á borð við mark- aðinn hér. Ekki eru þó allir á einu máli um væn- leika þess fyrir smærri kauphallir að ganga inn í stærri. Þannig höfðu nýver- ið á ráðstefnu Sambands alþjóðafjárfesta í Varsjá í Póllandi forsvarsmenn bæði Kauphallarinnar í Varsjá og OMX uppi nokkur varn- aðarorð um möguleikann á samruna markaða á heimsvísu. Þannig er mögulegur samruni risakauphalla á borð við NYSE (Kauphöllin í New York) og Euronext, eða Nasdaq og LSE, kauphallarinnar í Lundúnum, sagður valda smærri kauphöllum nokkrum áhyggjum. Í IR Magazine er haft eftir Henri Bergström, yfirmanni hjá OMX, að markaðir séu ekki nógu langt komnir til að geta starfað á hnattrænum skala, auk þess sem ólíkt regluverk og tæknimál standi í vegi fyrir svo víð- tækum samruna. Ludwik Sobolewski, forstjóri Varsjárkauphallarinnar, sagðist einnig óttast að smærri kaup- hallir yrðu hornreka í samruna á heimsvísu og ekki væri séð fyrir endann á slíkri þróun. Efasemdir um enn víðtækari samruna KAUPHÖLL ÍSLANDS Um áramót er stefnt að því að Kauphöllin taki að starfa innan OMX samstarfsins. MYND/GVA KAUPHÖLLIN Í KAUPMANNAHÖFN Búast má við að Kauphöll Íslands fái um áramót merki OMX sett upp við innganginn, líkt og sjá má við inngang Kauphallarinnar í Kaupmannahöfn. MYND/OMX KAUPMANNAHÖFN Búist er við því að sameining OMX og Kauphallar Íslands auki hraða framþróun- ar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. Þá er talið í frétt Seðlabanka Færeyja um kaup OMX á Kauphöllinni að þróunin verði markaðnum í Færeyjum sérlega hagfelld. Bent er á að bréf VMF séu skráð í dönskum krónum og sem slík verði þau sérlega áhugaverð fyrir danska fjárfesta, en eftir samrunann við OMX fái þeir, rétt eins og allir aðrir á OMX markaðn- um, beinan aðgang að fyrirtækjunum sem skráð séu á VMF. Sameiningin hefur áhrif í Færeyjum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.